Morgunblaðið - 02.02.1991, Blaðsíða 52

Morgunblaðið - 02.02.1991, Blaðsíða 52
LAUGARDAGUR 2. FEBRÚAR 1991 VERÐ í LAUSASÖLU 100 KR. Af hrossum undir kólgubökkum Morgunblaðið / RAX Veðurstofan hefur staðið í stórræðum að undanförnu, því miklar sviptingar hafa verið í veðrinu'og í gær var spáð snörpum vindi víða um land. Ragnar Axelsson ljósmyndari Morgunblaðsins tók þessa mynd af hrossum undir kólgubökkum, en ókyrrð sem fylgdi hestunum bar vitni um blikur á lofti. Skreiðarskuldir Nígeríumanna: Ríkisaðstoð vegna skreiðar- viðskipta um milljarður króna Seðlabankinn tekur við ríkisskuldabréfum Nígeríu upp í skuldir Ölafsvík; Kyrrstæður flutninga- bíll fauk Ólafsvík Ofsaveður geisaði í Olafsvík und- ir miðnætti í gærkvöldi og í einni vindhviðunni kl. 22 fauk stór flutningabíll á hliðina þar sem hann stóð við hús á Ennisbraut. Verið var að hlaða búslóð í bíl- inn, en enginn maður var við hann þegar hann fauk. Bíllinn var síðan réttur við með gröfu, en hann hafði skemmst lítið. - Alfons. ------♦ ♦ ♦---- Dvergasteinn, Seyðisfírði: Beðið um 60-J0 millj. ríkisaðstoð STEINGRÍMUR Hermannsson kynnti á ríkisstjórnarfundi í gær bréf frá Dvergasteini hf. á Seyðis- firði þar sem óskað er eftir ríkis- aðstoð við fyrirtækið. Sigurður Jónsson, stjórnarformaður Dvergasteins sagði í samtali við Morgunblaðið að fyrirtækið þyrfti á leiðbeiningu sljórnvalda að halda, með hvaða hætti hægt væri að aðstoða til þess að ráða við þann rekstrarvanda sem fyrir- tækið á í, nú þegár Hlutafjársjóð- ur og Atvinnutryggingarsjóður eru hættir að starfa. Steingrímur Hermannsson for- sætisráðherra sagði í samtali við Morgunblaðið að ekki lægi fyrir hversu mikla aðstoð Seyðisfirðingar þyrftu, en reikna mætti með að þeir þyrftu álíka upphæð og Patreksfirð- ingar fengu á sínum tíma. Samkvæmt upplýsingum Morgun- blaðsins er talið að Dvergasteinn þurfi 60 - 70 millj. króna til að geta staðið í skilum og haldið rekstri áfram. Ríkisstjórnin mun ekki hafa tekið ákvörðun í máli Seyðfirðinga, en vísað því til Byggðastofnunar. Forsætisráðherra riíjaði upp að þegar fyrsta yfirlit hafi borist frá Atvinnutryggingasjóði, hafí komið fram að sjóðurinn teldi að tvö mál væri ekki hægt að leysa án gjald- þrots, mál Patreksfirðinga og Seyð- firðinga. Það væri nú komið fram, sem upphaflegt mat hefði bent til. SEÐLABANKINN hefur sam- þykkt að taka upp í skreiðar- skuldir Nígeríumanna ríkis- skuldabréf Nígeríu. Frá þessu var greint á ríkisstjórnarfundi í gærmorgun. Steingrímur Her- mannsson forsætisráðherra sagði í samtali við Morgunblaðið j gær að hann vonaði að Lands- bankinn ákvæði að fara að dæmi Seðlabankans og þar með væri þetta mál afgreitt. Forsætisráð- herra sagði að Seðlabankinn teldi að opinber aðstoð vegna Nigeríuskreiðarviðskipta næmi 'um einum milljarði króna á nú- virði. Steingrímur segir að það hafi dregist ærið lengi að afgreiða þessi skreiðarmál og eftirhreitur þeirra. „Þetta rekur sig allt aftur til árs- byijunar 1984 þegar markaðurinn í Nígeríij hrundi. Allar götur síðan hefur verið reynt að fá þessar skreiðarskuldir Nígeríumanna greiddar og sumt hefur alls ekki fengist greitt,“ sagði forsætisráð- herra. Steingrímur sagði að á þessu sjö ára tímabili hefðu skreiðarframleið- endur fengið aðstoð í því formi að vextir og dráttaiTextir hefðu verið felldir niður. Auk þess hefði hluti af skreiðarlánunum verið felldur niður. „Nú var þetta endanlega af- greitt þannig að Seðlabankinn hefur ■ samþykkt að taka upp í skuldina hjá sér ríkisskuldabréf Nígeríu, sem eru seld á opinberum markaði. Þannig að ef þeir fá greitt þá geta þeir keypt þau með einhveijum af- föllum," sagði Steingrímur. Forsætisráðherra sagði að sam- kvæmt upplýsingum Seðlabankans, þá næmi opinber aðstoð nú vegna skreiðarviðskiptanna einum millj- arði króna. Eg tek það fram í þessu sambandi að þessar tölur Seðla- bankans eru framreiknaðar til dagsins í dag, þannig að hér er átt við núvirði og inn er reiknuð verð- bólga, vextir og dráttarvextir, auk niðurfellinga lána,“ sagði Stein- grímur. Hann kvaðst telja það mik- ils virði að þetta mál hefði nú verið afgreitt. „Ég vona að Landsbankinn sem er aðili að þessum viðskiptum leysi þetta einnig á þennan máta. Svo eru um 180 milljónir króna sem koma_ í hlut ríkisins að taka á sig, frá ÚtVegsbankanum," sagði for- sætisráðherra. Yarað við flóðahættu Slysavarnadeildin Þor- björn í Grindavík var í við- bragðsstöðu vegna yfirvof- andi flóðahættu af völdum djúprar lægðar sem spáð var að gengi yfir landið suðvest- anvert síðustu nótt og í morg- un. Vakt var í bátum í höfn- inni og menn beðnir um að festa allt lauslegt. Ingi Ú. Magnússon, gatna- málastjóri í Reykjavík, varaði fólk við flóðahættu í borginni. „Víða standa kjallarar mjög djúpt og þetta er viðvörun til þeirra sem svona búa að vera á varðbergi gagnvart flóðum,“ sagði Ingi. Næturvakt verður hjá borg- arstarfsmönnum og getur fólk kvatt þá til hjálpar flæði inn í hús. Eyjólfur Konráð Jónsson í samtali frá Vilnius: Undrast afstöðu Jóns Baldvins til viðurkenningar á Litháen Borgarstjórnin í Vilnius ákveður að kenna götu við ísland EYJÓLFUR Konráð Jónsson, sem sæti á í þingmannanefndinni sem er í opinberri heimsókn hjá litháíska þinginu, sagði í samtali við Morgunblaðið undrast mjög þau ummæli Jóns Baldvins Hannibals- sonar utanríkisráðherra að undirbúningur Litháa fyrir formlegt stjórnmálasamband þjóðanna væri of skammt á veg kominn til að hægt væri að taka upp stjórnmálasamband þjóðanna. Borgarstjórn- in í Vilnius hefur ákveðið að kenna götu í borginni Island. Þingmannanefndin átti fund með Vytautas Landsbergis forseta Lit- háens í gær og að sögn Eyjólfs Koriráðs kom það margítrekað fram í máli hans að þýðingarmikið væri að ísiendingar sæju sér fært að taka upp stjórnmálasamband við Litháen. Eyjólfur Konráð sagði að Landsbergis byggist við að Bor- ís Jeltsín forseti Rússlands undirrit- aði samkomulag um stjórnmála- samband Litháens og Rússlands innan einnar viku. „Þetta eru al- deilis fréttir fyrir mig og fyrir þá, að það standi upp á Litháa í þessu máli,“ sagði Eyjólfur Konráð. „Þeir hafa greinilega reiknað með því að þetta gengi hraðar hjá okkur því augljóst eftir viðræðurn- ar við Landsbergis í dag að þetta sé nú þeirra helsta haldreipi í þeim slag sem þeir eru í núna. Þeir hafa miklar áhyggjur af því að Jeltsín sé að tapa sinni stöðu í rússneska þinginu," sagði Arni Gunnarsson. íslenska þingmannanefndin bar Litháum þau boð að þeir sendu þingmannanefnd til Islands og jafnframt að Handknattleikssam- band íslands hefði ritað Alþjóða- handknattleikssambandinu bréf og viðurkennt Eystrasaltslöndin sem fullgilda félaga í sambandinu. Sjábls.2

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.