Morgunblaðið - 23.01.1991, Page 43
ItíG t HAUVtAl .í±áí
MÖRGUNBLAÐIÐ
ÍÞRÓTTIR
HtTTQKWk oi<3AjawuoaoM
"MIÐTIKPDA-GUR JANÚAK 1991
43
SKIÐI / HEIMSMEISTARAKEPPNIN I ALPAGREINUM
„Verd
sennilega
áfram hjá
Asnieres"
- segirJúlíusJónasson
vegna fyrirspurna frá
Grosswallstadt
Júlíus Jónasson, landsliðsmaður í
handknattleik, á ekki von á að heyra
meira frá Þýskalandsmeisturum Gross-
wallstadt. „Ég hef það mjög gott hjá
franska liðinu Asnieres og fer ekki nema
ég fái mun betra tilboð. Eftir því sem
ég hef heyrt er grasið ekki grænna hjá
Grosswailstadt og því verð ég sennilega
áfram hjá Asnieres," sagði Júlíus við
Morgunblaðið í gær.
Júlíus hefur staðið sig vel með franska
liðinu og var markahæstur með fímm
mörk, þegar liðið tapaði 23:18 fyrir Cré-
teil um helgina. Hann var kjörinn besti
leikmaðurinn á Spánarmótinu á dögun-
um og vakið athygli ýmissa liða.
„Samningur minn rennur út í vor, en
ég á von á viðræðum í næsta mánuði
og þá kemur áhugi annarra liða mér
væntanlega til góða.“
Ungverjar koma og leika landsleiki í
Laugardalshöll 11. og 12. febrúar. Júlíus
sagðist gera ráð fyrir að koma í leikina,
en Asnieres væri samt ekki búið að gefa
grænt ljós ennþá.-
Marc Girardelli sem keppir fyrir Lúxemborg náði loks að sigra í svigi á HM.
Loksins, loksins
sigraði Girardelli
Norðmenn sterkir, áttu fjóra af tíu fyrstu í sviginu
„ÞAÐ er ánægjulegt að sigra, sérstaklega í svona erfiðri braut,“
sagði Marc Girardelli, Austurríkismaðurinn sem keppir fyrir Lúx-
emborg, eftir sigurinn í svigi á Heimsmeistaramótinu í Saalbach
í Austurríki í gær. Girardelli hafði aldrei áður unnið til gullverð-
launa á HM, nema í alpatvíkeppni (bruni og svigi) og var aðeins
0,07 sek. frásigri ísvigiá HM 1985. Sigurinn var því kærkominn
fyrir hann, enda hefur hann dreymt um að sigra í svigi á HM.
Thomas Stangassinger, Austurríki, varð annar og Norðmaðurinn
Ole Christian Furuseth þriðji.
Girardelli, sem er 27 ára, hefur
verið í miklum ham síðustu
vikur og unnið þijú síðustu heims-
bikarmótin. Hann missti næstum
allt síðasta keppnistímabil úr vegna
meiðsla í hné og fór í uppskurð í
september. I sviginu í gær sýndi
hann mikið öryggi, var með besta
tímann í fyrri umferð og fylgdi
honum eftir með góðri síðari ferð.
Hann var rúmlega hálfri sekúndu
á undan heimamanninum Thomasi
Stangassinger, sem kom mjög á
óvart með því að hafna í öðru sæti.
Ole Christian Furuseth náði besta
ÚRSLIT
HM í Saalbach
Úrslit i svigkeppni karla. (Innan sviga
er árangur í fyrri og seinni ferð):
1. Marc Girardclli, Luxeraborg ...1:55.38
( 57.96 - 57.42)
2. T. Stangassinger, Austurríki ..1:55.96
( 58.64 - 57.32)
3.0. C. Furuseth, Noregi.......1:56.00
( 58.92 - 57.08)
4. Albcrto Tomba, Ítalíu.......1:56.24
( 58.17 - 58.07)
5. Tomas Fogdoe, Svíþjóð.......1:57.25
( 59.20 - 58.05)
6. Armin Bittner, Þýskalandi....1:57.48
( 58.49 - 58.99)
7. Patrice Biancbi, Frakklandi....l:57.49
( 59.66 - 57.83)
8. Finn Christian Jagge, Noregi..l:57.83
(1:00.01 - 57.82)
9. Peter Roth, Þýskalandi.......1:58.25
( 59.46 - 58.79)
10. Lasse Kjus, Noregur..........1:58.43
( 59.57 - 58.86)
11. Paul Accla, Sviss............1:59.22
(1:00.06 - 59.16)
12. Kjetl Andre Aamodt, Noregi ..1:59.43
(1:00.64 - 58.79)
brautartímanum í síðari umferð og
skaust við það úr 7. sæti eftir fyrri
ferð upp í það þriðja.
„Að sigra hér í Austurríki er
sama fyrir mig og sigra annarstað-
ar. Ég hef aldrei reynt að skíða vel
fyrir áhorfendur eða land - heldur
aðeins fyrir sjálfan mig,“ sagði Gir-
ardelli, sem komst ekki í aust-
urríska landsliðið á sínum tíma og
byijaði þá að keppa fyrir Lúxem-
borg. Ég hef alltaf lagt áherslu á
að vinna þá bestu í heimi og mér
tókst það í dag. En fyrsti sigurinn
á tímbilinu, í Kitzbúhel, var mér
meira virði en HM-titilinn í svigi,“
sagði Girardelli.
Stangassinger var mjög ánægður
með annað sætið. „Þessi úrslit komu
-mér mjög á óvart,“ sagði Stangass-
inger, sem hafði áður sigrað einu
sinni á heimsbikarmóti og náð
níunda sæti i svigi á síðasta heims-
meistaramóti í Vail.
Furuseth var ánægður með
bronsverðlaunin, sem eru fyrstu
verðlaun Norðmanna á HM í alpa-
greinum síðan Stein Eriksen vann
silfur í svigi, stórsvigi og tvíkeppni
1954. „Þetta er besti árangur minn
á ferlinum,“ sagði Furuseth. Norð-
menn geta vel við unað því þeir
áttu fjóra af fyrstu tíu.
ítalinn Alberto Tomba náði sér
ekki á strik í síðari umferð, eftir
að hafa haft næst besta tímann
eftir fyrri umferð. „Ég eyðilagði
þetta fyrir mér í síðari umferðinni,"
sagði Tomba, sem hafnaði í 4. sæti.
„Nú fer ég aftur til Ítalíu til að
æfa fyrir stórsvigið hér í næstu
viku.“
Jonas Nilsson frá Svíþjóð, sem
varð heimsmeistari í svigi 1985, var
með fjórða besta tímann eftir fyrri
ferð en féll út úr brautinni og varð
úr leik. Það sama gerði Austurríkis-
maðurinn, Rudolf Nierlich, heims-
meistari frá 1989. En hann varð
aðeins með 12. besta tímann í fyrri
umferð.
Svigbrautin var mjög erfið og
fóru margir skíðamenn flatt í henni.
Hún var hörð og lögð í miklum
bratta, en veðrið var mjög gott þar
sem sólin skein í heiði. Bandaríkja-
menn voru fjarri góðu gamni og
sendu ekki keppendur til mótsins
af ótta við hryðjuverk vegna Persa-
flóastríðsins. Miklar öryggisráð-
stafanir hafa verið gerðar í Saal-
bach og Ilinterglemm þar sem
mótið fer fram.
í dag verður keppt í risasvigi
karla og á morgun, fimmtudag, er
gefið frí til æfinga.
ÍÞRÓmR
FOLX
■ IVAN Varlanov, Sovétmaður-
inn sem hefur þjálfað 3. deildarlið
Völsungs á Húsavík í knattspyrnu
undanfarin tvö ár, verður ekki þjálf-
ari liðsins næsta sumar. Vöslungar
hafa ekki gengi frá ráðningu þjá-
fara, en búist er við að gengið verði
frá því næstu daga.
■ STEFÁN Gunnlaugsson er
formaður U-21 landsliðsnefndar
KSÍ, en skipað var í nefndir fyrir
skömmu. Með honum eru Eyjólfur
Bergþórsson og Tómas Kristins-
son.
■ A-LANDSLIÐSNEFND er
skipuð sömu mönnum og í fyrra.
Guðmundur Pétursson er formað-
ur, en Jón Gunnlaugsson og Viðar
Halldórsson eru einnig í nefndinni.
■ HELGI Þorvaldsson er for-
maður U-18 landsliðsnefndar. í
henni eru að auki Gylfi Orrason,
Steinn Halldórsson og Asgeir
Armannsson.
■ SVEINN Sveinsson er formað-
ur U-16 landsliðsnefndar. Með hon-
um eru Sigmundur Stefánsson,
Snorri Finnlaugsson og Jóhannes
Sveinbjörnsson.
■ JON Gunnlaugsson er formað-
ur aganefndar. Gunnar Guð-
mundsson og Asgeir Armannsson
eni líka í nefndinni
■ GUÐMUNDUR Haraldsson er
formaður dómaranefndar, en með
honum sitja Friðjón Edvarðsson
og Róbert Jónsson.
■ EGGERT Magnússon er for-
maður samninga- og félagaskipta-
nefndar, sem er ný. Með honum eru
Halldór B. Jónsson og Þorgrímur
Þráinsson
HANDKNATTLEIKUR
Héðinn með gegn Ungverjum
Héðinn Gilsson leikur með íslenska landsliðinu Dússeldorf gegn Hameln í þýsku 2. deildinni 10.
í síðari ieiknum gegn Ungveijum í Laugar- febrúar og kemst því ekki til landsins fyrr en 1T.
dalshöll 12. febrúar. Að sögn Þorbergs Adalsteins- febrúar.
sonar, landslidsþjálfara, á Héðinn áð leika með
HANDBOLTI
toóm
FOLX
B SIGMAR Gunnarsson, UMSB
og Már Hermannsson, UMFK
tóku þátt í miklu innanhússmóti í
fijálsum íþróttum í Gautaborg um
sl. helgi. Þeir kepptu í 1500 m
hlaupði. Sigmar hljóp á 4.02m20
mín. og Már á 4.07,32 mín.
B LARRY Bird er meiddur í baki
og hefur misst af síðustu sjö leikjum
Boston í NBA-deildinni. Liðinu
hefur enda ekki gengið vel að und-
anförnu eftir góða
Frá byijun, tapað
Gunnari síðustu fjórum leikj-
Valgeirssyni gíðast 101;90 ;
i tíandarikjunum p)elrojj-
■ DETROIT vann 11 leiki í röð,
en tapaði 103:102 fyrir Phoenix í
fyrrakvöld. Detroit er í þriðja sæti
í austurdeildinni með 28 sigra og
12 töp. Chicago er með 28 sigra
og 11 töp, en Boston er með 29
sigra og níu töp.
M PORTLAND er með bestu
stöðuna í vesturdeildinni, 34 sigra
og sjö töp. San Antonio, sem er
eina liðið, sem hefur ekki tapað
tveimur eða fleiri leikjum í röð, er
með 26 sigra og 10 töp, en Los
Angeles Lakers, sem hefur sigrað
í síðustu sjö leikjum, er með 26 sigra
og 11 tög.
■ JÚGÓSLA VINN Vlade Divac,
sem leikur með Los Angeles La-
kers sagði í gær að hann myndi
halda heima á leið á næsta ári og
byija að leika á ný með Partizan
Belgrad.
TENNIS
Sabatini og
Graf úr leik
Steffi Graf, besta tenniskona
heims og Argentfnustúlkan
Gabriela Sabatini voru óvænt slegn-
ar út í átta manna úrslitum á opna
ástralska meistaramótinu í tennis.
Graf mátti þola tap í gær fyrir Jana
Novotna frá Tékkóslóvakíu, 7:5,
4:6, 6:8. Sabatini tapaði fyrir
Arantxa Sanchez Vicario frá Spáni,
1:6, 3:6.