Morgunblaðið - 23.01.1991, Síða 40

Morgunblaðið - 23.01.1991, Síða 40
MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 23. JANÚAR 1991 40 Við höfum bersýnilega ekkert trúnaðarsamband við hana dóttur okkar ... HÖGNI HREKKVÍSI Draumar og merking þeirra — fyrrihluti Til Velvakanda. Við sofum að jafnaði þriðja hluta ævinnar og það er raunar furðulegt hversu svefninum hefur verið gefinn lítill gaumur, svo og draumum þeim sem honum fylgja. Alla menn dreymir, a.m.k. and- lega heilbrigt fólk, en fávita og margt geðbilað fólk dreymir ekki. Meira um það síðar. Elstu frásagnir af draumum og draumaþýðingum eru egypskar og færðar í höggmyndaletur fyrir 4000 árum, þær er að finna í breska þjóð- minjasafninu (British museum). Berdreymi og drauma fyrir dag- látum þekkjum við öll. Pjölda frá- sagna er að finna, bæði í nýja og gamla testamentinu af slíkum at- burðum. „Vitringar úr austurátt" voru prestar, sem fundu Jesúbamið eftir tilvísun í draumi. Engill birtist Jósef í draumi og réð honum og Maríu að flytja til Egyptalands undan Heródesi. Seinna dreymdi Jósef aft- ur engil sem sagði honum að hann skyldi flytja til baka með fjolskyldu sína til Israels. Konu Pílatusar dreymdi fyrir aftöku Jesú, nóttina áður, og baðst griða fyrir hann. Demokritos, sá er fyrstur setti fram kenninguna um atomið, eða kjarnaeininguna, fékkst einnig við draumaþýðingar á 5. öld f.Kr. Dem- okritos sagði að draumar stöfuðu af utanaðkomandi áhrifum, öndum eða sálum, sem tækju sér bólfestu í líkama hins sofandi manns. Þannig gerðu hinir framandi andar vart við sig og þannig kæmu þeir skoðunum sínum og skilaboðum á framfæri. Áhugamenn um stjörnuspá og stjörnutúlkun hafa margir tekið upp þessa gömlu hugmynd. Búddahtrúarmenn álíta drauma raunverulegri hugsunum manna í vökuástandi. Vakandi verður maður fyrir sjónhverfingum og hillingum þeim er hindúar kalla „maya“, og er sjónvilla eða blekking. Áðeins í draumi lifir maðurinn raunhæfu og hamingjusömu lífí, segja hindúar. Munkar í Tíbet segja að í draumi geti maður losnað úr „karina" og þá sé hægt að hverfa til hins guð- dómlega heims, heims þess er varir tii eilífðar. Lao Tse og taóistar álykta einnig drauminn jafn raunverulegan og hugleiðingar í vöku. Kóraninn segir frá því er Allah birtist Múha- með í draumi (Kor. 1:45), og bauð honum að stofna ný trúarbrögð. Erkiengillinn Gabríel birtist einnig Múhameð í draumi og las honum textann að Kóraninum. Aðrir sögu- legir draumar eru t.d. draumur Xerxesar um sigurstranglega árás á Grikki. Artabanus ráðherra hans sagði honum að draumar væru oft fyrir daglátum og réð honum að láta til skarar skríða. Allt kom fram eins og Xerxes hafði séð fyrir í draumi. Alexander mikla dreymdi einnig oft fyrir átökum við óvini sína, þann- ig dreymdi hann t.d. fyrir umsátri og árás á persnesku borgina Tiros, sem hann sigraði nákvæmlega eins og hann hafði dreymt fyrir. Með efnishyggjunni og raun- hyggjunni er eins og draumarnir hafi breitt nokkuð um svip. Þannig segir Immanuel Kant „fábjánann dreymir dagdrauma". Schopenhauer segir „draumar eru augnabliks sál- sýki, en sálsýkin er langvarandi raumur“. Nietsche sagði að draumar væru leifar af óralöngu þróunar- skeiði mannsins. Sögulegir skjalfastir draumar sem margir kannast við eru t.d. draumur Abrahams Lincolns forseta er hann dreymdi fyrir eigin andláti. Lincoln var tregur til frásagna en sagði þó: „Ég var staddur í viðhafn- arherbergi Hvíta hússins, heiðurs- vörður stóð við líkkistu. Hver er sá látni, spurði ég. Forsetinn, var svar- ið, hann var myrtur.“ Nokkrum dög- um eftir þennan draum var Lincoln skotinn til bana af ofstækisfullum Suðurríkjamanni í leikhúsi, eins og kunnugt er. í skjalasafni alríkislögreglunnar bandarísku er að fínna frásögn kon- unnar sem dreymdi fyrir morðinu á John F. Kennedy forseta, 10 klst. áður en hann var skotinn. Hún vildi vara forsetann við að fara til Dallas eftir hinn óhugnanlega draum, en enginn tók mark á draumi hennar né viðvörun. • Margir íslendinga eru berdreymn- ir. í íslendingasögunum úir og grúir af draumum og forspám. Þannig segir í Hrafnkelssögu Freysgoða: Hallfreð dreymdi nótt eina að maður kom til hans og sagði: „Flyt þú bú þitt vesturyfir Lagarfljót því þar bíður hamingjan þín.“ Hallfreður vaknaði og flutti bú sitt vesturyfir Rangá að bæ þeim er síðar fékk nafnið Hallfreðsstaðir. Á fyrra bæj- arstæði skildi hann eftir gölt og geithafur. Sama dag og Hallfreður fór frá bænum féll mikil skriða á húsin og létu þar lífið bæði dýrin. Síðan heitir þar að Geitardal. Hitler lá í skotgröf með félögum sínum í fyrri heimsstyijöldinni. Þá dreymdi hann að mikil sprengja félli niður í skotgröfina. Hann steig upp úr skotgröfínni í svefni og gekk fram á vígvöllinn. Allt í einu vaknar hann við mikinn hvell. Hann snýr þá aftur að skotgröfinni þar sem mikil sprengja var nýfallinn og hafði drep- ið alla félaga hans. Snorri símritari Lárusson (bróðir Inga T. tónskálds) sagði mér einn hinn athyglisverðasta draum sem ég hefí heyrt, og sem ég hefí raunar lauslega minnst á áður hér í blað- inu, í öðrum dálki. Það var um hávetur austur á Seyðisfírði, veðurhamur var mikill og barði húsið utan þar sem Snorri svaf. Þá dreymdi hann að menn kæmu inn um gluggann — og gengju í halarófu fram með rúmstokknum þar sem hann svaf og út um dyrnar andspænis glugganum. Snorri leit á þessa menn. Þetta voru erlendir sjó- menn eftir útliti að dæma, dökkir og fremur lágvaxnir, og allir hold- votir. Hann þekkti engan, en sá þó greinilega andlit þeirra. Morguninn eftir þegar hann var staddur niður við flæðarmál frétti hann af franskri skútu sem hafði farist í fjarðarmynninu um nóttina og var talið að allir skipveijar hefðu farist. Nú tók líkin að reka á land þar sem Snorri stóð. Hann leit á þau hvert af öðru og nú þekkti hann þá alla. Þetta voru sömu sjómennirnir og höfðu heimsótt hann í draumi nóttina áður. Richardt Ryel Læða Þessi steingráa læða kom sem jólagestur í íbúð við Neðstaleiti og gaut þar fimm kettlingum. Aðeins er hægt að hýsa hana tímabundið. Upplýsingar í símum 36239 og 687471. Yíkveiji skrifar DlPLÓMATÍSK FRiPHELSI ? ' Aundanförnum sólarhringum hefur reynt mjög á ljöl miðla menn um heim allan. Þunginn hér á landi magnaðist mikið á fímmtu- daginn í síðustu viku, þegar Hekla tók að gjósa. Gildi útvarps- og sjón- varpsfrétta er ekki síst, að menn telja sig geta gengið að þeim vísum á ákveðnum tímum sólarhringsins, kveikt og heyrí það sem ber hæst og síðan slökkt aftur. Atburðirnir miklu röskuðu þessu öllu saman. Samningur Stöðvar 2 við CNNsjón- varpsstöðina bandarísku gjörbreyttj þar að auki viðhorfi manna til fréttamiðlunar á svipstundu. Sjónvarpsfréttatímar voru jafnt að morgni um hádegi og á kvöldin hjá báðum íslensku stöðvunum. „Fréttatengdir umræðuþættir" eins og það heitir víst voru á öllum rás- um. Menn gengu seint til náða eða sofnuðu alls ekki af því að þeir voru að horfa á CNN á nóttunni. Þegar málum er þannig komið er gott fyrir menn að geta gengið að einhveijum miðlum vísum, þar sem þeir vita, að á einum stað eru dregnir saman allir höfuðþættir og þeir skilgreindir. Þar gegna blöðin miklu hlutverki og ef rétt er á hald- ið á gildi þeirra fremur að aukast heldur en hitt þegar stöðuga streymið á ljósvakanum verður meira. xxx Aðal þeirra sem flytja fréttir beint í útvarp eða sjónvarp er að ávinna sér traust á stundum sem þessum. Menn vilja áreiðan- leika og krafan um að gerður sé glöggur munur á milli staðreynda og mats fréttamannsins magnast. Því miður er enn sá ljóður á mörg- um fréttariturum hljóðvarps ríkisins í útlöndum, að þeir ráða ekki við skoðanir sínar, þegar þeir ætla að segja fréttir. Tilefni þess að haft er samband við þá eða þeir hringja finnst hiustandum oft fremur vera, að þeir vilji koma einhverri skoðun á framfæri en skýra frá staðreynd- um. Samanburður, til dæmis við CNN og Sky, ætti að auðVelda mönnum að átta sig á því í hveiju þessi gagnrýni felst. Sjónvarpsstöðvar sem sækjast eftir trausti sem fréttastöðvar ávinna sér það ekki með því að hafa fréttamenn, sem ráða ekki við eigin skoðanir í fréttaflutningnum. Hvers vegna skyldu menn vera að kaupa sér aðgang að slíkum stöðv- um eða styrkja þær með auglýsing- um? Hættan á einkaskoðanaútvarpi af þessu tagi virðist hér á landi meiri hjá stöðvum sem reknar eru í skjóli ríkisins en stöðvum sem reknar eru af einkaaðilum. xxx Er það frétt, að Bandaríkjamenn kunni að snúast gegn stríðsrekstrinum við Persaflóa, þeg- ar sjónvarpsmyndir taka að berast þaðan af mannfalli? Er það frétt að menn þurfi að lesa það í bókum eftir nokkur ár, hvað gerðist á fyrsta degi sóknaraðgerðanna gegn Saddam Hussein og ástæða sé til að taka hæfilegt mark á því sem fjölmiðlar segja? Hvoru tveggja spurningin vaknaði eftir að hafa hlustað á vangaveltur fréttaritara hljóðvarps ríkisins, sem fluttar voru þar sem fréttir.

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.