Morgunblaðið - 02.02.1991, Blaðsíða 16

Morgunblaðið - 02.02.1991, Blaðsíða 16
16 MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 2. FEBRUAR 1991 r JlpöSur r a tnorgun V________ Guðspjall dagsins: Lúk. 8.: Ferns konar sáðjörð. ÁRBÆJARPRESTAKALL: Barna- guðsþjónusta kl. 11. Sr. Kristinn Ágúst Friðfinnsson annast stundina. Guðsþjónusta kl. 14. Biblíudagurinn. Tekið á móti framlögum til Biblíufélagsins eftir messu. Fyrirbænaguðsþjónusta miðvikudag kl. 16.30. Sr. Guð- mundur Þorsteinsson. ÁSPRESTAKALL: Barnaguðs- þjónusta kl. 11. Guðsþjónusta kl. 14. Tekið á móti framlögum vegna barnabiblía til Sovétríkj- anna. Árni Bergur Sigurbjörns- son. BREIÐHOLTSKIRKJA: Barna- guðsþjónusta kl. 11. Messa kl. 14. Altarisganga. Tekið við gjöf- um til starfs Hins ísl. biblíufé- lags. Organisti Daníel Jónasson. Tónleikar kl. 20.30 með þátttöku unglinga úr „Ten-sing‘‘-starfinu. Þriðjudag: Bænaguðsþjónusta með altarisgöngu kl. 18.30. Gísli Jónasson. BÚSTAÐAKIRKJA: Barnaguðs- þjónusta kl. 11. Guðrún Eþþa Ólafsdóttir, sr. Pálmi Matthías- son. Guðsþjónsta kl. 14. Ræðu- maður Helgi Elíasson, banka- stjóri. Einsöngur: Magnea Tóm- asdóttir. Organisti Guðni Þ. Guð- mundsson. Sr. Pálmi Matthías- son. DIGRANESPRESTAKALL: Barnasamkoma í safnaðarheimil- inu við Bjarnhólastíg kl. 11. Guðsþjónusta í Kópavogskirkju kl. 11. Sr. Þorþergur Kristjáns- son. DÓMKIRKJAN: Biþlíudagurinn kl. 11. Fjölskylduguðsþjónusta. Fermingarbörn og foreldrar þeirra hvött til að koma. Rætt um fermingarstörfin að lokinni guðsþjónustu. Sr. Jakob Ágúst Hjálmarsson. Kl. 14. Messa. Kirkjukaffi í safnaðarheimilinu að messu lokinni. Tekið verður við framlögum til Biblíufélagsins við báðar messurnar. Dómkórinn syngur við báðar guðsþjón- usturnar. Organleikari Marteinn H. Friðriksson. Sr. Jakob Ágúst Hjálmarsson. Miðvikudag: Há- degisbænir í kirkjunni kl. 12.15. ELLIHEIMILIÐ Grund: Guðs- þjónusta kl. 10. Sr. Magnús Björnsson. FELLA- OG HÓLAKIRKJA: Barnaguðsþjónusta kl. 11. Um- sjón Jóhanna Guðjónsdóttir. Guðsþjónusta kl. 14. Prestur sr. Guðmundur Karl Ágústsson. Organisti Guðný M. Magnús- dóttir. Þriðjudag: Fyrirbænir í Fella- og Hólakirkju kl. 14. Mið- vikudag: Guðsþjónusta með alt- arisgöngu kl, 20.30. Prestur sr. Guðmundur Karl Ágústsson. Fimmtudag: Helgistund fyrir aldraða í Gerðubergi kl. 10 f.h. Sóknarprestar. GRAFARVOGSSÓKN: Messu- heimili Grafarvogssóknar, Fé- lagsmiðstöðinni Fjörgyn. Barna- messa kl. 11. Skólabíllinn fer frá húsahverfi kl. 10.30 í foldir og síðan í hamrahverfi. Guðsþjón- usta kl. 14. Organisti Sigríður Jónsdóttir. Sóknarprestur. GRENSÁSKIRKJA: Fjölskyldu- messa kl. 11. Barnakór Grensás- kirkju syngur, stjórnandi Margrét Pálmadóttir, undirleikari Árni Ar- inbjarnarson ásamt tveimur nemendum Nýja tónskólans. Sr. Gylfi Jónsson. Messa kl. 14. Biblíudagsins minnst. Prestur sr. Halldór S. Gröndal. Organisti Árni Arinbjarnarson. Prestarnir. Biblíulestur þriðjudag kl. 14. HALLGRÍMSKIRKJA: Messa og þarnasamkoma kl. 11. Sr. Karl Sigurþjörnsson. Þriðjudag: Fyrir- þænaguðsþjónusta kl. 10.30. Beðið fyrir sjúkum. LANDSPÍTALINN: Messa kl. 10. Sr. Bragi Skúlason. HÁTEIGSKIRKJA: Kl. 10: Morg- unmessa. Sr. Arngrímur Jóns- son. Kl. 11: Barnaguðsþjónusta. Kirkjubíllinn fer um Suðurhlíðar og hlíðar fyrir og eftir guðsþjón- ustuna. Kl. 14: Messa. Sr. Tómas Sveinsson. Kvöldþænir og fyrir- þænir eru í kirkjunni á miðviku- dögum kl. 18. Sóknarnefndin. HJALLAPRESTAKALL: Messu- salur Hjallasóknar, Digranes- skóla. Fjölskylduguðsþjónustur kl. 11. Fermingarbörn flytja leik- þátt í tilefni biblíudagsins. Allir velkomnir. Sóknarnefndin. KÁRSNESPRESTAKALL: Barna- starf í safnaðarheimilinu Borgum sunnudag kl. 11. Guðsþjónusta í Kópavogskirkju kl. 14. Biblíu- dagdrinn. Organisti Guðmundur Gilsson. Ægir Fr. Sigurgeirsson. LANGHOLTSKIRKJA: Kirkja Guðbrands biskups. Óskastund barnanna, söngur, sögur, leikir. Þór Hauksson og Jón Stefánsson sjá um stundina. Guðsþjónusta kl. 14. Prestursr. Sigurður Hauk- ur Guðjónsson. Organisti Jón BIBLIUDAGUR1991 Sunnudagor 3. febrúar Sæóió er Guðs Orð Annan sunnudag í nfu vikna föstu hefur íslenska kirkjan helgað sem sérstakan Biblíudag síðan 1947. Á þeim degi hefur starf Hins fsl. biblíufélags, er stofnað var 1815, verið sérstak- lega kynnt í guðsþjónustum í kirkjum landsins, svo og á sam- komum kristilegu félaganna og þar tekið á móti gjöfum til að fjármagna sérstök viðfangsefni. Að þessu sinni samnorrænt verkefni: 500 þús. barnabiblíur, myndskreyttar, á 11 tungumál- um til Sovétrfkjanna og Eystrasaltsrfkjanna þriggja. Hlutur ís- lands þyrfti að verða a.m.k. 4 þúsund bækur, sem kosta um 2 millj. kr. Hjálpumst öll að við það átak. Ársfundur HÍB 1991 verður á Biblíudaginn í Laugarneskirkju í framhaldi af guðsþjón- ustu í kirkjunni er hefst kl. 14.00. Prestur sr. Jón Dalbú Hró- bjartsson, prófastur. Að morgni Biblfudagsins verður guðsþjón- ustu útvarpað frá Hafnarfjarðarkirkju. Aðstoðarframkvæmda- stjóri HÍB, sr. Sigurður Pálsson, mun predika, en fyrir altari þjónar sr. Þórhildur Ólafs, en hún á sæti í stjórn HÍB. Stefánsson. Kór Langholtskirkju. Sóknarnefndin. LAUGARNESKIRKJA: Guðsþjón- usta kl. 11. Barnastarf á sama tíma. Fermingarbörn aðstoða. Hóppr úr Æskulýðssambandi kirkjunnar í Reykjavíkurprófasts- dæmi syngur. Fermingarbörn og foreldrar þeirra sérstaklega hvött til að koma. Messa kl. 14. Biblíu- dagurinn. Altarisganga. Tekið á móti gjöfum til Biblíufélagsins. Aðalfundur Biblíufélagsins verð- ur í safnaðarheimilinu eftir mess- una. Fimmtudag: Kyrrðarstund í hádeginu. Orgelleikur, fyrirbæn- ir, altarisganga. Sóknarprestur. NESKIRKJKA: Barnasamkoma kl. 11 í umsjón Sigríðar Óladótt- ur. Guðsþjónusta kl. 14. Organ- isti Reynir Jónasson. Sr. Frank M. Halldórsson. Miðvikudag: Bænamessa kl. 18.20. Sr. Frank M. Halldórsson. SELJAKIRKJA: Barnaguðsþjón- usta kl. 11. Guðsþjónusta kl. 14. Organisti Kjartan Sigurjónsson. Molasopi eftir guðsþjónustuna. Sóknarprestur. SELTJARNARNESKIRKJA: Fjöl- skyldumessa kl. 11. Organisti Gyða Halldórsdóttir. Prestur sr. Solveig Lára Guðmundsdóttir. Barnastarf á sama tíma. Umsjón hafa Kristín Tómasdóttir og Eirný Ásgeirsdóttir. Miðvikudag: Sam- koma kl. 20.30. Sönghópurinn „Án skilyrða". FRÍKIRKJAN í Rvík: Guðsþjónusta kl. 11. Guðsþjónusta kl. 14. Aðal- fundur Kvenfélags Fríkirkjusafnað- arins í safnaðarheimili Dómkirkj- unnar á mánudag 4. febrúar kl. 20.30. Miðvikudaginn 6. febrúar kl. 7.30 morgunandakt. Orgelleik- ari Violeta Smid. Cecil Haraldsson. HVÍTASUNNUKIRKJAN Filad- elfía: Almenn samkoma kl. 16.30. Ræðumaður sr. Guð- mundur Örn Ragnarsson. Sunnu- dagaskóli á sama tíma. KRISTSKIRKJA, Landakoti: Lág- messa kl. 8.30, stundum lesin á ensku. Hámessa kl. 10.30. Lág- messa kl. 14. Rúmhelga daga lágmessa kl. 18 nema á laugar- dögum þá kl. 14. Á laugardags- kvöldum ensk messa kl. 20. MARÍUKIRKJA, Breiðholti: Há- messa kl.' 11. Rúmhelga daga messa kl. 18, nema fimmtudaga kl. 19.30 og á laugardögum kl. 14. KFUM & K: Almenn samkoma í Kristniboðssalnum á vegum Landssamb. KFUM & K. Ræðu- maður Nina Solberg Nytgaartfrá landssambandinu í Noregi. HJÁLPRÆÐISHERINN: Hjálp- ræðissamkoma kl. 16.30. Major Daniel og frú stjórna. Eldsloginn syngur. MOSFELLSPRESTAKALL: Messa í Lágafellskirkju kl. 14. Organisti Guðm. Omar Óskars- son. Kaffiveitingar eftir messu. Barnastarf í safnaðarheimlinu kl. 11. Sr. Jón Þorsteinsson. BESSASTAÐAKIRKJA: Guðs- þjónusta kl. 14. Álftaneskórinn syngur. Stjórnandi John Speight. Organisti Þorv. Björnsson. Sr. Bragi Friðriksson. GARÐAKIRKJA: Messa kl. 14. Organisti Ferenc Utassy. Sr. Gunnlaugur Garðarsson. Barna- samkoma í Kirkjuhvoli kl. 13. KAPELLA St. Jósefssystra, Garðabæ: Hámessa kl. 10. VÍÐISTAÐASÓKN: Messa á Hrafnistu kl. 11. Sr. Bragi Frið- riksson. Barnaguðsþjónusta í Víðistaðakirkju kl. 11 og messa þar kl. 14. Sr. Örn Bárður Jóns- son messar. Kór Víðistaðasóknar syngur. Organisti Úlrik Ólason. Sr. Sigurður Helgi Guðmunds- son. HAFNARFJARÐARKIRKJA: Sunnudagaskóli í íþróttahúsinu Strandgötu kl. 11. Munið skóla- bílinn. Guðsþjónusta kl. 11. Sr. Sigurður Pálsson prédikar. Ath. breyttan messutíma. Sr. Þórhild- ur Ólafs. FRÍKIRKJAN, Hafnarfirði: Barnasamkoma kl. 11. Fjöl- skylduguðsþjónusta kl. 14. Org- anisti Kristjana Ásgeirsdóttir. Kaffi í sal. Sr. Einar Eyjólfsson. KAPELLAN St. Jósefsspítala: Hámessa kl. 10.30. Rúmhelga daga lágmessa kl. 18. KARMELKLAUSTUR: Hámessa kl. 8.30. Rúmhelga daga messa kl. 8. INNRI Njarðvíkurkirkja: Barna- starf kl. 11. Sóknarprestur. YTRI Njarðvíkurkirkja: Barna- starf kl. 11. Sóknarprestur. KEFLAVÍKURKIRKJA: Sunnu- dagaskóli kl. 11 í umsjá Málfríðar Jóhannesdóttur og Ragnars Karlssonar. Munið skólabílinn. Fjölskylduguðsþjónusta kl. 14. Fermingarbörn aðstoða. Kór Keflavíkurkirkju syngur. Hlíf Káradóttir syngur einsöng. Org- anisti og stjórnandi Einar Örn Einarsson. Vænst er þátttöku fermingarbarna og foreldra þeirra. Bíll fer að íbúðum eldri borgara við Suðurgötu kl. 13.30, þaðan að Hlévangi og sömu leið til baka að lokinni guðsþjónustu. Sóknarprestur. GRINDAVÍKURKIRKJA: Sunnu- dagaskóli kl. 11. Barnakórinn syngur og börn úr Tónlistarskóla Grindavíkur leika á ýmis hljóð- færi. Sóknarprestur. ÚTSKÁLAKIRKJA: Guðsþjón- usta kl. 11. Organisti Svavar Sig- urðsson. Sr. Hjörtur Magni Jó- hannsson. HVALSNESKIRKJA: Guðsþjón- usta kl. 14. Organisti Svavar Sig- urðsson. Sr. Hjörtur Magni Jó- hannsson. EYRARBAKKAKIRKJA: Barna- guðsþjónusta kl. 10.30. GAULVERJABÆJARKIRKJA: Messa kl. 14. Sóknarprestur. HVERAGERÐISKIRKJA: Barna- guðsþjónusta í umsjá Kristínar Sigfúsdóttur. Messa kl. 14. Sr. Tómas Guðmundsson. ÞORLÁKSKIRKJA: Barnaguðs- þjónusta kl. 11. Sr. Tómas Guð- mundsson. AKRANESKIRKJA: Kirkjuskóli yngstu barnanna í dag, laugar- dag, kl. 13 í safnaðarheimilinu. Barnamessa kl. 11 sunnudag. Barnakórinn syngur. Messa kl. 14. Kirkjukórinn flytur kórverk eftir Palestrina, Resinarius eftir Þorkel Sigurbjörnsson o.fl. Leikin orgeltónlist eftir Buxtehude. Fimmtudag kl. 18.30 fyrirbæna- guðsþjónsta, beðið fyrir sjúkum. Organisti Jón Ól. Sigurðsson. Samvera á vegum Samtaka um sorgarviðbrögð miðvikudaginn 6. febrúar kl. 20.30. Sr. Birgir Ásgeirsson flytur erindi um missi. Sr. Björn Jónsson. BORGARPRESTAKALL: Barna- guðsþjónusta í Borgarneskirkju kl. 10. Guðsþjónusta kl. 11. Sóknarprestur. Biblíudagurínn 1991 HÉR FER á eftir bréf biskups íslands til presta í tilefni af Biblíu- deginum: Löng hefð er fyrir því að minn- ast sérstaklega á Biblíuna og starf- semi Hins íslenska biblíufélags á öðrum sunnudegi í lönguföstu. Ber þann dag núna upp á 3. febrúar. Af því tilefni rita ég þér, kæri sóknarprestur, og vil leyfa mér að fara þess á leit við þig, að þú legg- ir sérstaka áherslu á Biblíuna, lest- ur hennar og þátt í trúarlífi og menningu í aldanna rás. En auk þessa hefur stjórn Biblíu- félagsins samþykkt að hvetja til þess, að tekið verði á móti framlög- um vegna dagsins, svo sem verið hefur. En nú verður andvirði fram- laganna látið renna til þess, að Biblíufélagið getið staðið við áform sín um að gefa barnabiblíur til Sov- étríkjanna. „Barnabiblíur til Sovét“ er sam- norrænt verkefni og hefur verið ákveðið að senda 520.000 eintök þessara myndskreyttu barnabiblía á ellefu mismunandi tungumálum. Hvert eintak kostar 500 krónur og er ágætt að benda á það og hvetja fólk til að gefa andvirði í það minnsta einnar barnabiblíu. Þykir okkur tilvalið að vekja sér- staklega athygli á þessum þætti í barna- og æskulýðsstarfi safnað- anna. Auk þessarar gjafar er Biblíufé- lagið aðili að öðru norrænu sam- starfsverkefni biblíufélaganna. Er þar um að ræða gjöf 150.000 ein- taka af hinni svonefndu Tolkovaja- biblíu og var framkvæmdastjóri HÍBj Hermann Þorsteinsson, boð- inn til Sovétríkjanna á síðustu jóla- föstu af því tilefni. Aðalfundur Biblíufélagsins verð- ur haldinn í Laugarneskirkju og hefst ekki fyrr.en kl. 15.45 til þess að prestar, sem messa kl. 14 og aðrir sem sækja kirkju annars stað- ar, geti komið eftir guðsþjónustuna á heimakirkjunni, ef búið er í Reykjavík eða nálægum byggðum. Heiti ég á sem flesta að mæta á aðalfundinum og kynnast þannig betur málefnum félagsins. Þótti mér það sorglegt, hve fáir prestar sóttu síðasta aðalfund. Ég bið þér, fjölskyldu og starfi blessunar Guðs á þessu nýbyrjaða ári. Einnig hvet ég alla til þess að halda áfram að biðja fyrir friði. Er ógnin, sem veröld stafar af hamför- unum við Persaflóa og ofbeldinu við Eystrasalt, ógurleg og því skylda kristinna manna að biðja fyrir friði og að lausn finnist á vandamálum þjóða og samskiptum þeirra. Ólafur Skúlason

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.