Morgunblaðið - 02.02.1991, Blaðsíða 30

Morgunblaðið - 02.02.1991, Blaðsíða 30
30 MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 2. FBBRÚAR 1991 , Eyjafjarðarferjan Sæfari; Grímseyingar gagn- rýna áætlanagerð ÞORLÁKUR Sigurðsson oddviti i Grímsey segir að hreppsnefnd sé óánægð með þau vinnubrögð sem viðhöfð voru þegar ný áætlun var samin fyrir Eyjafjarðarferjuna Sæfara en hún tók gildi um áramót og hefur m.a. valdið nokkrum skoðanaskiptum á milli Hriseyinga og Grímseyinga á síðum Morgunblaðsins. Enginn aðili í hreppsnefnd Grímseyjar var spurður álits þegar nýja áætlunin var samin, en Þorlák- ur á sæti í nefnd þeirri sem fer með málefni ferjunnar fyrir hönd ' Grímseyinga. Einnig er hreppsnefnd ósátt við áætlunardagarnir, en til Grímseyjar kemur ferjan á þriðjudögum og fimmtudögum. Hreppsnefnd mælir því með að fetjan sigli til Grímseyjar á mánudögum í stað þriðjudaga enda líði þá færri dagar milli ferða. Þá vildi Þorlákur einnig að fram kæmi, að ekki væri rétt, að Grímsey- ingar komi ekki fiski á markað eins og fram kom í frétt vegna þessa máls. Sé fiskur sendur með feijunni frá Grímsey, kemur hann ekki á áfangastað á Daivík fyrr en degi síðar og við það fyrirkomulag séu sjómenn í Grímsey og fiskkaupendur á Dalvík ósáttir. HSH Eyjafjörður: Fjölgar ferðamömium? ÞORLEIFUR Þór Jónsson starfsmaður samstarfshóps um ferðamál á Akureyri segist búast við auknum ferðamannastraumi hingað næsta sumar. Snjóleysið í vetur sé hins vegar áhyggjuefni og Ijóst að aðilar í ferðaþjónustu verði af tekjum rætist ekki úr. Þorleifur Þór segir að búist sé við ferðamannastraumi til landsins næsta sumar aukist um 8-10%. Hann segir að gert sé ráð fyrir að hlutur Eyjafjarðarsvæðisins aukist m.a. í kjölfar þess að fleiri farþegar komi beint til Akureyrar með flugi frá Sviss. í sumar er áætlað að fara tíu ferðir á milli Ziirich og Akureyrar og sagði Þorleifur að þær gætu orð- ið fleiri, en í fyrrasumar voru farnar sjö ferðir milli þessara staða. Snjóleysið í Hlíðarfjalli sagði Þo- reifur vera mönnum áhyggjuefni, skíðavertíðin stæði að jafnaði frá jólum og fram að páskum og því ljóst að hún mun styttast nokkuð nú. Hann sagðist reikna með að hver ferðamaður sem hingað kæmi eyddi að minnsta kosti tíu þúsund krónum á dag, í mat, gistingu, skíðaferð og skemmtanir og margfeldisáhrif þess væru umtalsverð. Á hinn bóginn væri ánægjuefni hversu vel Ættarmótið gengi hjá Leikfélagi Akureyrar, en fjölmargir utanbæjarmenn hefðu komið í bæinn í þeim erindum að sjá verkið. Fiskverkun KEA í Grímsey: „Mér ögnsi þau vindaský“ Athygli margra Akureyringa beindist í gær að þessum háreista skýja- bakka yfir bænum. Að sögn Páls Bergþórssonar veðurstofustjóra er þarna um að ræða vindaský, stundum kölluð oddaský eða ijallabylgjur, og er þessi bólstur óvenjuháreistur og myndaður úr mörgum lögum. Ský af þessu tagi, sem jafnan fylgja miklum raka, myndast í grennd við fjöll og boða hvassviðri. Páll Bergþórsson sagði að ef til vill hefðu þau verið þessum lík skýin sem gamall þulur sá yfir Breiðafirði þegar Eggert Ólafsson ýtti frá grárri Skor í kvæði Matthíasar Jochumssonar. Sjómenn í föstum viðskiptum fá 7 0 krónur fyrir kílóið af þorski Hámarksverðmætum náð út úr aflanum og þannig hægt að greiða hærra hráefnisverð FISKVINNSLUSTÖÐ KEA og Fiskverkun KEA í Grímsey hafa gert samkomulag við sjómenn sem eru í föstum viðskiptum við þessar stöðvar á tímabilinu 1. janúar til 15. apríl, en í því felst m.a. að þær greiða 70 krónur fyrir kílóið af óslægðum línu- og netaþorski í 1. og 2. flokki. Ákveðið var að greiða sama verð fyrir óslægðan línu- og netaþorsk. Greiddar verða 70 krónur fyrir kíló- ið af þorskinum, sem er allnokkru hærra verð en greitt var á síðasta ári. Fyrir 3. flokk verða greiddar 30 krónur á kílóið og 45 krónur fyrir undirmálsþorsk. Greiddar verða 70 krónur fyrir kilóið af ýsu á tímabilinu, 35 krónur fyrir ufsa, , 40 krónur fyrir steinbít, 28 krónur fyrir karfakílóið og 60 krónur fyrir skarkola, en það er eina fisktegund- in sem miðað er við að verði slægð. Tekið er við afla þeirra Grímseyj- arbáta sem eru í föstum viðskiptum við Fiskverkun KEA í Grímsey við skipshlið. Nær allir bátar Grímsey- inga verða í viðskiptum við fisk- verkunina, utan þeir sem afla fyrir eigin fiskverkun í eynni. Jóhann Þór Halldórsson fram- kvæmdastjóri Fiskvinnslustöðvar KEA í Hrísey sagði að markmið félagsins væri að verka sem mest af aflanum í Grímsey, allur neta- þorskur yrði saltaður þar, en smærri þorskur og aukfískur yrði fluttur yfir til Hríseyjar og unninn þar í frystingu. „Við viljum nýta þau hús sem þarna eru og þann mannskap sem okkur býðst. Þannig að þeir sem skipta við okkur styrkja um leið atvinnulífíð í sinni heima- byggð,“ sagði Jóhann. Síðasta ár hefur sá háttur verið hafður á, að stærri þorskur er verk- aður í salt úti í Grímsey, en hinn minni er fluttur til Hriseyjar þar sem hann fer í frystingu. Með því móti sagði Jóhann að unnt væri að ná hámarksverðmæti út úr öllum afla sem að landi kæmi og þannig væri hægt að greiða hærra hráefn- isverð. „Verðlagning á fiski er stundum þannig að menn eru búnir að verðleggja frá sér talsvert af verkuninni. Ég held að menn séu Fyrirlestur um uppruna Mazurka PRÓFESSOR Marek Podhajski heldur fyrirlestur á sal Tónlistar- skólans á Akureyri næstkomandi þriðjudag, 5. febrúar, kl. 20. Fyrirlesturinn fjallar um upp- runa Mazurka, form og túlkun og verða leikin tóndæmi af hljómplötum. Prof. Marek Podhajski er pólskur að uppruna, hann hefur kennt tón- vísindi og tónsmíðar við tónlistarhá- skólann í Gdansk og var forstöðu- maður „Institute of Theory of Music“ sem er hið eina sinnar teg- undar i Póllandi. Hann hefur sér- staklega kynnt sér pólska samtíma- tónlist, birt greinar og haldið fyrir- lestra víðs vegar um heim um upp- runa hennar og form, en hann er nú kennari við Tónlistarskólann á Akureyri. Fyrirlesturinn verður fluttur á ensku, en þýddur jafnóðum yfir á íslensku. Bílaleigan Geysir opn- ar útibú BÍLALEIGAN Geysir hefur opn- að útibú fyrir starfsemi sína á Akureyri, en það er við Hvanna- velli. í útibúi Bílaleigunnar Geysis á Akureyri fást bifreiðar af öllum stærðum og gerðum til leigu, sem og bílasímar, kerrur og annað sem tilheyrir. Geysir hefur nýlega end- urnýjað samning við ríkið, en það er fimmta árið í röð sem slíkur samningur er gerður. Geysir rekur útibú á Egilsstöð- um, Höfn í Hornafirði, Húsavík, ísafírði, Keflavík, Sauðárkróki, Seyðisfirði, Vogum á Vatnsleysu- strönd auk Akureyrar og Reykjavíkur. að átta sig á því að það er ekki allt fengið með því að skella físki á markað, það er margs konar kostnaður sem því fylgir, en um hann er sjaldnast rætt þegar verið er að básúna hið háa verð sem þar fæst,“ sagði Jóhann. Bollukaffi Þórs Þó svo enn sé rúm vika í bollu- daginn láta Þórsarar það ekki aftra sér frá því að hefja bollusölu í fé- lagsheimili sínu, Hamri, á morgun, sunnudag, frá kl. 15-17. Það er Knattspyrnudeild Þórs sem sér um bollukaffið en að auki er boðið upp á kaffihlaðborð. Vínartónleikar á Akureyri Kammerhljómsveit Akureyrar heldur Vínartónleika á morgun, sunnu- dag í íþróttaskemmunni á Akureyri og hefjast þeir kl. 17, en góðar undirtektir við fyrstu Vínartónleika hennar á síðasta ári urðu hljóm- sveitinni hvatning til að gera slíka tónleika að árvissum viðburði í tónlistarlífi Akureyrar. Hljómsveitin er skipuð 45 hljóð- færaleikurum, en stjórnandi hennar að þessu sinni er Páll Pampichler Pálsson. Hann er landsþekktur sem stjórnandi Sinfóníuhljómsveitar ís- lands o g Karlakórs Reykjavíkur auk þess að hafa verið afkastamikið og eftirsótt tónskáld. Einsöngvarar á tónleikunum verða þau Signý Sæmundsdóttir, sópran, og Óskar Pétursson, tenór. Signý stundaði söngnám í Reykjavík og síðar í Vínarborg um nokkurra ára skeið, hún hefur sung- ið í fjölmörgum óperum og á tón- leikum bæði heima og erlendis. Óskar er búsettur á Akureyri og hefur hann sungið einsöng með kórum, bæði á Norðurlandi og í Reykjavík, m.a. hefur hann sungið inn á hljómplötu með Skagfírsku söngsveitinni. A tónleikunum verða fluttir fjör- ugir Vínardansar, auk léttra og sígildra laga úr óperettum þeirra Léhár, Strauss-feðga, Stolz og fleiri. BEINT FLUGi HUSAVIK - REYKJAVIK - HUSAVIK miðvikudaga t laugardaga # sunnudaga Farpantanir: Húsavík 41140 Reykjavík 690200 iÆ fluqfélaq nordurlands hf.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.