Morgunblaðið - 26.01.1991, Síða 13
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 26. JANUAR 1991
13
Heimsmet í
stærð höfuð-
borgarsvæðis
eftir Guðlaug
Gíslason
Mjög hafa verið til umræðu í fjöl-
miðlum að undanförnu staða lands-
byggðar og hinir miklu fólksflutning-
ar þaðan til höfuðborgarsvæðisins.
Mun þetta vandamál þekkt víðar en
hér á landi a.m.k. hjá frændþjóðum
okkar á Norðurlöndum. En þróun
þessara mála virðist hafa verið mun
örari á Islandi en í nokkru landi öðru
og er nú svo komið, samkvæmt upp-
lýsingum í „Travelers World Atlas
and Guide“, sem greinir frá stöðu
þessara mála hjá öllum þjóðum
heims, að Islendingar eiga þegar
orðið heimsmet í fólksfjölda á sínu
höfuðborgarsvæði sem hlutfall af
heildaríbúatölu landsins og kemst
ekkert ríki annað í námunda við ís-
lendinga hvað þetta áhrærir.
Ástæður fyrir því að fólk skiptir
um búsetu geta verið margvíslegar
og í tilfellum einstaklingsbundnar.
En höfuðástæðan fyrir hinum öru
fólksflutningum hér á landi frá lands-
byggðinni til höfuðborgarsvæðisins
er án efa af fjárhagsástæðum. Fólk
telur hreinlega afkomu sinni betur
borgið þar en úti á landsbyggðinni,
enda liggur fyrir að útgjöld heimila
á höfuðborgarsvæðinu eru í sumum
tilfellum mun lægri en úti á lands-
byggðinni, og munar þar mestu að
því er orkumálin varðar samkvæmt
gjaldskrám hita- og rafmagnsveitna
frá 1. maí sl. eru útgjöld heimila úti
á landsbyggðinni, sem nota 1.500
kW af rafmagni og 800 tenmtr. af
heitu vatni til upphitunar á ári (Akur-
eyrartaxtar), 56.906 krónum meiri
en heimila á Stór-Reykjavíkursvæð-
inu, með samskonar orkunotkun. Og
fleira kemur til. Könnun verðlags-
stofnunar fyrir nokkru sýndi að vöru-
verð var um 4,5% hærra að meðal-
tali úti á landsbyggðinni en á höfuð-
borgarsvæðinu. Auk þess er vitað
að t.d. símakostnaður er mun hærri
hjá landsbyggðarfólki en í þéttbýlinu
við Faxaflóa, þannig að varlega
áætlað munu útgjöld meðalheimilis
á landsbyggðinni vera um 90 til 100
þúsund krónum meiri á ári en sam-
bærilegrar fjölskyldu á höfuðborgar-
svæðinu. Og þegar þess er gætt að
sama kaupgjald gildir um land allt,
er hér um hreina tekjuskerðingu að
ræða hjá íbúum dreifbýlisins. Að
þessu athuguðu þarf engan að undra
þó ofvöxtur hafi hlaupið í uppbygg-
ingu höfuðborgarsvæðisins. Stjóm-
völd hafa fram að þessu látið sig
þessa þróun - mála litlu varða. En
undanfarið hafa þó heyrst raddir í
sölum Alþingis hjá einstaka ráðherr-
um og alþingismönnum, að þörf
myndi vera á einhverri fjárhagslegri
jöfnun milli fólks á landsbyggðinni
og höfuðborgarsvæðinu, og hefur þá
aðallega verið talað um jöfnun orku-
kostnaðar með verðjöfnunar- eða
millifærslukerfi, sem örugglega
myndi reynast tæknilega illfram-
kvæmanlegt, enda mun almennt talið
að nóg sé komið af slíkum aðgerðum.
Einfaldasta leiðin til jöfnunar í þessu
sambandi hlýtur að vera í gegnum
skattkerfið, t.d. með hækkuðum per-
sónufrádrætti hjá launþegum utan
höfuðborgarsvæðisins og hlutfalls-
legri uppbót hjá ellilífeyrisþegum og
öryrkjum í gegnum almannatrygg-
ingakerfið. Stjórnvöld hafa því i
hendi sér að koma þama við leiðrétt-
ingum, ef þeim sýnist svo.
Hvers konar þjóðfélag?
Samkvæmt áætlun opinberra aðila
mun talið að fljótlega upp úr næstu
aldamótum verði um 200 þúsund
landsmanna búsettir á Stór-Reykja-
víkursvæðinu, eins og það er skil-
greint af Hagstofu Islands, og þá
aðeins um 100 þúsund manns úti á
landsbyggðinni, og að öU aukning
mannafla verði í þjónustugreinunum
og að jafnvel fækki í hinum hefð-
bundnu atvinnugreinum, landbúnaði
og fiskveiðum. Alipennt mun talið
Guðlaugur Gíslason
„Alveg tímabært fyrir
landsbyggðarfólk að at-
huga vel sinn gang áður
en það ákveður að taka
sig upp og flytja búferlum
á höfuðborgarsvæðið. “
að hér sé um sérstakt vandamál
landsbyggðarinnar að ræða, ef þróun
þessara mála verður eins og áætlan-
ir gera ráð fyrir. En ég held að þar
gæti nokkurs misskilnings. Landbún-
aður, sjávarútvegur og fiskvinnsla
munu enn á þeim tíma verða undir-
stöðuatvinnugreinar landsmanna og
enn reknar að mestu leyti úti á lands-
byggðinni eins og nú er, þannig að
það fólk sem enn býr þar þarf vart
að kvíða atvinnuleysi og atvinna þess
ætti að vera nokkuð trygg, ef ekki
koma til stjórnvaldsaðgerðir, sem
skerða enn frekar rekstrargrundvöll
þessara atvinnugreina. Hinsvegar
getur landsbyggðarfólk orðið fyrir
eignatjóni vegna lækkaðs fasteigna-
verðs.
Hitt er annað mál, sem lands-
byggðarfólk ekki síður en aðrir hljóta
að leiða hugann að, en það er í hvers
konar þjóðfélagi koma Islendingar
til með að búa þegar tveir þriðju
hlutar þjóðarinnar eru orðnir búsett-
ir á Stór-Reykjavíkursvæðinu og
ekki verður þar um nema mjög tak-
markaðar gjaldeyrisskapandi atvinn-
ugreinar að ræða frekar en nú er
miðað við fólksfjölda. Og hverjir
verða afkomumöguleikar þess fólks,
sem þá verður þar búsett? Spuming-
in er hvort hægt verður að þenja
„kerfið“ (þjónustugreinarnar) svo út
að mestur hluti fólks þar geti haft
viðunandi fjárhagsafkomu við fyrir-
greiðslu og þjónustu við sjálft sig og
þann hluta þjóðarinnar, sem enn
verður búsettur úti á landsbyggðinni
við öflun gjaldeyris og framleiðslu
landbúnaðarafurða.
Þessari spumingu er erfitt að
svara, þar sem ekkert fordæmi er
fyrir því hjá nokkurri annarri þjóð
að slíkir fólksflutningar hafi átt sér
stað til höfuðborgarsvæðis þeirra og
að jafn stór hluti þeirra sé þar búsett-
ur og nú er hér á landi. En veiga-
mesta spumingin er að sjálfsögðu
sú hvort það velferðarríki, sem ís-
lendingar hafa byggt upp fái staðist,
ef áætlanir um áframhaldandi fólks-
flutninga til höfuðborgarsvæðisins
ganga eftir, og væri illa farið ef þar
yrði einhver breyting á til hins verra,
því svo sannarlega eiga íslendingar
nægileg auðæfi í fiskimiðunupi
kringum landið og orkunni í fallvötn-
um þess og iðrum jarðar, til þess að
landsmenn allir ættu að geta lifað
hér góðu lífi ef rétt er á haldið. Og
að öllu athuguðu, og þrátt fyrir allt,
er alveg tímabært fyrir landsbyggð-
arfólk að athuga vel sinn gang áður
en það ákveður að taka sig upp og
flytja búferlum á höfuðborgarsvæðið.
Höfundur er fyrrverandi
alþingismadur.
UPPLÝSINGAR: Sl'MSVARI: 681511 LUKKUUNA: 991000
VERTU MEÐ - ÞAÐ ER GALDURINN