Morgunblaðið - 02.02.1991, Blaðsíða 14

Morgunblaðið - 02.02.1991, Blaðsíða 14
14______________MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 2. FEBRUAR 1991_ Greinargerð frá Lúðvík Jósepssyni um vaxtamál Morgunblaðinu hefur borist eftirfarandi greinargerð frá Lúðvík Jósepssyni. Það er eflaust að bera í bakka- fullan lækinn að bæta enn í það umræðuflóð sem verið hefir um háa vexti og vaxtahækkanir. Ég kemst þó ekki hjá því vegna setu minnar í einu af þeim banka- ráðum, sem að þessum vaxtahækk- unum stendur. íslandsbanki reið á vaðið með verulegri vaxtahækkun frá 1. nóv- ember á liðnu ári. Verðbólga hafði farið lækkandi á sl. ári og bankarn- ir bjuggu við mjög hagstæða vexti. Én Islandsbanki vildi meira og ætlaði greinilega að ýta vaxta- hækkunarskriðunni af stað. Aðrir bankar hikuðu nokkuð við en svo kom að því, að Búnaðar- bankinn gafst upp og hækkaði einnig útlánsvexti. Þrátt fyrir tillögur um hækkun vaxta Landsbankans tókst að halda honum kyrrum þar til um áramót. Þá varð að gefa eftir með 1% hækk- un útlánsvaxta. Hörð viðbrögð urðu við vaxta- hækkunarstefnu bankanna. Fræg- ust urðu viðbrögð Guðmundar J. Guðmundssonar og ýmissa verka- lýðsforingja. Þá snerist forsætisráðherra, Steingrímur Hermannsson, snarp- lega á móti og benti réttilega á, að engin tilefni væru til vaxta- hækkana, við aðstæður í þjóðfélag- inu. Þeir sem fylgdust með umræðum um vaxtahækkunarmálin í bankar- áðum, á Alþingi og í blöðum, hlutu að veita því athygli, að stjómarand- staðan, sérstaklega fulltrúar Sjálf- stæðisflokksins, voru mikliráhuga- menn um að hækka vexti. í sífellu var klifið á því að verðbólgan væri meiri en ríkisstjórn vildi vera iáta og af þeim ástæðum ættu vextir að hækka. Einnig var sagt að ríkis- stjórnin ssekti svo stíft eftir inn- lendum lánum að óhjákvæmilegt væri að hækka vexti af markaðsá- stæðum. Ýmsu var borið við, eins og því, að nauðsynlegt væri að hækka vexti á óverðtryggðum lánum til samræmis við háa vexti á vísitölu- bundnum lánum. Nú vil ég strax taka það fram til að skýra afstöðu mína til þess- ara vaxtamála, að ég hef verið mjög andvígur hækkun vaxta og reynt að beita mér gegn þeirri miklu ásókn sem verið hefir til sí- felldra vaxtahækkana. Fulltrúar Sjálfstæðisflokks og Kvennalista hafa hinsvegar jafnan mælt með vaxtahækkun, þegar málið hefir verið rætt í bankaráði Landsbankans. Ég tel viðbrögð Guðmundar J. Guðmundssonar og forsætisráð- herrans, Steingríms Hermannsson- ar, hafi verið rétt og eðlileg. Vext- ir hafa verið óheyrilega háir allt árið 1990 miðað við þá verðlagsþró- un sem verið hefir. Rekstrarleg afkoma bankans hefir líka verið betri á árinu 1990 en um langt tímabil áður. Þegar ég segi „rekstrarleg afkoma" þá á ég auðvitað við tekjur og gjöld, sem tilheyra rekstrar-árinu. Meiriháttar útlánatöp, eða önnur áföll, verða að skoðast sérstaklega. Tii þess að skýra afstöðu mína til þessara vaxtahækkunarmála vil ég taka upp orðrétt eftirfarandi greinargerð úr nýlega útkomnu hefti af ritinu „Vísbending" sem gefin er út af ráðgjöf Kaupþings hf. og einnig vitna ég til nóvember- heftis Hagtalna mánaðarins, sem Seðlabankinn gefur út. í Vísbendingu frá 3. janúar 1991 segir: „Raunvextir óverðtryggðra skuldabréfa hækkuðu á árinu 1990 að meðaltali um 2,8% frá fyrra ári, úr 6,5% í 9,3%. Aðeins árið 1988 voru þessir vextir hærri. Árs- vextir vísitölubundinna lána hækk- uðu að meðaltali um 0,2%, úr 7,8% i 8,0%. Þetta eru hæstu vextir frá því almenn vísitölubinding var tekin upp árið 1979, ef undan er skilið árið 1988. Raunvaxtaþró- un á árinu 1990 bendir til þess að bankarnir hafi ekki náð að láta vaxtalækkanir fylgja takti hjöðnunar verðbólgu. Raunvextir óverðtryggðra lána voru að meðal- tali 1,3% hærri en vísitölubundinna lána“. Þeir sem þetta lesa sjá auðvitað, að fyrirslátturinn um að nauðsyn- legt væri „að hækka vexti á óverð- tiyggðum lánum til samræmis við vexti verðtiyggðra lána“, var gjör- samlega tilefnislaus. Vextir óverðtryggðra lána höfðu hækkað meira en verðtryggðra. Vextir beggja lánaformanna höfðu hins vegar hækkað á raunvaxta- grundvelli. I nóvemberhefti rits Seðlabank- ans kemur þetta skýrt fram. Þar er sagt að á þriðja ársfjórðungi ársins 1990 hafi vaxtahækkun óverðtryggðra lána verið 12,3% miðað við 5,3% verðbólgu. Hækkun útlánsvaxta Lands- bankans, sem samþykkt var 30. janúar sL, jafngildir því að útláns- vextir á ársgrundvelli verðtryggðra og óverðtryggðra lána verði 15 'h til 16%. Meðaltal vaxtamunar á innláns- og útlánsvöxtum verður þá 8,4% til 8,7%. Þetta er auðvitað óhæfilega mik- ill vaxtamunur, á sama tíma og gert er ráð fyrir að almennir launa- menn búi við óbreyttan kaupmátt í bezta falli. Að meðaltalsvextir skuli vera, umfram fulla verðtrygg- ingu, 8% árið 1990 við ríkjandi þjóðarsátt er hneyksli. Allir ættu að sjá, að það er ósanngjarnt að launafólk sé sett á 0 á sama tíma sem þeir sem lána út peninga fá 8% í raunvexti. Það bætir að litlu þessa mynd, þó að hægt sé að sýna fram á, að Landsbankinn hafi verið sköm- minni skárri í vaxtaokrinu, en hin- ir bankarnir. Þáttur íslandsbanka er verstur, þar er okrið mest. Sjálf- stæðisflokkurinn, Alþýðuflokk- urinn og Kvennalistinn bera ábyrgð á þessari síðustu vaxta- hækkun. Eg og Kristinn Finn- bogason, fulltrúar Alþýðubanda- lags og Framsóknar, greiddum atkvæði gegn þessari hækkún. Með þessari grein hefi ég gert stutta grein fyrir afstöðu minni til þess vaxta-okurs, sem ég tel að hér eigi sér stað. SOL UR SORTA HELSTU STYRJALDIR 1988-1989 Fallnir og hrakfir á flótta frá upphafi áfaka STOMA BilEIIAM) + (N-lRLAND) + rajMr'NIA MAROKKÓ/VESTUR SAI + TYRKLAND + : IBANON + JSRACL + GVATEMALA + EL SALVADOR + NlKARAGVA +. PANAMA-USÁ + KOLUMBlA + PERU + + IRAK IRAN + SÚOAN + TSJAO + EPÍOPlA + SÓMALlA + ÚGANDA + ANGOLA + SUÐUR AFRlKA/NAMIBlA + + AFGANISTAN + INDLAND-PAKISTAN + KÍNA + BANGLAOESS W * ND.AND+ BUHMA+ + LÁOS + FILIPSEYJAR + VIETNAÚ + KAMBODlA SRI LANKA + ' ii# INDONESlA/AUSTUR TIMOFÍ + + MOSAMflr. SUÐUR AFRlKA + MI6- og Suöur-Amerika Fallnlr Kólumbia >7.S00 El Salvador 63.250 Gvatemala 45.500 Nikaragva 30.000 Panama-USA 1.000 Perú \ 8 000 Evrópa Rúmenia 1.000 Stóra Bretland (N-frtand) 2.700 208.100 158.700 479.700 Afrika Angóla Tajad Eþlópia Eþiópia-Sómalía Marokkó/Vestur Sahara Mósambik Sómalia Suður Alrlka Suóur Afrlka/Namibia Súdan Oganda Fallnlr >60.000 28.000 >100.000 >40.000 10.000 107.000 50.000 4.750 12.800 291.000 106 000 Flóttamenn 1.076.000 187.400 1.735 900 165.000 1.354.000 458 600 3 594.900 7.000 2.435.100 312.800 MI6 Austurlönd Iran irak Iran-irak Striö Israela og Araba/Hernumdu svæóin Líbanon Tyrkland Suður-Asía Afganistan Bangladess Indland Indland-Pakislan Búrma Sri Lanka Fallnir 17.000 110.000 >535.000 10.200 131.000 1.500 1.000.000 1.000 16.000 11.500 19.000 14.000 7.934.500 50.000 65.000 Austur-Asia Fallnlr Kambódia 2.000.000 Kina-Vfelnam 31.000 Indónesla/Austur Timor 200.000 Laos 40.000 Filipseyjar 37.100 Á þessu korti Rauða krossins eru merktar inn helstu styijaldir 1988-1989 og fjöldi þeirra sem hafa fallið eða þurft að flýja heimili sín. 105 styrjaldir hafa geisað víða um heiminn frá árinu 1945 FRÁ lokum síðari heimsstyrjaldar hafa geisað 105 styrjaldir, sem krafist hafa meira en 1000 mannslífa hver. Fyrir tveimur árum voru 36 þessara hildarleikja enn í gangi og aðeins þeir höfðu kostað 5 milljónir mannslifa. Af þeim féllu 4,4 milljónir í innan- landsátökum, eða hátt í níutíu af hundraði. Fórnarlömb allra þessara átaka eru 32 milljónir manna. Þetta kemur fram í bók, sem við alheimsátak Alþjóða rauða .Uppsalaháskóli gaf út í tengslum krossins til hjálpar stríðshijáðum. Hér á landi hefur átakið fengið slagorðið „Sól úr sorta“. í bókinni kemur einnig fram, að þeir sem látið hafa lífið í stríði síðan 1945 hafi ekki fallið fyrir kjarnavopn- um, heldur ódýrum og einföldum vopnum. Yfirgnæfandi meirihluti styijalda hafi verið háðar í þriðja heiminum og þróunarlöndin séu nú í vaxandi mæli á höttunum eftir háþróuðum vopnum, sem mörg séu vafasöm frá mannúðar- sjónarmiði, svo sem leysigeislar sem blinda eða flugskeyti, sem skotið er utan sjónmáls við skot- markið. ---------------- Listasafn Sigxiijóns; Bókmennta- dagskráá sunnudag BÓKMENNTADAGSKRÁ verð- ur næstkomandi sunnudag 3. febrúar í Listasafni Sigurjóns Ólafssonar á Laugarnesi. Lesið verður úr íslenskum þýð- ingum á nokkrum öndvegisverkum, sem gefin voru út fyrir síðustu jól og verða að þessu sinni kynnt skáld- verk eftir höfunda sem ekki hafa verjð þýddir áður á íslensku. Árni Bergmann mun lesa úr þýð- ingu sinni á Undirleikaranum eftir Nínu Berberovu. Viðar Eggertsson les úr bókinni Utz eftir Bruce Chat- win, sem Unnur Jökulsdóttir og Þorbjörn Magnússon hafa þýtt. Ólöf Eldjárn mun lesa úr eigin þýðingu á bókinni Heimur feigrar stéttar eftir suður-afrísku skáldkonuna Nadine Gordimer. Margrét Áka- dóttir les úr Blóðbrúðkaupi eftir Yann Queffélec í þýðingu Guðrúnar Finnbogadóttur, en þessi saga hefur hlotið hin virtu Concourt-verðlaun. Að lokum les Sigurður A. Magnús- son úr þýðingu sinni á skáldsög- unni Dreggjar dagsins eftir Kazuo Ishiguro, en bókin hlaut eftirsótt- ustu bókmenntaverðlaun Breta, Booker-verðlaunin, árið 1989 og hefur farið sigurför um allan heim. Dagskráin hefst kl. 15.00 stund- víslega og stendur í um það bil klukkustund. (Fréttatilkynning) ------M-t------- ■ ÍSLANDSNEFND Lett- erstedtska sjóðsins hefur ákveðið að veita ferðastyrki á árinu 1991 til íslenskra fræði- og vísinda- manna, sem ferðast vilja til Norður- landa á árinu í rannsóknarskyni. Tekið skal fram að ekki er um eigin- lega námsferðastyrki að ræða held- ur koma þeir einir til greina sem lokið hafa námi en hyggja á frek- ari rannsóknir eða þekkingarleit á sínu sviði. Umsóknir skal senda til Islandsnefndar Letterstedtska sjóðsins, c/o Þór Magnússon, pósthólf 1489, 121 Reykjavík, fyrir febrúarlok 1991. Veitir hann einnig nánari upplýsingar. (Fréttatilkynning)

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.