Morgunblaðið - 02.02.1991, Blaðsíða 2

Morgunblaðið - 02.02.1991, Blaðsíða 2
reei HAuaaa'i .2 huoaqíiaouaj' öig.vj8M'johok "MOKGUNBLABIÐ LAUGARDÆGUR '27 FEBRÚAR 1991 Húsbréf: Avöxtunarkrafa hækkaði 1 gær LANDSBRÉF hf., viðskiptavaki húsbréfa, hækkaði í gær ávöxtunar- kröfu á Verðbréfaþingi Islands við kaup bréfanna úr 7,30% í 7,40%. Gunnar Helgi Hálfdánarson forstjóri Landsbréfa segir skýringuna einkum vera vaxandi framboð húsbréfa og minnkandi eftirspurn kaupenda síðari hluta janúarmánaðar. Við slíkar aðstæður sagði Gunnar Helgi að eðlilegt hlyti að vera að vextir hækkuðu. Hann sagði minnk- andi eftirspurti eftir húsbréfum einkum mótast af því, að lífeyris- Stj órnmálasam- band við Litháen: Málið er í höndum Litháa -segir Jón Baldvin ÚTVARPIÐ í Vilnius í Lit- háen greindi frá því í gær að þess væri að vænta að íslenski utanríkisráðherr- ann, Jón Baldvin Hannibals- son myndi lýsa yfir á Al- þingi sama dag sljórnmála- sambandi íslands við Lithá- en. Jón Baldvin vísaði þess- um fréttum á bug og sagði að málið væri enn í vinnslu. „Ég kann enga skýringu á því hvemig þessi misskilning- ur er tilkominn. Hvort koma sendinefndarinnar er túlkuð á þennan veg kann ég ekki að skýra. Málið er einfaldlega í vinnslu og það er í höndum stjómarinnar í Vilnius að und- irbúa það eins og okkur kom saman um að gera á fundum okkar 18. og 19. janúar,“ sagði Jón Baldvin. Hann sagði að frekari vinna af hálfu litháískra stjómvalda þyrfti að koma til áður en hægt yrði að koma á stjórn- málasambandi þjóðanna. sjóðirnir héldu að sér höndum við húsbréfakaup síðari hluta janúar- mánaðar. Viðræður eru í gangi um að lífeyrissjóðimir létti undir með Byggingarsjóði ríkisins og sagði Gunnar Helgi það líklegustu skýr- inguna á minnkandi húsbréfakaup- um þeirra. Ávöxtunarkrafa húsbréfa fór hæst í 7,45% um miðjan nóvember síðastliðinn, en lækkaði síðan í 7,30% í desember og í janúar var sú ávöxtunarkrafa gerð á öllum verðbréfamörkuðunum. í gær var ávöxtunarkrafan 7,40% hjá Kaup- þingi, en Verðbréfaviðskipti Sam- vinnubankans keyptu miðað við 7,35% ávöxtunarkröfu. Morgunblaðið/KGA Birgir Isleifur Seðlabankastjóri BIRGIR ísleifur Gunnarsson tók í gær við starfi Seðlabanka- stjóra , en aðrir bankastjórar Seðlabankans eru Jóhannes Nordal __ og Tómas Árnason. Birgir Isleifur var um árabil borgarstjóri í Reykjavík. Hann sat á Alþingi fyrir Sjálfstæðis- flokkinn í Reykjavík frá 1979 og var um skeið menntamála- ráðherra. Jóhannes Nordal og Tómas Árnason, Seðlabankastjórar, buðu Birgi ísleif velkominn til starfa. Myndin var tekin af bankastjórun- um þremur í Seðlabankanum í gær. Bankaráð Landsbankans: Lúðvík og Krístinn sættu sig við 1% vaxtahækkun Greiddu atkvæði gegn 1,5% hækkun útlánsvaxta LÚÐVÍK Jósepsson og Kristinn Finnbogason, fulltrúar Alþýðubanda- lags og Framsóknarflokks í bankaráði Landsbankans, voru tilbúnir að samþykkja 1% hækkun útlánsvaxta um mánaðarmótin. Þeir greiddu síðan atkvæði á bankaráðsfundi 30. janúar gegn tillögu bankasljórnar um 1,5% vaxtahækkun. Sú tillaga var samþykkt með atkvæðum Eyj- ólfs K. Siguijónssonar formanns bankaráðsins og fulltrúa Alþýðu- flokksins, Friðriks Sophussonar fulltrúa Sjálfstæðisflokks og Kristínar Sigurðardóttur.fulltrúa Kvennalistans. •- Eyjólfur K. Siguijðnsson sagði við Morgunblaðið, að bankastjórar Landsbankans hefðu lagt til fyrir hálfum mánuði, að útlánsvextir hækkuðu nú um 1,5%, enda sé reikn- að með að núverandi vextir geti stað- ið óbreyttir vel fram á þetta ár. Ella hefði frekari vaxtahækkun þurft að koma fljótlega vegna þess að láns- kjaravísitala sé nú hærri en síðustu mánuði-síðasta árs. Lúðvík Jósepsson hefur sent frá sér greinargerð, þar sem hann gagn- rýnir harðiega það vaxtaokur, sem hann segir eiga sér stað hjá Lands- bankanum. Bendir hann m.a. á, að rekstrarleg afkoma Landsbankans hafi verið betri á árinu 1990 en um langt árabil áður. Segist Lúðvík eiga þar við tekjur og gjöld en meirihátt- Þormóður rammi: Skrifstofusij ór anum sagt upp störfum án fyrirvara ar útlánatöp og afföll verði að skoð- ast sérstaklega. Lúðvík vitnar síðan í greinargerð í Vísbendingu, þar sem segir að raunvextir óverðtryggðra skulda- bréfa hafi verið 9,3% að meðaltali á síðasta ári, 1,3% hærri en ársvextir vísitölubundinna lána, og segir því gersamlega tilefnislausan fyrirslátt að halda því fram að nauðsynlegt sé nú að hækka vexti af óVerð- tryggðum lánum tíl samræmis við vexti verðtryggra lána. Eyjólfur K. Siguijónsson sagði að ekki væru komar endanlegar niður- stöður um afkomu Landsbankans, heldur bráðabirgðatölur þar sem ætti eftir að taka ýmislegt með í reikninginn, svo sem skatta, lífeyris- skuldbindingar, og töpuð útlán. Það væri misskilningur að hægt sé að skilja þama á milli þegar meta eigi afkomu bankans. Aðspurður um þörf bankans til að hækka óvertryggða vexti, vísaði Eyjólfur í bréf frá Seðlabankanum, dagsett 29. janúar, sem legið hefði fyrir bankaráðssfundinum 30. jan- úar. Bréfið hefði verið undirritað af seðlabankaastjórunum Jóhannesi Nordal og Tómasi Árnasyni, og þar hefði þeirri skoðun verið lýst að Landsbankinn þyrfti að hækka út- lánsvexti óverðtryggra lána um 1-1,5% til að ná jafnvægi milli verð- og óverðtryggðra útlána. Ennfremur hefði Seðlabankinn talið æskilegt að . kjörvextir bankans yrðu lækkaðir, og við því hefði verið orðið. Lúðvík Jósepsson gagnrýnir einn- ig í greinargerð sinni mikinn vaxta- mun bankans, sem sé að meðaltali 8,4-8,7%. Eyjólfur sagði um þetta, að Lúðvík miðaði þarna aðeins við hluta útlánanna, en þegar miðað sé við heildarútlánin, svo sem inneignir í Seðlabankanum og erlend lán, þá sé vaxtamunurinn um 5%. Sjá greinargerð Lúðvíks Jós- epssonar bls. 14. RUNÓLFI Birgissyni, skrifstofustjóra hjá Þormóði ramma á Siglu- firði, var í gær sagt upp störfum. Runólfur sagði í samtali við Morg- unblaðið að sér hefði borist uppsagnarbréf sl. fimmtudag og var óskað eftir því að hann ynni ekki út lögbundinn uppsagnarfrest. Engar ástæður voru gefnar fyrir uppsögninni, að sögn Runólfs. Miklar deilur hafa verið um sölu á hlut ríkisins í fiskvinnslufyrirtæk- inu Þormóði ramma. Runólfur sem hefur unnið í sjö ár hjá fyrirtækinu var einn úr hópi heimamanna á Siglufirði sem gerðu tilboð í hlut ríkisins, en auk þeirra buðu í fyrir- tækið Ólafur Marteinsson fram- kvæmdastjóri rækjuvinnslunnar Drafnars og Róbert Guðfinnsson, framkvæmdastjóri Egilssíldar. Þeir eignuðust síðan hlut ríkisins í Þor- móði ramma og Róbert gegnir nú framkvæmdastjórastöðu þar. „Ólafur Marteinsson afhenti mér uppsagnarbréfið en engar ástæður eru gefnar fyrir uppsögninni," sagði Runólfur. Hann kveðst hafa skrifað forsvarsmönnum fyrirtækisins bréf og óskað eftir skýringum varðandi uppsögnina. „Mér finnst ekki eðli- legt að menn fái ekki að vinna út uppsagnarfrestinn, það er eins og það sé eitthvað að. Ég hef unnið hérna í sjö ár og ég held að ég hafi unnið af trúmennsku þennan tíma. Það sem málið snýst um er að þeir eru í vondu máli og eru að vinna skemmdarverk á Þormóði ramma. Þeir eru sjálfir með tvö fyrirtæki sem þeir eru að sameina Þormóði ramma, smáfyrirtæki hér sem eru peningalega illa stödd og á að fara meta ofurverði inn í Þor- móð ramma. Það er talað um að salan á Þormóði ramma sé hneyksli. Hún er ekkert hneyksli miðað við sameiningu þessara fyrirtækja. Vinnubrögðin eru öll forkastanleg í þessu máli og ég vildi ekki sjálfur starfa við þetta. Ég veit ekki hvaða trúnaðarbrest getur verið um að ræða, ég hef aðeins sagt sannleik- ann. Ég hef verið forsvarsmaður fyrirtækisins í sambandi við pen- ingamál og ég hef getað leyft mér að gefa upplýsingar úr reikningum fyrirtækisins og get ekki séð að það hafi breyst neitt við söluna. Þeir reikningar hafa alltaf verið opnir og ég hef ekki gefið neinar upplýs- ingar sem ekki standast. Þarna er bara verið að losa sig við óæskileg- an mann. Ætli maður verði ekki að forða sér úr bænum,“ sagði Runólfur. Róbert Guðfinnsson, fram- kvæmdastjóri Þormóðs ramma, sagði að í kjölfar þessa máls hefði myndast svo djúp gjá á milli manna að ekki hafi verið ljóst hvernig eigi að brúa hana. „Menn ná ekki sam- an og það þýðir að einhverjir verða að víkja og í þessu tilfelli lá það fyrir að það yrði Runólfur Birgis- son,“ sagði Róbert. Hann sagði að gagnrýni Runólfs á sameiningu Drafnars og Egilssíldar og Þormóðs ramma vera yfirklór hjá örvænting- arfullum manni. „Jafnvel Ríkisend- urskoðun segir að þetta séu lítil og góð fyrirtæki og það þýðir ekki mikið að taka mark á mönnum í þessum ham,“ sagði Róbert. Félagsmálaráðherra um vanda Húsnæðisstofnunar: Skoðað hvort og hvem- ig ríkissjóður aðstoði Nýr flokkur húsbréfa ákveðinn 1 gær JÓHANNA Sigurðardóttir félagsmálaráðherra sagði í samtali við Morg- unblaðið í gær, að til skoðunar væri hvort og með hvaða hætti ríkis- sjóður kæmi til aðstoðar vegna vanda Byggingarsjóðs ríkisins. Hún gaf í gær út reglugerð um útgáfu nýs húsbréfaflokks að upphæð 5 milljarð- Jóhanna sagði að vandamál Bygg- ingarsjóðsins muni leysast og að lán verði greidd út samkvæmt lánslof- orðum. Hún sagði að á undanförnum dögum hafi verið unnið að samhing- um við lífeyrissjóðina um flýtingu skuldabréfakaupa af Húsnæðisstofn- un og að viðbrögð sjóðanna hefðu yfirleitt verið jákvæð. Þó gætu liðið ein til tvær vikur þar til endanleg svör þeirra bærust, þar sem stjórnir þeirra þyrftu að fjalla um slíkar ákvarðanir. Jóhanna sagði það rangt, sem Ólafur Ragnar Grímsson fjármála- ráðherra hefur haldið fram að Hús- næðisstofnun og félagsmálaráðu- neyti hafi ekki unnið verkefni sín að þessum samningum. Fjármálaráð- herra mætti vita að slíkir samningar taki tíma, þar sem hann hafi sjálfur átt þátt í hliðstæðri samningagerð. Ákveðið var á ríkisstjórnarfundi í gær, að gefa út 1. flokk húsbréfa 1991, að upphæð 5 milljarðar króna. Ráðherra gekk frá reglugerð þar að lútandi síðdegis. Bréfin bera 6% vexti eins og síðasti flokkur. Jóhanna sagði ennfremur að vandi Húsnæðisstofnunar væri tímabund- inn og fyrst og fremst um að ræða tilfærslu innan ársins, þar sem út- greiðslum lána samkvæmt lánslof- orðum ljúki 1. september. Sjá grein á bls 21.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.