Morgunblaðið - 02.02.1991, Blaðsíða 41
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 2. FEBRÚAR 1991
41
Torfhildur Þorsteins-
dóttir - Kveðjuorð
Fædd 13. júlí 1897
Dáin 3. janúar 1991
Lokið er langri ævigöngu ömmu
á' Blönduósi. Torfhildur Þorsteins-
dóttir fæddist á Mánaskál í Laxár-
dal 13. júlí árið 1897. Að kvöldi
þriðja dags janúarmánaðar kvaddi
hún þennan heim, sátt við guð og
menn. Foreldrar hennar voru Þor-
steinn Frímann Pétursson og Anna
Jóhannsdóttir. Frá Mánaskál fluttu
þau að Refsstöðum í Laxárdal, þá
að Austurhlíð í Blöndudal og síðast
stunduðu þau búskap að Eiríksstöð-
um í Svartárdal. Þau hjón eignuð-
ust þijár dætur. Elst systranna var
Svava, þá Jóhanna og Torfhildur
var þeirra yngst. Torfhildur giftist
Sigurgeiri Björnssyni bónda frá
Orrastöðum hvar þau bjuggu uns
Sigurgeir féll frá vegna veikinda
árið 1936. Þau eignuðust íjóra syni,
Þorbjörn fæddan 1917, Þormóð
fæddan 1919, Þorgeir fæddan 1928
og Þorstein fæddan 1934. Nokkrum
árum eftir fráfall Sigurgeirs giftist
Torfhildur Jónasi Vermundssyni
veghefilsstjóra en hann lést árið
1979. Einn son eignuðust þau, Sig-
urgeir Þór fæddan 1941. Lengst
af bjuggu þau á Blönduósi í húsi
því sem Pálmalundur nefnist.
Jónas, eða „Nóni platafi" eins
og við barnabörnin kölluðum hann
gjarnan, var okkur mjög kær. Og
ekki var hann síður kær fósturson-
um sínum, enda reyndist hann þeim
sem besti faðir. Þegar amma á
Blönduósi er horfin leitar hugurinn
ósjálfrátt til samverustunda okkar
sem voru margar og góðar. Sú var
tíðin að í Pálmalundi var rekinn
búskapur, að vísu fremur smár í
sniðum. Fyrir okkur krakkana var
það svo ævintýralegt að komast í
heyskapinn á sumrin. Hvort heldur
við rifjðuðum úti á túni eða sveitt-
umst við að troða heyinu inn í hlöð-
una. Fjósið var sambyggt hlöðunni
framanverðri. í þá daga voru kýrn-
ar tvær, Grána gamla og Rauðka.
Sú síðarnefnda gat verið nokkuð
myslind og átti það til að hlaupa á
eftir okkur krökkunum okkur tii
mikillar skelfingar. Þá voru góð ráð
dýr enda lærðist okkur brátt að
klifra yfir girðingar og hlið með
leifturhraða. Þegar þær stöllur voru
komnar hvor á sinn bás létti okkur
krökkunum. Amma settist á mjalta-
kollinn sinn og brátt tók mjólkin
að boga úr spenunum. Við fylgd-
umst með því hvernig mjólkurfroð-
an reis hærra og hærra í hvítemal-
eruðu járnfötunni. Inn af fjósinu
var afgirt stía hvar hænurnar gögg-
uðu værðarlega og urpu sínum
eggjum. Að.loknum mjöltum fengu
kýrnar klapp eða þétta stroku og
nokkur hlýleg orð að skilnaði. Það
var svo auðvelt að ímynda sér að
kýrnar skildu hvert orð sem amma
talaði til þeirra, svo náið var sam-
band ömmu og dýranna. Gegnum
tíðina átti amma nokkra hunda og
ketti og duldist engum hve gagn-
kvæm og djúpstæð sú vinátta var,
enda var söknuðurinn mikill þegar
dýrin féllu frá.
Einnig bar amma mikla um-
hyggju fyrir gróðri jarðar. Bæði á
Orrastöðum og í Pálmalundi lagði
hún metnað sinn og mikla vinnu í
að koma upp litríkum garði blóm-
jurta og tijáa. í þessum sælureit
nutum við krakkarnir okkar á
sólríkum dögum. Ýmsa furðaði
hvað gróðurinn dafnaði í öllu vind-
gnauðinu fyrir opnum Húnaflóða
og enn meiri furðu sætti hvern
fítonskraft amma hafði til að bylta
moldinni og bera á, slá gras og
hirða heyið þá komin á tíræðisaldur.
Húsverkunum skilaði hún með
sérlegum sóma fram undir síðasta
dag og skömmu fyrir hátíðirnar
stóð hún að vanda í miklum köku-
bakstri, þá 93 ára. Auk þess tókst
henni að koma frá sér jólagjöfunum
til barna, barnabarna og barna-
barnabarna sem eru samtals e-ð á
fimmta tuginn. Að þessu sinni
komst amma að vísu ékki yfir að
pijóna vettlinga í alla pakkana.
Alla tíð var mikill gestagangur í
Pálmalundi og skyldi engan undra
því móttökurnar voru einatt höfð-
Kveðja:
Siguijón Pálsson
Fæddur 15. ágúst 1901
Dáinn 24. janúar 1991
Afi okkar, Siguijón Pálsson, sem
lést á Sjúkrahúsi Seyðisfjarðar 24.
janúar sl., verður jarðsunginn frá
Seyðisfjarðarkirkju í dag.
Við systkinin ólumst upp í sama
húsi og afi og amma „niðri“, eins
og við kölluðum þau, en þau bjuggu
á neðri hæðinni á Austurvegi 21
og síðan á Túngötu 15. Við áttum
margar góðar stundir hjá þeim,
enda dekraði amma við okkur
krakkana og afi naut góðs af því.
Það gustaði gjarnan af afa og
hann hafði ákveðnar skoðanir á öllu
og lét þær óspart í ljós. Þó hann
væri hijúfur á yfirborðinu var hann
hið mesta ljúfmenni inn við beinið
og stutt í brosið sem náði svo vel
til augnanna. Afi var þekktur fyrir
að þykja dálítið bráðlátur og vildi
Birting afmælis-
og minningargreina
Morgunblaðið tekur afmæl-
is- og minningargreinar til
, birtingar endurgjaldslaust.
Tekið er við greinum á rit-
sljórn blaðsins á 2. hæð í Aðal-
stræti 6, Reykjavík og á skrif-
stofu blaðsins í Hafnarstræti
85, Akureyri.
Athygli skal á því vakin, að
greinar verða að berast með
góðum fyrirvara. Þannig verður
grein, sem birtast á í miðviku-
dagsblaði að berast síðdegis á
mánudegi og hliðstætt er með
greinar aðra daga.
helst drífa allt af í gær sem átti
að gera í dag.
Afi var dugnaðarforkur og fljótur
til verka. Hann stundaði sjóinn í
mörg ár en gerðist síðan verkamað-
ur í landi. Hann vann í frystihúsi
til áttræðisaldurs og það eru ófáir
fiskarnir sem hann handflakaði um
ævina. Hann lét sér ekkert fyrir
bijósti brenna og átti erfitt með að
sætta sig við að hætta að vinna þó
svo hann ætti orðið erfitt um gang.
Á jólum komu afi og amma allt-
af upp á aðfangadagskvöld og var
oft mikill handagangur í öskjunni.
Þegar líða tók á kvöldið tókum við
krakkarnir ekkert eftir því þótt afi
hyrfi, svo upptekin vorum við.
Skömmu síðar heyrðist mikið bram-
bolt og einhver lamdi húsið utan.
Við krakkarnir þustum til dyra og
þar var kominn jólasveinn í fullum
skrúða með skíðastaf í hendi. Þetta
gerði hann um hver jól, meðan við
vorum lítil okkur til mikillar ánægju
og gleði.
Eftir að vinnudegi lauk hjá afa
tóku við verkin heima en hann var
alltaf eitthvað að sýsla. Hann var
mikið snyrtimenni og vildi hafa allt
hreint og fínt í kringum sig. Það
mátti oft sjá hann með sóp, eða
hrífu að snyrta til í kringum húsið.
Um leið og snjóaði var afi mættur
með skófluna og mokaði tröppurnar
og útbjó gangstíga þannig að við
þyrftum ekki að klofa snjóinn. Afi
sá líka um að slá garðinn þegar
pabbi og mamma voru ékki heima.
Okkur er minnisstætt þegar hann
klippti rifsbeijarunnana hennar
mömmu niður við jörð. Þetta kom
ekki að sök, runnarnir náðu sér að
fullu.
inglegar. Þegar við fundum að því
að viðbúnaður í mat og drykk væri
alltof alltof .mikill, svaraði amma
því gjarnan til að svona skyldi það
vera meðan hún væri uppistand-
andi.
Sé það satt að hús hafi sál þá á
það við um Pálmalund. Gamalt for-
skalað timburhús, kjallari, hæð og
ris, þar sem marraði í hverri fjöl,
einkum þó í eldhúsinu. Alltaf var
dvölin jafn notaleg, hlýir straumar
fylgdu manni um ‘ allt húsið. Þá
þótti okkur krökkunum aldeilis
spennandi að læðast um kjallarann,
um herbergi, hol og ganga, einskon-
ar ævintýraheimur með fjölda
leyndarmála.
Þau amma og Jónas höfðu mikla
unun af ferðalögum enda bar hvíti
Rússinn þau víða um land. Sérstak-
lega piinnisstæðar urðu ferðirnar
með stórfjölskyldunni, hvort sem
það var þegar við böðuðum okkur
í sjónum við Snæfellsnes eða þegar
við ókum villugjarnar slóðir og
óbrúaðar ár öræfanna. Þá urðu
ferðir þeirra Jónasar ófáar fram á
Auðkúluheiði, einkum hin síðari
árin. Jónas smíðaði lítið veiðihús,
innréttaði það snyrtilega og flutti
fram að Galtarbóli. Þar var legið
við dögum og vikum saman á sumr-
in og stunduð silungsveiði í net. Þar
kom að silungurinn hvarf rétt eins
og síldin og veiðiskapnum lauk. Þá
var Nónakot, en svo nefndum við
bústaðinn, flutt í gróandann við
Svínavatn í landi Orrastaða. Óli í
Forsæludal var góðvinur ömmu og
Jónasar. Sem svo margir aðrir gerði
hann sér ófáar ferðirnar í Nónakot
og þeim hughrifum sem hann varð
fyrir lýsti hann í ljóðinu „Við Nóna-
kot“. í fyrsta erindinu segir hann:
Ljómi er yfir landi,
logn í hlíðum grænum.
Einhver hljóðlát hlýja
hamlar óttublænum. .
Hlæja mér í huga
horfnar æskurósir.
Sindra á Svínavatni
sólskinsblettir ljósir.
Þegar við leggjum leið okkar
norður á Blönduós á sumri komanda
verður sjálfsagt allt óbreytt við
fyrstu sýn. Svalur gusturinn af
opnum flóanum mun leika um
vanga sem fyrr og Blanda gamla,
Síðustu ár ævinnar dvaldi afi á
Sjúkrahúsinu á Seyðisfirði. Hann
rölti gjarnan um bæinn og spjallaði
við fólk um lífið og tilveruna. Hann
var við góða heilsu nema síðustu
mánuðina, eftir að hann veiktist af
þeim sjúkdómi sem dró hann til
dauða. Afí vissi að endalokin voru
skammt undan og kvaddi lífið sátt-
ur, enda hafði hann lokið sínu ævi-
starfi og skilað því með sóma.
í sumar tók afi þá ákvörðun að
sættast við guð. Bíblían segir í
Rómverjabréfínu í 10. kafla og 9.
versi: „Ef þú játar með munni
þínum: Jesús er Drottinn — og trú-
ir með hjarta þínu að Guð hafí upp-
vakið hann frá dauðum, muntu
hólpinn verða.“
Þetta gerði afi og þessa ákvörðun
tók hann með sér inn í eilífðina.
Við eigum margar góðar minn-
ingar um afa sem munu lifa í hjört-
um okkar um ókomna tíð. Guð
blessi minningu hans.
Barnabörn.
eins og amma nefndi hana gjarnan,
mun 'renna til sjávar eins og hún
hefur gert frá örófí alda. En vissu-
lega stendur eftir stórt skarð því.
amma á Blönduósi er dáin.
Það verður engin amma sem
bíður okkur brosandi við eldhús-
gluggann, það verður engin um-
hyggjusöm amma sem fæðir okkur
og klæðir og engin amma sem með
hlýhug kveður okkur er við höldum
á braut. En þrátt fyrir söknuðinn
er eg glaður innst inni því ég vil
trúa því að nú sé amma komin á
braut eilífðarinnar, fijáls á meðal
þeirra fjölmörgu ástvina sem hún
lifði og þráði að fá að hitta á ný.
Ekki alls fyrir löngu orti amma eitt
lítið ljóð um hugrenningar sínar:
Ef ég bráðum burtu fer
bíðið þið kannski eftir mér.
Þar sem veiði vötnin blá
vildi ég hvíla ykkur hjá.
Fyrir mér varð amma aldrei göm-
ul. Að vísu var líkaminn orðinn lú-
inn af nær aldarlöngu striti en hug-
urinn var ætíð ungur og ferskur.
Hún fylgdist vel með samtíma við-
burðum og virtist fæst vera henni
óviðkomandi hvort sem var að ræða
olíukreppu, vanda atvinnulífsins eða
húsnæðis áhyggjur unga fólksins.
Og ósköp sem ömmu þótti aumt
þegar Islendingar töpuðu fyrir
Svíunum í handboltanum.
Að lokum vil ég þakka ömmu
fyrir ánægjulegar samverustundir
allt frá bernsku minni og ég gleðst
yfír því að hafa verið þess aðnjót-
andi að fá að kynnast þessari heil-
steyptu konu. Margan lærdóm get-
um við sem eftir lifum dregið af
lífshlaupi ömmu á Blönduósi, sem
lifði og kvaddi þessa jarðvist með
stakri reisn.
Sigurgeir Þorbjörnsson
Kristrún Franz-
dóttir - Kveðjuorð
Fædd 26. ágúst 1908
Dáin 27. desember 1990
Hinn 27. desember sl. lést í
Reykjavík móðursystir okkar,
Kristrún Franzdóttir. Hún var fædd
26. ágúst 1908 í Thorpmæri á bökk-
um árinnar Glommu í Noregi. Fað-
ir Kristrúnar var Franz Jóhannesen,
múrarameistari frá Engelsvík í
Noregi. Móðir hennar var Guðrún
Hólmfríður Björnsdóttir frá Dalvík.
Systkini Kristrúnar voru í aldurs-
röð þessi: Björn, fæddur í Noregi
7. júní 1906. Hann var fréttamaður
hjá Ríkisútvarpinu, rithöfundur og
tónskáld. Jóna Hildigunn, húsmóð-
ir, fædd 26. september 1910 á
Dalvík, Óskar Henry, bifreiðastjóri,
fæddur 1. apríl 1912 á Dalvík, en
hann lést í nóvember sl. Systkinin
eru nú öll látin. Fór útför Kristrún-
ar fram 3. janúar sl. í kyrrþey að
hennar eigin ósk. Foreldrar þeirra
systkina slitu samvistum þegar
börnin voru korpung og hvarf faðir-
inn, Franz, aftur til Noregs. Slitn-
aði þar með allt samband bamanna
við föður sinn. Þegar Kristrún var
komin á fullorðinsár fór hún til
Noregs að leita hugsanlegra skyld-
menna, en varð lítið ágengt m.a.
vegna þess að kirkjubækur höfðu
brunnið, þó komst hún að því að
hún átti fjölda skyldmenna þar.
Frænka var tvígift, fyrri maður
hennar var Sigfús Sigfússon og
eignuðust þáu soninn Örn, vélstjóra
í Reykjavík. Seinni maður hennar
var Ásgeir Vigfússon frá Eydölum
í Breiðdal, eignuðust þau 2 böm,
Guðrúnu og Val, sem bæði létust
langt um aldur fram. Eftir að hún
varð ein vann hún almenn verslun-
arstörf og síðar á Landspítalanum
við að afgreiða þvott til starfsfólks.
Þrátt fyrir ágjöf og erfiðleika í lífinu
heyrðist Kristrún aldrei kvarta. Hún
hafði sterka trú á öðm lífi að þessu
loknu og tók á tímabili virkan þátt
í starfí Sálarrannsóknafélagsins.
Yfír frænku var mikil reisn, hún
var glæsileg kona og á yngri ámm
sýndi hún dans á Borginni með
bróður sínum, Henrý. Hún hafði
góða kímnigáfu og var hrókur alls
fagnaðar á góðri stund. Hún spilaði
brids lengi og enginn leysti betur
en hún úr krossgátum og mynda-
gátum. Yfír henni var aldrei deyfð
eða drómi þrátt fyrir misjafnt ævi-
gengi.
Æviárin höfðu vissulega sett
mark sitt á heilsufar frænku undir
það síðasta og hún kvaddi Iífið með
litlum fyrirvara 27. desember sl.
eftir að hafa átt góð jól heima hjá
syni sínum og tengdadóttur.
Við systurnar söknum frænku
mjög og minnumst nú allra þeirra
góðu samvemstunda sem við áttum
með henni allt frá barnæsku. Henni
gleymum við aldrei. Við sendumm
syni hennar, tengdadóttur og öllum
bamabörnum innilegar samúðar-
kveðjur. Hvíli elsku frænka í friði.
Björk og Linda Finnbogadætur
xr
■S
t
Móðir okkar og amma,
ÁSLAUG SIGURÐARDÓTTIR,
Stangarholti 10,
Reykjavík,
lést 25. janúar.
Jarðarförin hefur farið fram í kyrrþey að ósk hinnar látnu.
Fyrir hönd vandamanna,
Anna Björnsdóttir Johansen,
íris Björnsdóttir,
Áslaug Pétursdóttir,
Jóhann Kiesel.