Morgunblaðið - 02.02.1991, Blaðsíða 38

Morgunblaðið - 02.02.1991, Blaðsíða 38
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARQAGUR 2. FEBRUAR 1991 Ambjörg Sigurðar- dóttir - Minning Fædd 28. septeraber 1934 Dáin 27. janúar 1991 Þá eik í stormi hrynu? háa, hamra því beltin skýra frá. En þegar Qólan fellur bláa fallið það enginn heyra má. En ilmur horfinn innir fyrst, urta - hvers byggðin hefur misst. (Bjarni Thorarensen) Þetta fallega erindi þjóðskáldsins kom upp í huga mínum þegar ég heyrði um fráfall Arnbjargar Sigurð- ardóttur, vinkonu og skólasystur minnar frá Skriðu. Eg vissi um veikindi hennar fyrir stuttu en að endalokin væru svo skammt undan, bjóst ég ekki við. Eins og ævinlega þegar óvænt dauðsfall verður, situr maður sem þrumu lostinn og spyr sjálfan sig; getur þetta virkilega verið satt, hún Adda, góða glaða stúlkan sem ég þekkti frá bamaskólaárum okkar og síðan veturinn 1957—’58 á Kvenna- skólanum á Laugum. Eftir það voru fáir fundir en þegar það bar undir var eins og að hitta systur sína. Adda fæddist 28. september 1934 í Rauðuskriðu í Skriðuhverfi, því gamla höfðingja- og sýslumannssetri fyrr á öldum. Að standa á Skriðu- hlaði og horfa yfir í Kinn, sjá bæja- röðina þar út með hlíðinni er falleg sjón á sumardegi. Eða horfa á Skjálfandafljót falla í átt til sjávar á sléttlendinu, fyrst grænum engjum og síðast „flæmast um dökkan sand“. Sjá kvöldsólina roða fjallgarð- inn í vestri og svo mjúkar línur Mánafells og Fljótsheiðar og alla þá fjölbreytni sem árstíðirnar ljá náttú- ranni í fagurri og friðsælli sveit. Foreldrar Öddu vora Hulda Kristj- ánsdóttir frá Bergsstöðum og Sig- urður Friðfínnsson, fæddur og alinn upp í Skriðu. Þar bjuggu líka Ámi, bróðir Sigurðar, og Guðný, kona hans, systir Huldu. Adda var þriðja í röðinni af fímm systkinum og sex vora’á hinu búinu. Þessi stóra fjöl- skylda bjó í sama húsinu sem var timburhús, ein hæð og kjallari, 80 fm, byggt 1926 og svo vora þarna í heimili gamli bóndinn, Friðfínnur Sigurðsson, faðir bræðranna og seinni Hona hans, Guðrún Bjarna- dóttir. Einnig ýmsir einstæðingar er áttu þama athvarf lengri eða skemmri tíma. Nærri má geta að oft hefur verið þröngt á þingi en það var haft á orði hvað samkomulag var með mikl- um ágætum á þessu heimili enda prúðmennska og fáguð framkoma aðalsmerki þessa fólks og Friðfinn- ur, faðir þeirra bræðra, með afbrigð- um hógvær og góðgjam maður sem alls staðar vildi láta gott af sér leiða. Að Skriðu kom ég ekki oft sem barn en þó stöku sinnum. Fljótsheið- in eða Hálsinn var á milli svo það var nokkur þröskuidur. Ég man komu í Skriðu með foreldrum mín- um, þá smástelpa, og horfði með aðdáun á allar þessar fallegu, ljós- hærðu og litfríðu stúlkur svo bjartar og broshýrar. Þær voru átta frænk- urnar og drengimir þrír og af þess- um hóp era nú þrjú horfín okkur sjónum. Auk Öddu, Guðfinna Árna- dóttir, frænka hennar, og Friðfinn- ur, bróðir hennar, öll á besta aldri og öllum harmdauði. í annað sinn kom ég í Skriðu, þá ein og dauðfeim- in. Húsfreyjumar buðu mér inn og ég fékk þær bestu góðgerðir, það var spjallað við mig eins og ég væri einhver merkispersóna en ekki upp- burðariaus krakki af næsta bæ. Aðalkynni okkar Öddu urðu svo á Kvennaskólanum á Laugum og þar sem annars staðar virtist hún hverjum manni vel. Léttlynd og glöð á sinn fallega og hógværa hátt, trygg og traust. Vel verki farin og vildi allt færa til betri vegar, stóð þó vel fýrir sínu máli ef þurfa þótti. Með henni var gott að vinna. Hún hafði vissulega tekið í arf bestu eig- inleika foreldra sinna. Adda giftist Gunnari Páli Jóhann- essyni og hófu þau búskap sinn á Húsavík. Börn þeirra era Guðrún, gift Sigurði Iliugasyni og eiga þau þijá drengi, og Sigurður, búsettur í Svíþjóð, kvæntur sænskri konu, Annelie Kalleqvist. Þau eiga tvær dætur. Eftir að börnin komust upp vann Adda eitthvað utan heimilis, m.a. á dvalarheimilinu Hvammi á Húsavík. Þar kom sér vel glaðlegt viðmót og hlýjar hendur. Eg fluttist á annað landshorn, fjarri heimahögum, en við höfðum samband öðra hvora og þegar skóla- systur frá Laugum komu saman var Adda mjög áhugasöm og drífandi. í vor verða 3 ár frá því að við hitt- umst á Akureyri í tilefni 30 ára skólaafmælis. Þar sáumst við Adda, hún var svo geislandi glöð og án- ægð. Við ræddum um að nú yrði að líða skemmra á milli samfunda en: „Enginn veit hvert liggur hans leið, hvort iöng eða stutt verða spor.“ Hún átti ekki lengri leið hér á meðal okkar en minningin um hana mun lifa. Fyrst og fremst hjá manni og börnum um elskulega eiginkonu, móður og ömmu og hjá ættingjum og samferðafólki er sakna hennar sárt. Ég sendi þeim öllum dýpstu samúðarkveðjur. Nýárssólin hefur þokað skammdegismyrkrinu til hliðar. Ég bíð og vona að sorgar- myrkrið sem nú grúfir yfír ástvinum hennar hverfi einnig fyrir sól trúar og vonar. Ég kveð Öddu, þessa góðu vin- konu mína í þeirri trú að nú hafi hún öðlast nýjan kraft — sem geri henni fært meira að starfa guðs um geim. Ásta Ketilsdóttir frá Fjalli. Við fráfall Öddu er skarð fyrir skildi í frændgarðinum á Húsavík. Þótt Adda væri ekki frænka mín heldur eiginkona föðurbróður míns, hefði hún ekki getað staðið okkur frændsystkinunum nær. Adda og Gunni Palli vora nánast alltaf nefnd samtímis. Þau vora svo samhent í öllu enda þótt þau væra um margt ólíkir persónuleikar, eins og títt er í bestu hjónaböndum. Ég á eina mína fyrstu bernsku- minningu frá brúðkaupi þeirra Öddu og Gunna árið 1959. Þegar ég gifti mig voru það síðan Adda og Gunni sem gerðu sér ferð suður, ekki að- eins til að taka þátt í veislunni, heldur ekki síður til að aðstoða við undirbúning á allan hátt. Þau hafa alla tíð verið óþreytandi að taka sér ferðir á hendur til að samgleðjast við stórviðburði. Adda hefur átt sinn ríka þátt í að byggja upp þá .miklu samheldni og samkennd sem ríkir meðal föðursystkina minna og fjöl- skyldna þeirra. Adda er í huganum órjúfanlega tengd Húsavík og föðurfjölskyldu minni. Við systkinin voru þau einu úr fjölskyldunni sem ekki ólumst upp í Þingeyjarsýslu, en vorum lang- dvölum á Húsavík á sumrin. Við bjuggum þá hjá afa okkar og ömmu en gátum verið eins og við vildum á heimili Öddu og Gunnu og nutum þess. Adda var í reynd eins frá fyrstu kynnum og hræringar úti í þjóðfélaginu röskuðu ekki hennar hugarró. Mildi hennar, hlýja og umburðarlyndi löðuðu jafnt unga sem aldna að henni. Adda var ein- staklega yfírveguð í allri sinni fram- göngu og ef eitthvað hefur komið henni úr jafnvægi, þá lét hún að minnsta kosti ekki á því bera. Adda og Gunni tóku ævinlega á móti gestum af miklum rausnarskap og hlýlegt heimili þerra og gott við- mót húsráðenda laðaði gesti að. Ég og systkini mín höfum margoft ásamt fjölskyldum okkar orðið að- njótandi gestrisni þeirra og þeirrar glaðværðar sem ríkti á heimilinu. Við munum sakna þess að geta ekki lengur komið á Skólagarð 10 og hitt þar fyrir þá góðu konu sem Adda var. Ekki minnist ég þess að hafa heyrt hana hallmæla nokkrum manni. Adda var fædd og uppalin á Rauðuskriðu en bjó síðan í meira en þijá áratugi á Húsavík. Það var hins vegar glöggt á hennar tali að hugurinn var mikið bundinn við sveitina. Ég minnist þess er við systkinin fengum að fara með í sveitina og nutum gestrisni Skriðu- fólksins. Þar hittum við einnig fyrir afa Öddu, Friðfinn, sem mun hafa verið með elstu mönnum á landinu er hann dó. Foreldrar Öddu fluttust til Húsavíkur er líða tók á ævikvöld- ið og nutu þau umhyggju dóttur sinnar til hinstu stundar. Föður- amma mín átti einstaklega gott samband við þessa tengdadóttur sína. Adda og hún nutu samvista hvor við aðra og sú alúð sem Adda lagði í það að hlúa að henni gleym- ist okkur ekki. Er amma var kvödd hinstu kveðju fyrir réttu ári mun engan hafa órað fyrir því að Adda, þessi fríska og lífsglaða kona, lifði aðeins einu ári lengur. Adda starfaði ekki mikið utan heimilis. Heimilið, börnin og barna- börnin áttu hug hennar allan. Ég minnist þess að hún sagði að það væri ekki aðalatriðið hversu mikils væri aflað, heldur að farið væri vel með það sem menn hefðu úr að spila. Hún hafði ekki þörf fyrir að iáta á sér bera, en rækti frábærlega vel allt sem henni var falið. Hún var boðin og búin að rétta öðram hjálparhönd. Jákvætt hugarfar, glaðværð og hógværð voru aðals- merki Öddu. Við fráfall hennar koma ótal myndir upp í hugann er tengjasta ánægjulegum samveru- stundum. Það eru einungis bjartar minningar til um þessa vönduðu og traustu konu. Um leið og ég votta frænda mínum og fjölskyldu hans samúð á erfíðri stundu bið égtluð að blessa minningu Öddu. Berglind Við viljum þakka elsku ömmu Öddu fyrir alla hlýjuna og ástúðina sem hún veitti okkur þann tíma sem við fengum að hafa hana hjá okkur. Nú legg ég augun aftur, ó, Guð, þinn náðarkraftur mín veri vöm í nótt. Æ, virst mig að þér taka, mér yfir láttu vaka þinn engil, svo ég sofi rótt. Gunnar Illugi, Arnar Þór, Sigurður Már, María Björg, Linnea Sigrún. í dag kveð ég kæra frænku, Arnbjörgu Sigurðardóttur frá Rauðaskriðu í Aðaldal. Hugurinn hvarflar aftur í tímann til bernskuáranna í Rauðaskriðu. Þar ólumst við upp ellefu frænd- systkin og undum glöð við leik og starf. Margar góðar stundir átti hópurinn við orgelið með Sigurði, frænda mínum, föður Öddu. Nú eru þijú frændsystkinin horfín yfir móðuna miklu, svo allof snemma fínnst okkur sem eftir eram. Frið- fínnur lést 48 ára, Guðfinna lést 51 árs og nú Arnbjörg 56 ára. Öli iétust þau af sama sjúkdómnum. Árin liðu og hópurinn dreifðist um landið, en oft hittumst við, ýmist á bernskuslóðum eða í heim- sóknum hvert hjá öðru. Oft var þá glatt á hjalla og ekki var það síst Adda sem var gleðigjafínn með sín- um skemmtilega húmor og jákvæðu viðhorfum. Arnbjörg fæddist 28. september 1934, dóttir hjónanna Huldu Krist- jánsdóttur og Sigurðar Friðfinns- sonar í Rauðaskriðu, sem bæði eru nú látin. Hún var þriðja í röðinni af fimm systkinum. Eftir lifa Guð- rún, Hólmfríður og Sigurður Krist- ján. Minning: Krisljana V. Hannes- dóttirfv. skólastjóri Fædd 22. mars 1895 Dáin 21. janúar 1991 Kristjana átti. sinn persónuleika. Eftir henni var tekið og þá sérstak- lega fyrir það að hún frá unga aldri haslaði sér jafnan völl þar sem góð- um málum mátti leggja lið. Tillögur hennar voru alltaf mannbætandi. Á meðal kynsystra sinna var hún jafn- an í forystu og sparaði ekki sporin til þess er hún áleit að kæmi þjóðlíf- inu til bóta. Harmaði það ef hún náði ekki nógu langt og átti erfitt með að trúa því hve hið góða með- al vor mannanna átti oft lítinn byr. Sannfærð um að ef Kristur mætti ráða lífi hvers manns, væri heimur- inn ekki sá táradalur sem hann er í dag. Dugnaður og þrautseigja voru einkenni hennar og sérstak- lega þegar góð baráttumál voru í hættu. Kvenfélögin og sambönd þeirra voru henni mikil hugðarefni og þar gat hún komið mörgu góðu til leið- ar. Kirkjan var henni kær og hún vildi meira af boðskap Jesú Krists inn í skólana. Hún var forstöðukona Kvenna- skólans á Staðarfelli þegar fundum okkar bar fyrst. saman og ég fann strax hug hennar til allra þeirra hafði með sér góða kennara sem gerðu-skólann með henni að virð- ingarstofnun sem litið var upp til. Til Stykkishólms bar hún órofa tryggð, en þar lágu hennar æsku- spor í vernd góðra foreldra og systkina. Foreldrar hennar voru Einbjörg Þorsteinsdóttir ættuð úr Dölum og Hannes Kristjánsson smiður í Nesi. Seinustu 40 árin var hún búsett í Stykkishólmi og vann þar að hugðarmálum sínum. Hún stýrði Kvenfélaginu hér um langa hríð og virkur þátttakandi var hún í sambandi breiðfirskra kvenna. Kristjana var kennari að mennt. Það var henni kært starf. Á þeim vettvangi gat hún beint æskulýðn- um leið manndóms og blessunar, þá leið sem henni var sjálfri bent á í foreldrahúsum og hafði reynst henni vel. Og orðum hennar var treyst. Og hún lét ekki nægja að kenna, held- ur sýndi hún það með lífi sínu og framkomu að hún talaði ekki út í bláinn. Við hittumst oft. Ég var einnig með henni á merkisdögum lífs hennar, með henni bæði á stund- um sorgar og gleði. Og alltaf var hún sama Kristjana. Þess er svo gott að minnast og benda á. Um þessi efni mætti skrifa langt málft spm mér þótti vænt um. Húq.y mál, en það var ekki tilgangur þessa greinastúfs, heldur færa fram þakkir mínar og minnar fjölskyldu, þegar nú samfylgd í þessum heimi lýkur. En Kristjana var ekki í vafa um endurfundi. Það var svo margt sem styrkti hana í þeirri trú og þar er nýr vettvangur. Kristjana giftist ekki og átti ekki börn en gegnum kennarastarfíð eignaðist hún þau og ótal marga vini. Það var hennar fjársjóður, ásamt göfugu ævistarfi. Blessuð sé minning hennar. _ Arni Helgason í dag verður Kristjana Valgerður Hannesdóttir borin til moldar frá Stykkishólmskirkju. Hún lést á Sjúkrahúsinu í Stykkis- hólmi mánudaginn 21. janúar sl. á i9(j. aldursári eftir að hafa á^t vi$ vanheilsu að stríða um langt skeið. Kristjana hélt andlegri heilsu til síðasta dags og æðraðist ekki þótt líkamleg heilsa gæfi sig. Það var hennar lífsstíll að bera sig vel og taka mótlæti með jafnaðargeði og reisn. Kristjana var fædd í Ögri í Helga- fellssveit hinn 22. mars 1895. For- eldrar hennar vora. hjónin Einbjörg Þorsteinsdóttir og Hannes Guð- mundur Kristjánsson, póstur og jámsmiður í Nesi við Stykkishólm. Strax á unglingsárum komu fram þeir eiginleikar Kristjönu að leggja ótrauð á brattann og sækja fram til manndóms og þroska. Hún stundaði nám í Unglingaskóla Stykkishólms veturinn 1910-11 og mun hafa verið eina stúlkan í skólanum það árið. Ári síðar hóf hún kennslu aðeins 17 ára gömul og var heimiliskennari á ýmsum stöðum við Breiðafjörð á áranum 1912-1914. Þetta var upphafið á því lífsstarfi sem hún valdi sér og sem féll svo vel að skapgerð hennar og hæfileik- um. Hún fór til náms í Kennaraskóla Islands og lauk kennaraprófí árið 1917 með ágætum vitnisburði. Sama árið og Kristjana lauk kenn- araprófí var hún ráðin til starfa við barnaskóla Stykkishólms í forföllum skólastjóra til loka skólaársins 1917-18. Næsta skólaár kenndi hún í Helg- afellssveit en fór eftir það til kennslu. á VestQörðum og kenndi við barna- skólann á Suðureyri við Súganda- flörð í þrjú ár og við barnaskóla Patreksfjarðar á árunum 1922 til 1927. í;. 'j Á,þeipi;tíma sem, Krjstj^pa var, við kennslu á Vestfjörðum jók hún við menntun sína bæði með því að sækja námskeið hér innanlands og með námsdvöi í eitt og hálft ár á Norðurlöndum. Það hefur þurft kjark og dug til þess að leggja land undir fót á eigin spýtur og fara til námsdvalar erlend- is á þessum tíma, en Kristjana var alltaf tilbúin til að glíma við erfið verkefni ef hún taldi sig hafa mögu- leika á að leysa þau. Eins og áður er sagt dvaldi hún í eitt og hálft ár á Norðurlöndum á árunum 1925 og 1926. Á þessu tímabili stundaði hún m.a. nám í lýðskóla og í húsmæðraskóla í Tarna í Svíþjóð. Ennfremur sótti hún nám- skeið í hjúkran og meðferð ungbarna í Gautaborg og fór að því búnu til Danmerkur þar sem hún settist á skólabekk í safnaðarskóla í Slagelse. Þá var hún einnig um tíma í Nor- egi, heimsótti skóla og kynnti sér skólastarf. Kristjana hafði mikinn áhuga á framhaldsmenntun og menntun hús- mæðra. Hún notaði tækifærið meðan hún var erlendis til að heimsækja framhaldsskóla og húsmæðraskóla í Ósló, Gautaborg og Kaupmanna- höfn. Á heimleiðinni kom hún við í Færeyjum og dvaldi þar í nokkra mánuði. Þar tók hún að sér kennslu um þriggja mánaða skeið við lýð- Skóla Færeyinga í Þórshöfn. Hún eignaðist fjölda vina og kunningja í þessum ferðum og stóð í bréfasambandi við marga þeirra áram saman. Árið 1927 veiktist Kristjana af berklum og var frá störfum af þeim ,sökum upi J,yeggja ,ára sþejð. Hún

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.