Morgunblaðið - 02.02.1991, Blaðsíða 13

Morgunblaðið - 02.02.1991, Blaðsíða 13
MÖlGllNÖiaSlÐ' iSÖÖARDÁGÍJk 27kEÖKÖÁR • lWÍ 13 Hlutverk Nor- ræna hússíns Svar við grein Braga Asgeirsson- ar í Mbl. 30.jan. eftír Lars-Ake Engblom Ég vil byrja á því að þakka fyrir umfjöllun þína um sýninguna Franska byltingin í myndum og ábendingar um það, sem þér þykir betur mega fara. Jan Myrdal og kona hans, Gun Kessle, bæði þekkt- ir sænskir rithöfundar og hún auk þess myndlistarmaður, settu sýn- inguna saman. Þau hafá lengi haft áhuga á þætti mynda í sögutúlkun. Með þessari sýningu vilja þau vekja athygli á myndum úr frönsku bylt- ingunni eftir hinn merka myndlist- armann Jean-Louis Prieur. Athygl- isverð sýning sem hefur vakið mikla athygli í Svíþjóð. Þess vegna þótti okkur fengur í að fá hana hingað til lands. Hér eru það einkum myndirnar sem tala máli sínu, sýningin er byggð kringum þær. En textinn er að sjálfsögðu einnig mikilvægur. Þú gerir athugasemd við það, að hann skuli eingöngu vera á sænsku, en ekki einnig á íslensku og nefnir að Svíar myndu tæpast fagna ís- lenskri sýningu um svipað efni, sem sett væri upp í Menningarhúsinu í Stokkhólmi og þar sem textar væru eingöngu á íslensku. Hér get ég ekki verið þér sam- mála. Þetta tvennt er ekki sambæri- legt. Norræna húsið hefur öðru hlutverki að gegna en Menningar- húsið í Stokkhólmi. Hlutverk þess er m.a. að styrkja stöðu norrænna mála, annarra en íslensku, á ís- landi. Mikill hluti þeirra dagskrárat- riða sem fram fara í Norræna hús- inu, eru flutt á dönsku, norsku eða sænsku. í bókasafninu eru bækur á öllum Norðurlandamálum, en að- eins örlítið brot á íslensku. Flest dagblöðin koma frá frændþjóðum okkar o.s.frv. Sama máli gegnir stundum um sýningar, að texti þeirra er ekki þýddur á íslensku. Nú stendur yfir finnsk sýning um arkitektúr í sýningarsal hússins og er texti þeirrar sýningar á norsku, því sýningin var upphaflega sett upp í Osló. I tengslum við þá sýningu var efnt til málþings um arkitektúr og fór það fram aðallega á dönsku og sænsku. Segja má að æskilegt sé að gera útdrátt á ís- lensku til að fylgja sýningum, þegar textar eru ekki þýddir á íslensku, og er það oft gert. Um síðustu heigi stóð Norræna húsið fyrir heimsókn íslensks leik- hóps til Svíþjóðar og Danmerkur. Þar voru á ferðinni þau Ása Hlín Svavarsdóttir, Edda Heiðrún Back- man, Egill Ólafsson og Jóhann Sig- urðarson. Þau fluttu kabarett um stríðsárin á íslandi, dagskrá sem flutt var í Norræna húsinu í maí sl. Dagskráin var að sjálfsögðu flutt á íslensku. Áhorfendur voru að vísu flestir íslendingar, en einnig margir Svíar og Danir. Norræna húsið hafði einnig komið því í kring að hópurinn kæmi fram í einum vin- Lars-Áke Engblom „Einn mikilvægasti þátturinn í starfsemi Norræna hússins eru einmitt tungumálin. Og á þá hvort tveggja við, að styrkja stöðu ann- arra norrænna mála á íslandi og að vekja áhuga á íslenskri tungu annars staðar á Norð- urlöndum.“ sælasta sjónvarpsþætti í sænska sjónvarpinu, sem nefnist Góðan dag, Svíþjóð (Go morron, Sverige) og er sendur í beinni útsendingu kl. 8 á laugardagsmorgnum. Komu fjórmenningarnir þar fram í beinni útsendingu og sungu þijú lög á ís- lensku og án sænsks skýringartexta fyrir u.þ.b. eina milljóna sænskra áhorfenda. Einn mikilvægasti þátturinn í starfsemi Norræna hússins eru ein- mitt tungumálin. Og á þá hvort tveggja við, að styrkja stöðu ann- arra norrænna mála á íslandi og að vekja áhuga á íslenskri tungu annars staðar á Norðurlöndum. Fyrra þættinum má segja að við sinnum í öllu daglegu starfi sem fram fer í húsinu. Hinum síðari er sinnt með ýmsu móti og má þar nefna íslenskunámskeið fyrir Norð- urlandabúa sem haldið var sl. sum- ar og verða tvö slík námskeið næsta sumar. Auk þess var haldið nám- skeið í íslensku nú í vetur sem var sérstaklega ætlað starfsmönnum norrænu sendiráðanna á íslandi. Næsta haust verður einnig stofnuð ný staða við húsið, staða tungu- málaráðunautar, sem á að vera kennurum sem kenna Norðurlanda- . málin í skólum landsins til aðstoðar. Ég þakka þér aftur fyrir ábend- inguna. Hún gaf okkur tækifæri til að koma að upplýsingum um hlut- verk Norræna hússins í norrænu tungumálasamstarfi. Höfundur erforstjóri Norræna hússins. ÞROSTUR OLAFSSON hefur áfjölbreyttum starfsferli og meðframlagi sínu til þjóðmálaumræðunnar áunnið sér mikið traust og álit langt útfyrir raðir pólitískra samherja. Við undirrituð berum mikið traust til Þrastar og teljum að á Alþingi íslendinga muni kraftar hans og þekking nýtast þjóðinni vel. Hörður Zóphaníasson skólastjóri, Ásgeir Jóhannesson stjórnarformaður KRON forstjóri, í stjóm KRON V Guðmundur J. Guðmundsson Davíð Scheving Thorsteinsson formaður Dagsbrúnar forstjóri Smjörlíki-Sól hf. Halldór Bjömsson Óli Kr. Sigurðsson varaformaður Dagsbrúnar forstjóri OLÍS hf. Leifur Guðjónsson Víglundur Þorsteinsson í stjórn Dagsbrúnar formaður Félags íslenskra iðnrekenda Ragna Bergmann Ámi Kr. Einarsson formaður Verkakvennafélagsins Framsóknar framkvæmdastjóri Máls og menningar Örlygur Geirsson skrifstofustjóri, Guðjón B. Ólafsson fyrrv. varaformaður BSRB forstjóri Sambands íslenskra Samvinnufélaga Hildur Kjartansdóttir varaformaður Iðju, Þórður Sigurðsson félags verksmiðjufólks verslunarstjóri Miklagarði Lára V. Júlíusdóttir Sigurður E. Guðmundsson framkvæmdastjóri ASÍ framkvæmdastjóri Húsnæðisstofnunar ríkisins Bjami P. Magnússon sveitarstjóri, Magnús H. Magnússon fyrrverandi borgarfulltrúi fyrrverandi ráðherra Björgvin Guðmundsson Elías Kristjánsson framkvæmdastjóri, fyrrv. borgarfúlltrúi forstjóri KEMIS OPIÐ PRÓFKJÖR ALÞÝÐUFLOKKSINS í REYKJAVÍK 2.-3. FEBRÚAR 1991 Metsölublað á hverjum degi! BÓKAMARKAÐUR V Ö K U H E L G A F E L L S c 95 , C krónumjc SériUboð: Hittn merki jrœðimaður Sigurður Nonlal skrifar hér uintvo síórbrotna íslendinga og verk þeirra. Stephan G. Stephansson Venjulegt verð: 1.806.- Tilboðsverð: 495.- SnorriSturiuson Venjulegt verð: 1.806.- Tilboðsverð: * Pr SlgurSur Rordnl; SnorriSturhison Opið laugardag 10—16 og sunnudag 12—16. MargirtMar að seljast upp! HELGAFELL Siðumúla 6 * simi 688300

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.