Morgunblaðið - 26.01.1991, Qupperneq 25
til leiðréttingar vegna fyrri tíma á
fasteignamatinu, hins vegar eru að-
stöðugjöldin,“ sagði hann. „Á báðum
þessum vígstöðvum er augljóslega
um það að ræða áð ef álagningar-
stuðlar haldast óbreyttir frá því sem
verið hefur, þá aukast tekjur sveitar-
félaganna all verulega af þessum lið-
um báðum.“
Hann sagðist gera ráð fyrir að
málið verði skoðað á vettvangi Sam-
taka sveitarfélaga. „Ég tel ekki rétt
að vera með nein stóryrði um málið
á meðan þannig er verið að yfirfara
það.“
Ásmundur sagði forystu ASÍ
mundu að sjálfsögðu inna frekar eft-
ir lyktum málsins.
Gríðarleg hækkun
Þessa árs raunhækkun er í stíl við
þröun undanfarinna ára, ef marka
má tölur frá Þjóðhagsstofnun, sem
birtust í desemberhefti fréttabréfs
VSÍ og eru til grundvallar línu- og
súluritunum sem hér birtast. í frétta-
bréfinu segir: „Undanfarinn áratug
hafa umsvif sveitarfélaga aukist um
23% umfram vöxt landsframleiðslu,
eða úr 6,7% af landsframleiðslu í
8,2%. Útlit er fyrir að umsvifin haldi
áfram að aukast á næsta (þessu,
innsk.) ári.“ Og: „Frá 1988 til 1990
er áætlað að aðstöðugjöld hækki um
7,8% að raungildi og fasteignaskatt-
ar um rúm 11% á sama tíma og
landsframleiðsla hefur dregist sam-
an.“
Þá segir svo um þróunina undan-
farinn áratug: „Gríðarleg hækkun
aðstoðugjalda og fasteignaskatta
vekur athygli. Frá 1980 til 1990
hækka aðstöðugjöldin um 107% að
raungildi, en fasteignaskattar um
68%. Heildartekjur sveitarfélaga
hafa hækkað um 46,5% á þessu tíma-
bili, eða um 7,5 milljarða að raun-
gildi.“
Gjaldstofninn hækkaður um
43,8 milljarða
Ef litið er aftur á samanburð
launaþróunar síðasta ár og hækkun
fasteignaskatta einstaklinga til sveit-
arfélaga má líta fyrst á heildargjald-
stofninn. Heildarálagningarstofninn
er 817.971 milljón króna eftir 12%
hækkun matsins. Hefði matið verið
hækkað í takt við launahækkanir,
um 6%, þá væri stofninn um 774.150
milljónir króna. Sveitarfélögin, og
ríkið, hafa því til álagningar gjald-
stofn sem er 43.821 milljón króna
vegna hækkunar umfram launa-
hækkanir.
Hér er ekki tiltækt jafnaðarálagn-
ingarhlutfall sveitarfélaganna, en sé
reiknað með 1% meðaltalshlutfalli er
niðurstaðan liðlega 438 milljóna
króna raunhækkun. Sé reiknað með
0,75% jafnaðarhlutfalli er raunhækk-
unin samtals um 330 milljónir.
En, ekki eru allar hækkanir taldar
með fasteignagjöldum í hlutfalli við
fasteignamat. Sum fasteignagjöld
eru föst krónutala. Hæst hefur borið
undanfarið nýupptekið sorpeyðingar-
gjald sveitarfélaga á höfuðborgar-
svæðinu. Þar bættust við allt að
5.000 krónur á hverja íbúð.
Reykjavík er helsta undantekningin
þar var tunnugjaldið hækkað um
16,7% og er 700 krónur. Þessi sorp-
gjöld eru vegna þátttöku sveitarfé-
laganna í sorpeyðingu höfuðborgar-
svæðisins.
Þá eru sums staðar til dæmis lóða-
gjöld föst krónutala og hækkuðu
misjafnlega mikið milli ára, mest,
af þeim stöðum sem hér eru spurnir
af, um 40% í Garðabæ. Þar hækkaði
leigan úr 5 krónum á fermetra í 7
krónur.
40% skattahækkun
Þegar tillit hefur verið tekið til
þessara gjalda sem eru föst krónu-
tala, kemur í ijós að í þessum sveitar-
félögum hækka fasteignagjöldin all
nokkuð meira en um 12% á milli
ára. Dæmi um það er frá íbúðareig-
anda í Hafnarfirði. 1990 greiddi hann
um 56.900 krónur í fasteignagjöld.
Á þessu ári er honum gert að greiða
79.068 krónur af sömu eign,
óbreyttri. Hækkunin er 22.168 krón-
ur, eða 39%.
í sex stærstu sveitarfélögunum á
höfuðborgarsvæðinu eru þrenns kon-
ar hlutföll fasteignaskatts. í
Reykjavík er hann 0,421%, í Hafnar-
firði, Mosfellsbæ, Garðabæ og á Selt-
jarnarnesi 0,375% og í Kópavogi
0,5%. Ef þessi hlutföll eru lækkuð í
takt við mismun á breytingu launa
og fasteignamats, ættu þau að vera
....MORGÚNBLABmiAUtíÁkDÁGlÍÍ:26lÍÁÍsflARÍtí9Í;
25
0,398% í Reykjavík, 0,473 í Kópa-
vogi og 0,355 á hinum stöðunum.
Sambærileg lækkun yrði þá á hinum
hlutfallslegu gjöldunum og ióðarieig-
an í Garðabæ yrði 5,30 krónur í stað
7.
Sveitarfélögin aðeins
milliliður?
Sveit'arfélögin eru ekki ein um að
hækka skatta á gjaldendur. Ef
marka má ályktun Samtaka sveitar-
félaga á höfuðborgarsvæðinu frá 7.
desember síðastliðnum gengur ríkið
líka fram og hækkar skatta á sveitar-
félögin í landinu. í ályktuninni er
mótmælt „harðlega þeim auknu
skattaálögum sem sett voru á sveit-
arfélög í landinu með upptöku virðis-
aukaskatts um síðustu áramót
(1989/1990, innsk.).“
í greinargerð segir: „Með upptöku
virðisaukaskatts um síðustu áramót
og setningu reglugerðar þar um var
skattheimta á sveitarfélög aukin um
u.þ.b. einn milljarð á ársgrundvelli.
Miðað er við þær reglur sem áður
giltu um greiðslur sveitarfélaga á
söluskattii Sveitarfélögin og Sam-
band íslenskra sveitarfélaga fengu
nokkra leiðréttingu á þessari auknu
skattheimtu með breytingum á
reglugerðum um virðisaukaskatt sem
gefnar voru út í desember 1989 og
júní 1990. Eftir stendur um 500 Mkr
aukin skattheimta ríkis af sveitarfé-
lögum.“
Lækkandi verðbólga nýtist ríki og
sveitarfélögum til hækkunar skatta
með þeirri aðferð að halda álagning-
arhlutfalli óbreyttu um leið og fast-
eignamat hækkar umfram verð-
bólgu. Kannski er það tilviljun að
þegar sveitarfélögin sjá fram á að
ríkið leggur á þau um 500 milljónir
króna í virðisaukaskatti umfram það
sem var í söluskatti, þá leggja sveit-
arfélögin svipaða upphæð á íbúa s(na
með raunhækkun fasteigna- og að-
stöðugjalda?
Norræna húsið:
Lj ósmyndasýningum
Islandsheimsókn Olafs
V. Noregskonungs
í BÓKASAFNI Norræna hússins
hefur verið sett upp sýning á ljós-
myndum, sem teknar voru þegar
Ólafur V Noregskonungur heim-
sótti ísland.
Myndirnar eru frá 1947, þegar
Snorrahátíð var haldin í Reykholti.
Árið 1961 þegar Ásgeir Ásgeirsson
var forseti. Arið 1974 í forsetatíð
Kristjáns Eldjárns og nú síðast 1988,
þegar hann kom hingað til lands og
heimsótti Vigdísi Finnbogadóttur
•forseta og færði Snorrastofu í Reyk-
holti peninga að gjöf.
Vigfús héitinn Sigurgeirsson ljós-
myndari og sonur hans Gunnar G.
Vigfússon tóku myndirnar, en auk
þess eru myndir teknar af ljósmynd-
ara Aftenposten í Ósló.
{ fundarsal verða sýndar af mynd-
bandi fréttaþættir sém íslenska sjón-
varpið gerði um konungsheimsókn-
ina 1988, en einnig verður sýnt
myndþand frá norska sjónvarpinu
með þætti um Ólaf konung sem heit-
ir „Kohg Olov í vásterled“.
Sýningarnar verða i dag, laugar-
daginn 26. janúar, kl. 12,- 13, 16,
17 og 18 og síðar í næstu viku, eft-
ir því sem tækifæri gefst til.
ALLT AÐ 60% AFSLATTUR
TEPPI - DUKAR - FLISAR - MOTTUR - PARKET
GÓLFTEPPI - 15-35% AFSLÁTTUR
Dæmi: Saxony kanadísk stofuteppi, Aður kr. 3.0209-
_____100% polyester, blettvarin, __________Núkr. 1.9639»_____
PARKET 15% AFSLÁTTUR
BOEN norskt gæðaparket, uppáhaldsparket allra fagmanna.
Dæmi: Eik, Dallas B. Áður kr. 3.2869»
_________________________________________ Nú kr. 2.793,-___
GÓLFDÚKAR - 15-20% AFSLÁTTUR
Allir Armstrong-dúkar lækka um 15% á útsölunni. Armstrong þarf ekki að líma.
Dæmi: Boutique. Áður kr. 1.231,»
_____________________________________________Nu kr. 0849»
FLÉSAR - ALLT AÐ 60% AFSLÁTTUR AF AFGAN GSFLÍ SUM
ítalskar og spænskar flísar í miklu úrvali. Öll hjálparefni og fagleg ráðgjöf.
Dæmi: Galaxy gólfflísar. Áður kr. 2.3029»
Núkr. 1.726,-
Tilboð á Höganás veggfltsum 15x15 cm. Áður kr. 2.640,-
___________________________________________Nú kr. 1,395,-____
STÖK TEPPI, MOTTUR OG DREGLAR MED 15-50% AFSLÆTTI
DÚKAR OG TEPPI:
Afgangar og bútar á heil herbergi og minni fleti með 35-60% afslætti.
Hafið málin með ykkur. Það sparar ykkur tíma og fyrirhöfn.
Þíð getið Sparað þúsundir á útsölunni hjá okkur.
KHfcDITKORT
Lego-kubbar
fyrir yngrf bömín
K IEURO —m 0 iSESSSl
EuflocABoj KREDIT j íHrj Samkort ‘ ■'vll&ICljjjSSlú •
VELKOMIN vfJT1
TEPPABUÐIN
GOLFEFNAMARKAÐUR SUÐURLANDSBRAUT 26 S - 91 681950