Morgunblaðið - 26.01.1991, Síða 21
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 26. JANUAR 1991
21
Þrjár sprengingar íAþenu
Reuter
Þijár sprengjur sprungu samtímis í Aþenu í gærmorgun en enginn slasaðist. Sprengjurnar sprungu í útibú-
um Citibank, sem er í eigu Bandaríkjamanna, og Barclays Bank, sem er breskur, og á heimili hermálafull-
trúa Frakka (þar sem myndin er tekin). Hryðjuverkasamtökin 17. nóvember hafa lýst ábyrgð á sprengju-
tilræðunum á hendur sér. Þau gáfu hins vegar ekki upp neina skýringu á verknaðinum.
Neyðarhjálparstofnun SÞ við öllu búin:
Býst við allt að fjórum
nulljóniim fióttamanna
Damaskus. The Daily Telegraph, Reuter.
SVEITIR Neyðarhjálparstofnunar Sameinuðu þjóðanna (UNDRO) í
Miðausturlöndum búa sig undir hildarleik sem gæti farið vel eða
endað með ósköpum. Þær búast við að allt að fjórar milljónir manna
flýi átakasvæðin við Persaflóa - en flóttamennirnir gætu allt eins
orðið miklu færri.
Höfuðstöðvar sveitanna í Dam-
askus, höfuðborg Sýrlands, líkjast
einna helst stjómstöð hershöfðingja.
Kort eru á veggjunum, þar sem
átakasvæðin eru merkt og sýndar
eru hugsanlegar flóttaleiðir. And-
rúmsloftið er þrungið spennu því
mikið liggur við að hjálparstarfið
gangi fljótt og vel fyrir sig.
Sveitirnar eru tilbúnar til að heyja
baráttuna í samvinnu við stjórnvöld
í Sýrlandi. Landamæri landsins að
írak, sem hafa verið lokuð í áratug,
hafa verið opnuð til að hægt verði
að taka á móti flóttamönnum.
Yfirmenn sveitanna vita þó ekki
hvað bíður þeirra. „Vandamálið ,er
að flóttamennirnir gætu orðið allt
frá engum til fjögurra milljóna, allt
eftir því hvernig stríðið þróast,“
sagði Michael Schulenburg, hátt-
settur embættismaður hjá hjálpar-
stofnuninni.
Um 800.000 erlendir borgarar
flúðu írak til Jórdaníu í kjölfar inn-
rásar íraka í Kúveit 2. ágúst og er
það nokkur vísbending um hvernig
ástandið gæti orðið í Sýrlandi, sem
á einnig landamæri að írak. Emb-
ættismenn Sameinuðu þjóðanna
beina einkum sjónum sínum til fjög-
urra nágrannaríkja Iraks - Sýr-
lands, Jórdaníu, Tyrklands og Irans
- og verða sendir birgðir handa
100.000 flóttamönnum til hvers
þeirra.
Ef Jórdanía dregst inn í stríðið,
eða ef uppreisn brýst þar út, gæti
svo farið að flóttamannastraumur-
inn yrði einkum til Sýrlands. Engar
alþjóðlegar hjálparsveitir hafa verið
í landinu áður og kom það nokkuð
á óvart hversu samvinnuþýð stjórn-
völd landsins hafa verið, en þau
hafa verið bendluð við ýmis grimmd-
arverk. Forsætisráðherra landsins
gaf út tilskipun á fimmtudag, þar
sem öllum ráðuneytum landsins var
íraskir útlagar
treysta póli-
tíska stöðu sína
Lundúnum. The Daily Telegraph.
Á meðan sprengjur bandamanna falla á Bagdad þar sem Saddam
Hussein felur sig í byrgi sínu gera hópar íraskra útlaga allt hvað
þeir geta til að styrkja pólitíska stöðu sína, fari svo, sem flestir gera
ráð fyrir, að á endanum verði einræðisherranum komið frá völdum.
Hér ræðir m.a. um hópa múhameðstrúarmanna, Kúrda, arabískra
þjóðernissinna, og vinstrimanna, sem allir eiga það sameiginlegt að
hafa mátt þola kúgun, ofríki og ofsóknir af hálfu stjórnar Saddams
Hussein.
fyrirskipað að leggja ríka áherslu á
að auðvelda hjálparstarfið.
Þegar hafa verið reistar flótta-
mannabúðir á tveimur stöðum í
landinu, sem eru báðir innan við tíu
km frá landamærunum að Irak.
Gert er ráð fyrir að hægt verði að
taka við 100.000 flóttamönnum í
búðunum og hjálpargögn komi frá
Evrópu og Kýpur. Erfiðlega gekk í
fyrstu að afla styrktarfjár, en vest-
ræn ríki hafa nú gefið alls 56 millj-
ónir dala (rúmlega þrjá milljarða
ÍSK) og Japanir hafa lofað 38 millj-
ónum dala. Talið er að kostnaðurinn
verði miklu meiri og embættismenn
SÞ hafa farið fram á 175 milljónir
dala (9,6 milljarða ÍSK) í hjálpar-
starfið.
Frakkar, Japanir og Argentínu-
menn hyggjast útvega flugvélar til
að flytja flóttamenn frá hættusvæð-
unum og hjálpargögn frá Evrópu
til Miðausturlanda.
í skýrslu UNDRO, sem gefin var
út hjá Sameinuðu þjóðunum í gær,
kemur fram að allt að 80.000 Irak-
ar séu á leiðinni til írans á flótta
undan loftárásum bandamanna.
Fram til þessa hefur breska ut-
anríkisráðuneytið að mestu hundsað
hópa þessa en nú í vikunni viður-
kenndu stjórnvöld í Bretlandi að and-
stæðingar Saddams Hussein gætu
átt eftir að gegna mikilvægu hlut-
verki. Fulltrúar utanríkisráðuneytis-
ins ræddu m.a. við Sami Abdulrah-
man, leiðtoga útlægra Kúrda, og
Abdul-Aziz al-Hakim, fulltrúa þekkt-
ustu ættar shíta í írak, sem dvelst
í útlegð í íran.
Andstaða við loftárásir
bandamanna
Útlagahóparnir fagna þeirri at-
hygli sem þeir nú njóta og allir eru
þeir sannfærðir um að lýðræði verði
ekki komið á í írak án þátttöku
þeirra, fari svo að bundinn verði
endi á 22 ára ógnarstjórn Ba’ath-
flokksins og Saddams forseta. Á hinn
bóginn er útlögunum nokkur vandi
á höndum. Allir styðja þeir aðgerðir
bandamanna til að frelsa Kúveit en
á hinn bóginn óttast margir að það
muni skaða stöðu þeirra í írak eigi
þeir of náin samskipti við ríki þau
sem nú standa fyrir gríðarlegum loft-
árásum á heimaland þeirra. „Við
munum ekki eiga nein samskipti við
Vesturlönd á meðan sprengjum er
látið rigna yfir írak,“ sagði Mowaff-
ak al-Rubai, talsmaður Da’wa-
flokksins, samtaka shíta sem sætt
hafa skipulegum ofsóknum í írak.
Hann er þeirrar skoðunar að banda-
menn vilji að nýr einræðisherra, eitt-
hvað mildari en Saddam, komist til
valda í landinu og að þeir hafi alvar-
legar efasemir um ágæti þess að
innleiða lýðræði þar, Rökin eru ein-
föld: „Vesturlönd studdu Saddam í
tíu ár, þvert á vilja írösku þjóðarinn-
ar. Nú eru þessi sömu ríki að tortíma
skrímslinu sem þau sköpuðu og leiða
enn og aftur hjá sér óskir írösku
þjóðarinnar".
Kosningar og ný stjórnarskrá
Til að styrkja áróðursstöðu sína
hafa 16 hópar andstæðinga Saddams
nú sameinast um stofnun nefndar
sem ætlað er að hafa áhrif á stjórn-
völd á Vesturlöndum. Fram til þessa
hafa vestrænar ríkistjórnir einmitt
sagt að ógerlegt sé að eiga nokkur
samskipti við útlagahópana vegna
klofnings og sundrungar _í röðum
andstæðinga íraksforseta. í sameig-
inlegri yfirlýsingu sem hópar þessir
birtu í Lundúnum er hvatt til þess
að komið verði á fót bráðabirgða-
stjórn í írak eftir að Saddam hefur
verið komið frá. Ríkisstjórn þessi
gangist fyrír fijálsum og lýðræðis-
legum kosningum og tryggi kúrdíska
minnihlutanum sjálfsstjórn. Þá segir
og í yfirlýsingunni að semja beri
nýja lýðræðislega stjórnarskrá og að
tryggja beri að útlögum verði gert
kleift að snúa aftur til írak. Sérstak-
lega er tekið fram að tryggja þurfi
öryggi shíta-múslima í landinu.
Talið er að um 500.000 Kúrdar
og shítar hafi verið reknir úr landi
í Irak áður en Saddam Hussein hóf
stríðið við nágranna sína í íran. Þá
er talið að um ein og hálf milljón
Kúrda hafi verið hrakin frá heim-
kynnum sínum til að bijóta á bak
aftur sjálfstæðisbaráttu þeirra.
Þjóðernishyggja og framtíð
Iraks
Auk klofningsins sem fram tii
þessa hefur einkennt alla starfsemi
írösku útlagahópanna hafa ráða-
menn og sérfræðingar á Vestur-
löndum efasemdir um að þeir geti
orðið til þess að koma Saddam frá
völdum. Sú skoðun er almenn að ein-
ungis háttsettir herforingjar og yfir-
menn öryggislögreglunnar geti kom-
ið honum fyrir kattarnef. Að auki
óttast vestræn ríki að of náið samráð
við útlagahópana, einkum Kúrda og
shíta, geti orðið til þess að írak
klofni upp í mörg smáríki. Leiðtogar
Kúrda, sem búa í írak, Íran, Tyrk-
landi, Sýrlandi og Sovétríkjunum,
hafa jafnan lagt áherslu á að þeir
krefjist einungis sjálfsstjórnar en
enginn efi er á því að markmið þeirra
og draumur er stofnun sjálfstæðs
ríkis. Stjórnvöld í íran hafa þegar
lýst yfir því að þau muni ekki sætta
sig við að írak hverfi af landakortinu
og Tyrkir hafa þráfaldlega hafnað
öllum kröfum Kúrda. Breytingar á
landamærum í Mið-Austurlöndum
yrðu tæpast til þess að tryggja frið-
inn í þessum stríðshijáða heimshluta.
TEPPAÞURRHREINSUN
SKÚFUR notar þurrhreinsikertið HOST, sem yfir 100
teppaframleiðendur mæla sérstaklega með.
HOST leysir upp, dregur og þerrar öll óhreinindi,
alveg niður í botn teppisins.
ÞAÐ RAUNVERULEGA DJÚPHREINSAR! Engin
bleyta, teppið er tilbúið til notkunar strax að lokinni
hreinsun. HOST-kerfið er sérlega hentugt þegar
vandmeðfarin ullarteppi skulu hreinsuö, þ.a.m.
austurlenskar mottur.
SKUFUR Sími: 678812
REYNIÐ
VIÐSKIPTIN
SKEMMTISKREPP UM HELGI TIL...
ARMM
Söluskrifstofur Flugleiða: _
Lækjargötu 2, Hótel Esju og Kringlunni. Upplýsingar og farpantanir I síma 6 90 300.
Allar nánari upplýsingar færðu á söluskrifstofum Flugfelða, hjá ur 1 ’ ....
i umboðsmönnum og ferðaskrifstofum
HELGARFERÐ
FÖSTUDAGUR TIL ÞRIÐ JUDAGS
HÓTEL PUXJTZER
TVEIR í HERB. KR. 34.105 Á MANN
FLUGLEIÐIR
Þjónusta alla leið