Morgunblaðið - 26.01.1991, Síða 14
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 26. JANÚAR 1991
Metsölublaó á hverjum degi!
jL
ÍSLENSKUR
YEIÐIVANDI
eftir Yngva
Harðarson
Mikið jafnvægisleysi hefur ríkt í
íslenskum efnahagsmálum um ára-
tugaskeið. Mikill en sveiflukenndur
halli hefur einkennt utanríkisvið-
skipti þjóðarinnar sem einnig hefur
átt við að stríða stórar sveiflur í
hagvexti og mikla verðbólgu.
Flestar stærri hagsveiflur sem
ganga yfir íslenskt efnahagslíf eru
af sama toga. í fyrsta lagi er um
að ræða sveiflur sem rót hafa átt
í tímabundnum afturkipp eða upp-
sveiflu í aflabrögðum. I öðru lagi
eru erlendar verðsveiflur, einkum
sveiflur í fiskverði en einnig í olíu-
verði.
Skaðsemi sveiflna
Sveiflur í afkomu eru þjóðinni
skaðlegar. Sveiflur í hagvexti og
verðbólgu fela í sér óvissu, þær
torvelda áætlanagerð og lengja end-
urgreiðslutíma fjárfestinga í niður-
sveiflu. Sveiflurnar leiða því til
rangra og óhagkvæmra ákvarðana.
Þetta á óumdeilanlega við um
óvæntar sveiflur en er ekki aug-
ljóst, þó oftast gilt, hvað varðar
sveiflur sem eru þekktar að eðli,
styrk og lengd. því viðbrögð við
þeim eru oft óvænt. Þetta getur átt
við viðbrögð neytenda, samkeppnis-
aðila og stjórnvalda.
Atvinnulíf og almenningur hefur
goldið fyrir sveiflubúskapinn um
langt árabil. Sveiflur í verðbólgu
og hagvexti eru nátengdar og lengi
hefur verið ljóst að verðbólguvand-
inn á að stórum hluta rætur að
rekja til breytilegra ytri skilyrða á
miðunum umhverfis landið og á
mörkuðum fyrir útfluttar fiskafurð-
ir. Þótt eðli vandans hafi löngum
verið þekkt hefur enn ekki tekist
að vinna bug á verðbólgunni.
Verðbólguvandi
Áhrifum aukins afla eða verð-
hækkunar á erlendum mörkuðum
má lýsa þannig að launahækkun
verður meðal sjómanna og fisk-
vinnslufólks vegna framleiðslu-
aukningar. Uppgangurinn í sjávar-
útvegi eykur samkeppnina um
vinnuafl og fjármagn og kostnaðar-
hækkanir dreifast út um hagkerfið
vegna tekjusamanburðar og eftir-
spurnarþenslu. Þannig hækkar
raungengi og samkeppnisstaða út-
flutnings- og samkeppnisgreina
rýrnar og innflutningur eykst.1
Verndaðar atvinnugreinar, þ.e. þær
sem ekki keppa við erlent atvinnu-
líf, hleypa hins vegar kostnaðar-
hækkununum út í verðlag.
Þegar afturkippur verður til sjós
vegna aflasamdráttar eða verðfalls
dregst kostnaður ekki saman á
sama hátt og hann óx. Minnkandi
tekjur gera nauðsynlegt að fella
gengi til að koma í veg fyrir rekstr-
arstöðvun sjávarútvegs, en gengi
krónunnar hefur löngum tekið mið
af afkomu hans. Gengislækkunin
veldur því að sjávarútvegurinn fær
fleiri krónur í kassann en jafnframt
hækkar innflutningur í verði og
samkeppnisstaða útflutnings- og
samkeppnisgreina batnar. Vernd-
aðar atvinnugreinar geta hækkað
verð afurða sinna og komið þannig
í veg fyrir samdrátt rauntekna.
í kjölfar gengislækkunar og inn-
lendra kostnaðarhækkana er verð-
bólgan komin af stað og sé vísitölu-
binding launa við lýði kemst verð-
bólgan á fullan skrið vegna hraðari
víxlgangs launa, gengis og verð-
lags.
Jöfnun sveiflna
Langt er síðan sjónir beindust
að því hvort ekki mætti breyta efna-
hagsumgjörð atvinnulífs á þann veg
að dregið yrði úr áhrifum tekju-
sveiflna til sjós á annan atvinnu-
rekstur en sjávarútveg sem og sjáv-
arútveg- sjáifan.-Þarrrrig- var Verð-
Yngvi Harðarson
„Hagkvæmasta úthlut-
un sölutekna af veiði-
leyfum — arðs auðlind-
arinnar — er að veita
þeim beint til almenn-
ings, með jöfnum reglu-
bundnum greiðslum.
Með því móti mun al-
menningur velja verð-
uga kapítalista til fram-
þróunar atvinnulífs“
jöfnunarsjóður fiskiðnaðarins stofn-
aður árið 1969 og Verðjöfnunar-
sjóður sjávarútvegsins tók við af
honum á síðasta ári. Hlutverk slíks
verðjöfnunarsjóðs er að draga úr
skaðlegum áhrifum verðsveiflna á
sjávarafurðum á þjóðarbúskapinn.
Ljóst er að verðjöfnunarsjóður
einn og sér dugar ekki til að draga
úr skaðlegum áhrifum tekjubreyt-
inga til sjós á þjóðarbúskapinn því
verðbreytingar eru einungis hluti
tekjubreytinga. Eftir standa því
skaðleg áhrif uppgripa í aflabrögð-
um.
Útgerðarkostnaður og gengi
Gengi krónunnar hefur löngum
tekið mið af afkomu sjávarútvegs.
Sú mikla lækkun útgerðarkostnað-
ar sem væntanleg er vegna hagræð-
ingar í kjölfar nýrra laga um stjórn
fiskveiða felur í sér stórbætta af-
komu útgerðar. Miðað við óbreytt
fyrirkomulag gengisskráningar
mun því eiga sér stað mikil en tíma-
bundin hækkun raungengis. Þannig
mun eiga sér stað veruleg skerðing
á samkeppnisstöðu annarra útflutn-
ings- og samkeppnisgreina. Spurn-
ingin um hversu tímabundin slík
raungengishækkun er veltur á því
hversu mikið af öðrum atvinnu-
rekstri tórir þar til gengisákvörðun
kemst á raunhæfara form. Aukin
rekstrarleg hagkvæmni veiða sam-
hliða óraunsærri þróun gengis hefur
varanleg skaðleg áhrif á aðrar út-
flutnings- og samkeppnisgreinar.
Það er deginum ljósara að geng-
isákvörðun krónunnar hlýtur að
taka miklum breytingum. Þar sem
margar atvinnugreinar starfa í
samkeppni við erlent atvinnulíf er
alls óeðlilegt að gengi taki mið af
afkomu einungis einnar atvinnu-
greinar. Einhvern tímann, þegar
nánast ekkert annað var flutt út
en sjávarafurðir og samgönguþjón-
usta þeirra vegna og þegar flestar
áðrar greinar voru verndaðar fyrir
erlendri samkeppni með tollum og
höl'tum, kann slíkt lýrirkomulag að
liafa verið nærri eðlilegt. Þeir tímar
enriiðrrir!---------------------