Morgunblaðið - 02.02.1991, Blaðsíða 31

Morgunblaðið - 02.02.1991, Blaðsíða 31
3l> . Frumvarp til stjórnskipunarlaga: Alþingi starfi heilt og óskipt í einni málstofu diktsson vitnar til orða Jóns Sig- urðssonar í Nýjum félagsritum um að „mjög fáir mundu vera með tvískiptu þingi ef þeir ættu kost að halda því heiiu og óskiptu afar- kostalaust“. Ræðumaður vonaði að tilvitnanir sínar sýndu að ekki væri verið að láta fyrir róða skipu- lag löggjafarstarfa sem íslenskar hefði 1931 og 1974. Ræðumaður benti þó á að umboð þingmanna væri þó ekki fullkomlega tryggt- ef þess væri ekki gætt að stofna til kosninga áður en umboð þing- manna rynni út, þ.e.a.s'. fjórum árum eftir síðustu koshingar. Ólaf- ur minni áheyrendur á að um þetta atriði hefðu orðið nokkrar þrætur Ólafur G. Einarsson þjóðfrelsishetjur á ofanverðri 19. öld hefðu barist fyrir. Framsögumaður rakti í nokkru máli hvernig hlutverk og vægi sameinaðs Alþingis hefði aukist í áranna rás og síðustu kaflaskilin hefðu verið er ný þingskaparlög voru sett árið 1985. Ölafur G. Einarsson rakti einnig nokkuð röksemdir með þeim breyt- ingum sem gerðar eru tillögur um, m.a. nefndarstörf verði skilvirkari og meðferð mála í þinginu vand- aðri. Deildarskiptingin hafi oft leitt til þess að ríkisstjórnir sem notið hafi stuðnings meirihluta þing- manna hafi átt erfitt með að koma málum sínum í gegnum þingið vegna þess að þær hafi ekki haft tilskilinn meirihluta í báðum deild- um. Það gæti ekki talist lýðræðis- legt t.d. að 11 þingmenn af 63, þ.e.a.s. meirihluti í efri deild, gæti fellt mál. Framsögumaður vildi ekki gefa mikið fyrir þau rök að núverandi skipan tryggði betri umfjöllun um löggjöf sem þyrfti að fara í gegnum tvær þingdeildir. Dæmi væru til um að málum væri hraðað mjög í gegnum fyrri deild og treyst á að sú síðari gerði bragarbætur, en síðari deildin afgreiddi málið at- hugunarlítið í þeirri trú að fyrri deildin hefði farið vandlega í sau- mana á máíinu. Ólafur vék aðeins að því að í nefndinni sem samið hefði frum- varpið hefðu reynst ákaflega skipt- ar skoðanir um heimildir til útgáfu bráðabirgðalaga. Niðurstaðan hefði orðið að gera nokkrar breyt- ingar en hinn formlegi réttur væri ekki þrengdur. Staðfestingarfrum- varp bráðabirgðaiaga skal lagt fram á fyrsta fundi þingsins eftir útgáfu laganna og falla úr gildi hafi afgreiðslu þeirra ekki verið lokið innan mánaðar. Það kom m.a. fram í ræðu Ólafs að hann teldi ^ það mikilsverða breytingu að þingmenn héldu um- boði sínu til kjördags og stórdeilum um þingrof forðað eins og gerst á þinginu fyrr í þessari viku. Hann hvatti til þess að nefnd sú sem fengi málið til umfjöllunar athug- aði hvort ekki væri hægt að ná samkomulagi um eitthvert það orðalag serii gæti sett undir þennan „leka“. Framsögumaður kom víðar við i sinni ræðu, gerði m.a. grein fyrir drögum að þingsköpum, sem hlytu að fylgja í kjölfar þeirra breytinga sem hann mælti fyrir. Að endingu lagði hann til að frumvarpinu yrði vísað til 2. umræðu og allsheijar- nefndar. Gamli sáttmáli Frumvarpið fékk góðar undir- tektir flestra þingmanna. Guðrún Helgadóttir forseti sameinaðs þings þakkaði þingflokksformönn- um fyrir einstaklega gott og mark- visst starf og bað þingmenn að forða því að þetta mæta mál dag- aði uppi. Steingrímur Hermanns- son fagnaði frumvarpinu og flestar tillögur voru honum skapfelldar, t.d. fagnaði hann því að bráða- birgðalög yrðu strax lögð fram en taldi að einn einn mánuður til að afgreiða málið gæti e.t.v. reynst í knappara lagi. Málmfríður Sig- urðardóttir lýsti stuðningi við frumvarþið en dró ekki dul á að hún hefði viljað sjá ákvæði um útgáfu bráðabirgðalaga þrengri eða felld niður. Málfríður greindi frá því að persónulega hefði hún haft efasemöir um að Alþingi væri ein málstofa en hún beygði sig fyrir rökum annarra nefndar- manna. Jón Kristjánsson (F-Al) taldi flest í frumvarpinu vera til stórra bóta og fagnaði því tæki- færi að fjalla nánar um þetta mál í allsherjarnefnd neðri deildar þar sem hann er formaður. Stefán Valgeirsson (SFJ-Ne) vildi að fleiru væri breytt í stjómar- skránni, umboðsmaður Alþingis hefði bent á að mannréttinda- ákvæðin væru ófullkomin. — En þótt skrefin væru smá væm þau í rétta átt. Ólafur Þ. Þórðarson (F-Vf) gerði nokkrar athugasemd- Frumvarp um félags- þjónustu sveitarfélaga Jóhanna Sigurðardóttir félagsmálaráðherra hefur lagt fram áður boðað frumvarp um félagsþjónustu sveitarfélaga. Nokkur ágreining- v ur hefur verið miili hennar og Svavars Gestssonar um dagvist barna. I frumvarpinu segir að markmið félagsþjónustu á vegum sveitarfé- laga sé að tryggja fjárhagslegt og félagslegt öryggi og stuðla að vel- ferð íbúa á grundvelli samhjálpar. í lögunum er fjallað um þjónustu og aðstoð í tengslum við marga málaflokka s.s. félagslega ráðgjöf, heimaþjónustu, þjónustu við aldr- aða, dagvist barna o.fl. í greinargerð með frumvarpinu segir m.a. að gert sé ráð fyrir því að félagsþjónusta sveitarfélaga heyri undir félagsmálaráðuneyti. Lagt er til að nýir málaflokkar færist til þess ráðuneytis ýmist að hluta eða öllu leyti. „Fyrst og fremst er um að ræða barnaverndarmál sem alfarið flytjast frá mennta- málaráðuneyti til félagsmálaráðu- neytis. Þá er gert ráð fyrir að ný viðfangsefni félagsmálaráðuneytis verði dagvistarmál, málefni aldr- aðra, málefni áfengissjúkra og vímugjafavarnir án þess þó að þess- ir málaflokkar færist í heild sinni til félagsmálaráðuneytis." Það kemur fram í greinargerð- inni að nefndin sem hefði samið frumvarpsdrögin hefði lagt til að dagvistarmál færðust alfarið frá menntamálaráðuneyti til félags- málaráðuneytis. Hins vegar hefði komið fram veruleg andstaða gegn ^ þeirri tilhögun frá menntamála- ráðuneyti og Fóstrufélagi íslands á grundvelli þess að ekki mætti ijúfa samfellt uppeldisstarf leikskóla og grunnskóla. Til að koma til móts við þessi sjónarmið er fallist á að fagleg umsjón með uppeldisstarfi dagvista heyri undir menntamála- ráðuneyti. Morgunblaðið/Sverrir ir. Framkvæmdavaldið hefði þann vonda sið að þrengja að valdi Al- þingis og ætla því ekki tíma né rúm til að afgreiða mál svo vel væri. Formenn þingflokkanna og forset- ar Alþingis hefðu studd fram- kvæmdavaldið í þessu. Hann taldi sérskipaðar „súpersveitir“ þingsins ekki best til þess fallnar til að bæta hér úr. Hann benti á að í stjórnarskrárnefnd sætu ágætis- menn sem hann bæri traust til. Stjórnarskrárbreytingar yrði að áfgreiða heilstætt, þetta frumvarp væri yfirklór. Hann gerði einnig að umtalsefni að Noregskonunungi hefði verið framselt vald í hveijum ijórðungi 1262-64. Þessu valdi hefði enn ekki verið skilað til fjórð- unganna. Friðjón Þórðarson (S- VI) var sammála fyrra ræðumanni um að einkennilega væri að þessu máli staðið. Hann var þó sammála flestum breytingum sem lagðar væru til, nefndin hefði valið það sem lítill ágreiningur væri um, „létta leiðin ljúfa“. Ingi Björn Albertsson (S-Vl) hafði efasemdir um frumvarpið, og að til bóta væri að þingið starfaði í eínni deild. Hann taldi hætt við að mál- frelsi þingmanna í einni deild yrði skert. Matthías Bjarnason (S-Vf) greindi frá því að enn væru marg- ar hugmyndir um stjórnarskrár- breytingar ekki fullmótaðar t.d. um stöðu sveitarfélaga, og mann- ,> réttindakaflinn væri ekki fullmót- aður. Matthías varaði einnig við að skerða málfrelsi þingmanna um of við endurskoðun þingskapa en það mætti þrengja möguleika á málþófi þótt „sjálfsagt væri að taka snarpar og góðar snerrur“. En ekki of langar. Hann taldi til bóta að Alþingi starfaði í einni deild. Af því leiddi m.a. að þörfin á nýju þinghúsi yrði ekki eins brýn. Matthías sagði nauðsynlegt að þetta frumvarp færi greiða lgið gegnum þingið. Ölafur G. Einarsson (S-Rn) þakkaði þingmönnum málefnalega umfjöllun og ábendingar þótt hann teldi ræðu Olafs Þ. Þórðarsonar í strákslegra lagi. Hann ítrekaði að nefndin hefði aðeins gert tillögur um það sem ætla mætti að sam- staða gæti tekist um og tók undir að þótt skrefin væru ekki löng, þá ætti að taka þau, þegar þau væru í rétta átt. Atkvæðagreiðslu var frestað. -# STJÓRNARSKRÁ DOMS- OG KIRKJUMALARAÐONEYTIÐ REYKJAVÍK 1989 BREYTINGAR á sljórnarskrá lýðveldisins íslands voru til 1. umræðu í neðri deild Alþingis í gær. Ólafur G. Einarsson (S-Rn) hafði framsögu fyrir frumvarpi til stjórnskipunarlaga. Frum- varpið varðar þau ákvæði stjórnarskrárinnar sem lúta að Alþingi og starfsháttum þess. Ein helsta breytingin er að AI- þingi skuli framvegis starfa í einni málstofu. Ekki er neinn pólitískur flokkadráttur í af- stöðu til frumvarpsins. Formenn allra þingflokka stóðu að samn- ingu frumvarpsins. Ólafur G. Einarsson hafði framsögu fyrir frumvarpinu sem hann sagði samið að beiðni og frumkvæði forseta Alþingis. For- menn þingflokka .hefðu myndað nefnd til að semja tillögur um breytingar á þeim atriðum sem ætla mætti að viðtæk samstaða og samkomulag gæti tekist um. Meginbreytingar í frumvarpinu eru fjórar: 1. Deildarskipting Al- þingis verði afnumin. 2. Samkomu- degi Alþingis verði breytt þannig að reglulegt Alþingi komi saman 1. október ár hvert. 3. Samkomu- degi Alþingis verði breytt og er gert ráð fyrir að þingið starfí allt árið. Jafnframt er reynt aað tryggja að landið verði aldrei þing- mannslaust með því að þingmenn haldi ævinlega umboði sínu til kjör- dags. 3. Nokkrum atriðum er varða fresti á meðferð bráðabirgðalaga á Alþingi og í tengslum við þin- grof er breytt. Auk þessa eru lagð- ar til nokkrar minni háttar breyt- ingar t.a.m. að embættismenn þurfi ekki leyfi stjórnarinnar til að þiggja kosningu Alþingis. Úrelt deildarskipting Framsögumaður sagði deilda- skiptingu Alþingis vera meir en aldagamla, hefði verið komið á til að tryggja pólitíska stöðu danskra yfirvalda á Alþingi. Ólafur hafnaði því áliti sem samflokksmaður hans og fyrrverandi forseti sameinaðs Alþingis, Þorvaldur Garðar Krist- jánsson, setti fram í nýlegri blaða- grein. En þar væri því haldið fram að deildarskipting Alþingis ætti sér rætur í óskum Islendinga og hafi komist á í óþökk danskra yfirvalda. Ólafur vísaði til nokkurra heim- ilda, sérstaklega skrifa dr. Bjarna Benediktssonar, um deildir Alþing- is. Danska stjómin hefði árið 1867 flutt frumvarp til stjórnskipunar- laga sem vissulega hefði gert ráð fyrir óskiptu þingi en sett þar ýmis óaðgengileg skilyrði. íslend- ingar hefðu fallist á deildarskipt- ingu Alþingis til að komast undan þvílíkum ákvæðum. Bjarni Bene- Stuttar þingfréttir: Lesefni barna? i utandagskrárumræðum um stríðið í Persaflóa sem fóru fram slðastliðinn mánudag gagnrýndi Guðrún Helgadóttir (Ab-Rv) harðlega fréttaflutning fjölmiðla af ófriðnum. Heimurinn væri að ganga af göflunum. Styijöld væri ekki spennandi „bófahasar“. Þing- maðurinn sagði m.a. frá því að sumir jafnaldrar hennar hefðu mátt sjá á bak feðrum sínum á stríðsárunum. Reynsla bernskuár- anna hefði gert sig að friðarsinna. En það kom einnig fram í ræðu Guðrúnar að hún lærði að lesa með því að bijótast í gegnum styijaldar- fregnir Morgunblaðsins af síðari heimsstyijöldinni.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.