Morgunblaðið - 26.01.1991, Side 11

Morgunblaðið - 26.01.1991, Side 11
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 26. JANÚAR 1991 '11 Mánaðarleiga o g greiðsl- ur í kaupleiguíbúðum eftir Jóhönnu Sigurðardóttur í Morgunblaðinu 23. janúar er frétt þar sem vitnað er í skýrslu húsnæðisnefndar Reykjavíkur og birtir útreikningar á greiðslubyrði vegna félagslegra íbúða. í útreikn- ingum sem lagðir voru fram í borg- arráði frá skrifstofu Húsnæðis- nefndar Reykjavíkur komu fram rangar upplýsingar um lán og láns- kjör kaupleiguíbúða. Framsetning þessa yfirlits leiðir til þess að gerð- ur er samanburður milli kaupleigu- og eignaríbúða (verkamannabú- staða) sem er bæði rangur og vill- andi. Þetta felst m.a. í eftirfarandi: Villandi og rangir útreikningar 1. Útreikningar á greiðslubyrði lána vegna kaupleiguíbúða eru mið- aðir við lánshlutfall samkvæmt lög- um Sem fallin eru úr gildi. I stað 90% lána til kaupleiguíbúða er mið- að við 85% lán. Hins vegar eru all- ir útreikningar á greiðslubyrði lána til félagslega eignaríbúða (verka- mannabústaða) miðaðir við nýju lögin eða 90% lánshlutfall. 2. Engin skýring er gefin á því að mánaðarleiga eða mánaðar- greiðsla ef um kaup á kaupleiguíbúð er qð ræða miðast við 100% fjár- mögnun framkvæmdaaðila en 90% þegar félagslegar eignaríbúðir (verkamannabústaðir) eiga í hlut. Jafnframt var í mánaðarleigu- greiðslum skv. útreikningum hús- næðisnefndar innifalinn mjög hár rekstrarkostnaður svo sem álagn- ing vegna meiri og minniháttar við- halds, fasteignagjalda, trygginga ög aðrar álögur t.d. vegna hugsan- legs leigutaps og fleira. Hvergi í útreikningunum er gerð grein fyrir því. 3. Rangar forsendur eru notaðar við útreikning á greiðslubyrði lána vegna félagslegra kaupleiguíbúða. Sem dæmi um rangan útreikning má nefna að afborganir og vextir af láni úr Byggingarsjóði verka- manna til félagslegrar kaupleigu- íbúðar sem kostar 7,7 m. kr. er sögð vera 31.000 kr. á mánuði fyrsta árið en er í raun 10.400 á mánuði. 4. í útreikningum er greinilega reynt að gera kaupleiguíbúðir tor- tryggilegan valkost samanborið við fyrri verkamannabústaði. Borin er saman greiðslubyrði af lánum mið- að við 100% fjármögnun kaupleigu- íbúða og 90% þegar félagslegar eignaríbúðir (verkamannabústaðir) eiga í hlut. Þetta þýðir að litið er framhjá því að kaupendur verka- mannabústaða þurfa að leggja fram 10% af verði íbúðar sem er um 600 þúsund kr. miðað við 2ja-3ja her- bergja íbúð. Ef kaupandi þarf að taka þetta framlag að láni í banka og endurgreiðir það á t.d. 6 árum hækkar greiðslubyrðin í verka- mannabústöðum um 14.000 á mán- uði fyrstu árin. Eru þá mánaðar- greiðslur í verkamannabústaði orðnar verulega hærri en í kaup- leiguíbúð. 5. Rekstrarkostnaður leiguíbúða virðist mjög hátt reiknaður. Sem dæmi má nefna að mánaðarleiga sem áætluð er fyrir 4ra herbergja félagslega kaupleiguíbúð er í grein- argerðinni 42.000 á mánuði en greiðslubyrði lána skv. útreikningi Húsnæðisstofnunar er 15.000 kr. á mánuði. Samkvæmt þessu virðist mánaðarlegur rekstrarkosstnaður • þessarar íbúðar vera 27.000 kr. I, greinargerðinni er hvergi að fínna forsendur fyrir áætlun leiguverðs. Á það hefur verið lögð áhersla að sveitarstjórnir leitist við að byggja ekki félagslegar íbúðir á lóðum þar sem kvöð er um að bílskýli fylgi íbúð vegna þess að það hækkar greiðslubyrði og húsnæðis- kostnað fólks verulega. Þannig hækkar t.d. verð 4ra herbergja íbúðar (128,5 m* 1 2) á vegum hús- næðisnefndar Reykjavíkur (Veghús 31) úr kr. 7.760.000 í 8.910.000 eða um 16% þegar bílskýli og snjó- bræðslu er bætt við verð til kaup- anda. í útreikningum húsnæðis- nefndar er kostnaður við bílskýli og snjóbræðslu 1.210 þúsund krón- ur sem er umfram þann kostnaðar- grundvöll sem Húsnæðisstofnun lánar til og er því lagt við útborgun kaupanda íbúðar en það hækkar kostnað og þar með greiðslubyrði verulega. Það sem hér er lagt til grundvallar í samanburði húsnæðis- nefndar er því ekki marktækt dæmi. í nýju lögunum er heimild til að lána til bílskýlis ef það er nauðsyn- legt af skipulagsástæðum að því tilskildu að heildarkostnaður íbúð- ar, bílskýlis og snjóbræðslu í gang- stétt fari ekki fram úr þeim kostn- aðargrundvelli sem húsnæðismála- stjórn setur. Félagslegar og almennar kaupleiguíbúðir Það er einnig athyglisvert að Reykjavíkurborg hefur ekki sótt um lán til Húsnæðisstofnunar vegna félagslegra kaupleiguíbúða (vextir 1%) sem eru fyrir láglaunafólk sem er innan ákveðinna tekjumarka en mánaðargreiðslur leigjenda eða kaupenda eru þar aðeins um 40% af greiðslum í sambærilegum al- mennum kaupleiguíbúðum. Þess í Jóhanna Sigurðardóttir „í útreikningum sem lagðir voru fram í borg- arráði frá skrifstofu húsnæðisnefndar Reykjavíkur komu fram rangar upplýsing- ar um lán og lánskjör kaupleiguíbúða.“ stað var sótt um lán til almennra kaupleiguíbúða sem bera mun hærri vexti enda þarf fólk ekki að vera innan tekjumarka til að eiga þar rétt á íbúð. Varðandi útreikninga húsnæðis- nefndar Reykjavíkur á kostnaði á almennum kaupleiguíbúðum er rétt að vekja sérstaka athygli á eftirfar- andi: 1. Kaupandi fær allt kaupverð íbúðar lánað. Því er ekki um að ræða neina útborgun heldur fastar mánaðargreiðslur. 2. Húsnæðisstofnun lánar 70% með 4,5% vöxtum til 43 ára og sér- stakt viðbótarlán (20%) með 4,5% vöxtum sem endurgreiðist á 5 árum auk þess sem fram- kvæmdaaðili lánar 10% með 7% vöxtum til allt að 15 ára. 3. Fyrstu 5 árin er greiðslubyrðin því hærri vegna endurgreiðslu 20% lánsins. Þannig má nefnaað miðað við almenna kaupleigu- íbúð sem er 128 fermetrar og kostar 7,2 m.kr. er greiðslubyrð- in á mánuði um 56.000 í fjögur ár en eftir fimm ár lækkar hún í 29.000 krónur. 4. í útreikningum vegna kaupa á kaupleiguíbúðum er aldrei reikn- að með þeirri kostnaðarlækkun sem vaxtabætumar fela í sér. Lækkun byggingarkostnaðar Almennt um kostnaðarverð fé- lagslegra íbúða vil ég segja það að alltof algengt er að íbúðir séu of dýrar. Samkvæmt upplýsingum frá Húsnæðisstofnun ríkisins var með- alverð á fermetra kr. 66.668 miðað við uppgjör á árinu 1990. Sumstað- ar fór byggingarkostnaður upp í rúmlega 80.000 krónur á fermetra en einstök sveitarfélög hafa einnig náð að byggja íbúðir sem em ódýr- ari en meðalíbúðin samkvæmt upp- gjörinu í fyrra. Ástæða er til að hafa áhyggjur af því að byggðar séu of dýrar íbúð- ir í félagslega kerfinu. Það er mín skoðun að hægt sé að lækka veru- lega íbúðarverð félagslegra íbúða og eru ýmsar tillögur á döfrnni í því sambandi sem ræddar verða við forráðamenn Húsnæðisstofnunar á næstunni. Útreikningar Húsnæðis- stofnunar ríkisins í lokin vil ég síðan greina frá útreikningum - Húsnæðisstofnunar ríkisins á greiðslubyrði vegna fé- lagslegrar kaupleiguíbúðar miðað við að íbúðin sé keypt eða leigð. Á veg^um Húsnæðisstofnunar ríkisins og félagsmálaráðuneytisins er nú unnið að gerð sérstakra leið- beininga til húsnæðisnefnda sveit- arfélaga varðandi útreikning á greiðslubyrði lána og ákvörðun leigugjalds. Höfundur er félagsmálaráðherra. Innsæi sálma- skáldsins góða eftirKristin Pétursson í fjölmiðlum síðustu daga hefur verið mikið um fréttir af hörmuleg- um atburðum við Persaflóa og i Eystrasaltslöndunum. Öll vonum við að endi verði bundinn sem fyrst á þessar hörmungar. Lýðræðis- skipulagið virðist eiga erfitt upp- dráttár á þessum slóðum. Bænir okkar í hinum vestræna heimi hljóta því að beinast í þá veru að vegsemd • lýðræðisskipulagsins megi vaxa og dafna alls staðar á jörðinni þar sem það hefur enn ekki náð fótfestu. Ekkert alfullkomið er til, en vest- rænar lýðræðisþjóðir mynda banda- lög mestu mannréttinda og bestu lífskjara á jörðinni, ásamt sífelldri leitun að gera gott betra. Fyrir- komulag lýðræðis innifelur trú, traust, kærleik og umburðarlyndi í garð náungans og skoðun hans, með ákvæðum um trúfrelsi tjáning- arfrelsi, athafnafrelsi, friðhelgi heimilisins og eignarréttarins. Matthías Jochumsson, sálma- skáldið góða, var gæddur miklu innsæi. Skaldið góða upplifði þá tíma sem ísland var undir stjórn Danakonungs. Þá urðu íslendingar að gera sér að góðu það sem kóng- ur og einokunarlögin fyrirmæltu — sætta sig við kúgun og harðræði. Fólk sem upplifir hörmungatíma og kúgun fær aðra tilfinningu fyrir því hvílíkur hryllingur slíkt er, þegar mannréttindi eru fótum troðin. Þetta ættum við að hugleiða sem búum við allsnægtir í dag og kunn- um ekki alltaf að meta hve við höf- um það gott. I sálminum „Faðir andanna" kemur fram næmleiki og innsæi skáldsins góða. Biðjum þess öll að lýðræðið megi vaxa og dafna í framtíðinni alls staðar þar sem meinsemdir einræðisins hrjá mann- kynið í dag. Bænir okkar endur- Leiðréttingar við Opið bréf frú Agústu Agústsdóttur - frá Rut Magnússon Varðandi bréf þitt til mín dags. 14. des. 1990 sem birtist hér í blað- inu 22. jan. sl. vil ég leiðrétta eftir- farandi. Samkeppni ungra norrænna listamanna var ekki keppni ungra söngvara heldur ungra tónlistar- ! manna, bæði söngvara og hljóð- færaleikara. Ég var ein af þriggja manna dómnefnd. Það er ekki rétt að ég hafí fellt Guðbjörn Guðbjörnsson tenór- söngvara á prófi í Nýja tónlistar- skólanum. Hið rétta er að ekki var lagt fram prófefni samkvæmt söng- námskrá. Prófið var því ógilt en endurtekið nokkrum dögum seinna. Aldrei var neitt álitamál að Guð- bjöm næði prófinu. Kristinn Pétursson speglast í sálminum góða nr. 523 í sálmabókinni. Faðir andanna, frelsi landanna, ljós í lýðanna stríði, send þú oss frelsi, sundur slít helsi, likna striðanda lýði. Lýstu heimana, lífga geimana, þerrðu treganda tárin. Leys oss frá illu, leið oss úr villu, lækna lifenda sárin. Sælu njótandi, sverðin bijótandi, faðmist fjarlægir lýðir. Guðsriki drottni, dauðans vald þrotni, komi kærleikans tíðir. Faðir ljósanna, lífsins rósanna, lýstu landinu kalda. Vertu oss fáum, fátækum smáum, líkn í lífsstríði alda. Höfundur er alþingismaður. Forsendur: Kaupverð 7,2 milljónir króna 1. árið 2. árið Eftir 15 ár gr./á mán. gr./á mán. gr./á mán. 1. Leiga m/kauprétti 16.477 16.347 2. Kaup á félagslegri 11.988* 22.397 15.809 kaupleiguíbúð * Afborgunarlaust fyrsta árið. Ekki er í þessum útreikningum reiknað með reksturskostnaði. 911 Rfl 91 97fl LÁRUS Þ' VALDIMARSS°N framkvæmdastjori L I I I 0 I U KRISTINNSIGURJÓNSS0N,HRL.löggilturfasteignasali Nýkomið til sýnis og sölu m.a. annarra eigna: Stór og góð í lyftuhúsi 4ra herb. íbúð 107,6 fm á 5. hæð í lyftuhúsi við Hrafnhóla. 3 svefn- herb. og rúmg. tvöf. stofa. Ágæt sameign. Frábært útsýni. Laus 1. apríl nk. Skammt frá Miklatúni Efri hæð 4ra herb. með tvennum svölum. Nýl. gler. Nýir ofnar. Nýl. eldhúsinnr. Sérinng. Sérhiti. Rúmgott geymsluris fylgir. Verð aðeins 7,7 millj. Góðar 3ja herb. kjíbúðir við: Miklubraut 90 fm. Sérinng. Sérhiti. Nýl. gler o.fl. Karfavog um 80 fm rúmg. herb. Tvíbýli. Lítið niðurgr. Laus strax. Rauðalæk 85 fm. Sérinng. Sérhiti. Nýtt gler. Lítið niðurgr. Á vinsælum stað á góðu verði Séribúð 4ra herb. 106 fm i þribhúsi við Melabraut. Sérþvottah. Sér- hiti. Sérinng. Ný vistgata. Eignaskipti möguleg. Glæsileg íbúð f lyftuhúsi Nýleg og rúmgóð 2ja herb. íbúð á 8. hæð við Engihjalla. Stórar sval- ir. Ágæt sajoeign. Þvottahús á hæð. Skuldlaus. Laus 1. maí. Ennfremur góðar 2ja herb. íbúðir við Einarsnes, Nýbýlaveg, Stelks- hóla og Ránargötu. Nokkrar með bílskúrum. 4ra-5 herb. íbúð óskast í borginni með rúmgóðu vinnuherb. Skipti möguleg á 2ja herb. góðri ib. við Hofsvallagötu. í miðborginni eða nágrenni Þurfum að útvega gott húsn. fyrir læknastofu, tannlækningastofu, lög- fræðiskrifstofu, húsnæði fyrir félagssamtök o.m.fl. Nánari upplýsingar trúnaðarmál. • • • Opið í dag kl. 10.00-16.00. Fjöldi fjársterkra kaupenda. Almenna fasteignasalan sf. var stofnuð 12. júlí 1944. AIMENNA FASTEIGNASAIAN LAUGAVEG118 SflWAR 21150-21370 ]

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.