Morgunblaðið - 02.02.1991, Blaðsíða 23

Morgunblaðið - 02.02.1991, Blaðsíða 23
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 2. FEBRÚAR 1991 23 De Klerk boðar að síðustu leifar kynþáttaaðskilnaðar í S-Afríku verði upprættar ANC vill að refsiaðgerðum verði beitt þar til svartir fá fullan atkvæðisrétt Reuter De Klerk ásamt eiginkonu sinni Marike við hátíðlega athöfn áður en þing Suður-Afríku var sett í gær. Höfðaborg. Reuter. VIÐ setningu þings Suður-Afríku í gær boðaði F.W. de Klerk for- seti að síðustu lög landsins um aðskilnað kynþátta yrðu afnumin. Yfirlýsing hans vakti mikla reiði meðal hægrisinna sem gengu af þingfundi við svo búið. Afríska þjóðarráðið (ANC) efndi til verk- falla og mótmælaaðgerða í tilefni þingsetningarinnar. Á slíkum mótmælafundi sagði Walther Sis- ulu, leiðtogi ráðsins, að enn skorti svarta menn atkvæðisrétt og hann væri núna þeirra meginkrafa. Evrópubandalagið (EB) hefur gefið til kynna að aðgerðir þær sem de Klerk boðaði muni þýða að efnahagslegum refsiaðgerðum gagnvart S-Afríku verði aflétt. Frumvarp stjórnarinnar miðar að því að fella úr gildi lög sem mæla fyrir um að hver kynþáttur skuli eiga sér sinn samastað, lög sem tak- marka landeign svartra vjð 13%jarð- næðis og lög sem mæla fyrir um að flokka eigi nýfædd börn og innflytj- endur í ijóra flokka eftir kynþáttum. Einnig fela tillögur stjórnarinnar í sér að hafnar verið viðræður um að Þýski seðlabankinn gagn- rýndur fyrir vaxtahækkun ÞÝSKI seðlabankinn var harð- lega gagnrýndur á fjármála- mörkuðum í Evrópu í gær vegna þeirrar ákvörðunar að hækka vexti um hálft prósent á fimmtu- dag. Er nú talið líklegt að hækk- unin muni einangra Þjóðveija ennfrekar meðal sjö helstu iðn- ríkja heims (G-7). Talsmenn bankans vörðu þessa aðgerð sem þýðir aukið aðhald í pen- ingamálum og lögðu áherslu á sérstöðu Þjóðveija í efnahags- málum. Seðlabankastjóri Þýskalands, Karl Otto Poehl, sagði að vaxta- hækkunin væri tæknilegs eðlis og gerð í þeim tilgangi að samræma vexti bankans markaðsvöxtum. Skýringin var hins vegar ekki talin trúverðug á fjármálamörkuðum. Talsmaður bankans sagði í sjón- varpsviðtali að bankaráðið liti ekki svo á að Þjóðveijar hefðu brotið gegn sáttmála sjö helstu iðnríkja heims. Seðlabankastjórar ríkjanna gáfu í skyn eftir fund sinn í New York þann 21. janúar að vaxtaþró- unin í heiminum yrði fremur í átt til lækkunar. í ályktun fundarins kom fram að skynsamleg stefna í ríkisfjármálum og aðgerðir í pen- ingamálum, sem miðuðu að því að tryggja stöðugleika, ættu að skapa skilyrði fyrir vaxtalækkun og efla efnahagslíf heimsins. Yfirhag- fræðingur þýska seðlabankans, Norman Walter, sagði að bankinn hefði ekki brotið gegn samkomu- lagi iðnríkjanna en að hækkunin væri ekki í anda þess. Hann kvaðst eiga von á harðri gagnrýni frá öðrum Evrópuríkjum sem myndu eiga í erfiðleikum með að veija gjaldmiðla sína gegn gengisfalli þar sem hærri vextir í Þýskalandi myndu laða fjárfesta að markinu. Breskir verðbréfamiðlarar bentu á að yfirvöld peningamála í ríkjum innan myntsamstarfs Evrópu (ERM) stæðu nú frammi fyrir vandasömu úrlausnarefni. Tais- maður þýska bankans lagði hins vegar áherslu á rétt einstakra ríkja til að grípa til efnahagsráðstafana í samræmi við aðstæður heima fyrir. í Þýskalandi hefur efna- hagslífið einkennst af stóraukinni eftirspurn meðan samdráttur hefur einkennt efnahag annarra vest- rænna ríkja. í Bandaríkjunum og Bretlandi hefur á hinn bóginn orðið vart ýmissa kreppueinkenna í efna- hagslífinu og þar verið brugðist við með lækkun vaxta í von um það það glæði fjárfestingu. Nú síðast greip seðlabankinn banda- ríski til þess ráðs að lækka for- vexti í gær, föstudag, um hálft prósent eða í 6% eftir að hagtölur höfðu sýnt vaxandi atvinnuleysi þar í landi í janúar sl. sameina menntamál allra kynþátta í einu ráðuneyti. Loks verði bæjarfé- lögum sem hingað til hafa verið aðskilin eftir kynþáttum heimilað að sameinast. „Fallist þingið á tillögur ríkis- 'stjórnarinnar hverfa úr lagasafni Suður-Afríku leifar löggjafar sem mismunaði kynþáttum og er þekkt sem hornsteinn kynþáttaaðskilnað- arstefnunnar," sagði De Klerk í ræðu sinni. Hann sagði að þar með lyki tímabili þar sem reynt var að fást við þá staðreynd að fólk og byggðir þess eru mismunandi innan eins ríkis með því að beita þvingun- arúrræðum og kynþáttamismunun. Ævareiðir íhaldsmenn Fijálslyndir stjórnmálamenn og Desmond Tutu biskup fögnuðu fyrir- huguðum breytingum. Þingmenn íhaldsflokksins urðu hins vegar æva- reiðir og yfirgáfu þingsalinn. „Þú hefur ekkert umboð til að gera þetta,“ hrópaði Jan Hoon þingmaður Ihaldsflokksins að forsetanum. De Klerk varð að gera hlé á máli sínu á meðan Hoon var róaður. Ferdi Hartzenberg, talsmaður íhalds- flokksins, sagði við Reuters-frétta- stofuna: „Nú snýst baráttan um það hvort hvíti maðurinn lifi af.“ Ekki fengust viðbrögð í gær hjá Nelson Mandela, varaforseta Afrísíca þjóðarráðsins, en hann hvatti til þess á fimmtudag að refsiaðgerðum gegn Suður-Afríku yrði ekki aflétt fyrr en svartir hefðu fengið atkvæðis- rétt. Afríska þjóðarráðið stóð fyrir miklum mótmælum í gær til að krefj- ast frekari breytinga. Sem stendur geta svartir, sem eru 75% íbúa lands- ins, ekki haft áhrif á samsetningu löggjafarþings landsins. Þar eru þijár deildir fyrir hvíta, Indveija og kynblendinga. Afríska þjóðarráðið vill leggja þingið niður og efna til stjórnlagaþings sem semja myndi nýja lýðræðislega stjórnarskrá fyrir landið. Myndi hver maður hafa eitt atkvæði þegar kosið yrði til stjórn- lagaþingsins. Þangað til færi bráða- birgðastjórn með völd í landinu. Ríkisstjórnin hefur hafnað þessu með þeim rökum að þá fengju svart- ir meirihlutavald áður en byijað væri að semja um það efni. Jákvæð viðbrögð EB Frans Andriessen, sem fer með utanríkismál í framkvæmdastjórn EB, sagði að næðu tillögur de Klerks fram að ganga yrði viðskiptabanni á S-Afríku aflétt eins og fram hefði komið í yfirlýsingu ráðherraráðsins 15. desember sl. í Róm. Búist er við að málið verði tekið til umræðu á fundi utanríkisráðherra EB á mánu- dag. Andriessen lýsti yfir mikilli ánægju með fyrirheit de Klerks og nýafstaðnar viðræður Nelsons Mandela og Mangosuthus Buthelez- is, leiðtoga Zúlúmanna. Reuter Ungverskir bændur mótmæla Ungveijar grípa mjólkurduftspoka, sem reiðir bændur dreifðu á mótmæla- fundi við þinghúsið í Búdapest. Bændurnir vildu þannig mótmæla lækkun á mjólkurverði og kröfðust aukinna ríkisstyrkja til landbúnaðarins. Pakistan: 105 farast í jarðskjálfta Islamabad. Reuter. 105 manns a.m.k. fórust í jarð- skjálfta í norðurhluta Pakistans í gærmorgun. Skjálftinn mældist 6,8 stig á Richter-kvarða og varð hans vart í Afganistan, Indlandi og á svæði því í Mið-Asíu er til- heyrir Sovétríkjunum, að sögn fréttastofunnar APP í Afganist- an. Óttast er að tala látinna eigi eftir að hækka. í nágrannaríkinu Afganistan lét- ust a.m.k. íjorir af völdum skjálft-. ans. Yfirvöld í Pakistan sögðu að 105 lík hefðu fundist á landsvæði nálægt norðvesturlandamærum landsins að Afganistan. Þeir töldu að tala látinna gæti farið yfir 200 þar sem enn hefðu ekki borist upp- lýsingar um tjón af völdum skjálft- ans í afskekktum fjallahéruðum. Hundruð manna særðust og hundruð húsa hrundu eða eyðilögðust.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.