Morgunblaðið - 26.01.1991, Page 12
12
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 26. JANÚAR 1991
Ætia má að skilvís fiölskyida spari sér
meira en hundrað þúsund krónur
áriega, þegar þess er gætt hvemig farið
getur, ef gjalddaga hinna ýmsu
skuldbindinga hennar er ekki gætt.
Nútíma heimilishald getur kallað bæði
á lántðkur af margvíslegum toga og
neyslu, sem greidd er eftir á. Nefna má
útgjöld til húsnæðiskaupa, vertugjöld
hvers konar og opinber gjöld sem
dæmi. Dráttarvextir og innheimtu-
kostnaður safnast hratt í ótrúlegar
Ijáriiæðir ef skilvísi er ekki í hávegum
höfð á heimilinu.
... OG NÚ ERU MÐ
HÚSNÆÐISLÁNIN.
GJALDDAGI PEIRRA ER
1. FEBRÚAR.
16. febrúar leggjast dráttarvextir á lán
með lánskjaravísitölu.
1. mars leggjast dráttarvextir á lán
með byggíngavísftöhi.
bæði í ráðherraráðinu og fram-
kvæmdastjórn, en hins vegar ekki
það ríki sem utan við það stendur
og einungis er aðili að EES. Um
svo augljóst atriði ætti ekki að
þurfa að deila. í því felst hinsveg-
ar ekki að ég telji að íslendingar
eigi af þeim sökum að sækja nú
um fulla aðild að EB. Það er mik-
ill misskilningur.
Að mínum dómi er vænlegasti
kostur okkar, eins og málum er
háttað, að gerast aðilar að efna-
hagssvæði Evrópu ef nauðsynlegir
fyrirvarar íslands fást þar sam-
þykktir. Því fylgir að vísu allveru-
legt framsal á forræðisrétti okkar,
eins og hér hefur verið rakið, en
slíkt gerist ávallt í alþjóðasam-
vinnu og margir kostir koma þar
á móti.
En þá grundvallarkröfu verður
að gera til þeirra sem stjórnarfars-
lega ábyrgð bera á þessum málum
að þjóðinni verði afdráttarlaust
greint frá göllum ekki síður en
kostum aðildar okkar að efnahags-
svæði Evrópu. Það er jafnframt
hin mesta ósvinna að ætla að reyna
að rugla menn í ríminu með orð-
hengilshætti og hártogunum um
eðli og inntak hins nýja efnahags-
svæðis. Til þess er málið allt of
mikilvægt.
Höfundur er prófessor í
stjórnskipunar- ogþjóðarétti við
Háskóla Islands og höfundur
ritsins „Evrópubandalagið".
------M-»--------
Þorradagar
í Krmglimni
I UPPHAFI þorra verður sérstök
kynning í Kringlunni, þar sem
rifjaðir eru upp gamlir tímar og
þjóðlegir siðir í samstarfi við
Þjóðminjasafn, Arbæjarsafn og
ýmsa áhugahópa. Þorradagarnir
standa frá 25. janúar til 2. febrú-
ar nk.
A meðan á þorrakynningu stend-
ur eru í göngugötum Kringlunnar
sýningarskápar með gömlum mun-
um og áhöldum til matargerðar og
tóvinnu. Munirnir eru frá Þjóðminj-
asafni og Árbæjarsafni.
Á hveijum degi verða einhveijar
kynningar og sýningar í Kringl-
unni. Af slíkum atriðum skal bent
á kynningar á þorramat á vegum
veitingahússins Naustsins og Hag-
kaupa. Eldri borgarar dansa gömlu
dansana undir stjórn Sigvalda Þor-
gilssonar og glímufélögin sýna
glímu. Þá verður kynnt tóvinna,
baldering, spjaldvefnaður, þjóðbún-
ingasaumur og sýndir þjóðbúning-
ar. Einnig ætlar félagið Þjóðhildur
að fara með atriði úr Njálu, lesið
verður úr þjóðsögum, kveðnar rím-
ur og félagar úr Þjóðdansafélaginu
koma fram. Ennfremur mun Skagf-
irska söngsveitin skemmta við-
skiptavinum Kringlunnar og harm-
onikkuleikarar og hljómsveitirnar
Nestir og Papar leika í nokkur skipti
í göngugötum hússins. íbúar á
Dalbraut 27 ætla að vera með bas-
ar, þar s'em seldar verða pijónavör-
ur og handunnir munir.
Verslanir í Kringlunni eru opnar
mándaga til föstudaga frá kl. 10
til 19, en til kl. 16 á laugardögum.
Flestir veitingastaðanna eru enn-
fremur opnir á kvöldin og um helg-
ar.
(Fréttatilkynning)
SUMIR VIRÐAST ALLTAF GETA VEITT SÉR MEIRA EN AÐRIR
Hvernig stendur á því?
Janúartilboö
Kuldaskór úr næloni
Stærðir: 35-46
Verð: 1.490,-
Gunnar G. Schram
lagsins og borgarar þeirra sömu
réttindi í EFTA-ríkjum. Enginn
eðlismunur verður því á réttindum
okkar íslendinga og annarra
EFTA-ríkja og EB-ríkjanna á þess-
um mikilvægu sviðum, sem raunar
ná yfír stærstan hluta utanríkisvið-
skipta okkar. Bann við mismunun
á grundvelli þjóðernis er þar lykil-
orðið.
Hver er munurinn?
Þessi dæmi ættu að sýna öllum
þeim sem hlutlægt vilja líta á
málin að evrópska efnahagssvæðið
er byggt á nákvæmlega sama
grunni og Evrópubandalagið í öll-
um þeim efnum sem því er ætlað
að ná til. Svæðinu er hinsvegar
ekki ætlað að taka til sjávarút-
vegs- og landbúnaðarmála og það.
felur ekki í sér tollabandalag. Þeir
málaflokkar falla utan þess og á
þeim vettvangi gildir hvorki frelsi
né fríverslun. I því felst Iiplsti
munurinn á EES og EB.
Aðild eða EES-samningur?
I sjónvarpsþættinum um Evr-
ópubandalagið gerði ég grein fyrir
þeirri staðreynd að ríki sem á að-
ild að EB hefur áhrif á stefnumót-
un bandalagsins með atkvæði sínu
NOTAÐU PENINGANA ÞÍNA I EITTHVAÐ ANÆGJULEGRA EN DRATTARVEXTI
HÚSNÆÐISSTOFNUN RÍKISINS
SUÐURLANDSBRAUT 24 108 REYKJAVlK • SlMI 696900
EB og efnahags-
svæði Evrópu
eftir Gunnar G.
Schram
Athyglisverðar umræður fóru
fram í sjónvarpssal fyrr í vikunni
um Evrópubandalagið, þar sem
fulltrúar þingflokkanna voru
mættir til leiks.
Undir lokin var vitnað til viðtals
í fyrra sjónvarpsþætti um banda-
lagið þar sem ég hafði lýst þeirri
skoðun minni að það væri stigs-
munur en ekki eðlismunur á EB
og hinu fyrirhugaða efnahags-
svæði Evrópu (EES). Þessi um-
mæli virtust hafa farið mjög fyrir
bijóstið á sumum þátttakenda í
sjónvarpsþættinum, sem töldu það
bæði fásinnu og fráleitt að stigs-
munur einn væri á þessum tvenn-
um ríkjasamtökum en ekki eðlis-
munur.
Nú eru allar horfur á að ísland
verð eitt þeirra EFTA-ríkja sem
síðar á þessu ári muni standa að
stofnun efnahagssvæðis Evrópu
(EES). Tímabært-er þess vegna
að menn velkist ekki í miklum
vafa um hvað í aðild að því svæði
felst. Verður hér því greint frá
nokkrum þeim helstu rökum sem
styðja þá skoðun að einungis sé
stigsmunur á EES og Evrópuband-
alaginu sjálfu en ekki eðlismunur.
Kjami málsins er einfaldur.
Hann er sá að með aðild að EES
samþykkja EFTA-ríkin mjög veru-
legan hluta Rómarsamningsins en
hann er grundvallarlög Evrópu-
bandalagsins. Með því eru þau í
mörgum þýðingarmiklum efnum
komin á sama bát og EB-ríkin og
lúta sömu lögum og þau. Tökum
hér nokkur dæmi.
„Kjarni málsins er ein-
faldur. Hann er sá að með
aðild að EES samþykkja
EFT A-ríkin mj ög veru-
legan hluta Rómarsamn-
ingsins en hann er grund-
vallarlög Evrópubanda-
lagsins. Með því eru þau
í mörgum þýðingarmikl-
um efnum komin á sama
bát og EB-ríkin og lúta
sömu lögum og þau.“
Ein lög — einn dómstóll
Samkomulag er þegar orðið um
það að innan efnahagssvæðis Evr-
ópu verði byggt á lögum, reglu-
gerðum og samþykktum EB.
EFTA-ríkin verða með öðrúm orð-
um að samþykkja þennan laga-
grunn EB og gera hann þar með
að sínum lögum. Fjöldi slíkra sam-
þykkta og laga EB sem við íslend-
ingar þurfum því að lögleiða er
1.400, alls nær 11.000 blaðsíður.
Þau lög munu gilda í framtíðinni
hér á landi og fjalla mörg hver um
mjög mikilsverð atriði svo sem
frelsi útlendinga til að stofna og
kaupa hér fyrirtæki, reka hvers
kyns þjónustu, banka og fjár-
magnsfyrirtæki, auk fijáls atvinn-
uréttar og tryggingaréttinda. Að
þýðingu þessara miklu Iagabálka
er nú unnið svo unnt verði að leggja
þá á íslensku fyrir þing til sam-
þykktar.
I öðru lagi er ljóst að nýr dóm-
stóll verður settur á laggimar sem
hefur æðsta úrskurðarvald í deilu-
málum innan EES. Um það segir
svo í skýrslu utanríkisráðherra til
Alþingis í október 1990 um samn-
ingaviðræðumar um EES-svæðið:
„Aðilar em sammála um að sett-
ur verði upp sameiginlegur dóm-
stóll í tengslum við EB-dómstólinn,
með dómurum frá EB-dómstólnum
og öllum EFTA-ríkjunum. Dóm-
stóllinn myndi einn hafa vald til
að dæma í deilumálum samnings-
aðilanna vegna fullnustu EES
reglna.“
Hér verður með öðram orðum í
aðalatriðum um sambærilegan
dómstól að ræða og EB-dómstóll-
inn í Lúxemborg er. Á störfum
þeirra verður enginn eðlismunur.
Innan Evrópubandalagsins hef-
ur EB-réttur forgang umfram
landslög. EB hefur í samningavið-
ræðunum lagt áherslu á að sam-
svarandi'skipan gildi innan EES,
þ.e. að gildi EES-reglnanna verði
tryggt gagnvart landslögum sem
hugsanlega yrðu sett í andstöðu
við þær reglur. Hér er um að ræða
eina helstu lagalegu forsendu EES
sem sækir fyrirmynd sína beint í
EB-réttinn.
Frelsin fjögnr
Annað meginatriði EES-samn-
ingsins er að með honum verður
komið á fullu freísi milli EB og
EFTA-ríkjanna að því er varðar
vöraskipti, fjármagns- og þjón-
ustuviðskipti, atvinnu- og búsetu-
rétt og samræmdar verða reglur í
félagsmálum og umhverfismálum.
I þessu felst með öðram orðum
að á þessum mikilvægu efnahags-
og viðskiptasviðum fá borgarar
EFTA- ríkjanna fullt frelsi og jafn-
rétti innan landa Evrópubanda-