Morgunblaðið - 02.02.1991, Blaðsíða 24

Morgunblaðið - 02.02.1991, Blaðsíða 24
MORÖukBLÁÍÐIÐ LAUGARDAGUR 2. FEBRÚAR 1991 24 Reuter Hert öryggiseftirlit í Prag Tveir hermenn tékkneska innanríkisráðuneytisins fylgjast með sendiráði Bandaríkjanna í Prag í gær þegar öryggiseftirlit var hert í borginni vegna hugsanlegra hiyðjuverka. Hermenn eru einnig við sendiráð Bretlands, Frakklands og Israels í borginni. Quayle útilokar ekki beitingu kjamorkuvopna Segir að ekki standi til að verðlauna Saddam með ráð- stefnu um málefni Austurlanda nær London. Reuter. DAN Quayle, varaforseti Banda- ríkjanna, sagðist í gær búast við því að Saddam Hussein beitti efnavopnum einhvern tíma í Persaflóastríðinu. Hann sagði að ef það yrði myndu bandamenn svara fyrir sig með „með yfir- þyrmandi“ hætti. Hann útilokaði ekki beitingu kjarnorkuvopna. Quayle átti viðræður við Tom King, varnarmálaráðherra Bret- lands, í gær. Áður átti breska út- varpið BBC við hann viðtal. Quayle var spurður hvort hann teldi að að Saddam myndi beita efnavopnum. „Ef til vill mun hann gera það. Hann hefur notað þau áður. Hann hefur sagt að hann muni nota þau.“ Quayle sagði að Saddam gæti hlað- ið hefðbundin stórskotaliðsvopn eit- urhleðslum. „Við teljum að einhvern tíma þegar honum finnst það henta muni hann nota efnavopnin,“ sagði Quayle. Hann vildi ekki útiloka að svarað yrði með kjarnorkuvopnum en gaf til kynna að gríðarlega þung sókn með hefðbundnum vopnum væri líklegri. „Ef Saddam beitir í raun efnavopnum ... þá er eitt úr- ræðið að bera hann ofurliði með hefðbundnum vopnum og ekki kjarnorkuvopnum," sagði Quayle. „En ég ætla ekki að útiloka neina möguleika að svo stöddu.“ Quayle sagðist telja að stríðið gegn Irak tæki nokkrar vikur eða mánuði en ekki ár. Hann neitaði því að markmið Bandaríkjamanna væri að steypa Saddam. Quayle Reuter John Major forsætisráðherra Bretlands og Dan Quayle varaforseti Bandaríkjanna ræddust við í London í fyrradag. sagði að vissulega yrði tímabilið eftir að stríðinu lyki erfiðara viður- eignar ef Saddam yrði áfram við völd en markmiðið væri samt fyrst og fremst að hrekja hann frá Kú- veit. Þegar hann var spurður hvort hann teldi ráðstefnu um málefni Austurlanda nær koma til greina eftir stríðið til að ræða vandamál Palestínumanna sagðist hann telja að slíkt væri vilji Saddams og ekki stæði til að verðlauna hann. Þó útilokaði hann ekki slíka ráðstefnu með öllu. Quayle sagði við fréttamenn eftir viðræður við Tom King að banda- mönnum lægi ekkert á að heij'a landhernað gegn Irökum. Árás Ir- aka á Khafji breytti engu þar um. „Hernaðaráætlunin nú er að halda lofthernaði áfram, halda áfram að skjóta á hernaðarleg skotmörk og ég held ég megi segja að fram til þessa hafi þessi áætlun borið árang- ur.“ King tók undir þetta og sagði að herforingjarnir yrðu að fá að velja þann tíma sem landhernaður- inn ætti að byija á og ekki ætti að þrýsta á þá um að byija áður en þeir væru tilbúnir. Innrás bandamanna í Kúveit talin óhjákvæmileg: Vandlega skipulögð aðgerð sem reynast mun áhættusöm Lundúnurn. The Daily Telegraph. LOFTÁRÁSIR bandamanna í upphafi Persaflóastyijaldarinnar voru snöggar og þungar og virðast hafa komið írökum í opna skjöldu. Sömu aðferð verður vafalítið beitt á næsta stigi átakanna, innrás bandamanna í Kúveit, sem flestir virðast nú telja óhjákvæmilega. Fremstir í flokki verða sveitir bandarískra landgönguliða sem nú eru í viðbragðsstöðu á Persaflóa og bíða þess að ráðast gegn innrás- arliði íraka í Kúveit. Innrás af hafi er alltaf sérlega hættuleg hern- aðaraðgerð líkt og sagan sýnir og gera má ráð fyrir öflugri mót- spymu Iraka sem undirbúið hafa varnir sínar vandlega undanfarna fimm mánuði. Herstjóm bandamanna í Saudi- Arabíu hefur varist allra fregna af viðbúnaði innrásarliðsins og sama gildir raunar einnig um að- gerðir flotans á Persaflóa. Ekki liggur fyrir hversu mörgum innrás- arprömmum og -skipum banda- menn hafa yfir að ráða en fyrir liggur að á þessu stigi styijaldar- innar verður, líkt og á hinum fyrri, beitt nýjum búnaði. Þannig var nýjasta svifnökkva Bandaríkja- flota, USS Tortuga stefnttil „leyni- legs ákvörðunarstaðar" strax í des- embermánuði, skömmu eftir að honum hafði verið hleypt af stokk- unum. Brotist gegnum varnarlínu Iraka Alls eru um 65.000 bandarískir landgönguliðar á átakasvæðinu. Flestir eru þeir á landi, við landa- mæri Kúveit og Saudi-Arabíu og. hafa raunar þegar átt í bardögum við íraska innrásarliðið eins og fram hefur komið. Hlutverk þessa liðsafla, sem telur um 45.000 menn og ræður yfír fullkomnum skrið- drekum af gerðinni M-60, verður að bijótast í gegnum vamarlínu íraka við landamærin. Þegar þeim áfanga er náð mun liðið halda til norðurs meðfram ströndinni og ná saman við innrásarliðið sem þá ætti að hafa náð einhverri fótfestu. Á Persaflóa eru nú a.m.k. 'tíu stór liðsflutningaskip ásamt til- heyrandi verndar- og birgðaskip- um. Bretar hafa lagt til nokkrar freigátur og loftvamaskip auk liðs- ’ flutningaskipanna Sir Galhad og Sir Percivale. Að auki eru þar einn- ig til taks a.m.k. fimm breskir tundurduflaslæðarar, sem gegna munu mikilvægi hlutverki þegar innrásinní í Kúveit verður hrundið af stað. Hvert liðsflutningaskip Bandaríkjamanna, sem em af gerð- inni Tarawa-3, ber um 1.700 menn auk skriðdreka vopna og land- göngupramma. Á dekkinu eru einnig þyrlur af gerðinni Sea Stalli- on og Harrier-orrustuþotur. Nýj- ustu skipin, sem eru af gerðinni Whidbey Island, geta borið svif- nökkva, sem ná allt að 40 hnúta hraða, með stóran skriðdreka inn- anborðs. Sagt er að nökkvar þessir geti komist óskadaðir yfír jarð- sprengjusvæði. Loft- og stórskotaliðsárásir Innrásin mun vafalítið hefjast með stórfelldum árásum banda- rískra herskipa á strönd Kúveit. Herskipin geta skotið 16 þumlunga iil Reuter* Bandarískir landgönguliðar við æfingar nærri landamærum Kú- veit og Saudi-Arabíu. hleðslum, sem hver um sig er álíka þung og smábifreið. Bandaríkja- menn ráða einnig yfir sprengju- hleðslum, sem springa í lofti og dreifa smærri hleðslum yfir stöðvar óvinarins. Árásarþyrlur og Harrier-orrustuþotur munu síðan gera loftárásir á stórskotaliðssveit- ir, niðurgrafna skriðdreka og stjómstöðvar óvinarins. Yfirhershöfðingi landgöngu- sveitanna, Walter Boomer, hefur vafalítið þegar ákveðið hvar á ströndinni fyrstu sveitimar halda í land. Hann mun einkum hafa í huga svæði þar sem er dýpi er hæfilegt fyrir innrásarprammana og sandurinn nægilega þéttur fyrir bryndrekana. Hann hefur vafalítið einnig leitað að stöðum þar sem flatlendi tekur við af ströndinni til að innrásarliðið geti sem fyrst náð saman við þann hluta heraflans sem kemur frá Saudi-Arabíu. Um þetta er írösku herforingjunum vitaskuld fullkunnugt þannig að líklegt má heita að ýmsum blekk- ingum verði beitt áður en sjálf inn- rásin hefst til að unnt verði að koma írökum á óvart. Megináherslan verður lögð á að koma innrásarliðinu sem fyrst af sjálfri ströndinni og það versta sem gerst getur, frá sjónarhóli banda- manna, er að fyrstu innrásarsveit- irnar komist ekkert áleiðis sökum skothríðar herdeilda óvinarins. í tilfellum sem þessum gerir hefð- bundin herfræði ráð fyrir því að fyrstu hermennirnir hafi þegar hafið árás á landstöðvar óvinarins þegar næsta „bylgja" innrásarliðs- ins kemur að ströndinni. Þegar bandamenn gerðu innrásina í Nor- mandí á árum síðari heimsstyijald- innar tókst bresku hersveitunum einmitt þetta en Bandaríkjamenn lentu í erfíðleikum á ströndinni og urðu því fyrir miklu mannfalli þeg- ar á fyrstu stigum innrásarinnar. Samræmdur land- og lofthemaður Normann Schwarzkopf, yfir- maður herstjómar bandamanna, hefur að því er sagt er mótað áætl- un sem gerir ráð fyrr því að tíu þúsund landgönguliðar taki þátt í fyrstu innrásinni af hafi. Þeir munu aka í land á bryndrekum er nefn- ast Armtráck og koma sér fyrir á ströndinni. Þyrlur verða einnig not- aðar til að koma liðsafla í land á bak við varnarlínu íraka. Þessi hluti liðsaflans verður fremur létt vopn- aður en honum er ætlað að greiða fyrir næsta stigi innrásarinnar þeg- ar þess verður freistað að koma þungum bryndrekum á land og heraflanum stefnt í átt til Kúveit- borgar. Á sama tíma verða stór- skotaliðsvopn og skotfæri flutt í land með stórum þyrlum. Tomcat- orustuþotur munu síðan veija inn- rásarliðið gegn árásum úr lofti auk þess sem þeim verður ætlað að koma í veg fyrir að íraski flugher- inn geti beitt Exocet-flugskeytum gegn herskipum á flóanum. Ólík- legt er talið að íraski flugherinn komist í skotfæri við herskipin en menn hafa hins vegar af því nokkr- ar áhyggjur að strandvamarsveitir íraka nái að halda uppi eldflauga- árásum og geti einnig beitt Exocet-flaugum sem breytt hefur verið og skotið er af vörubílspalli. Fjölmargar íraskar herdeildir eru nú í viðbragðsstöðu við strönd Kúveit og bíða innrásarinnar. Þótt talsmenn herstjórnar bandamanna hafi margoft sagt að árásin verði ekki hafin fyrr en tekist hafi að greiða landher íraka mörg högg og þung með loftárásum eru flestir þeirrar skoðunar að Kúveit verði ekki frelsað úr klóm Saddams Hus- seins nema með mannskæðum landbardögum. Sérfræðingar spá því að varnarsveitir íraka við strönd Kúveit verði fremur auðveld bráð en engu að síður er ljóst að bandarísku landgönguliðarnir munu taka á sig þyngstu höggin á fyrstu klukkustundum innrásarinn- ar.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.