Morgunblaðið - 23.01.1991, Page 20
20
MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 23. JANÚAR 1991
* A
Arásir Iraka á Tel Aviv og Haifa:
Skorti Israela tæknileg’ar
upplýsingar til að hefna?
FYRIR BQTNI
PERSAFLOA
Los Angeles. Reuter.
EIN af ástæðunum fyrir því að
Israelar svöruðu ekki eldflauga-
árásum íraka í sömu mynt kynni
að vera sú að þeir fengu ekki
Sex Scud-flaugum
skotíð á Saudi-Arabíu
Engin hæfði í mark
Dhahran. Reuter.
ÍRAKAR skutu sex Scud-eld-
flaugum á skotmörk í Saudi-
Arabíu aðfaranótt þriðjudags en
engin flauganna olli skemmdum.
Talsmaður Bandarikjahers sagði
að um þijár árásir hefði verið
að ræða og öllum flaugunum
hefði verið skotið frá suðurhluta
íraks. Patriot-gagnflaug eyddi
a.m.k. einni flaug sem beint var
að höfuðborginni Riyadh. Þrem
flaugum var skotið að hernaðar-
lega mikilvægum skotmörkum í
austurhluta landsins, þar af einni
rétt eftir sólarupprás, en engin
hæfði i mark.
Greg Pepin, talsmaður banda-
mannahersins, sagði að ein flaug
hefði failið í hafið skammt frá bæn-
um Juhail. Tveim hefði verið miðað
á Riyadh og þrem að skotmörkum
í austurhlutanum.
Loftvarnaflautur ýlfruðu i Dha-
hran í austurhlutanum, þar sem
mestu olíumannvirki landsins eru,
stundarfjórðung yfir sjö að morgni
að þarlendum tíma en áður hafa
írakar eingöngu gert eldflauga-
árásir á landið að næturlagi. Tveim
mínútum síðar kvað við mikil
sprenging svo að gluggarúður
nötruðu. Sjónarvottar sáu Patriot-
gagnflaug, sem skotið var upp frá
herstöð í grenndinni, geysast upp í
loftið og springa er hún var komin
að skotmarkinu. Viðvörun var gefin
á ný stundarfjórðungi síðar en eng-
ar sprengingar heyrðust. Fulltrúar
heryfirvalda á staðnum sögðu að
- Ekkert tjón á fólki eða mannvirkjum
nauðsynlegar upplýsingar frá
Bandaríkjamönnum um boð-
merki þau sem flugvélar banda-
manna gefa frá sér til þess að
þær skjóti ekki hver á aðra. Þetta
kemur fram í frétt bandaríska
dagblaðsins Los Angeles Times
í gær.
Dagblaðið segir að ísraelskar
flugvélar hafi verið komnar á
fremsta hlunn með að fara í loftið
til að hefna eldflaugaárásanna sem
byrjuðu á fimmtudagskvöld í
síðustu viku. Hins vegar skorti ísra-
ela nauðsynlegar upplýsingar um
það hvernig merki flugvélar þeirra
ættu að gefa frá sér til þess að flug-
menn bandamanna þekktu þær úr
og skytu ekki á þær sem væru þær
íraskar. Los Angeles Times segir
að það geti því verið að George
Bush Bandaríkjaforseti hafi ekki
einungis beitt fortölum og loforðum
um aukinn tækjabúnað til þess að
halda aftur af Israelum.
Blaðið segir að samkomulag sé
um það milli Bandaríkjamanna og
Israela að ef írakar haldi upptekn-
um hætti og ráðist áfram á Israel,
einkum ef afleiðingarnar yrðu al-
varlegri en hingað til, þá fái ísrael-
ar nauðsynlegar upplýsingar til
þess að svara fyrir sig.
Flugmanni bjargað
úr eyðimörkinni á
ævintýralegan hátt
Reuter
Hermaður með gasgrímu á verði við flak Scud-flaugar af endur-
bættri gerð er nefnist al-Husseini. Flaugin hrapaði í Riyadh, höfuð-
borg Saudi-Arabíu, aðfaranótt þriðjudags án þess að springa og olli
engu tjóni.
aðrar Scud-flaugar, sem skotið var
að Dhahran, hefðu fallið til jarðar
í nokkurri fjarlægð frá borginni.
Pepin sagði að gerðar hefðu ver-
ið þrjár atlögur að Riyadh en ekk-
ert tjón virtist hafa orðið. Ein flaug-
anna kom þó niður á götu í borg-
inni en án þess að springa. Það
rauk úr flakinu en fjöldi forvitinna
borgarbúa virti það fyrir sér og
hermenn með gasgrímur voru á
verði. Heimildarmenn í Dhahran
sögðu að ein flaugin hefði hrapað
nálægt olíulind við borgina Hofuf,
suður af Dhahran. Önnur hefði
komið niður í eyðimörkinni vestur
af Dhahran. Flaugarnar voru allar
búnar hefðbundnu sprengiefni.
Yfirvöld í Saudi-Arabíu segja að
12 manns hafi þurft að leita læknis-
aðstoðar vegna meiðsla af völdum
braks úr sundurtættri Scud-flaug
sem lenti á Riyadh aðfaranótt
mánudags. Aðeins tveir þurftu að
leggjast inn.
Saudi-Arabíu. Reuter.
Bandaríkjamönnum tókst á
ævintýralegan hátt að bjarga
flugmanni úr eyðimörkinni í írak
í fyrradag.
Flugvél flugmannsins sem ekki
hefur verið nafngreindur var skotin
niður yfir írak. Honum tókst að
skjóta sér út úr vélinni í fallhlíf og
lenti í eyðimörkinni fyrir neðan á
írösku landsvæði. Eins og allir flug-
menn bandamanna hafði hann með-
ferðis litla talstöð, reyksprengjur
og veifur til að vekja á sér athygli.
Snemma á mánudagsmorgun barst
hjálparbeiðni til herstöðvar banda-
manna í Saudi-Arabíu. Tveir flug-
menn lögðu af stað í leit að félaga
sínum. Þeir fundu hann eftir fjóra
tíma og sendu þá eftir þyrlu til að
ná í manninn þar sem hann hafðist
við í eyðimörkinni. En nokkrum
mínútum áður en þyrlan kom á
áfangastað og flugmaðurinn ætlaði
að koma úr fylgsni sínu á jörðu
niðri sáu félagar hans úr lofti hvar
íraskur herbíll nálgaðist. „Því miður
var bílinn þarna á röngum stað á
röngum tíma,“ sagði annar flug-
mannanna síðar. „Við gátum ekki
leyft okkur að láta hann óáreittan."
Þeir gerðu þegar árás á herbílinn
en á meðan sótti þyrlan hermanninn
á jörðu niðri.
Almenningur í Bretlandi:
Vaxandi stuðn-
ingnr við stríðið
St. Andrews. Fra Guðmundi H. Frímannssyni, fréttaritara Morgunblaðsins.
STUÐNINGUR bresks almennings við hernaðaraðgerðirnar við Pers-
aflóa hefur aukist samkvæmt skoðanakönnunum auk þess sem lítil
þátttaka í friðargöngum um helgina,j>ykir til marks um það.
Um 80% bresks almennings styð- Annars vegar hafa loftárásir fjöl-
ur hernaðaraðgerðir fjölþjóðahers- þjóðaliðsins einkum beinst gegn
ins við Persaflóa, að því er kom
fram í þremur skoðanakönnunum,
sem birtust um helgina. Um 60%
studdu hernaðaraðgerðir fjölþjóða-
hersins, jafnvel þótt það kostaði líf
breskra hermanna. Þetta eru hærri
tölur en fengust í sams konar könn-
unum viku fyrr. Um og innan við
20% lýsa sig andsnúna aðgerðun-
um.
Um helgina voru mótmælagöng-
ur vegna hernaðaraðgerðanna í
nokkrum breskum borgum. I Hyde
Park í Lundúnum gengu fínmm
þúsund manns, um tvö þúsund
manns tóku þátt í mótmælum í
Glasgovy og Leeds. Þetta er aðeins
brot af þeim fjölda, sem tók þátt í
sams konar göngum viku fyrr.
í fjölmiðlum er þessi minnkandi
andstaða við hemaðaraðgerðirnar
skýrð með tvennu.
hernaðarmannvirkjum og mannfall
í röðum íraskra borgara hefur verið
lítið, ef marka má opinberar upplýs-
ingar og fréttir. Sömuleiðis hafa
fáir flugmenn fjölþjóðaliðsins verið
skotnir niður yfír írak, enn sem
komið er.
Hins vegar þykir hinn nýi forsæt-
isráðherra Bretlands, John Major,
hafa staðið sig sérstaklega vel við
að koma sjónarmiðum yfirvalda til
skila við almenning með alvöru án
þess að hlakka yfír hlutskipti íraka.
Sömuleiðis hefur honum tekist að
skapa samstöðu meðal ailra helstu
stjórnmálaleiðtoga landsins um
markmið hernaðaraðgerðanna.
Hann hefur varað sig sérstaklega
á því að að gera þessar aðgerðir
að flokksmáli og ekki reynt að nýta
sér klofning í Verkamannaflokkn-
um um þær.
Reuter
Saddam hylltur í Jórdaníu
Stórar myndir af Saddam Hussein íraksforseta hafa verið festar á
ljósastaura í Amman, höfuðborg Jórdaníu, ásamt íröskum og jórd-
önskum fánum. Mikill stuðningur virðist vera við Saddam í Jórd-
aníu. Einnig hafa farið fram fjölmennar göngur til stuðnings honum
í arabaríkjum Norður-Afríku að Egyptalandi undanskildu.
Reuter
Irösku bræðurnir tveir sem
handteknir voru á Filippseyjum
ræða við rannsóknarlögreglu-
mann.
Tveir menn
handteknir
vegna hermd-
arverks á
Filippseyjum
Manila. Reuter.
YFIRVÖLD á Filippseyjum hafa
handtekið tvo syni sendiherra
Iraks í Sómaliu grunaða um hlut-
deild í sprengjuárás á bandaríska
menningarmiðstöð í Manila á
laugardag.
Sprengjuárásin mistókst og fórst
einn íraki og annar slasaðist er
sprengjan sprakk of snemma í bif-
reið sem þeir voru í. Stjórnvöld á
Filippeyjum vísuðu á mánudag úr
landi Muwafak al-Ani sendiráðsrit-
ara í íraska sendiráðinu í Manila.
Er talið að hann hafi átt bifreiðina
sem sprakk og að hann hafi skipu-
lagt sprengjutilræðið.
Bræðurnir, Husham og Hisham
Abdul-Sattar, eru námsmenn í
Manila. Þeir eru synir Hikmads
Abdul-Sattars sendiherra íraks í
Sómalíu. Lögregla segir að við hús-
Ieit hjá þeim hafi fundist efni til
. -Þ.e.s. ?ð. þúa til sprengjur.