Morgunblaðið - 23.01.1991, Side 23
22
MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 23. JANUAR 1991
MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 23. JANÚAR 1991
23
Útgefandi
Framkvæmdastjóri
Ritstjórar
Aðstoðarritstjóri
Fulltrúar ritstjóra
Fréttastjórar
Árvakur, Reykjavík
Haraldur Sveinsson.
Matthías Johannessen,
Styrmir Gunnarsson.
Björn Bjarnason.
Þorbjörn Guðmundsson,
Björn Jóhannsson,
Árni Jörgensen.
Freysteinn Jóhannsson,
Magnús Finnsson,
Sigtryggur Sigtryggsson,
Ágúst Ingi Jónsson.
Ritstjórn og skrifstofur: Aðalstræti 6, sími 691100. Auglýsingar: Aðal-
stræti 6, sími 691111. Afgreiðsla: Kringlan 1, sími 691122. Áskriftar-
gjald 1100 kr. á mánuði Jnnanlands. í lausasölu 100 kr. eintakið.
Astsæll
konungxir kvaddur
Nöfnin Hákon, Ólafur, Har-
aldur, Hákon Magnús á
konungum og nýjum ríkisarfa
í Noregi vekja minningar um
forna höfðingja og Noregskon-
unga í hugum okkar Islendinga.
Okkur verður hugsað til Heims-
kringlu Snorra Sturlusonar og
sagnanna er tengjast upphafi
íslandsbyggðar. Við minnumst
þess að hinn nýlátni og ástsæli
konungur Norðmanna Ólafur V
kom hingað sem ríkisarfi 1947,
skömmu eftir síðari heimsstyrj-
öldina, og tók þátt í Snorra-
hátíð. Heimsókn hans var meira
en ræktarsemi við fornan arf.
í augum íslendinga hafði hún
einnig táknrænt gildi fyrir sjálf-
stæðisbaráttuna, svo skömmu
eftir að lýðveldi var stofnað og
tengslin voru rofin við konung-
inn í Kaupmannahöfn.
Ólafur V Noregskonungur
átti ekki ættir að rekja til kon-
unganna sem Snorri lýsir. Hann
var fæddur í Bretlandi aðeins
tveimur árum áður 'en Norð-
menn ákváðu í þjóðaratkvæða-
greiðslu árið 1905 að kalla föð-
ur hans, Karl Danaprins, til
konungs sem eftir það tók sér
nafnið Hákon. Telja Norðmenn
það til marks um hve heppnir
þeir voru við val að-þjóðhöfð-
ingja eftir sambandsslitin við
Svía, að þeir feðgar Hákon VII
og Ólafur V hafa ríkt í landinu
bróðurpart aldarinnar, en Ólaf-
ur var á 55. aldursári, þegar
hann tók við af föður sínum
1957 einu ári eldri en Haraldur
V, þegar hann sest í hásætið.
í tíð þeirra Hákons og Ólafs
hefur konungdæmið fest svo
djúpar rætur í Noregi, að þeir
hafa báðir orðið tákn þjóðar
sinnar og tileinkað sér með
reisn hinn sögulega arf norskra
konunga. í hugum flestra hafa
þeir verið lifandi tákn norsku
þjóðarinnar. Haraldur V er þó
fyrsti Noregskonungur um aldir
sem er fæddur í Noregi.
Það hlaut að snerta hvern
þann sem sá í sjónvarpi einlæga
sorg ungra sem aldinna Norð-
manna, þegar fréttin barst um
andlát Ólafs V. Þjóð syrgir ekki
konung sinn á þennan hátt
nema af því að honum tókst
að ávinna sér ást hennar og
traust. Stærsta stund Hákons
og Ólafs var þegar mest reyndi
á þá eftir að nasistar réðust inn
i Noreg. Hugrekki þeirra og
ótvíræð forysta á útlegðarárum
var Norðmönnum fyrirmynd og
hlúði að voninni um að frelsi
þjóðarinnar yrði endurheimt að
nýju.
Ólafur V var ekki aðeins al-
þýðlegur konungur heldur var
hann ómetanlegur sem „ráð-
gjafi ráðgjafa sinna“. Þekkingu
hans á mönnum og málefnum
var viðbrugðið og minni hans
þótti með eindæmum. Á ríkis-
ráðsfundum og í viðræðum við
stjómmálamenn og áhrifamenn
var ríkt tillit tekið til skoðana
hans og viðhorfa. Hann gætti
þess jafnan að halda sig í þeirri
fjarlægð sem bar en farsæl
störf hans og vinsældir voru
einskonar þungamiðja í stjórn-
málalífí og þjóðlífi. Hann sýndi
vörnum Noregs og hernum sér-
staka vináttu og lagði rækt við
trú sína með vinsemd í garð
kirkjunnar. Öðram var hann
fyrirmynd í heilbrigðu líferni
og hreysti með því að stunda
íþróttir og útivist.
Haraldi V er ekki auðvelt
verk á höndum, þegar hann
tekur við af föður sínum. Hann
sækir styrk sinn til þess að
hafa kynnst þvi hvernig afa
hans og föður tókst að festa
konungdæmið í sessi. Þegar
hann sver hollustu sína við
norsku stjórnarskrána frá 1814
bærast hins vegar aðrar tilfinn-
ingar í bijósti Norðmanna en
1905 og 1957. Tímarnir eru
aðrir og kröfur til þjóðhöfðingj-
ans hafa breyst. Stíll hins nýja
konungs verður annar. í fyrsta
sinn síðan 1922 þurfti til dæm-
is að koma fyrir hásæti drottn-
ingar í norska Stórþinginu á
mánudaginn, þegar Haraldur V
tók þar formlega við konungs-
tign. Sonja 'Noregsdrottning
settist þá í stólinn, sem ekki
hafði verið notaður síðan Maud
drottning, amma konungs,
heiðraði þingmenn síðast með
nærveru sinni árið 1922. Frá
því að hún lést 1937 hefur ekki
verið drottning í Noregi, því að
Ólafur missti Mörtu konu sína
þremur árum áður en hann
varð konungur.
Haraldi V fylgja góðar óskir
frá íslandi. Hann kom hingað
í opinbera heimsókn á sjöunda
áratugnum. íslendingar hafa
eins og aðrir fylgst með afrek-
um hans í íþróttum. Skal sú von
látin í ljós, að hann fetý í fót-
spor föður síns gagnvart íslend-
ingum og rækti áfram hin sér-
stöku tengsl sem Ólafur V
skapaði í samskiptum sínum og
viðmóti við íslendinga.
Föstudagskvöld innan og utan víggirðinganna í Rigu, höfuðborg Lettlands:
Morgunblaðið/Ragnar Axelsson
Reykinn frá eldunum leggur til lofts og yfir þinghúsið.
Frá varðeldunum
berst lyktin af
sjálfstæðu Lettlandi
ÞEGAR Aeroflot-vélin lenti í Rigu lék enginn vafi á því að við vorurn
í Sovétríkjunum. Þótt lettneskur og íslenskur fáni blöktu við hún í
flughlaðinu og menn frá lettneska sjónvarpinu væru komnir ásamt
aðstoðarutanríkisráðherra Lettlands til að taka á móti Jóni Baldvin
var illlýsanlegur drungi yfir þessari senu. Sovétstjórnin hefur völdin
á flugvellinum og mér fannst það taka okkur fréttamenn heila eilífð
og fjórar biðraðir, þar sem gerð var grein fyrir hverri einustu krónu
og hveiju einasta stykki í farangrinum, að komast út úr grárri,
kaldri, daunillri og hálfmannlausri flugstöðinni. Til að sjá út um
glugga rútunnar, sem ók með okkur inn í borgina, þurfti linnulaust
að skafa héluna af rúðunum en í fyrstu var fátt að sjá nema gráleit-
ar risastórar byggingar, sem báru sovéskum arkítektúr órækt vitni;
breiðar illa lýstar götur, sem einstaka bíl var ekið eftir, og á stöku
stað fólk sem stóð við strætisvagnabiðstöðvar og horfði út í myrkrið.
Við ein gatnamótin var fjórum hertrukkum ekið í átt að flugvellin-
um, og um það leyti sást fyrst glitta í reisulegar byggingar, sem
maður gæti átt von á að sjá hvar sem er í borgum N-Evrópu. Nú
voru göturnar ekki lengur malbikaðar heldur hellulagðar. Engir her-
menn sjáanlegir. Það var einkennilegur bjarmi í loftinu. Umhverfis
húsaraðirnar stóðu kyrrstæðir vörubílar, rútur, slökkvibílar og þunga-
vinnuvélar, stuðari við stuðara. Við ókum inn á hliðargötu, milli
trukka og hlaðinna 3 metra hárra götuvígja úr granitklumpum og
við vorum farnir út úr Sovétríkjunum aftur og komnir til Lettlands.
Kveikt á kerti við Minnismerki frelsisins.
Lyktin af sjálfstæðu Lettlandi
Þarna eru þúsundir manna, karlar
og konur, ungir og gamlir. Alls stað-
ar loga varðeldar og umhverfis þá
situr fólk, talar saman, hlustar á
útvarp, og sums staðar er verið að
sjóða súpur í stórum grýtum. Við
hvern köst hefur einhver þann starfa
að bæta á eldinn. Viðardrumbarnir
eru í stöflum út um allt. Rútan nem-
ur staðar við þinghús lýðveldisins
þar sem Jón Baldvin og Arnór eru
inni á fundi með aðstoðarutanríkis-
ráðherra Lettlands. Þegar rútan
opnast leggur á móti mér lyktina frá
varðeldunum, reykjarlyktina sem er
alls staðar í loftinu innan víggirðing-
anna, hvort heldur er úti eða inni,
og alls staðar í borginni, þar sem
sjálfstæðissinnarnir koma saman,
yfirgnæfir hún dauninn sem maður
finnur annars staðar í opinberum
byggingum. Þeir sem ferðast hafa
víða um Sovétríkin segja að sá daunn
sé eins hvar sem er í heimsveldinu.
Við förum ekki inn í þinghúsið
heldur inn í mannhafið. Ragnar fest-
ir stemmninguna á filmu en tilraun-
ir mínar til að ná tali af fólkinu
stranda í fyrstu á því að ég hitti
ekki á neinn sem vill tala á ensku
eða þýsku. Við snúum til baka að
þinghúsinu þar sem Ljúdmíla, sem
tók á móti okkur á fiugvellinum,
túlkar meðan ég tala við tvo þeirra
sem standa vörð um inngang þing-
hússins. Hvorugur þeirra er búsettur
í Rigu, annar kemur frá stað sem
heitir Valmera, um 200 kílómetra
leið, en hinn segist vera kominn
1.800 kílómetra leið frá einhveijum
stað í Rússlandi sem ég næ ekki
nafninu á. Hann segist vita um
marga aðra sem lagt hafi álíka vega-
lengd að baki til að sýna vanþóknun
sína á herrunum i Kreml og stuðning
við frelsi Lettlands. Báðir eru í hópi
þeirra mörgu þarna sem gyrtir eru
litlum töskum og í eru gasgrímur.
Kurteisir kollegar
Ég spyr hvað muni gerast ef
svarthúfur og hermenn komi. Þeir
segja að þá verði blóðbað. „Við verð-
um hér og þúsundir og aftur þúsund-
ir verða með okkur. Þeir verða að
keyra yfir okkur á skriðdrekum og
skjóta okkur ef þeir ætla að taka
þinghúsið," segir sá yngri, sem
skemur var að kominn. Hann hafði
verið innan víggirðinga síðan svart-
húfurnar, úrvalssveitir Borís Pugos,
innanríkisráðherra í Kreml, létu til
skarar skríða í Vilnius. Hinn, sem
var áreiðanlega á sjötugsaldri, hafði
komið daginn áður. Hvorugur kvaðst
mundu hreyfa sig fyrr en öryggi
þingsins væri tryggt. í þeim orðum
töluðum opnast dyr þinghússins og
út koma konur með súpupotta og
bakka, hlaðna brauði og pylsum.
Þær ganga á rniHi og veita fjöldanum
og líka okkur. Skömmu seinna er
kallað á okkur íslensku blaðamenn-
ina inn. Blaðamannafundur Jóns
Baldvins að hefjast. í anddyri húss-
ins eru tveir lettneskir lögreglumenn
með hríðskotabyssur. Þeir eru fyrstu
vopnuðu mennirnir sem við sjáum
innan víggirðinganna. Á fundinum
eru auk okkar lettneskir og rússne-
skir blaðamenn, einn tékkneskur og
annar svissneskur. Andrúmsloftið er
allt öðru vísi en ég á að venjast á
blaðamannafundum. Þessi fundur er
fyrst og fremst fyrir lettneska fjöl-
miðla og lesendurþeirra. Jón Baldvin
svarar kurteislegum spurningum
kolleganna í löngu ensku máli, sem
síðan er snarað á bæði lettnesku og
rússnesku. Mér sýnist fljótlega að
fátt nýtt muni koma fram á þessum
fundi fyrir lesendur Morgunblaðsins
og ekkert það sem komið geti í veg
fyrir að ég noti frekar þann litla tíma
sem gefst áður en farið verður til
Vilnius í Litháen í fyrramálið til að
fara út, ganga um og drekka í mig
þessa stemmningu og lyktina af
sjálfstæðu Lettlandi.
Hvers vegna réðst Saddam inn
í Kúveit?
Uppi á einni víggirðingunni
standa fjögur ungmenni og syngja
baráttu- og ættjarðarsöngva. Fólk
safnast að og tekur undir. Sumir
dansa. Víða á grindverkum, vcgnum
og veggjum hanga uppi orðsending-
ar, ljósmyndir en þó einkum teikn-
ingar og skopmyndir og fólkið skoð-
ar þetta vandlega, bendir og ræðir
málin. Sumir eru brosmildir en aðrir
alvarlegir. Orðsendingarnar skil ég
ekki. Teikningarnar er hins vegar
ekki hægt að misskilja og þær lýsa
tilfinningum fólksins til Kremlar-
veldisins, Gorbatsjovs, Rauða hers-
ins og úrvalssveita Pugos, svart-
húfnanna, sem líkt er við SS. Sumar
teikningarnar eru greinilega ætlaðar
okkur Vesturlandabúum. Þær fjalla
um það sem þessu fólki fínnst vera
barnaleg trú ríkisstjóma og almenn-
ings á Vesturlöndum á Gorbatsjov,
forseta i Krem), og um örvænting-
una sem ég á eftir að heyra meira
um út af því að ástandið í Eystrasalt-
slöndunum nái ekki athygli vest-
rænna fjölmiðla vegna Persaflóastr-
íðsins. Á einu spjaldinu er áletrun
sem ekki verður misskilin þótt ég
skilji aðeins orðin Nobel, Gorbatsjov
1990, Saddam Hussein 1991. Seinna
segir Alberts Sarkanis sendifulltrúi
Letta í Vilnius mér brandara sem
hann segist hafa heyrt ótal sinnum
undanfarna daga: „Hvers vegna
réðst Saddam inn í Kúveit? Jú, til
að tryggja sér friðarverðlaun Nóbels
næsta ár.“
Eftir góða stund ákveð ég að snúa
við, hringja heim og ljúka við að
Nokkrar óteljandi pólitískra skopmynda sem hvarvetna er að finna innan víggirðinganna.
senda frétt í laugardagsblaðið en ég
kemst ekki aftur inn í þinghúsið þar
sem sami vörður og ég var að tala
við áðan, sá sami og hleypti mér inn
á blaðamannafundinn, segir núna
að ég sé ekki með réttu pappírana.
Einhver bendir mér á hús handan
við götuna og segir: „Press“. Þar
vérð ég mér úti um passa sem veit-
ir mér aðgang að þinghúsinu og
blaðamannaaðstöðunni í Rigu meðan
ég er í borginni en um leið og ég
kem út aftur sé ég að það er verið
að aka með Jón Baldvin burt og til
fundar við Gorbunovs forseta Lett-
lands. Rúta íslensku blaðamannanna
er að leggja af stað til hótelsins,
Ridzene, þar sem við eigum að gista,
en fyrst er ekið að sjónvarpshúsinu
og stjórnarbyggingunni og einnig
þar er almenningur á verði. Eldarnir
loga og vörubílar og þungavinnuvél-
ar eru til taks að hefta för hermann-
anna.
Rúta bílstjórans sem féll fyrir kúlu úr byssum svarthúfnauna. Skiltið í sundurskotinni frainrúðunni þarf
ekki að þýða. í bakgrunninum virðist Lenín ekki orða vant frekar en fyrri daginn en allir eru búnir að
heyra nóg. Þessa mynd tók Ragnar þegar við komum til Rigu á sunnudaginn; um þremur klukkustundum
áður en skothriðin við innanrikisráðuneytið hófst.
Að ininnismerki frelsisins kom fjöldi fólks til að votta virðingu minn-
ingu fórnarlamba blóðbaðsins í Vilnius og bílstjórans, sem drepinn
var í Rigu.
Á hótel Ridzene
Á hótel Ridzene eru herbergin
rúmgóð og ekki óvistleg. Litasjón-
varp er í hveiju herbergi og við
gætum séð Sky ef við værum komn-
ir hingað til að fræðast um stríðið
við Persaflóa. Fljótlega hittumst við
íslensku fréttamennirnir í veitinga-
staðnum. Við erum spurðir hvort við
viljum borða en ekki hvað og eftir
um klukkustund erum við búnir að
narta í fjóra sömu réttina og við
Ragnar nörtuðum í á fyrsta farrými
hjá Aeroflot. Lambakjötssneið, ein-
hvers konar salami, gratíneraður
fiskur, svínakjötssneið, makríll í
hlaupi, þetta hljómar mun betur en
það bragðast og kemst ekki í hálf-
kvisti við brauðsneiðina fyrir framan
þinghúsið. Hún er það langljúffeng-
asta sem ég bragðaði þessa daga í
Eystrasaltslöndunum.
Minnismerki frelsisins
Eftir að hafa hringt heim með
frétt í laugardagsblaðið fer ég aftur
út að ganga. Það fyrsta sem ég sé
fyrir utan hótelið eru lögreglumenn
með alvæpni sem þarna eru til þess
að gæta innanríkisráðuneytisins,
sem ekki nýtur gæslu almennings
eins og fiestar aðrar mikilvægustu
stofnanir lýðveldisins. Ég geng aftur
í átt að miðbænum, fram hjá Minnis-
merki frelsisins, sem reist var í til-
efni af sjálfstæði Lettlands 1918.
Þar er fjöldi fólks, sem kveikir á
kertum og leggur blóm við minnis-
varðann. Þar hefur verið komið fyrir
mynd af bílstjóranum sem svarthúf-
urnar skutu í Rigu á miðvikudag.
Einnig er þarna spjald þar sem eitt-
hvað stendur um Litháen. Ég er
löngu búinn að týna Ragnari og
öðrum úr hópnum, þeir eins og ég
eru að upplifa þetta út af fyrir sig.
Ég geng um drjúga stund enn og
það er komið fram á nótt þegar ég
fer út fyrir víggirðingarnar, geng
fram hjá minnismerki frelsisins,
beygi fyrir hornið hjá innanríkis-
ráðuneytinu, sem ég veit ekki að
svarthúfurnar eiga eftir að ráðast á
eftir hálfan annan sólarhring, og fer
inn á hótel Ridzene, því að hvílda;
er þörf þegar framundan er ferð til
á vettvang ofbeldisverkanna í Vil-
nius í Litháen.
texti: Pétur Gunnarsson
myndir: Ragnar Axelsson