Morgunblaðið - 02.02.1991, Blaðsíða 42

Morgunblaðið - 02.02.1991, Blaðsíða 42
81' ieet HAÚHH3'*! .2"H0OAQHAOUAJ ClIOAJaMUOIIOM 42 7“ MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 2. FEBRÚÁR 1991 fclk í fréttum BREYTINGAR Fargaði lokk- unum fyrir hlutverkið Það er ekki víst að allir beri kennsl á leikkonuna sem stendur við hlið Michaels Caine á meðfylgjandi mynd og er þetta þó ein þekktasta kvikmyndaleikkonan vestan hafs. Hún heitir Sigourney Weaver og aðalsmerki hennar hefur verið mikill og dökkur hárlubbi. Ein af helstu myndum Weaver var kvikmyndin Alien og síðan Ali- ens. Þegar ákveðið var að freista enn gæfunnar og gera Aliens 3 kom upp úr dúrnum að til að passa áfram 'j í hlutverkið varð Weaver nú að vera stuttklippt. Og eins og sönnum hermanni sæmdi, skoraðist hún ekki undan skyldunni og sjá má útkomuna á meðfylgjandi mynd sem tekin var í einhverri af ótal- mörgum móttökum eða hanastél- sveislum sem þetta fólk er að sögn meira og minna á kafi í ef ekki eru einhveijar upptökur í fullum gangi. Til þess var tekið, að þrátt fyrir að vel fari á með þeim Weaver og Caine, þá hafi þau ekki skilið við maka sína til að taka saman, "held- ur séu þau einfaldlega góðir vinir í algengustu merkingu þeirra orða. r Lokkarnir löngu eru horfnir ... FARANGUR 41 taska Eltons Johns langt frá metinu! Raven Symone, ásamt Bill Cosby og sjónvarpsföður sínum Joseph Phillips. En á innfelldu myndinni sést Bill Cosby ásamt Keshiu Knight Pulliam fyrir tíð Ravens Symone. Það hefur verið mikið að gera hjá Eltoii John, stórpopparan um, í seinni tíð. Hann hefur víða komið fram og sungið og spilað og síðasta breiðskífa hans, „The very best of Elton John“ sem hef- ur að geyma vinsælustu lög hans í gegnum árin, hefui; rokselst. Það kom því að því að Elton þyfti að taka sér gott frí og var afráðið að halda í tveggja mánaða slökun til Bandaríkjanna. Ferðinni var fyrst heitið til Flórída, síðan Be- verly Hills og Hollywood. Þetta væri ekki í sérstakar frásögur færandi nema vegna þess að Elton ferðast ekki eins og hver annar meðal-Jón. Elton John er ekki með eins eða tvær ferðatöskur og eina um öx- lina eins og flestir myndu láta sér duga. Nei, Elton hafði með sér 41 ferðatösku, allar stórar og rúm- góðar. Var svo frá sagt, að skipu- lagið hafi verið alveg hreint hundr- að prósent. Skyrtur í tveimur tösk- um, gleraugu í einni, buxur í tveimur, sundskýlur í tveimur og svo framvegis. Þyki fólki þetta eitthvað umtals- vert, sem það raunar er, má geta þess að þegar Elton John var á Heathrow að leggja í ’ann hitti hann vinkonu sína Joan Collins sem var að koma heim eftir þriggja vikna frí í Bandaríkjunum. Hún hafði meðferðis 26 stórar og rúm- góðar ferðatöskur, allar fullar og vel það. Það var og, þau Elton og Joan blikna hins vegar við hlið Söru Ferguson sem er talin eiga hið óopinbera met í þessari vafasömu samkeppni. Og haldiði ykkur nú: Þegar Fergie kom úr verslunar- leiðangri til New York árið 1989 var hún vægast sagt með dráps- klyfjar, 53 stórar ferðatöskur, all- ar fleytifullar af nýkeyptum vam- ingi! Manilow eða Sadick? HUGARFLUG Tvífari Manilows Söngvarinn flauelsmjúki Barry Manilow hef- ur boðið tvífara sínum, sölu manninum Russ Sadick í Kaliforníu, hundruð þúsunda ef tvífarinn fallist á að fara í skurðaðgerð og breyti andliti sínu! Manilow vill að nefi Sadicks verði gerbreytt en Sadick hefur af því miklar tekjur að herma eftir Manilow. Hann gefur eiginhandaráritanir í nafni goðsins og hreyfír varirnar á myndböndum í takt við tón- list Manilows. Og svo líkir eru þeir, að hala- rófa aðdáenda fylgir Sadick hvert fótmál, þetta hefur farið í taugarnar á Manilow, en Sadick segist hafa orðið forviða er hann hafði spurnir af því hvað hann þurfti til að vinna að hljóta fúlguna. Fyrst hélt hann að Manilow væri að kaupa sig til að láta af eftirhermum, en þegar goðið hefði krafist þess að hann breytti nefi sínu með skurðaðgerð hafi hann orðið reiður og hafnað boðinu. Elton John og ríflega helmingurinn af farangrinum! VANDAMÁL Ottast að Rudy litla sé að fá anorexíu Það er altalað vestur í Holly- wood, að sjónvarpsíjöl- skylda Bills Cosby er að mörgu leyti ekki síður samrýmd sem um raunverulega fjöiskyldu væri að ræða. Nú hafa allir þar innanbúðar miklar áhyggjur af Keshiu Knight- Pulliam sem leikið hefur Rudy Huxtable. Lengi framan af var Rudy sú sem átti hug og hjörtu allra, lítil, sæt og óborganleg. Hún er nú 11 ára gömul og nú er kom- in til skjalanna Raven Symone, fjög- urra ára gömul fósturdóttir næst elstu Huxtable-dótturinnar sem leikin er af Lisu Bonet. Raven hef- ur tekið traustum tökum hlutverk „litlu. rúsínunnar" í þáttunum um fyrirmyndarfjölskylduna og Keshia litla tekur það víst afar nærri sér. Það er haft eftir innanbúðar- mönnum að Keshia sé flúin inn í skel og ekki sé hægt að koma henni í skilning um að hlutverki hennar í þáttunum sé ekki ógnað. Það hafi aðeins breyst nokkuð i eðli sínu. Keshia sé haldin þráhyggju um að það sé hið versta mál að hún sé að eldast og stækka. Hún sé akfeit og Bill Cosby sé í þann mund að segja henni upp. Vinir og vandamenn hafa miklar áhyggjur af þessu og segja Kes- hiu lifa nær eingöngu á gulrótum og sóda- vatni til þess að grenna sig. Allt stefni í að barnið verði heltekið hinum hroðalega sjúk- dómi „anorexíu nerv- osa“, einkenni hafi þegar gert vart við sig. COSPER Viðtalstími borgarfulltrúa Sjálfstæðisflokksins I Reykjavík BorgarfulltrúarSjálfstæðisflokksins verða til viðtals íValhöll, Háaleitisbraut 1, á laugardögum íveturfrá kl. 10-12. Er þá tekið á móti hvers kyns fyrirspurnum og ábendingum. Allir borgarbúar velkomnir. Laugardaginn 2. febrúar verða til viðtals Vilhjálmur Þ. Vilhjálmsson, formaður skipulagsnefndar, í borgarráði, hafnarstjórn, stjórn sjúkrastof.iana, stjórn Sorpeyðingar höfuðborgarsvæðisins og bygginganefnd aldraðra, og Hulda Valtýsdóttir, formaður menningarmálanefndar. í i) s)! 'W t W’ — Þú lítur ljómandi vel út í bikiní. Ég segi þetta við allar.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.