Morgunblaðið - 26.01.1991, Page 42

Morgunblaðið - 26.01.1991, Page 42
42 MORGUNBLAÐIÐ IÞROTTIR LAUGÁRDAGUR ,26., JANÚAR 1991 ‘ ' ■_í_--i—í-i-I-i If i ■ J .. ,-i * ■ . *... . i ■■ i . i ......... 1 i.t- TENNIS / OPNA ASTRALSKA MEISTARAMOTIÐ Lendl og Becker leika til úrslita | van Lendl, frá Tékkóslóvakíu, mætir Þjóðvejjanum Boris Beck- er í úrslitaleik opna ástralska meist- aramótsins í tennis á sunnudaginn. Lendl sigraði Stefan Edberg í mjög jöfnum og spennandi leik, 6:4 5:7 3:6 7:6 6:4 en Bekcer sigraði Patick McEnroe nokkuð örugglega, 6:7 6:4 6:1 6:4. . Edberg virtist vera nokkuð ör- uggur með sigurinn. í fjórðu lotunni gegn Lendl. Hann hafði sigrað í tveimur og þurfti aðeins eitt stig til að tryggja sér sigur í fjórðu lot- unni. Hann gerði hinsvegar slæm mistök; bakhönd hans fór í netið og tvær uppgjafir mistókust. Lendl náði að jafna og sigra örugglega í oddahrinunni, 7:3. I síðustu lotunni náði hann svo að tryggja sér sæti í úrslitum með öruggum leik, 6:4. Það var mikill hiti í leiknum og Lendl var aðvaraður fyrir að mót- mæla dómi. Hann lék þó af miklum krafti en Edberg virkaði afar taugaóstyrkur. Ellefu sinnum mis- tókust báðar uppgjafir hans og oft þegar mikið iá við. „Það var mjög sárt að komast svona langt en klúðra því svo í lokin,“ sagði Ed- berg. „Eg hef ekki náð réttum takti alla vikuna en í lokin á þriðja lot- unni fannst mér ég vera að ná mér á strik,“ sagði Edberg. Hann gagn- rýndi Lendl fyrir að taka langan tíma milli uppgjafa og gera leikinn hægan og leiðinlegan. „Eg kom til að sigra og það er mikið eftir,“ sagðí Lendl. „Ég fann að ég var sterkari og hafði betra úthald en það er ekki alltaf nóg. Það er mikið í húfi í úrslitaleikn- um á morgun og sigurvegarinn nær án efa efsta sæti heimslistans. Það hefur verið takmark Beckers und- anfarin tvö ár en hann hefur líklega aldrei átt betri möguleika. Hann sigraði Patrick McEnore örugglega þrátt fyrir að eiga í töluverðum vandræðum í fyrstu lotunni. Það fór í skapið á Becker og tímunum sam- an gekk hann um völlinn og talaði við sjálfan sig. McEroe, sem er sjö árum yngri en John McEnroe, sigr- aði í fyrstu lotunni en gerði slæm mistök í þeirri næstu. Eftir það átti hann enga möguleika. Becker sagðist hafa talað við sjálfan sig til að róa sig: „Ég var óstyrkur og spenntur og þurfti að slaka á,“ sagði Becker. Lendl er talinn sigurstranglegri á morgun enda ávallt átt góðu gengi að fagna í Melbourne og leikið vel að þessu sinni. Boris Becker hefur hinsvegar ekki náð í undanúrslitin síðustu fimm árin en segist ákveð- inn í að nota tækifærið og ná efsta sætinu á heimslistanum. Aóalfundur Aóalfundur Knattspyrnufélagsins Hauka verður haldinn í Félagsheimilinu í dag,. laugardag, 26. janúar kl. 14. Venjuleg aóalfundarstörf. Lagabreytingar. r Stjórnin. Hádegisverður á Hötel Holti ^ Á Hótel Holti verðuráfram tilboð í hádeginu, sem samanstendur af forrétti, aðalrétti og eftirrétti, sem hver og einn velur af seðli dagsins. HOLTSVA GNINN Holtsvagninn er kominn aftur. Úr honum bjóðum við heilsteiktan svínahrygg með puru, ásamt forrétti og eftirrétti. VerÖ kr. 995,- Forréttur, aðalréttur og eftirréttur á viðráðanlegu verði, án þess að slakað sé á í gæðum. Ivan Lendl er talinn sigurstranglegri á morgun. FRJALSIÞROTTIR Þórdís Gísladóttir keppir í Bretlandi Þórdís Gísladóttir, íslandsmet- hafi í hástökki, keppir á tveim- ur mótum í Bretlandi á næstunni. Hún tekur þátt í skoska innanhúss meistaramótinu á sunnudaginn og um næstu helgi keppir hún á breska meist- aramótinu. Vikuna á milli hyggst hún æfa í Bretlandi enda æfingaaðstaða hérlendis bág-_ borin. Þórdís hefur æft af kappi fyrir GETRAUNIR Frá Kára Jónssyni á Laugarvatni heimsmeistaramótið sem fram fer í Sevilla á Spáni. „Ég er í góðu formi og hef æft mikið. En ég hef ekkert getað æft á gaddaskóm og verð að fara út til þess,“ sagði Þórdís. Hún á íslandsmet í hástökki inn- an- og utanhúss, 1,88 m. Utanhúss- metið setti hún í fyrra en innnahúss- metið er nær átta ára gamalt, sett í Pontiac 1983 og að sögn Þórdísar kominn tími til að bæta það. Um helgina HANDBOLTI 1. deild karla (laugardagur): Garðabær, Stjarnan-Valur.16:30 Höll, Víkingur-KA........16:30 Seljaskóli, IR-FH........16:30 Sunnudagur: Strandg., Haukar-Selfoss.20:30 1. deild kvenna (laugardagur): Höll, Víkingur-Selfoss......15 Garðabær, Stjarnan-FH.......15 Vestm., ÍBV-Grótta.......13:30 Sunnudagur: Valsh., Valur-Fram..........14 2. deild karla (laugardagur): Húsavík, Völsungur-UMFN....,16 Sunnudagur: Digranes, HK-UBK............20 Mosfellsbær, UMFA-ÍS........18 KÖRFUBOLTI Úrvalsdeild (sunnudagur): Valsh., Valur-Haukar........20 Höll, KR-Þór................20 Njarðvík, UMFN-UMFG.........16 Seljaskóli, ÍR-UMFT.........20 Stykkish., Snæfell-ÍBK......16 BLAK íslandsmót karla, laugardagur: Akureyri, KA-HK..........13:30 Hagaskóli, ÍS-ÞrótturN...14:45 Konur: Akureyri, KA-HK..........14:45. Hagaskóli, ÍS-Þróttur N..16:45 Sunnudagur (Bikar kvenna): Akureyri, KA-HK..........15:20 KNATTSPYRNA Vígsluleikurinn á nýja sandgras- velli Breiðabliks í Kópavogi verður í dag. Þá leika UBK og íslands- meistarar Fram kl. 13:15. Um kl. 15:30 leika kvennalandsliðið og meistaraflokkur Breiðabliks. VEGGTENNIS Veggtennismót (Hi-Tec squash mótið) fer fram hjá Veggsporti næstu fjórar helgar. Mótið hefst í dag, laugardag, kl. 11:30 með keppni í opnum C-flokki. KARATE Unglingameistaramót íslands í karate verður haldið í íþróttahúsi Hagaskóla á morgun, sunnudag. Keppt verður í kata og kumite barna og unglinga. Keppni hefst kl. 10, en úrslit fara fram milli kl. 14 og 15. Þetta verður stærsta mót sem Karatesambandið hefur haldið — keppendur verða tæplega 200, frá níu félögum. BORÐTENNIS Panktamót borðtennisdeildar Víkings fer fram í TBR-húsinu á morgun, sunnudag. Képpt verður í riðlum og í fjölmennari flokkum fara sigurvegarar úr riðlum og keppa ! einföldum úrslætti. Dregið verðu rí herbergi BTÍ í dag kl. 11, en kl. 11 á morgun hefst keppni í mfl. karla og kvenna, kl. 13 í 2. flokki karla, kl. 15 í 1. fl. karla og kvenna. FRJÁLSAR Meistaramót íslands í atrennu- lausum stökkum hefst í Laugarnes- skóla kl. 14 í dag. Enn tvöfaldur pottur Potturinn gekk ekki út um síðustu helgi og því verður hann tvöfaldur að þessu sinni. Til stóð að sjónvarpsleikurinn yrði við- ureign Tottenham og Oxford, en svo verður ekki, heldur fá áhorfend- ur að sjá Coventry og Southampton. ■Coventry hefur unnið sjö af síðustu 10 leikjum gegn Southamp- ton á Highfield Road, tveimur við- ureignum hefur lokið með jafntefli og Southampton sigrað einu sinni. Markatalan er Coventry í hag, 17:10. ■Liverpool og Brighton hafa spilað þtjá leiki á Anfield síðustu 10 árin. Heimamenn hafa tvisvar sigrað en tapað einu sinni og markatalan er 7:3. ■Millwall og Sheffield Wednesday hafa tvisvar mæst síðan 1980. Mill- wall hefur sigrað í bæði skiptin, 1:0 og 2:0. ■ Oldham hefur gengið vel á heimavelli Notts County, þar sem liðin hafa leikið tvisvar síðasta ára- tug. Markalaust jafntefli varð í öðr- um leiknum, en Oldham vann hinn 2:0. ■Portsmouth hefur sigrað í tveim- ur leikjum og tapað einum gegn Bournemouth síðan 1980 og marka- talan er 4:4 í þessum leikjum. ■Wimbledon hefur tvisvar sótt Shrewsbury heim síðan 1980. Ann- ar leikurinn vannst en hinum lauk með jafntefli. Markatalan 3:2 Wimbledon í hag. ■Totenham hefur þrisvar tekið á móti Oxford síðan 1980 og sýnt litla gestrisni inni á vellinum — unnið alla leikina og markatalan 11:2. Oxford hefur aðeins gengið betur á heimavelli sínum, Manor Ground; gert tvö jafntefli og tapað einum. ■Derby leikur nú öðru sinni síðan 1980 á Bramall Lane í Sheffield, í fyrri ieik liðanna þar vann Derby Sheffield United 1:0. > & CHATHAUX. Cambridge : Middlesbro Coventry City : Southampton Liverpool : Brighton Manchester Utd. : Bolton Milwall : Sheffield Wed. Notts County : Oldham Port Vale : Manchester City Portsmouth : Bournemouth Shrewsbury : Wimbledon Tottenham : Oxford Sheffield Utd. : Derby County Preston : Southend Staðan á ýmsum tímum Hálfleikur Urslit Mín spá 1 x 2 12 réttir I sjón- varpi □

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.