Morgunblaðið - 02.02.1991, Blaðsíða 40

Morgunblaðið - 02.02.1991, Blaðsíða 40
Jt 'Ufi i»■> -j i ■ 1 fl-iv :i; j 40 MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 2. FEBRÚAR 1991 Minning: Kristmundur Þor- steinsson, Klafastöðum Fæddur 18. júní 1911 Dáinn 27. janúar 1991 Undir lok nítjándu aldar fluttu hjónin Þjóðbjörg Þórðardóttir og Narfi Þorsteinsson frá Stíflisdal í Þingvallasveit og stofnuðu til bú- skapar að Klafastöðum í Skila- mannahreppi á Hvalfjarðarströnd. Sonur þeirra, Þorsteinn Narfason, tók við búi skömmu fyrir aldamót. Hann kvæntist Ragnheiði Þorkels- dóttur, sem einnig var ættuð úr Þingvallasveit. Ragnheiður og Þor- steinn eignuðust ellefu böni. Fjögur dóu á bamsaldri en þrjú létust langt um aldur fram. Kristmundur Þor- steinsson fæddist 18. júní 1911. Hann lést nær áttræður að aldri þann 27. janúar 1991. Saga íjöl- skyldunnar á Klafastöðum nær yfir 100 ár og þijá ættliði. Sú saga er nú öll, því Kristmundur var einn orðinn eftir af systkinahópnum og ekkert barna þeirra Ragnheiðar og Þorsteins átti afkomendur. Klafa- staðir eru góð bújörð. Þar er víðáttumikið graslendi og góð skil- yrði til túnræktar. Bærinn stendur hátt og þaðan er víðsýnt um fjörð og fjöll. Gjöfult og fagurt land set- ur mark sitt á þá sem þar búa og þegar við bætist rík ábyrgðartilfinn- ing og sterk fjölskyldubönd verður það skiljanlegra en ella að böm Ragnheiðar og Þorsteins gerðu Klafastaði að heimili sínu á fullorð- insámm. Systkinin voru fulltíða fólk löngu áður en íslenskt þjóðfélag breyttist til þess horfs, sem nú blas- ir við augum. Tæknibylting í land- búnaði fór samt ekki framhjá Klafa- staðabúi og starfsorka langrar ævi var til þess nýtt að bæta landið og gera það gjöfulla og byggilegra. 011 áttu systkinin jafnan hlut að því starfi, en lengst naut búið starfskrafta Ástu, Þórðar, Guð- mundar og Kristmundar. Krist- mundur var jafnan í forsvari fyrir heimilinu. Hann var þeim kostum gæddur að draga jafnan fram þær hliðar hvers máls, sem bjartari voru og þó einkum ef eitthvað mátti fínna spaugilegt í orði og athöfn. Glaðværð og smitandi hlátur var jafnan skammt undan í félagi við Kristmund. Þessar lyndiseinkunnir að viðbættum góðvilja og greiðvikni öfluðu honum margra vina, sem nutu gjafmildi hans og verkkunn- áttu. En glaðværð og bjartsýni er oft sem gisin hula yfír þeim harmi, sem áföll og ástvinamissir valda. Systkinin á Klafastöðum urðu að þola marga raun vegna langvinnra sjúkdóma og sviplegra slysa. Allt frá því ég fyrst mán eftir mér voru Klafastaðir og frændfólk mitt þar ímynd íslenskrar sveitar og sveitamenningar í huga mínum. Þar blandaðist hið forna og hið nýja með þeim hætti að hið forna var undirstaða og kjölfesta. Landið og sagan mótuðu fólkið en lífskjör- in knúðu til formfestu og stöðug- leika í háttum. Slík eylönd gerast nú æ færri í straumþungum breyt- ingaflaumi nútímans. Þau voru þijú eftir systkinin og komin á efri ár þegar nútíminn barði harkalega að dyrum á Klafa- stöðum. Menn fyrir sunnan höfðu komist að þeirri niðurstöðu að í fjör- unni við túnfótinn á Klafastöðum, þar sem heitir Grundartangi, væri ákjósanleg aðstaða til hafnargerðar og byggingar mikillar verksmiðju. Enda þótt systkinin flíkuðu ekki tilfínningum sínum þurfti ekki mikla glöggskyggni til að skynja að þessi áform voru þeim ekki að skapi. Það var til marks um æðru- leysi þeirra og raunsæi að þegar þeim var ljóst að ekki yrði undan vikist snerist áhugi þeirra allur að því að bæta landi og lífí það sem glatast kynni vegna umsvifa stóriðj- unnar. Jafnframt því að íslenska járnblendifélagið fékk land fyrir verksmiðju og höfn var félaginu gert að rækta skóg í fallegustu ásunum í Klafastaðalandi, þar sem brekkan rís til Akrafjalls. Enn eru þær lágvaxnar hríslurnar og næð- ingssamir vindarnir á berangri. En þar mun koma að skógurinn vaxi og hemji veðrin til yndisauka fyrir þá sem á eftir koma. Sá minnis- varði er bestur. Hafi þeim systkinum þótt miður að verksmiðjan reis í túnfætinum þá fengust þær sárabætur að henni fylgdi fólk, sem skildi og mat til- fínningar þeirra og gerði sér far um að auðvelda þeim þungbæra elli með hlýju viðmóti og marg- víslegri hjálpsemi. Fyrir það á Is- lenska járnblendifélagið og fram- kvæmdastjóri þess, Jón Sigurðsson, þakkir skildar. í dag verður Kristmundur Þor- steinsson borinn til grafar í kirkju- garðinum að Innra Hólmi. Megi hann hvíla í friði. Guðmundur E. Sigvaldason Um héraðsbrest ei getur, þótt hrökkvi sprek í tvennt orti skáldið forðum og víst er það ekki annálsvert þótt gamall maður, mæddur af langvinnum sjúkdómi, fái hvfld frá píslum sínum. Engu að síður eru þetta talsverð kafla- skil í lífí okkar, sem kveðjum þenn- an gamla mann og lifum og störfum á þeim slóðum, þar sem hann fædd- ist, ólst upp og vann allt sitt ævi- starf. Kristmundur Þorsteinsson var einn ellefu barna Þorsteins Narfa- sonar og Ragnheiðar Þorkelsdóttur, sem bjuggu allan sinn búskap að Klafastöðum í Skilmannahreppi. Af börnunum komust sjö upp, en eru nú öll látin og öll barnlaus. Þegar járnblendiverksmiðjunni var valinn staður, var hann í landi Klafastaða. Ríkið keypti þá hluta jarðarinnar, en systkinin, sem eftir lifðu, bjuggu á henni að öðru leyti. Þegar sá, sem þetta skrifar, kom að byggingu verksmiðjunnar voru þijú þeirra eftir, Ásta, Guðmundur og Kristmundur. Þórður bróðir þeirra hafði þá fáeinum árum fyrr farist sviplega við bústörf þar heima við. Ýmislegt varð til erindis til að hitta þau systkinin fyrstu árin og tóku þau þessum stóra og hávaða- sama nágranna einkar vel. Kynnin við þau systkinin voru afar fróðleg, því að þau voru öll greind og minn- ug og gátu frá mörgu sagt um mannlíf á þessum slóðum af langri ævi og raunar enn lengra fram. Lífsviðhorf þeirra kom skýrt í ljós, þegar eftir því var leitað, að jámblendifélagið fengi að reisa hús fyrir framkvæmdastjóra þess í landi þeirra í ásunum fyrir ofan verk- smiðjuna. Það var auðsótt. Þegar lóðin skyldi hins vegar afmörkuð og samið um leigugreiðslu eða kaupverð, fór í verra, þar eð þau vildu enga peninga heyra nefnda eða sjá. Hins vegar hafði þau alla tíð dreymt um að sjá land þar um slóðir klætt tijágróðri. Byggingar- heimildin fékkst því með því skil- yrði einu, að þarna skyldu girtir af og friðaðir um 25 ha lands, sem járnblendifélagið skyldi síðan full- planta á 10 árum. Allt fór þetta eftir. Ásta og Guð- mundur lifðu það ekki að sjá telj- andi árangur þessa starfs, en Krist- mundur sá hins vegar fyrstu merki þess, að ttjágróður nái að breyta þessum snauðu og þrautbitnu ásum í skjólsælt skóglendi. Þeir, sem eft- irleiðis eiga erindi um veginn að Grundartanga og kunna að meta viðleitni til landbóta með tijárækt, eiga þessa spildu systkinunum á Klafastöðum að þakka. Tengsl okkar járnblendifélags- manna við Kristmund urðu allmikil og við lærðum að meta þennan góða dreng, sem um áratugi hafði helgað jörðinni, sveitinni og ná- grönnunum krafta sína á svo marg- an veg. Hann sat lengi í hrepps- nefnd og persónulega leysti hann hvers manns vanda sem best hann gat. Þyrfti að fella hest, hlúa að sjúkum skepnum eða leita til granna í heyleysi, áttu menn erindi við Kristmund. I viðkynningu var hann ljúfur maður, afar viðkvæmur í lund, en spaugsamur og glettinn. Og nú er hann allur eftir löng ár mikilla þrauta í skiptum við erfíð- an sjúkdóm. Við Grundartanga- menn þökkum að leiðarlokum kynn- in við hann og þau systkinin öll. Jón Sigurðsson, Grundartanga. Kristmundur var fæddur á Klafa- stöðum í Skilmannahreppi og ól þar allan sinn aldur, að undanskildum síðustu æviárunum sem hann var dvalargestur á Höfða, frá 1. ágúst 1986, til lokadags. Foreldrar hans voru búandi sæmdarhjón á Klafastöðum um langt árabil, þau Þorsteinn Narfa- son og Ragnheiður Þorkelsdóttir. Eins og ég gat um í minningar- grein um Guðmund frá Klafastöð- um voru þau Jón systkinabörn að skyldleika. Þorsteinn var sonur Narfa Einarssonar bónda í Stíflisdal í Þingvallasveit og konu hans Þjóð- bjargar Þórðardóttur. Systir Þor- steins var hin kunna sæmdarkona Sigríður Narfadóttir kona Vigfúsar Péturssonar frá Grund í Skorradal, þau bjuggu rausnarbúi á Gullbera- stöðum í Lundarreykjadal. Svo sem lesa má um í Sögu Borgarfjarðar eftir Kristleif fræðimann á Stóra- kroppi gerðu þau heiðurshjón garð sinn frægan. Sigríður var lærður kennari og ljósmóðir, hann getur þessarar gáfukonu af hlýhug og hennar happaverka. Maður hennar hafði á sér orð fyrir góða mann- kosti og þá börn þeirra fyrír glæsi- leik og gáfur. Þorsteinn flytur að Klafastðum árið 1879, með föður sínum og fjölskyldu, hann tekur við búi af föður sínum látnum og býr góðu búi alla tíð. Kona hans Ragn- heiður var dóttir Þorkels Kristjáns- sonar hreppstjóra á Kárastöðum í Þingvallasveit, kona Þorkels, móðir Ragnheiðar, var Birgrét Einarsdótt- ir systir Narfa föður Þorsteins. Áls- nesfólkið og fleira þekkt gáfu- og myndarfólk er næsta skyldfólk Ragnheiðar. Systurdóttir hennar er Birgitta Guðmundsdóttir, móðir Guðmundar Sigvaldasonar jarð- efnafræðings, þau mæðgin stóðu Kristmundi næst og litu vel til með honum alla tíð þegar veikindin heij- uðu á og eru hans nánustu. Þau Þorsteinn og Ragnheiður Klafa- staðahjón áttu 11 börn, sem öll lét- ust ógift og barnlaus og hvíla í Innra-Hólmskirkjugarði. Klafa- staðafólkið voru mikið góðir grann- ar, sem iengi verður munað. Eðlis- gott mannkosta gáfufólk, sem alltaf Maðurinn.minn, + JÖRGEN F. HANSEN verslunarmaður, andaðist 31. janúar. Helga E. Hansen og börn. Eiginmaður minn, + STEFÁN ÞORVALDSSON framreiðslumaður, er látinn. -- Guðrún S. Jónsdóttir. t Eiginmaður minn, JÓHANN LÍNDAL GÍSLASON skipasmíðameistari, Strandgötu 83, Hafnarfirði, lést á Sankti Jósefsspítala 31. janúar. Fjóla Símonardóttir. t Eiginkona mín , móðir okkar, tengdamóðir, amma og langamma, MARÍA GYÐA HJÁLMTÝSDÓTTIR HEIÐDAL, andaðist á heimili sínu föstudaginn 1. febrúar. Vilhjálmur S. Heiðdal. Jóhanna Heiðdal, María Heiðdal, Þór Magnússon, Hilmar Heiðdal, Hrefna Smith, Anna Heiðdal, Þorsteinn Björnsson, Hjálmtýr Heiðdal, Anna K. Kristjánsdóttir, barnabörn og barnabarnabörn. t GÍSLI GUÐLAUGSSON, Steinstúni, Árneshreppi, verður jarðsettur í Árnesi í dag, laugardaginn 2. febrúar, kl. 14.00. Fjölskylda hins látna. var boðið og búið að gera öðrum greiða, það átti líknarhug og lagnar hendur til góðra verka. Heimilið var snyrtilegt og fallegt utandyra sem innan, mikil gestrisni og góðvild í hvers manns garð, reyndar bar þar margan að garði og þaðan fóru all- ir ánægðir og glaðir í geði vegna þess góða viðmóts sem þar ríkti. Þau Klafastaðahjón voru gæðafólk svo börnin áttu ekki langt að sækja sína ljúfu mannkosti. Gamall mað- ur, sem verið hafði á Klafastöðum, sagði við mig að hann hefði aldrei verið með skemmtilegri manni en Þorsteini á Klafastöðum og heimilið svo aðlaðandi, fallegt og hreint. Þorsteinn var hafsjór af fróðleik sagði manna best frá og minnið var frábært. Klafastaðafólk var víðlesið og bjó yfir miklum fróðleik sem það varðveitti og miðlaði öðrum af, við- ræðugott og skemmtilegt. Krist- mundur sem hér er minnst minnti mig alltaf á föður sinn. Hann var glaðvær maður að eðlisfari, við- mótshlýr, fróður og skemmtilegur. Mikill greiðamaður, gestrisinn og félagslyndur. Hann var kosinn til ýmsra félagsstarfa fyrir sveit sína. Hann var hreppsnefndarmaður í stjórn Búnaðarfélags sveitarinnar, stofnandi Skógræktarfélags sveit- arinnar og heiðurfélagi þess. Hann gaf land í Klafastaðaásum, eða þau systkin, undir skógrækt, og bar það á góma hjá okkur fyrir stuttu hve fallegur runni væri að myndast þama. Var það honum gleðiefni hve vel væri þar að verki staðið og von- aðist til að þessi runni mætti minna á þann hug sem þau Klafastaða- systkini höfðu til fóstuijarðarinnar, en þau Klafastaðasystkini voru miklir náttúruunnendur og sannir ættjarðarvinir. Þau voru heilluð af þeirri fegurð sem svo víða blasir við í íslensku jarðríki. Það er fallegt vorið á Klafastöðum þegar fjörður- inn er spegilsléttur og hinn fagri fjallahringur baðaður sól og geisl- andi ljóma, loftið ómar af fugla- söng, gróður jarðar blómstrar á ný eftir vetrardvalann undir hinni hvítu vetrarkápu og næðingi. Klafastaða- systur ræktuðu mikið af fallegum blómum og prýddu heimili sitt, óvíða sáust jafnmörg og falleg stofublóm sem þar og skrúðgarð ræktuðu þær við húsið, allt veitti þetta yndisauka, ánægju og gleði. Hvergi er gleðin einlægari og sann- ari en í hinni sálrænu unun sem maður teigar af í hinni íslensku náttúru í sveitum þessa fagra lands. Kristmundur var þeirrar gerðar maður, að hann vildi ekkert hól né orðaskrúð um sig né sína. En hann var barn náttúrunnar, var unnandi sveitalífsins. Þau Klafastaðasystk- ini voru dáð af ættarsetri sínu Klafastöðum, og það sagði Krist- mundur mér undir það síðasta að það hefði ekki verið tilfinningalaust að láta land undir Grundartanga- verksmiðjuna. En þau voru það vit- ur, að vilja ekki hleypa þessu máli í eijur, og hann vildi einnig geta þess að ráðamenn þarna, Jón Sig- urðsson, Guðlaugur Hjörleifsson og fleiri, hefðu alltaf sýnt sér dreng- skap og vinarhug, sem hann kunni vel að meta. Einnig bar hann mik- inn vinarhug til síns næsta granna, Brands í Katanesi, sem alltaf reynd- ist hjálplegur. Við Kristmundur er- um búnir að þekkjast síðan vorið 1921, oft haft nána samvinnu og alltaf farið vel á með okkur. Fyrir það þakka ég nú af heilum hug við leiðarlok. Ólafur bróðir var tryggur vinur Kristmundar til lokadags, hringdi næstum daglega til hans, þegar hann vissi hann veikan og heimsótti hann oft. Eftir að Krist- mundur kom hér að Höfða ræddum við oft saman og sýndi hann mér mikinn vinarhug, sem og öðrum er mundu eftir honum í hans erfiðu veikindum. Hann var tryggur vin- ur. Ég tel mig þekkja þennan heið- ursmann það vel, að ég veit að nú við leiðarlok mundi honum vera þakklætið efst í huga til allra á Höfða, sem veittu honum ómetan- lega hjálp og vinarhug, sömuleiðis starfsfólk Sjúkrahúss Akraness. Ég leyfí mér fyrir hans hönd að flytja þessu fólki öllu þakkir hans og vin- arkveðju. Hafi hann kæra þökk fyrir allt. Verði hann friði Guðs falinn um eilífð. Valgarður L. Jónsson

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.