Morgunblaðið - 26.01.1991, Síða 1
64 SIÐUR B/LESBOK
21,tbl. 79. árg._________________________LAUGARDAGUR 26. JANÚAR 1991 Prentsmiðja Morgunhlaðsins
George Bush Bandaríkjaforseti fordæmir baráttuaðferðir Saddams Husseins:
Irakar sakaðír um stofna lífríki
Persaflóa í hættn með losun olíu
Hörðustu árásir Iraka á ísrael til
þessa - Tveimur Scud-flaugum skot-
ið á Riyadh - Irakar segja Bahda-
ríkjamenn valda að olíumenguninni
Nikósíu. Washington. Tel Aviv. Kiyadh. Reuter.
GEORGE Bush Bandaríkjaforseti sagði á fréttamannafundi í gær-
kvöldi að Saddam Hussein væri að ganga fram af heimsbyggðinni
með því að ráðast á Israel, ríki sem ekki ætti aðild að stríðinu við
Persaflóa, dæla olíu út í Persaflóa og sýna stríðsfanga í sjónvarpi.
Irakar gerðu í gær eldflaugaárásir á Tel Aviv og Haifa í Israel og
Riyadh í Saudi-Arabíu. Einn maður fórst í árásinni á ísrael og 66
særðust. Talið er að einn maður hafi farist i Riyadh.
Reuter
Björgunarmenn í Tel Aviv að störfum eftir að Scud-eldflaug íraka lenti í íbúðarhverfi þar í borg.
Einn maður fórst og 66 slösuðust.
Tugþúsundir Letta minn-
ast fórnarlamba hersins
Stjórnvöld boða herta löggæslu um öll Sovétríkin
Reuter
Lettneskir lögreglumenn bera kistu eins félaga sinna sem féll í árás
sovéskra sérsveita.
Árás íraka á ísrael er sú fimmta
síðan bandamenn -réðust til atlögu
við íraka aðfaranótt 17. janúar.
Árásin í gær var hin harðasta til
þessa. Sjö_ Scud-eldflaugum var
beint gegn ísrael við upphaf hvíldar-
dags gyðinga en fimm voru skotnar
niður af Patriot-gagneldflaugum.
ísraelsk stjórnvöld neita fréttamönn-
um þar í Iandi að skýra frá því ná-
kvæmlega hvar Scud-eldflaugin sem
olli tjóninu í Tel Aviv hafi lent. Dan
Shomron, yfirmaður í ísraelska hern-
um, sagði í samtaii við ísraelska
sjónvarpið í gær að árásarinnar yrði
líklega ekki hefnt ef almenningur í
landinu gæti áfram sýnt þolinmæði.
A.m.k. tveimur Scud-eldflaugum
var skotið á Riyadh, höfuðborg
Saudi-Arabíu, í gærkvöld. Önnur
þeirra var skotin niður af Patriot-
flaugum bandamanna.
Talið er að írakar hafi gripið til
þess ráðs að dæla olíu út í Persaflóa
frá Kúvæt til að torvelda landgöngu
fjölþjóðahersins. Pete Williams, tals-
maður varnarmálaráðuneytis
Bandaríkjanna, sagði að aðgerðum
Iraka væri best lýst sem umhverfis-
hryðjuverki. Verið gæti að mengunin
yrði miklu meiri en þegar olía lak
úr olíuskipinu Exxon Valdez úti fyr-
ir ströndum Alaska árið 1989. Þá
fóru 240.000 tunnur af hráolíu í sjó-
inn. Talsmaður hers Saudi-Arabíu
segir að olíuflákinn nái 9 mílur út á
haf; olíu hafi verið dælt út 1 _sjó í
þijá daga. Hann dregur í efa að írak-
ar geti kveikt í olíunni ef til innrás-
ar komi.
írakar sendu bréf til Sameinuðu
þjóðanna í gær þar sem þeir saka
Bandaríkjamenn um að hafa sökkt
tveimur íröskum olíuskipum og það
hafi valdið olíumenguninni.
Bush Bandaríkjaforseti fordæmdi
baráttuaðferðir Iraka í gær og sagði
þær örvæntingarfullar og sjúklegar.
Hann sagði að markmið Saddams
með árásunum á ísrael væri líklega
að klúfa Samstöðu bandamanna en
erfiðara væri að ráða í tilgang þess
að dæla olíu í sjóinn og sýna
stríðsfanga í sjónvarpi. Unnið væri
að því að finna leiðir til að stöðva
olíumengunina.
Archie Hamilton, aðstoðarvarnar-
málaráðherra Bretlands, sagði í
gærkvöldi í samtali við breska út-
varpið BBC að stríð landheija banda-
manna og Íraka við Persaflóa gæti
orðið langt og blóðugt ef íraskir
hermenn stæðu með leiðtoga sínum.
Sjá fréttir á bls. 18-21.
Riga, Vilnius. Reuter.
TUGÞÚSUNDIR Letta komu sam-
an við sjálfstæðisstyttuna í lijarta
Riga í gær til að minnast fórnar-
lamba sovésku sérsveitanna sem
réðust inn í lettneska innanríkis-
ráðuneytið á sunnudagskvöld. Lit-
háar krefjist þess að fjórum lönd-
um þeirra sem teknir voru hönd-
uin í fyrrinótt verði sleppt. I gær
var tilkynnt að löggæsla yrði hert
um öll Sovétríkin óg yrðu her-
menn á götum úti í stærstu borg-
um landsins lögreglumönnum til
fulltingis. Edgar Savisaar, forsæt-
isráðherra Eistlands, sagði í gær
að ráðstöfun þessi væri ískyggileg
og í anda hernaðareinræðis.
Ivars Godmanis, forsætisráðherra
Lettlands, sagði í ræðu við sjálfstæð-
isstyttuna að leiðtogar lýðveldisins
hygðust hvergi hvika frá sjálfstæðis-
baráttu sinni þrátt fyrir ofbeldisverk
Rauða hersins. „Við erum að reyna
að sýna að hægt er að skapa þjóðfé-
lag, sem einkennist af mannúð og
lýðræði. Ríkisvald, sem hefur af
hvorugu að státa, reynir svo að
stöðva okkur,“ sagði hann við syrgj-
endur, sem gátu margir hverjir ekki
tára bundist við minningarathöfnina.
Kvikmyndaleikstjórinn Andris
Siapanis, tveir lögregluþjónar og l8-
ára námsmaður biðu bana í áhlaupi
sovésku sérsveitarinnar á innanríkis-
ráðuneytið. Þrír þeirra voru jarðsett-
ir í gær en annar lögreglumannanna
var frá Hvíta-Rússlandi og verður
jarðaður þar.
Sovéski herinn í Litháen handtók
í fyrrinótt sex Litháa, þar á meðal
nokkra starfsmenn þings lýðveldis-
ins, sem sendir liöfðu verið til að
rannsaka skotárás sovéskra her-
manna á ríkisbifreið skammt frá
Vilnius. Tveimur hefur verið sleppt
en Vytautas Landsbergis forseti
krefst þess að hinir verði látnir iaus-
ir þegar í stað, þeir séu í raun
stríðsfangar.
Tveir blaðamenn frá bresku dag-
blöðunum The Daily Telégraph og
The Thnes og fréttamaður Reuters
voru handteknir með Litháunum og
fluttir í herstöð í grenndinni, Þeim
var haldið þar í þijár klukkustundir
og urðu þeir vitni að því að hermenn
misþyrmdu Litháunum, spörkuðu i
þá og börðu.
Janis Jurkans, utanríkisráðherra
Lettlands, sagði í samtali við Sky-
sjónvarpsstöðina í gær að Vesturlönd
ættu að hætta efnahagsaðstoð við
Sovétríkin. Ekki væri hægt að full-
yrða neitt um hvort Míkhaíl Gor-
batsjov Sovétforseti væri sammála
aðgerðum hersins í Eystrasaltsríkj-
unum. Væri hann það þá breytti
efnahagsaðstoðin engu til eða frá.
Væri Gorbatsjov það ekki þá gætu
harkaleg viðbrögð frá Vésturlöndum
auðveldað honum að kljást við valda-
klíku hersins og hérgagnaiðnaðarins.
Samdráttur í rekstri
SAS-flugfélagsins
Kaupmannahöfn. Frá Nils Jorgen Bruun, fréttaritara Morgunblaðsins.
Skandinavíska flugfélagið SAS hefur orðið fyrir verulegu rekstr-
artapi að undanförnu og hefur nú kynnt áætlun um mikinn niður-
skurð á útgjöldum auk þess sem dregin verða saman seglin í flug-
rekstrinum. Starfsmenn eru nú um 21.000 en verður fækkað um
3.500, ýmist með því að segja upp fólki eða ráða ekki í stöður sem
losna.
Orsakir vandans eru sagðar
margvíslegar en einkum er það
sjálfur flugreksturinn sem gekk
verr en búist var við. Ovissuástand
og síðar stríð fyrir botni Persaflóa
olli því að farþegum fækkaði, verð-
hækkun á eldsneyti vegna deilunn-
ar hefur aukið rekstrarkostnað og
gestum á hótelum sem SAS ltefur
fjárfest í hefur fækkað. Flugferð-
um á Evrópuleiðum hefur þegar
verið fækkað um 15%. Talsmenn
flugfélagsins segja þó að fyrirtæk-
ið í heild hafi skilað hagnaði á
síðasta ári en ársuppgjör verður
birt í mars nk. SAS-mun hafa tap-
að sem svárar nær átta milprðum
ÍSK á bókunarkerfunum Therese
og Amadeus, að sögn dagblaðsins
Berlingske Tidende en félagið hef-
ur ekki staðfest frásögn blaðsins.
Stéttarfélög starfsmanna viður-
kenna að ástandið sé slæmt en
segja að það sé fyrst og frémst
stjórnendum fyrirtækisins að
kenna. Þeir hafi fjárfest í alþjóð-
legum hótelkeðjum og sú ráðstöfun
hafi kostað mikið fé. Ráðamenn
segja að fjárfestingaráætlanir
verði endurskoðaðai' en Jan Carl-
zon, forstjóri SAS, segist ekki hafa
' hyggjú að segja af sér.
Jón Gunnar Bergs, fjármála-
stjóri SAS á Islandi, segist ekki
búast við því að þessar fyrirætlan-
ir hafi áhrif á reksturinn hérlendis.