Morgunblaðið - 02.02.1991, Blaðsíða 29

Morgunblaðið - 02.02.1991, Blaðsíða 29
MORGtíNBl.AÐlf) TjU.GARDAGUH 2. PEÐRÍHAR 1'991 Höfundar ljóðanna 25. Þeir eru í stafrófsröð.-Björg Björnsdóttir, Björgvin E. Björgvinsson, Gerður Kristný, Guðríður Lillý Guðbjörns- dóttir, Guðrún Margrét Tryggvadóttir, Jón Stefánsson, Jón Özur Snorrason, Kristján Þórður Hrafnsson, Margrét Lóa Jónsdóttir, Melkorka Tekla Ólafsdóttir, Olöf Kristín Pétursdóttir, Sigrún Þorvarðardóttir, Sigurður Sverrir Stephensen, Sindri Freysson, Stein- ar Guðmundsson, Svanhildur Eiríksdóttir, Vilborg Davíðsdóttir, Þorbjörg Hróarsdóttir, Þórdís Guðjónsdóttir og Ösp Viggósdóttir. Stúdentaráð: 25 verðlaunaljóð gefin út VERÐLAUN AAFHENDIN G í ljóðasamkeppni háskólastúd- enta veturinn 1990-1991 fór fram í Garðsbúð, fundarsal Stúdentaráðs í Gamla Garði, í gær. 213 ljóð bárust í keppnina og fengu 24 ljóð auk verðlauna- ljóðs sérstaka viðurkenningu. Stúdentaráð hefur gefið ljóðin út í bók sem heitir eftir einu ljóðanna Þessi ást, Þessi ást. Sæmundur Norðfjörð, heim- spekinemi og umsjónarmaður ljóðasamkeppninnar ávarpaði við- stadda og lýsti yfir ánægju sinni með fjölda þátttakenda í keppn- inni. Hann sagði að starf dóm- nefndarinnar, skáldanna Matt- híasar Johannessen, Steinunnar Sigurðardóttur og Sigurðar Páls- sonar, hefði verið erfitt vegna þess hve mörg góð ljóð bárust í keppnina en lagði áherslu á að ljóðin 25 verðskulduðu öll sæti sitt í ljóðasafninu. Eftir ávarp Sæmundar tók Þórdís Guðjónsdóttir, sem samdi verðlaunaljóðið, við viðurkenn- ingu dómnefndar úr hendi Matt- hísar Johannessen og sagði að verðlaunin væri án efa henni jafn mikilvæg og „alvöruskáld“ bók- menntaverðlaun Norðurlandar- áðs. Þá voru afhendar viðurkenn- ingar fyrir önnur ljóð í bókinni. I samtali við Morgunblaðið sagði Þórdís, höfundur verðlauna- ljóðsins, að hún væri bæði glöð og stolt yfir viðurkenningunni. Hún kvað hana hafa komið á óvart en sagði að innst inni hefði blun- dað með henni sá draumur þegar hún skiiaði Ijóðinu í keppnina að það yrði valið í bókina. I samtal- inu kom fram að viðurkenningin væri henni hvatning til að halda áfram að yrkja en hún sagði að ekki væri von á ljóðabók frá sér á næstunni. Á þessari önn mun hún þó semja að minnsta kosti eitt ljóð á viku og skila kennara sínum í námskeiðinu Ritlist sem Þórdís Guðjónsdóttir tekur við viðurkenningu úr hendi Matthías- ar Johannessen. Fyrir aftan standa Sigurjón Þorvaldur Árna- son, formaður stúdentaráðs, Sæmundur Norðfjörð, umsjónarmað- ur keppninnar og Steinunn Sigurðardóttir. kennt er í íslenskudeildinni. Verðlaunaljóðið, Lindamosa, sagði Þórdís vera náttúrumynd. „Kannski vísar það líka til innri veruleika mannsins," sagði Þórdís og bætti við að sum skáld vildu sem minnst um ljóðin sín segja. „Mitt er að yrkja, þitt að skilja,“ hafði Þórdís eftir einu þeirra. Ljóð eftir Þórdísi hafa áður birst í Mími, tímariti íslenskunema og Lesbók Morgunblaðisins. 2& Bensínsparnaður: Oíufélög ráðleggja viðskipta- vinum SKELJUNGUR hf. og Olíufé- lagið hf. hafa gefið út leiðbein- ingabæklinga um hvernig spara megi bensín. Bæklingarnir liggja frammi á bensínstöðvum félaganna. Þetta er liður í sam- ræmdu átaki stjórnvalda og fleiri aðila til eldsneytisspam- aðar vegna óvissuástands fyrir botni Persaflóans. í bæklingunum eru taldir upp tugir atriða sem áhrif geta haft á eldsneytisnotkun bifreiða og gefn- ar leiðbeiningar um hvað eri að hafa í huga til að eyðslan verði ekki óþarflega mikil. Þá er í öðrum bæklingnum er.tafla sem sýnir hve miklu bensíni bíllinn eyðir á hveija 100 kílómetra miðað við ekna vegalengd og bensínlítra sem fóru á tankinn til að fylla hann. Leiðrétting í FRÉTT Morgunblaðsins sl. fimmtudag um auglýsingaskilti Kviksýnar hf. á þaki Nýja bíós var rangt farið með nafn framkvæmda- stjóra fyrirtækisins og hann sagður vera Samúel Ólafsson. Hið rétt er að Bjarni Friðriksson er fram- kvæmdastjóri þess en hönnuður fyrirtækisins og sá er hafður var eftir fréttinni er Samúel Þórarins- son. Þess má geta að fyrirtækið býður jafnframt upp á birtingu af- mæliskveðja og annarra skyldra skilaboða jafnt sem auglýsinga. Léttmeti á þorra Þorrinn er nú genginn í garð og þá er um að gera fyrir okkur að vera búin að ná af okkur þeim kilóum, sem við bættum á okkur um jólin. Svo er líka miklu betra fyrir líkama og sál að borða stundum léttmeti sem í leiðinni minnkar mittismálið. Mesta ánægja margra er að borða Uúffengan og vel fram borinn mat. Þetta getum við látið eftir okkur án þessað fitna. Við megum ekki kaupa „bara eitthvað fljótlegt" án þess að hugsa og segja um leið: „Eg má ekki vera að því að búa til góðan mat.“ Sannleikurinn er sá, að við erum ekkert lengur að búa til góðan mat en lélegan, við þurf- um bara að hugsa svolítið, en það ættum við flest að hafa tíma til að gera. Nú fæst alls konar grænmeti, margar teg- undir af góðu fitulitlu kjöti og svo auðvitað heimsins besti fiskur. Og nú er verð á kjúkl- ingum lágt. Kjúklingar eru fitu- litlir og mjög auðmeltanlegir. Að vísu er fita í húðinni og undir henni, en við getum farið að eins og Indveijar gera oft- ast, tekið haminn af. Kjúkling- inn skulum við hafa soðinn, og með honum sjóðum við tómata og lauk. Þetta er hollur, drjúg- ur og nyög góður réttur og ekki fitandi. Hrísgijón berum við með og ef við viljuin hafa meira við og höfum tíma til, er tilvalið að baka bananabrauð og bera með. Indverskur kjúklingaréttur 1 meðalstór kjúklingur 1 tsk. salt 4 dl vatn ’A tsk salt í vatnið 1 msk. matarolía 2 stórir laukar 2 hvítlauksgeirar 2 tsk. rifín engiferrót (má sleppa) 1 tsk. blandað kjúklingakrydd 1 lítil dós hrein jógúrt, 180 g ‘A hálfdós niðursoðnir tómatar 1. Sundurhlutið kjúklinginn, Umsjón: KRISTÍN GESTSDÓTTIR Teikningar: SIGURÐUR ÞORKEUSSON bringurnar sér og lærin sér. Klipp- ið hrygginn frá. Takið síðan ham- inn af og fleygið. Þerrið kjötstykk- in vel. Nuddið salti vel inn í kjötið. 2. Leggið hrygginn, hálsinn og innyflin í 3 dl af mildu saltvatni og sjóðið í 20 mínútur. 3. Setjið matarolíu á pönnu og smyijið henni jafnt um pönnuna, hitið þar til rýkur úr henni og steikið kjötbitana á öllum hliðum. Takið pönnuna af hellunni. 4. Takið allt nýtilegt kjöt af beinum og setjið út í soðið í pottin- um. 5. Afhýðið lauk og hvítlauk, skerið í litla bita og setjið út í soðið. Rífið engiferrótina og setjið saman við. Sjóðið við háan hita í 5—7 mínútur, en þá á mikill hluti soðsins að hafa gufað upp. 6. Setjið laukblönduna í kvörn eða meijið gegnum sigti. Setjið krydd út í og setjið aftur í pottinn. 7. Hrærið jógúrtina hægt út í. 8. Setjið tómatana og soðið af þeim út í sósuna. Látið sjóða, setj- ið síðan yfir kjötbitana á pönn- unni, leggið hlemminn á pönnuna og látið sjóða við hægan hita í 20-30 mínútur. Bananabrauð 5 dl hveiti 1 tsk. fínt þurrger 'A tsk. salt 1 tsk. sykur 'A msk. matarolía 1 dl léttmjólk 1 dl vel heitt vatn úr krananum 2 bananar 1. Setjið hveiti, þurrger, salt og sykur í skál. 2. Setjið matarolíu út í. 3. Blandið saman heitu vatni og kaldri léttmjólk. Þetta á að vera fingurvolgt. Hrærið út í. Látið standa á volgum stað í 20—30 mínútur. 4. Skiptið deiginu í 8 bita. Fletj- ið hvem bita út með kökukefli. 5. Takið hýðið af banönunum. Skerið síðan hvern banana í tvennt langsum og kljúfið síðan báða bitana, þannig að þið fáið 4 bita úr hveijum banana. 6. Leggið bananabita á hvem deigbút, lokið deiginu utan um. 7. Leggið á bökunarpappír á bökunarplötu. Látið lyfta sér í 20-30 mínútur. 8. Hitið bakaraofn í 210°C, blástursofn í 190°C, setjið brauð- ið í miðjan ofan og bakið í u.þ.b. 15 mínútur.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.