Morgunblaðið - 02.02.1991, Blaðsíða 37
IBNBIMHMMIMNMMM
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 2. FEBRUAR 1991
37
*
Bjarni M. Olafsson,
Skálakoti - Minning
Fæddur 26. febrúar 1914
Dáinn 23. janúar 1991
Við, systkinin frá Ásólfsskála,
eigum margs að minnast frá
bernsku, góðu minningarnar eru
okkur sérlega hugleiknar og eru
margar þeirra tengdar afa okkar,
Bjarna Marinó Ólafssyni, sem nú
er genginn á vit feðra sinna. Ein
af fyrstu minningunum um afa þar
sem hann situr með okkur í fang-
inu, syngjandi og trallandi, er ljós-
lifandi í hugum okkar. Seinna, og
við þá orðin örlítið stærri, dansaði
hann við okkur til skrækja og
skríkis. Afi var söngmaður mikill,
ekki leið sá dagur til enda að ekki
raulaði hann vers eða söng, jafnvel
hástöfum. Ætlíð þótti okkur gaman
hjá afa og ömmu og stundum svo
að við tókum á það ráð að hringja
til foreldra okkar og biðja um leyfi
til að gista hjá þeim, ef undirtektir
voru dræmar þá var jafnan borið
við myrkfælni eða einhveiju álíka.
Þetta gekk yfirleitt upp. Það var
afskaplega þægilegt að lúlla uppi í
hjónarúmi hjá afa og ömmu, ef við
vorum þeim mun fleiri þá var fiat-
sæng gerð við hliðina á rúminu.
Aldrei sofnuðum við þó fyrr en far-
ið hafði verið með bænir og faðir-
vorið öll saman í kór.
Afi hélt fé á tveimur húsum,
annað þeirra er við Skálakot en
hitt vestur af Ásólfsskála, þegar
afi fór að gefa í því húsi kom hann
gjarnan við heima og þáði kaffi-
bolla, þegar hann síðan hélt af stað
að nýju, vildum við oft ólm ganga
með til kinda. Þótti okkur sérstak-
lega gaman þegar að Miðskálaá var
komið, en hún var of djúp fyrir stutt
stígvéi okkar barnanna, svo afi tók
okkur þá á hestbak yfir og þá var
gaman að lifa. Afi mundi tímana
tvenna og hélt hann við gamlar
venjur og siði. Ekki ber þó að skilja
þetta þannig að hann hafi verið
tregur til að taka tæknina í sína
þjónustu, síður en svo. Trúrækni
vár afa í blóð borin, á sunnudögum
var hvíldardagurinn í heiðri hafður
og var honum til dæmis óljúft að
slá túnin á sunnudögum.
Árið 1983 var örlagaár í lífi afa,
en þá fékk hann hjartaáfall, þrátt
fyrir áfallið náði hann sér að fullu
á nýjan leik og kenndi hann sér
ekki meins þar til kallið kom.
Árið 1985 fluttu afi og amma á
Hvolsvöll og tók eitt okkar systkin-
anna við búi á Skálakoti. Var það
nú samt ekki eins og afi væri hætt-
ur búskap því hann fylgdist vel með
öllu sem að búskapnum sneri. Ekki
leið á löngu, eftir að afi og amma
voru komin á Hvolsvöll, að afi fékk
sér 5 ær til að sjá um, var ekki
sparað fóðrið i skjáturnar á þeim
bænum. Nákvæmlega var blandað
graskögglum og öðru fóðri ofaní
skepnurnar. Annríki um sauðburð-
inn var mikið og urðu vökunæturn-
ar oft langar.
Alltaf þegar maður kíkti inn í
kaffi hvort sem það vat' í Skálakoti
eða á Hvolsvegi 13 kom glaðvært
andlit hans á móti og sagði „hahæ,
nei eruð þetta þið já, komið þið nú
sæl“. Svona gæti maður lengi hald-
ið áfram. Viljum við þakka elsku
afa okkar allar samverustundirnat'
sem við fengum að njóta í lífi okk-
ar og biðjum við guð að taka vel á
móti honum. Einnig viljum við votta
elsku ömmu okkar, Katrínu Mörtu
Magnúsdóttur, okkar innilegustu
samúð og biðjum við guð um að
blessa hana í komandi framtíð.
Guðmundur Jón og fjölsk.,
Katrín Birna og fjölsk.,
Sigríður og fjölsk., Einar
Viðar Viðarsson
NIÐÖRHENGD LOFT
CMC kerti fyrir niðurhengd loft, er ur
qalvaniseruöum malmi og eldþolið.
CMC kerfl er auðvelt i uppsetningu
og mjög sterkt.
CMC kerfi er fest með stillanlcgum
upphengjum sem þola allt að
50 kg þunga.
CMC kerfi fæst i mörgum gerðum bæði
sýniiegt og falið og verðið er
ótrúlega lágt.
CMC kerfi er serstaklega hannad Hrirtgið eftir
fyrir loftplotur frá Armstrong frekari upplysmgum
Einhaumboð á !■
Þ. ÞORGRIMSSON & CO
Armúla 29 - Reykavík - sími 38640
Námskeiö og leshringar
um andleg mál og heimspeki
Vidfangsefnid er þróunarheimspeki og sálarheimspeki.
Þeirri reglu er fylgt aö lesa ekki tvœr bcekur samfellt eftir
sama hófund.
Byryaö veröur á bókinni
BRÉF UM DULFRÆÐILEGA HUGLEIÐIIMGU efiir Alice
A. Bailey og tíbetska ábótann Djwhal Khul.
Þátttökugjald er kr. 1.500,- á mánuöi.
Upplýsingar í síma 91-79763.
Samtök áhugamanna um heimspeki.
Bjarni M. Ólafsson, fyrrum bóndi
að Skálakoti undir Eyjafjöllum, dó
23. janúar sl. tæpra 77 ára gam-
all. Bjarni varð fyrir alvarlegu
hjartaáfalli fyrir 9 árum en virtist
ná sér nokkuð vel, en banamein
hans varð þó sama eðlis.
Bjarni fæddist 26. febrúar 1914
og var uppalinn í Skálakoti. Hann
var sonur hjónanna Ólafs Eiríksson-
ar og Guðrúnar Nikólínu Snorra-
dóttur. Ólafur var af skaftfellskum
ættum, alinn upp í Drangshlíð und-
ir Eyjaijöllum, en Guðrún var frá
Skálakoti. Systkini Bjarna voru sex,
tveir bræður og fjórkr systur og var
Bjarni elstur þeirra. Bjarni kvæntist
Katrínu Mörtu Magnúsdóttur frá
Steinum og hófu þau búskap í
Skálakoti 1942 og bjuggu þar, þar
til þau brugðu búi 1985 og fluttust
þá að Hvolsvelli. Bjarni og Katrín
eignuðustu fjögur mannvænleg
börn, en þau eru: Magnús, rafvirki
á Hvolsvelli, Rúna, húsmþðir í
Reykjavík, yiðar, bóndi að Ásólfs-
skála, og Ólafur Líndal, bóndi að
Stóru-Hildisey.
Það var mikill fengur og mikið
lán fyrir mig og alla rnína ijölskyldu
að verða þess aðnjótandi að kynn-
ast þessum sæmdarhjónum og
þeirra fjölskyldu allri. Kynnin hóf-
ust þegar þijú barna okkar, hvert
á eftir öðru, voru sumarlangt að
Skálakoti og að Ásólfsskála. Ollum
var þeim sýnd einstök nærgætni
og alltaf fengu þau að vera með í
öllu því, sem búskapurinn krafðist,
bæði til starfs og leiks.
Bjarni var mikill gleðimaður,
söngelskur og fróður. Hann var létt-
ur í spori og léttur í lund. Hann
gekk mikið um sína landareign og
alltaf var jafn gaman að hitta hann
til skrafs og ráðagerða og til að
fræðast af honum.
Nú er Bjarni allur. Öll mín fjöl-
skylda saknar hins ágæta drengs
og við biðjum algóðan Guð að blessa
Katrínu og alla hennar fjölskyldu
og þökkum að við urðurn þess að-
njótandi að eignast þau sem vini.
Viggó E. Maack og fjölskylda
•'.! 5 jjV ~ fj,
C
" - _ ..........................•.
WSIÍmlllÍlí
Hvort sem þú ætlar í kjölfar Kríunnar eða bara sigla í sumarfríinu, sýndu
fyrirhyggju og lærðu að sigla.
í Siglingaskólanum er nú byrjað að bóka á skútusiglinganámskeið
sumarsinssemerufyrirfullorðiðfólk. Námskeiðin hefjastum miðjan maí
1991 og eru bæði fyrir byrjendur og lengra.komna. Hægt er að velja
dagnámskeið eða kvöld- og helgarnámskeið.
DAGNÁMSKEIÐ: Mánudag til föstudags kl. 08.00-16.00.40 stundir alls.
KVÖLDNÁMSKEIÐ: Mánudag til föstudags kl. 18.00-20.00 og laugardag og
sunnudag kl. 08.00-18.00.40 stundir alls.
SIGLINGASVÆÐI:
Sundin við Reykjavík og Kollafjörður. Nágrannabæir
heimsóttir
VERÐ:
Dagnámskeið: kr. 20.000
Kvöld- og helgarnámskeið: kr. 22.000
Hjónaafsláttur15%
Staðfestingargjald: Við bókun barf
að greiða 25% námskeiðsgjalds.
Upplýsingar í síma 91-68 98 85 og 51092.
Hringið og fáið sent upplýsingarit um verklegt nám í skólanum og bóklegt,
bæði til 50 tonna prófs og úthafssiglinga.
SICLINCASKÓUNN
medlimur í Alþjóðasambandi siglingaskóla, ISSA.
0PNAÐIDAG
★ Leikfimiföt 990 kr. ★ Nærbuxur 3 stk. 590 kr. ★ Handklæði 350 kr.
★ Krumpugallar 3.900 kr. ★ Herra-Zdömupeysur 1.990 kr.
MARKAÐSHÚSIÐ, Snorrabraut 56 (2. hæð), 16131