Morgunblaðið - 02.02.1991, Blaðsíða 4

Morgunblaðið - 02.02.1991, Blaðsíða 4
6 ieei HA'jsfiMí s »noA(iH/írj/^ -■MORGtíNfiLAÐIÐ LA tíGARDAGtí R -2.-FÍ. Fjárfestingar útlendinga í íslensku atvinnulífi: Útlendingar eiga yfir tíu millj. í um 20 fyrirtækjum ERLENDIR aðilar eiga meira en 10 milljónir króna í um 20 íslenskum fyrirtækjum. 73,5% af heildareignum erlendra aðila í íslenskum fyrirtækjum eru _ í formi eignarhlutar í ISAL, Is- lenska Járnblendifélaginu og Kísiliðjunni. Eignarhlutur út- lendinga í þeim félögum er met- inn á um 5,8 milljarða króna af um 7,8 milljarða heildareign út- lendinga í íslensku atvinnulífi, miðað við 1. janúar 1990. Af þeim tveimur milljörðum sem eftir standa eiga 7 erlendir aðilar rúmlega 1,7 milljarða, en um 265 milljón króna eign, 4% af heildar- eign útlendinga í íslensku atvinn- ulífi, skiptist á um 50 erlenda einstaklinga og fyrirtæki. 9 fyr- irtæki eru með 96% af allri er- lendri eignaraðild að íslenskum fyrirtækjum. Þetta kemur fram í greinargerð sem fylgir frumvarpi til laga um fjárfestingu erlendra aðila í at- vinnurekstri, sem lagt hefur veirð fram á Alþingi. í árslok 1989 var eigið fé ÍSal metið rúmir 4 milljarðar króna og var það allt í eigu Swiss Alumi- nium. Norska stórfyrirtækið Elkem á tæpan milljarð í íslenska járn- blendifélaginu og japanska sam- steypan Sumitoma á um 485 millj- ónir króna í sama fyrirtæki. 48,5% hlutur bandaríska fyrirtækisins Manville í Kísiliðjunni á Myvatni er metinn á 306 milljónir króna. Meðal helstu eigna erlendra aðila í fyrirtækjum hér á landi má nefna að eigið fé IBM á íslandi, sem var 464 milljónir króna í árslok 1989, er að öllu leyti í eigu I.B.M. Corp. 48,3% eign Shell Petol Company í Olíufélaginu Skeljungi var talin um 360 milljón króna virði í árslok 1989 en auk þess átti Shell Asiatic Petrol 9,9% í Skeljungi og var sá hluti metinn til um 74 milljóna króna. 30% eignarhlutur Texaco í Dan- mörku í OLÍS var metinn á 300 milljónir króna. 45,5% eignarhlutur kanadíska fyrirtækisins Great Icel- andic Water Hold. í íslensku Berg- vatni hf, var metinn á um 104 millj- ónir króna og 92,5% hlutur danska fyrirtækisins E. Phil og sön í ístak var talinn 140 milljón króna virði. Þá á sænska fyrirtækið Ansvar Omsesidigt 90;2% hlutafjár í trygg- ingafélaginu Abyrgð hf og var sú eign metin á tæplega 284 milljónir króna í árslok 1989. VEÐUR VEÐURHORFUR í DAG, 2. FEBRÚAR YFIRLIT i GÆR: Skammt suður af Hvarfi er mjög djúp og vaxandi- lægð sem þokast norðaustur. í nótt hlýnar en aftur kólnar á morgun. SPÁ: Vestan- og norðvestankaldi með éljum vestan- og suðvestan- lands en úrkomulaust annarstaðar. VEÐURHORFUR NÆSTU DAGA: HORFUR Á SUNNUDAG: Vestan- og norðvestanátt, fremur hæg. Él á Suðvestur- og Vesturlandi en úrkomulaust að mestu annars staðar. Frost 1—2 stig. HORFUR Á MÁNUDAG: Sunnanátt, allhvöss austan til á landinuen mun hægari vestan lands. Snjó- eða slydduvél sunnan- og austan- lands en úrkomulítið annars staðar. Hiti um frostmark. TÁKN: Heiðskírt Léttskýjað Hálfskýjað ÚSk Skýjað a Norðan, 4 vindstig: ' Vindörin sýnir vind- stefnu og fjaðrirnar vindstyrk, heil fjöður er 2 vindstig. r r r r r r r Rigning r r r * r * r * r * Slydda r * r * * * * * * * Snjókoma * * •j 0 Hitastig: 10 gráðurá Celsius Skúrir = Þoka — Þokumóða ’ , ’ Súld OO Mistur —Skafrenningur [~^ Þrumuveður VEÐUR VÍÐA UM HEIM kl. 12:00 í gær að ísl. tíma hiti veður Akureyri 0 léttskýjað Reykjavik 0 snjóél Bergen 0 alskýjað Helsinki +1 alskýjað Kaupmannahöfn •f-1 léttskýjað Narssarssuaq 7 skafrenningur Nuuk +20 skafrennlngur Osló +S skýjað Stokkhólmur •5*4 haglél á sfð. klst. Þórshöfn s skúr Algarve 14 rigning Amsterdam +3 kornsnjór Barcelona 9 lágþokublettir Berlín +6 heiðskírt Chicago r6 léttskýjað Feneyjar 1 heiðskírt Frankfurt +1 heiðskfrt Glasgow 3 mlstur Hamborg 3 heiðskfrt Las Palmas 19 léttskýjað London 4 rigning Los Angeles 10 aiskýjað Lúxemborg +fi þokumóða Madrld 3 rigning Malaga 11 rigning Mallorca 13 hálfskýjað Montreal +17 léttskýjað New York 4 heiðsklrt Orlando 16 rigning Parls 0 þokumóða Róm vantar Vín +fl heiðskfrt Washlngton vantar Winnipeg +14 skýjað DHOM iR-1991--- Tríó Saludo: Peter Ingo, Arto Rintamaki, Hákan Streng. Helsinkidagar; Finnskir tónlist- armenn á Islandi TVÆR hljómsveitir frá Finn- landi, jasshljómsveitin UMO og tríó Saludo, halda tónleika í Reykjavík í tilefni af Helsinki- dögum í borginni dagana 4.-9. febrúar. Helsinkidagarnir eru haldnir í tengslum við sýninguna HELSINKI-MANNLÍF OG SAGA á Kjarvalsstöðum 4. til 24. febrú- ar. Fyrstu tónleikar UMO verða mið- vikudaginn 6. febrúar kl. 20.00 í Háskólabíói (sal 2) og verður þeim útvarpað í beinni útsendingu. Áðrir tónleikar UMO verða fimmtudaginn 7. febrúar í Púlsinum við Vitastíg frá kl. 22:00 til 23:30. Síðustu tón- leikarnir verða haldnir í FÍH-saln- um föstudaginn 8. febrúar kl. 20:00 og verður þeim einnig útvarpað í beinni útsendingu. Tríó Saludo kemur fram á nokkr- um stöðum í Reykjavík. Meðal ann- ars á Helsinki-sýningunni á Kjarv- alsstöðum 4. febrúar kl. 17:00. Næstu daga þar á eftir leikur tríóið á Helsinkiviku sem hefst á Hótel Loftleiðum 7. febrúar en kemur auk þess fram í Púlsinum 8. febrúar og á Kjarvalsstöðum 9. febrúar. Steintak hf. gjaldþrota: Skuldir meira en 200 milljónir umfram eignir STEINTAK hf var í gær úrskurð- að gjaldþrota, að ósk stjórnar félagsins. I bráðabirgðauppgjöri fyrstu níu mánaða ársins, sem lagt var fram með gjaldþrota- beiðninni, virðast skuldir um- fram eignir vera rúmar 200 millj- ónir króna, að sögn Elvars Arnar Unnsteinssonar, hdl, sem ásamt Magnúsi H. Magnússyni hdl, hef- ur verið ráðinn bústjóri þrota- búsins. Að sögn hans er Ijóst að staða félagsins hefur ekki batnað frá því uppgjöri. Við gjaldþrotið hafði Steintak hf, enga starfsemi með höndum. Hluta- félagið Völundarverk hafði yfirtekið umfangsmiklar byggingafram- kvæmdir félagsins við Klapparstíg og Skúlagötu og eignast þar vélar og tæki gegn yfirtöku þorra skulda vegna þeirrar framkvæmdar en hlutafélagið Ráðverk hafði með samþykki Istaks og Reykjavíkur- borgar, yfirtekið skuldbindingar Steintaks gagnvart byggingu Ráð- húss Reykjavíkur, þar_ sem var Steintak undirverktaki ístaks. El- var Örn Unnsteinsson sagði að bú- stjórar mundu yfirfara samninga milli Steintaks við Ráðverk og Völ- undarverk í því skyni að sannreyna að samræmi hefði verið milli endur- gjalds og þess sem Steintak l_ét í té. Helstu kröfuhafar eru íslands- banki, Gjaldheimtan, Tollstjóri og Lífeyrissjóður byggingamanna. Kaupendur þeirra íbúða sem Steintak hafði í byggingu á Völund- arlóðinni, á mótum Skúlagötu og Klapparstígs, munu nú ásamt Völ- undarverki eiga í samningaviðræð- um um hvernig háttað verði fram- haldi framkvæmda, en af kröfuhöf- um mun íslandsbanki þar eiga lang- mestra hagsmuna að gæta.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.