Morgunblaðið - 26.01.1991, Qupperneq 19
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 26. JANÚAR 1991
Genscher veitir Israelum
siðferðilegan stuðning
Hans Dietrich-Genscher, utanríkisráðherra Þýskalands, átti í gær
fund með Yitzhak Shamir, forsætisráðherra ísraels, í Tel Aviv. Heim-
sókn Genschers var fyrirvaralítil og er talið að með henni vilji þýsk
stjórnvöld sýna siðferðilegan stuðning við ísraela sem ekki hafa svar-
að ítrekuðum loftárásum íraka. Þjóðveijar hafa einnig ákveðið _að
veita ísraelum fjárhagsaðstoð vegna tjóns sem hlaust af árásum Ir-
aka. Þýsk fyrirtæki hafa sætt ámæli fyrir að hafa undanfarin ár séð
írökum fyrir tækjabúnaði til að framleiða efnavopn og varð Gens-
cher var við þetta viðhorf í heimsókn sinni. „Skammist ykkar Þjóð-
veijar fyrir að hafa skapað þennan nýja Hitler!“ hrópaði Avi Weiss,
herskár rabbíi, að Genscher þegar hann skoðaði verksummerki eld-
flaugaárása á Tel Aviv.
Saddam orðitin skot-
mark bandamanna?
Washington. Reuter.
ÓNEFNDUR bandarískur emb-
ættismaður segir að herflugvélar
bandamanna hafi verið sendar
af stað í síðustu viku til að reyna
að fella Saddam Hussein Iraks-
forseta en slæmt veður hafi
liamlað aðgerðum. Kemur þetta
fram í frétt bandaríska dagblaðs-
ins Washington Post. Þykir þetta
renna stoðum undir að Saddam
sé sjálfur eitt af skotmörkum
bandamanna.
í frétt blaðsins segir að leynileg-
ar upplýsingar hafi borist banda-
mönnum um ferðir Saddams ein-
hvers staðar í Mið-írak. En stormur
hafi komið í veg fyrir að hægt
væri að framkvæma árás. Sérfræð-
inga í alþjóðarétti voru spurðir
hvort þetta kynni að stangast á við
fyrirmæli frá 1981 sem fram-
kvæmdavaldið í Bandaríkjunum
hefur um að ráðast ekki til atlögu
gegn stjórnmálaleiðtogum. Þeir
segja Saddam réttmætt skotmark
vegna þess að hann hafi sjálfur
tekið við stjórn heraflans og sé því
æðsti yfirmaður íraska hersins.
Leika Sovétmenn
tveimur skjöldum?
Heimildarmenn úr röðum
bandarísku leyniþjónustunnar,
CIA, í Washinglon saka Sovét-
menn um að styðja Iraka á laun,
að sögn danska blaðsins Jyl-
landsposten. Saddam Hussein
íraksforseti hafi eftir ýmsum
krókaleiðum fengið varahluti og
hátæknibúnað frá Sovétmönnum
eftir að Sameinuðu þjóðirnar,
þ.á m. Sovétríkin, samþykktu
viðskiptabann á Irak. Auk þess
stundi Sovétmenn umfangsmikl-
ar njósnir á átakasvæðinu til að
kynna sér búnað og frammistöðu
herja Vesturveldanna. Breska
útvarpið BBC hefur skýrt frá
því að um 100 sovéskir tækni-
menn séu enn í Irak og aðstoði
íraska herinn en Moskvustjórnin
hcfur vísað þessum ásökunum á
bug.
Þessum ásökunum um mold-
vörpustarfsemi var komið á fram-
færi við dagblaðið Washington
Times. Bandarísku leyniþjónustu-
mennirnir, sem _ ekki eru nafn-
greindir í frásögn fréttaritara Jyl-
landsposten, segja að um 150 sov-
éskir tæknimenn séu í írak til að
aðstoða við notkun flókinna, sov-
éskra hátæknivopna. Einnig benda
þeir á að Sovétmenn hafi síðustu
vikurnar einbeitt sér að því að nota
hinar máttugu njósnastofnanir
sínar til að öðlast vitneskju um
nýjustu tækni og aferðir Banda-
ríkjamanna við stríðsreksturinn.
Notast sé m.a. við njósnagervi-
hnetti, einnig hlustunarstöðvar í
soveskum sendiráðum á átaka-
svæðinu og í grennd við það. Sovét-
menn hafi komið varahlutum og
vopnum til íraka um Austur-Evr-
ópulönd, e.t.v. einnig Jemen og
Líbýu. írakar voru einhvetjir bestú
viðskiptavinir sovéska hergagna-
iðnaðarins þar tii viðskiptabann SÞ
tók gildi.
Sagt er að Líbýumenn hafi fyrir
skömmu fengið vörubíla með raf-
eindatækjum sem hægt er að nota
til að trufla fjarskipti og rafeinda-
búnað andstæðinganna. Óttast er
að búnaðurinn hafi verið sendur
áfram með flugvél til Bagdad en
Líbýumenn buðu írökum aðstoð
áður en átökin hófust. Jemenar,
er stutt hafa Saddam Hussein,
njóta aðstoðar íraskra hernaðar-
ráðgjafa og hafa fengið mikið af
fallbyssum, brynvörðum bílum og
varahlutum undanfarnar vikur.
CIA-menn fylgdust með því er flug-
vél í A-Evrópuríki var lilaðin sov-
éskum SA-16 loftvarnaeldflaugum
er sendar voru til Bagdad skömmu
áður en stríðið braust út. Ekki
fylgdi sögunni hvaða A-Evrópuríki
hefði verið um að ræða. í byijun
janúar var sovéskt fragtskip stöðv-
að þar sem það var á leið til hafnar-
borgarinnar Akaba í Jórdaníu. Full-
trúar ijölþjóðahetjanna fundu vopn
og varahluti í klefa skipstjórans
' og var varningsins hvergi getið í
skipsskjölum. Talið er að þessir
hlutir ltafi átt að fara til íraks.
19
i—i_
Bretland:
Rithöfundar reyna að koma
1 veg fyrir útgáfu bókar
St. Andrews, frá Gudmundi H. Frímannssyni, fréttaritara Morgunblaðsins.
NOKKRIR af þekktustu rithöf-
undum Breta hafa krafist þess
að hætt verði við útgáfu banda-
rískrar skáldsögu. Þeir segja
söguna vera ofbeldisfullt klám-
rit.
Bókaútgáfufyrirtækið Picador
hyggst gefa út skáldsöguna Amer-
icán Psycho eftir bandaríska höf-
undinn Brett Easton Ellis í apríl
nk. Bandaríska fyrirtækið Simon &
Schuster hafði keypt útgáfuréttinn
í Bandaríkjunum fyrir. ríflega 15
milljónir ,ÍSK. En það hætti við að
gefa bókina út. Nú hefur Random
House keypt útgáfuréttinn þar.
Picador-fyrirtækið keypti breska
útgáfuréttinn.
Ástæðan til að Simon & Schuster
hætti við útgáfuna var, að lýsingar
bókarinnar vöktu almennan viðbjóð
þeirra, sem lásu handritið. Aðalper-
sóna bókarinnar er ijármálamaður
í Wall Street í New York, sem sval-
ar kvalalosta sínum í hjáverkum
með því að kvelja og pynta konur
til dauða. Til þess notar hann öll
meðul: vélsagir, sýrur, rottur og
hvaðeina.
Sumir halda því fram, að herferð-
in gegn bókinni veki upp svipaðar
spurningar og herferðin gegn
Söngvum Satans eftir Salman
Rushdie. Þeir hinir sömu hafa
harmað ákvörðun bandarísku út-
gefendanna.
Meðal andstæðinga bókarinnar í
hópi brezkra rithöfunda eru skáld-
konurnar Fay Weldon, Doris Less-
ing og A.S. Byatt. Fay Weldon, sem
þekktust er fyrir bókina Ævi og
ástir kvendjöfuls, segir bókina harð-
soðið klám og hefur áhyggjur af
sambandinu á milli ofbeldis og
kynlífs. A.S. Byatt, sem hlaut Book-
er-verðlaunin á sl. ári, segir bókina
hreinræktað klám og veröldin væri
betur komin án hennar.
Doris Lessing, en nokkrar bækur.
hennar hafa verið þýddar á
íslensku, segir bókina espa upp
kvalalosta og hún niðurlægi bæði
karla og konur. „Eg er á móti rit-
skoðun, en ég fagna ákvörðun Sim-
Áhyggjufullir borgarar þyrptust
í banka á miðvikudag og fimmtudag
eftir að Gorbatsjov gaf út tilskipun-
ina um að taka ætti stóra seðla úr
umferð. Nokkur gamalmenni dóu
úr hjartaáföllum er þau biðu eftir
því að skipta peningum sínum og
örvænting greip jafnvel um sig
meðal fanga. Þeir höfðu áhyggjur
af peningum sem þeir áttu í felum
fyrir utan fangelsin. Taugaspenna
minnkaði í gær eftir að tilkynnt var
um frestinn og ellilífeyrisþegar, sem
staðið höfðu klukkustundum saman
í biðröðum við banka og pósthús.
fyrr í vikunni, gátu skipt peningum
on & Schuster að hætta við að gefa
bókina út,“ segir hún.
. Martin Amis og Ian McEwan,
sem eru í hópi bestu yngri rithöf-
unda Breta, eru mótfallnir því að
bókin verði bönnuð. Besta ráðið sé
að gefa bókina út og láta hana sigla
sinn sjó. Fólk sé fullfært um að
ákveða sjálft, hvað það vilji. Bæði
Martin Amis og Ian McEwan hafa
beitt lýsingum á ofbeldi og kynlífi,
án þess að þeir hafi verið sakaðir
um klám.
á 20 mínútum.
Innköllunin var ákveðin í þeim
tilgangi að halda verðbólgu í skefj-
um og draga úr svartamarkaðs-
braski en embættismenn segja að
miklu magni 100 og 50 rúblna seðla
hafi verið smyglað úr landi af sov-
ésku mafíunni. Samkvæmt tilskip-
uninni mátti fólk skipta sem svar-
aði mánaðarlaunum í einu en þó
aldrei meiru en 1.000 rúblum.
Áður en tilkynnt var um frestinn
gáfu svartamarkaðsbraskarar í
Moskvu 10-80 rúblur fyrir hvern
100 rúblna seðil. Meðal„gengið“ var
um 50 rúblur.
Sovétríkin:
Peningainnköllun frestað
Moskvu. Reuter.
IBUUM Moskvu og alls Rússlands var í gær gefinn vikufrestur til við-
bótar til að skipta peningaseðlum sem taka á úr umferð samkvæmt
tilskipun sem Míkhaíl Gorbatsjov Sovétforseti gaf út á þriðjudag. Borg-
arráð Moskvu og þing lýðveldisins Rússlands samþykktu að fram-
lengja frest til að skipta 50 og 100 rúblna seðlum í minni seðla til 1.
febrúar en hann átti að renna út í gær.
HELGARFERÐIR í JANÚAR FEBRLJAR OG MARS
Skemmtiskrepp um helgi,
kostar ekki mikið...
...með Flugleiðum.
Amsterdam iðar af mannlífi og skemmtun. Amsterdam er borg sælkera og
listunnenda. Sigling á síkjunum eða rómantískur kvöldverður - Amsterdam er
lifandi borg að nóttu sem degi. Hagstætt vöruverð og vöruval.
Amsterdam er borg verslimar og glæsileika.
FÖSTUDAGUR TIL ÞRIÐJUDAGS
HÓTEL PULITZER
TVEIR í HERB. KR. 34.105 Á MANN
FLUGLEIÐIR
Þjónusta alla leið
Söluskrifstofur Flugleiða:
Lækjargötu 2, Hótel Esju og Kringlunni. Upplýsingar og farpantanir f síma 6 90 300.
Allar nánari upplýsingar færðu á söluskrifstofum FÍugíeiða. hjá umboðsmönnum og ferðaskrifstofum