Morgunblaðið - 03.02.1991, Blaðsíða 1

Morgunblaðið - 03.02.1991, Blaðsíða 1
104 SIÐUR B/C 28. tbl. 79. árg. SUNNUDAGUR 3. FEBRÚAR 1991 PRENTSMIÐJA MORGUNBLAÐSINS A Ottast að tugir manna hafi farist í slysi á Los Angeies-flugvelli: - sagði farþegi Boeing-þotu sem tætti í sundur minni vél og rakst síðan á hús Los Angeles. Reuter. ELDUR kom upp í bandarískri, tveggja hreyfla farþegaþotu af gerð- inni Boeing-737-300 er var í lendingu og tætti í sundur litla farþega- vél en rakst þar næst á slökkvistöð við alþjóðaflugvöllinn í Los Ange- les um kl. 3 að ísl. tíma aðfaranótt laugardags. Ekki var vitað með vissu um manntjón en talið að a.m.k. 15 hefðu látist og óttast um líf 14 að auki. 40 slösuðust, þar af tíu alvarlega. „Fyrst hélt ég að þetta væri bara svona harkaleg lending en siðan fylltist farþegarýmið af reyk og eldar blossuðu upp á báða bóga,“ sagði Alysse Rosewater, einn farþeganna í Boeing-þotunni sem var í lendingu. Alls voru 12 manns í litlu vélinni, er verið var að búa undir flugtak, og var óttast að allir hefðu farist, að sögn Sky-sjónvarpsstöðvarinnar. Eftir áreksturinn við minni vélina rann Boeing-vélin, sem var i eigu félagsins USAir, dijúgan spöl eftir flugbrautinni og nálægum akri en stöðvaðist loks á mannlausri slökkvi- stöð og mun hafa brotnað í tvennt. Vélin varð alelda og eitt hornið brotnaði af byggingunni. 90 manns voru í vélinni, 84 farþegar og sex í áhöfninni. Vélin, sem getur borið 120 farþega, var á leið frá Colum- bus í Ohio-ríki til Los Angeles með viðkomu í Syracuse og Washington. Chul Hong frá Ohio var einn far- þeganna í Boeing-vélinni. Hann sagðist hafa heyrt hvell og talið að hjólbarði hefði sprungið. „Þá sá ég logana og allir fóru að hljóða af skelfingu. Ég hélt að ég myndi deyja.“ Hong sagðist hafa opnað neyðardyr og stokkið út á annan vænginn, þar næst til jarðar og tókst honum að hlaupa á brott frá vél- inni. Er hann sneri sér við sá hann að hún var í ljósum logum. „Það var kraftaverk að nokkurt okkar skyldi komast af,“ sagði hann. Annar far- þegi sagði fólkið í vélinni hafa sýnt stillingu. Slökkviliðsmenn sögðu að efri helmingur aftari hluta bols þot- unnar hefði svipst af við áreksturinn. Minni vélin var af gerðinni Sky- master Commuter Fairchild Metro- liner og var hún á leið í áætlunar- flug til Palmdale í Kaliforníu. Leifar úr henni lágu sundurtættar og kramdar undir belg Boeing-vélarinn- ar, brak úr báðum vélunum dreifðist um stórt svæði og reykjarbólstrar byrgðu sýn á flugvellinum sem er meðal hinna stærstu í landinu. Iraki gengur fram hjá rústum byggingar sem stjórnvöld í Bagdad segja að hafi verið mjólkurduftsverk- smiðja er bandamenn hafi eyðilagt í loftárásum. Bandamenn halda því fram að auk duftsins hafi verið framleidd sýklavopn í verksmiðjunni og segja að vopnaðir hermenn hafi ávallt verið við hana á verði. Bandamenn hrinda áhlaupum íraka í Saudi-Arabíu: Iraski herinn segist halda frumkvæðinu á vígvellinum Bush segir landorrusturnar hefjast „ef og þegar“ bandamenn vilja Fort Stewart, Nikosiu. Reuter. ÍRAKSHER lýsti yfir því í gær að áhlaup hans á landamærabæ- inn Khafji og fleiri staði í Saudi- Arabíu sýndu að Irakar héldu frumkvæðinu í stríðinu fyrir Sænsk könnun: Innan við þriðjungur styður jafnaðarmenn Stokkhóimi. Frá Erik Lidén, fréttaritara Morgunblaðsins. NÝ KÖNNUN sænsku Sifo-stofnunarinnar á viðhorfum kjósenda gefur til kynna að jafnaðarmenn, sem halda um stjórnvölinn, eigi enn á brattann að sækja. Þeir fá nú 31,7% fylgi sem er ívið minna en í könnun í desember. Fylgi hægrimanna (Moderaterna) hefur dvínað nokkuð og umhverfissinnar fá í fyrsta sinn síðan í kosningunum 1988 innan við 4% fylgi sem er lágmarkið til að hljóta þingsæti. Hægrimenn fá nú 23,8% en voru með 25,9% í könnun Sifo í desember. Kristilegir lýðræðis- sinnar fá meira fylgi en nokkru sinni fyrr eða 6,9% og Vinstri- flokkurinn, gamli kommúnista- flokkurinn, heldur sínu með um 6,5%. Kosið verður til þings í Svíþjóð í september. I desember sögðust 21% kjós- enda ætla að sitja heima en að þessu sinni eru þeir 17%. Nýtt lýðræði, flokkur sem kaupsýslu- mennirnir Bert Karlsson og Ian Wachtmeister stofnuðu fyrir nokkrum mánuðum, fær 2,5% fylgi en þess má geta að flokkur- inn gefur út fyrsta kosningabækl- ing sinn í mánuðinum og fjallar hann um pólitísk hneykslismái í landinu frá því um 1980. botni Persaflóa. George Bush Bandaríkjaforseti sagði að land- hersveitir fjölþjóðahersins við Persaflóa myndu aðeins freista þess að hrekja hersveitir íraka úr Kúveit ef það „reynist nauð- synlegt". Akvörðun um innrás inn í Kúveit yrði ekki tekin fyrr en slíkt væri tímabært að mati bandamanna; þeir Iétu ekki Saddam Hussein ráða ferðinni. Útvarpið í Bagdad hafði eftir talsmanni írakshers að Bandaríkja- menn og bandamenn þeirra í stríðinu væru hræddir við að heyja landorrustur við íraka. Þeir vildu halda sig fjarri íröskum hermönnum og sýndu af sér bieyðimennsku með loftárásum á óbreytta borgara. Bandamenn hafa gert átján árásir á íbúðahverfi í Irak, að sögn tals- mannsins. Útvarpið flutti einnig yfirlýsingu frá íraksher, sem birt var í al- Qadisiyah, blaði íraska varnarmála- ráðuneytisins. „Hetjulegar aðgerðir hugprúðra hermanna okkar í áhlaupinu á Khafji leiða okkur í sannleikann um eitt. Þrátt fyrir villimannslegar árásir heimsvalda- sinna halda írakar enn frumkvæð- inu á vígvellinum," sagði í yfirlýs- ingunni. Bætt var við að banda- menn hefðu aðeins fengið að kynn- ast „örlitlu broti“ af hernaðarmætti íraka í áhlaupunum og tilgangurinn m ... Reuter George Bush Bandaríkjaforseti ásamt ættingjum bandarískra her- manna sem sendir hafa verið til Saudi-Arabíu. með þeim hefði verið að skapa ring- ulreið í herbúðum bandamanna. George Bush heimsótti í gær herstöðvar í Bandaríkjunum og lof- aði ættingjum bandarískra her- manna við Persaflóa því að Saddam Hussein íraksforseta myndi ekki takast að ginna sig til að fyrirsklpa ótímabæran landhernað, sem gæti lokið með miklu mannfalli. „Land- orrustur verða ekki háðar nema það reynist nauðsynlegt og þegar við höfum ákveðið að þær séu tímabær- ar. Við beijumst í þessu stríði eins og okkur sjálfum hentar best og förum ekki eftir tímaáætlunum Saddams, heldur okkar eigin,“ sagði Bush. Forsetinn kom sér þannig hjá því að svara spurning- unni sem brunnið hefur á vörum fólks i ríkjum bandamanna að und- anförnu, hvort loftárásirnar einar nægi til að hrekja íraka úr Kúveit eða nauðsynlegt verði að senda landherinn gegn þeim. Almennt er talið að yfirstjórn ijölþjóðahersins miði starf sitt við að innrás sé nauð- synleg og loftárásirnar aðeins und- anfari hennar. Sjá fréttir á bls. 4. og 14. Hélt að þetta værí harkaleg lending

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.