Morgunblaðið - 26.01.1991, Qupperneq 18
18
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 26. JANUAR 1991
Plastskriðdrekar og flug-
vellir úr pappa og krossviði?
Amman. Reuter.
BANDARÍSKIR embættismenn
og aðrir þeir sem sérfróðir mega
teljast um vígvél Saddams Huss-
eins íraksforseta telja að hann
kunni á síðari stigum Persaflóa-
styrjaldarinnar að grípa til ör-
þrifaráða með ófyrirsjáanlegum
afleiðingum. Þá herma óstaðfest-
ar fréttir að írakar hafi beitt
Hryðjuverkamanni í héim-
sókn í Belgíu vísað úr landi
Starfsmönnum utanríkisráðuneytis láðist að láta vita um manninn
Brussel. Frá Kristófer M. Kristinssyni, fréttaritara Morgunblaðsins.
EINN af forsprökkum hryðjuverkasamtakanna, sem kennd eru við Abu
Nidal, var handtekinn af belgísku lögreglunni á götu í Brussel fyrir
síðustu helgi. Við eftirgrennslan kom í ljós að maðurinn, Valid Khaled,
var í Belgíu í boði belgíska utanríkisráðuneytisins. Honum var þess
vegna sleppt lausum og komið um borð í flugvél sem var á leið til
Genfar. Hótanir Saddams Husseins íraksforseta um hefndaraðgerðir
í Evrópu voru tilefni þess að innanríkis- og dómsmálaráðherrar Evrópu-
bandalagsins (EB) samþykktu á fundi í Lúxemborg á þriðjudag að
auka mjög alian viðbúnað og samvinnu til að koma í veg fyrir hryðju-
verk í aðildarríkjunum.
Vegfarandi sem bar kennsf á
Khaled í nágrenni Grand Place,
torgsins í miðborg Brussel, lét lög-
reglu vita, sem brást skjótt við.
Þegar Khaled var handtekinn
krafðist hann þess að samband yrði
haft við utanríkisráðuneytið sem
staðfesti að hann ætti stefnumót
við aðstoðarmann utanríkisráð-
herra. Boð Khaled til Belgíu stóð í
sambandi við viðkvæmar samninga-
viðræður belgískra stjórnvalda ný-
lega til að fá leysta úr haldi belgíska
fjölskyldu sem haldið var í gíslingu.
Utanríkisráðuneytinu hafði hins
vegar láðst að gera öðrum ráðu-
neytum viðvart um heimsóknina.
Wilfred Martens forsætisráðherra
sagði að heimboðið bæri vott um
dómgreindarleysi og samkomulag
varð um það innan ríkisstjórnarinn-
ar að vísa hryðjuverkamanninum
þegar úr landi. Þrír aðstoðarmenn
Mark Eyskens utanríkisráðherra
hafa sagt af sér í kjölfar heimsókn-
arinnar.
Innanríkis- og dómsmálaráðherr-
ar EB sem komu saman til fundar
Fulltrúar út-
lægra Kúrda
í London
segja 10.000
íraka fallna
London. Reuter.
FULLTRÚAR útlægra Kúrda í
London segja að allt að helmingi
hernaðar- og iðnaðarskotmarka
bandamanna í írak hafi verið
eytt. Þeir segja ennfremur að
tæplega 10.000 íraskir hermenn
hafi fallið í árásunum.
Fulltrúar Kúrdíska lýðræðis-
flokksins (KDP) spá því að vænta
megi uppreisna innan hersins gegn
Saddam Hussein íraksforseta. Þeir
segja að öryggissveitir Iraka hafí
enn tögl og hagldir í landinu en
vísbendingar séu um að hersveitir
nærri landamærum Sýrlands og
Tyrklands séu komnar á fremsta
hlunn með að snúast gegn Sadd-
am. í yfirlýsjngu frá KDP segir
að manntjón íraka hafi orðið mest
í hafnarborginni Básra og á landa-
mærum Kúveits og Saudi-Arabíu.
Þar segir ennfremur að fyrstu daga
stríðsins hafí lík fallinna Kúrda
verið send frá suðurhluta íraks
heim til Kúrdistan. Því hafi nú
verið hætt og séu líkin grafín í
fjöldagröfum til þess að mannfallið
spyijist ekki út- og veiki baráttu-
þrek þjóðarinnar.
í Lúxemborg á þriðjudag sam-
þykktu að auka til muna samastarf
sín á milli til að koma í veg fyrir
hryðjuverk. Eftirlit með tortryggi-
legum einstaklingum verður hert í
gegnum nánari samvinnu öryggis-
stofnana aðildarríkjanna. Hert
verður á landamæraeftirliti innan
EB og sömuleiðis á eftirliti með
hótelgestum innan bandalagsins.
Vaxandi ótta verður vart vegna
hótana íraka um hryðjuverk í Evr-
ópu. Samkvæmt sögusögnum um
lista yfir helstu skotmörk hryðju-
verkamanna er sagt að Brussel sé
í öðru sæti á eftir Aþenu en á und-
an Róm, Istanbúl og Vínarborg. Því
hefur verið haldið fram að Irakar
hafi sent yfír eitt hundrað hópa til
hryðjuverka í Evrópu. Aukinn við-
búnaður er við allar opinberar bygg-
ingar, erlend sendiráð og flugvelli.
blekkingum af miklu hugviti á
fyrstu viku stríðsins og að flug-
sveitir bandamanna hafi m.a.
ráðist á plast-skriðdreka og skot-
palla úr pappa og krossviði.
Ónefrtdur erlendur stjórnarerind-
reki í Amman, höfuðborg Jórdaníu,
sagði í samtali við fréttamann Reut-
ers að full ástæða væri til að taka
alvarlega yfirlýsingar Saddams
þess efnis að hann eigi eftir að
koma bandamönnum á óvart er líða
tekur á stríðið. Ekki liggur fyrir
hvaða vígtól Saddam forseti átti við
en sérfræðingar segja að írakar
hafi þegar komið bandamönnum á
óvart með ýmsum snjöllum blekk-
ingum. Þannig liggur fyrir að írak-
ar ráða enn yfir skotpöllum fyrir
Scud-eldflaugar þrátt fyrir linnu-
lausar loftárásir bandamanna og
ákafa leit að pöllum þessum með
aðstoð gervihnatta og annars há-
tæknibúnaðar. Líkur eru á því að
bandamenn hafi m.a. tortímt eft-
irlíkingum af skotpöllum fyrir eld-
flaugar þessar. Segja jórdanskir
heimildamenn að komið hafí verið
fyrir senditækjum á pöllum þessum
sem gefí frá sér radíómerki líkt og
um raunverulegar eldflaugar væri
að ræða. Óstaðfestar fregnir herma
einnig að írakar eigi mikinn fjölda
plast-skriðdreka (til mun vera fyrir-
tæki á Ítalíu sem sérhæfir sig í
slíkri framleiðslu) og eftirlíkinga
af flugvélum. Þá hefur því verið
Reuter
Varnaðarorð til vestrænna þjóða
Nokkur hundruð Palestínumenn efndu til mótmæla í Baqa-flóttamannabúðunum í útjaðri Amman í Jórd-
aníu. Þeir hrópuðu vígorð til stuðnings Saddam Hussein íraksforseta og báru vamaðarorð til vestrænna
þjóða á skiltum: „Við flytjum vettvang hins heilaga stríðs (Jihad) til Washington!“, „Niður með Bandaríkja-
menn!“ og „Frakkar, bjargið bömum ykkar frá dauða á Flóanum!"
„Fjölmiðlar eru bestu banda-
menn Saddams Husseins“
Florida. Frá Atia Steinarssyni, fréttaritara Morgunblaðsins.
HINN óhefti og látlausi frétta-
flutningur bandarískra fjölmiðla
af hernaðarátökunum við Persa-
flóa sætir vaxandi gagnrýni í
Bandaríkjunum. Hörðust er
gagnrýnin á linnulausan frétta-
flutning og túlkun pólitískra
skoðana á atburðunum og einnig
óttast margir að þetta óstöðvandi
fréttaflóð komi mótherjum
Bandaríkjanna að miklu gagni.
Andúð vex einnig gegn 'birtingu
fréttamynda af fómarlömbum átak-
anna og hermönnum sem teknir
hafa verið til fanga. í þröngri (647
áhorfendur) könnun sem þekkt ráð-
gjafafyrirtæki sjónvarpsstöðva
gerði, kom í ljós að 99,5% áhorf-
enda hafa fylgst með sjónvarps-
fréttum af átökunum við Persaflóa.
77% töldu sig hafa ávinning af því
að sjá sem mest af slíkum fréttum.
54% töldu að fjölmiðlar hefðu
nægilegt frelsi til fréttaflutnings
en 24% töldu fjölmiðla hafa of
frjálsar hendur í þeim efnum. 17%
töldu aðgang fjölmiðla að upplýs-
ingum varðandi átökin takmörkuð
um of.
Gagnrýni fólks á fjölmiðla kemur
m.a. fram í símhringingum til
þeirra. Talsmenn sjónvarpsstöðva
segjast verða varir við vaxandi
. gagnrýni og USA Today segir að
hundruð lesenda hafí hringt og
gagnrýnt of mikinn fréttaflutning
af átökunum. Talsmaður C-Span
sjónvarpsrásarinnar segir að „átta
af hverjum tíu sem hringja lýsi
stuðningi við hernaðarátök gegn
írökum".
Haft er eftir lesendum m.a. að
„fjölmiðlar séu bestu bandamenn
Saddams Husseins" og.......sérhver
frétt af loftvarnaflautuvæli og
Scud-eldflaug kitli og gleðji eyru
Saddams". Margir láta í ljós efa-
semdir um hlutverk fjölmiðla í þess-
um átökum.
Dan Quayle varaforseti Banda-
ríkjanna hefur gagnrýnt fjölmiðla
fyrir að láta undan þiýstingi til að
veita mótmælum gegn hernaðar-
átökum miklu meira rými en þau
eigi skilið. Forsetafrúin, Barbara
Bush, hefur hvatt foreldra til að
takmarka sjónvarpsgláp barna
sinna. „Börnin þurfa að skilja að
það er ekkert stríð í þeirra hús-
garði,“ segir hún.
haldið fram að írakar hafí byggt
heila flugvelli og flugstöðvar úr
pappa, plasti og krossvið.
Colin Powell, forseti herráðs
Bandaríkjanna, sagði á dögunum
að írakar hefðu sýnt og sannað að
þeir væru úrræðagóðir og snjallir
herstjórnendur. Sérfræðingar segja
að írakar hafi þróað fjölmargar
óvenjulegar bardagaaðferðir í
stríðinu mannskæða við nágranna
sína í íran. Hugsanlegt er talið að
þeir hafí lagt út olíuleiðslur undan
strönd Kúveit og hyggist kveikja í
þeim geri sveitir bandamanna inn-
rás frá hafi. Hermt er einnig að
þeir hafi grafið stjórnstöðvar sínar
djúpt í jörðu í Kúveit og að þær séu
tengdar með göngum þar sem finna
megi ýmsar hugvitsamlegar vítis-
vélar sem erfitt verði að veijast.
Það er samdóma álit sérfræðinga
að íraski flugherinn sé á engan
hátt samanburðarhæfur við flug-
sveitir bandamanna. Hins vegar
óttast menn mjög að íraski flugher-
inn hefji sjálfsmorðsárásir á síðari
stigum styijaldarinnar. Er þá eink-
um vísað til ummæla Muzahem
Sáab Hassan, yfirmanns íraska
flughersins, sem sagði að lokið
væri þjálfun „sveita skæruliða“ inn-
an flughersins sem tilbúnir væru
til árása á skotmörk á landi, legi og
í lofti. „Þessir flugmenn vilja gjarn-
an fóma lífi sínu fyrir þjóðina og í
nafni heilags stríðs," sagði Hassan.
Herstjórn Iraka hafði aldrei áður
minnst á slíkar sveitir í yfirlýsingum
sínum og þótti enginn vafi leika á
því við hvað væri átt.
Rafsanjani
íransforseti:
Utþenslu-
stefna Sadd-
ams ógriar
Irönum
Teheran. Reuter.
ALI Akbar Hashemi Rafsanjani,
forseti írans, fór í gær hörðum
orðum um róttæka þingmenn
landsins sém krafist hafa þess
að Iranir styðji Iraka í stríðinu
fyrir botni Persaflóa. Hann sagði
að það kæmi verst niður á írön-
um sjálfum ef þeir aðstoðuðu
íraka við að halda Kúveit, því
þeim stafaði hætta af útþenslu-
stefnu Saddams Husseins íraks-
forseta.
Rafsanjani lét þessi orð falla er
hann varði hlutleysi írana á ijöl-
mennum bænafundi í Teheran.
Hann sagði að hvorki írakar né
bandamenn í stríðinu fyrir botni
Persaflóa væru verðugir stuðnings
írana. Hann sagði að Saddam Huss-
ein hefði sent sér bréf í fyrra, þar
sem hann hefði sagt að mörk
ríkjanna yrðu „meira en 1.000 km
á landi og 800 km á sjó“. „Þetta
merkir að ef við hjálpum írökum
halda þeir Kúveit og mörk ríkjanna
ná næstum alla leið til Hormuz-
sunds. Persaflói verður þá að
Ara,bíuflóa,“ sagði hann í ávarpi
sem útvarpið í Teheran sendi út.
„Má ekki líkja slíkri aðstoð við
sjálfsmorð?" bætti hann við.
Rafsanjani sagði það af og frá
að Irakar væru að heyja réttlátt
stríð gegn fjölþjóðahernum við
Persaflóa. Jafnvel þótt svo væri
, kæmi ekki til greina að senda her-
sveitir írana í dauðann til að tryggja
yfirráð íraka yfir Persaflóa.
Nokkrir róttækir þingmenn, þar
á meðal Ali Akbar Mohtashemi,
fyrrum innanríkisráðherra landsins,
höfðu sagt að íranir ættu að gleyma
stríði þeirra við íraka 1980-88 og
ganga til liðs við þá í heilögu striði
gegn Bandaríkjunum.