Morgunblaðið - 03.02.1991, Blaðsíða 6

Morgunblaðið - 03.02.1991, Blaðsíða 6
MÖRGIiINBLAÐIÐ SUnNUDAGUR 3. FKBRÚAR 199í' 6 FRÉTTIR/INIMLEINIT Ole Lunga sölustjóri Tjæreborg og Morgunblaðið/KGA Örn Steinsen handsala samstarfssamning ferðaskrifstofanna. Ferðaskrifstofan Saga með umboð fyrir Tjæreborg: Fjölbreyttara ferðaúr- val og ódýrari ferðamáti — segir Örn Steinsen framkvæmdastjóri FERÐASKRIFSTOFAN Saga hefur tekið að sér umboð fyrir dönsku ferðaskrifstofuna Tjære- borg og verður almenningi kynnt þessi nýja þjónusta í dag. Að sögn Arnar Steinsen, fram- kvæmdastjóri Sögu, eru viðræð- ur í gangi við SAS og Flugleiði um flugfargjöld til Kaupmanna- hafnar í tengslum við þessa þjón- ustu og taldi hann að mörgum tilfellum gæti íslendingar ferð- ast á ódýrari máta til ýmissa hefðbundinna sólarlandastaða með tilkomu þessa samstarfs. Tjæreborg er ein af stærstu ferðaskrifstofum á Norðurlöndum og er systurfyrirtæki Spiess-ferða- skrifstofunnar. Hún hefur umboðs- skrifstofur á öllum Norðurlöndum og hefur starfað í 40 ár. „Við vænt- um góðs af samstarfinu og eigum von á að geta boðið ferðir Tjære- borg til sólarlanda á svipuðu verði eða lasgra en í beinu leiguflugi,“ sagði Öm. Öm sagði helsta kost þessa sam- starfs vera aukið úrval ferða því auk hefðbundinna sólarlandaferða er boðið upp á ferðir með áætlun- arbílum um Evrópulönd og einnig er mikið framboð af ferðum til Mið- jarðarhafslandanna og Austurlanda flær. Þá gefst íslendingum kostur FYRIRTÆKIÐ Matvælafram- leiðsla Hafnarfjarðar, sem fram- leiddi vörur undir vörumerkinu Baula fram til ársins 1989, hefur verið tekið til gjaldþrotaskipta. Gjaldþrotið hefur ekki áhrif á framleiðslu vara undir þessu vörumerki, þar sem þær hafa í rúmt ár verið framleiddar af fyrirtækinu Mjólkurbú Hafnar- fjarðar - Baula hf. á gistingu í Kaupmannahöfn í allt að fjórar vikur í tengslum við ferð- ir á vegum Tjæreborg. Ole Lunga, sölustjóri Tjæreborg, sem staddur er hér á landi vegna samstarfssamnings ferðaskrifstof- anna, fagnaði samvinnunni við Sögu og sagði að mikiivægur hlekk- ur hefði bæst við umboðskeðju Tjæreborg á Norðurlöndum. Að sögn Þórðar Ásgeirssonar, forstjóra Baulu, gekk rekstur Mat- vælaframleiðslu Hafnarfjarðar illa og var því gripið til þess ráðs að selja Mjólkurbúi Hafnarfjarðar - Baulu hf. allar eignir þess og vöru- merki árið 1989. í búi Matvæla- framleiðslunnar eru því engar eign- ir og segir Þórður, að skuldir séu heldur ekki miklar. Matvælaframleiðsla Hafn- arfjarðar gjaldþrota SOL UR SORTA Mesti óvinur mann- úðarlaga er fáfræði ALÞJOÐLEG mannúðarlög eiga að veita vernd í stríði, aðallega með tvennum hætti, annars vegar með því að banna ómannúðleg- ar aðfarir við hernað, svo sem árásir á óbreytta borgara, notkun eiturgass og annarra ólöglegra vopna og hins vegar eiga lögin að veita vernd læknum og hjúkrunarfólki, særðum hermönnum, stríðsföngum og síðast en ekki síst almennum borgurum. Vernd almennra borgara er á seinni tímum aðalviðfangsefni mannúðar- laga, enda eru nú níu af hveijum tíu hernaðarátökum innan- landsstríð. Þessar upplýsingar er að finna í efni, sem Rauði kross íslands sendi frá sér vegna alþjóðaátaks til hjálpar stríðshijáðum, sem hér hefur yfirskriftina „Sól úr sorta“. Þar segir enn fremur, að mesti óvinur Genfarsáttmálanna um al- jrjóðleg mannréttindi sé fáfræði. Akvæði laganna séu dauður bók- stafur ef þau séu fólki ekki kunn eða ef þeim sé ekki framfylgt. Það sé almenn skoðun að fyrsta fórnarlamb stríðs sé sannleikur- inn. Það geti verið mjög erfitt að afla hlutlausra, áreiðanlegra upp- lýsinga frá landi þar sem hernað- ur geisi. En samt séu slíkar upp- lýsingar forsenda þess að unnt sé að koma í veg fyrir brot á mann- úðarlögum. Engin alþjóðleg lögregla eða dómstóll sé til sem framfylgi mannúðarlögum eða dæmi fyrir brot á þeim. Ein leið til að þrýsta á að þeim sé fylgt sé að vikija almenningsálitið. Flest ríki séu viðkvæm fyrir áliti sínu út á við. Virkt almenningálit mundi líka hafa áhrif á skæruliðahópa, sem þiggi stuðning frá ríkjum sem annt sé um mannorð sitt. Þá segir: „Virðing fyrir mann- úðarlögum leiðir til minna mann- tjóns i hernaðarátökum og reynsl- an sýnir að því minna sem mann- tjónið er, því meiri líkur eru á pólitískri lausn á styijöldum. Þær breytingar, sem nú eru að verða á alþjóðavettvangi að kalda stríðinu loknu gefa tækifæri til að kanna hvemig gera má alþjóð- leg mannúðarlög virkari í innan- landseijum. Þar er þörfin brýn- ust, því að 90% af stríðsrekstri nútímans fer fram innan landa- mæra einstakra ríkja og 90% af fómarlömbunum eru óbreyttir borgarar. Alheimsátak til hjálpar stríðshijáðum er háð með það að markmiði að fræða fólk, ekki síst hermenn og ríkisstjórnir og jafn- framt til að veita fórnarlömbunum hjálp óháð trúarbrögðum, litar- hætti og stjórnmálaskoðunum." Alþýðuflokkur; Prófkjöri lýkur í dag PRÓFKJÖRI Alþýðuflokksins, sem hófst klukkan tíu í gærmorg- un, lýkur klukkan 19 í kvöld, sunnudag. Samkvæmt upplýsing- um frá skrifstofu Alþýðuflokks- ins hafði verið slæðingskjörsókn í gærmorgun. Talning úr prófkjörinu hefst strax eftir að kjörstaðirnir í Árm- úlaskóla og Gerðubergi loka og má búast við niðurstöðum í kvöld. Flóðljós á Laugardalsvelli: Auknir tekj umögiileikar sem geta skipt sköpum Á SÍÐASTA ári opnaðist nýr tekjumöguleiki Knattspymusambands íslands og félagsliða i keppni á alþjóðavettvangi. Um er að ræða auglýsinga- og sjónvarpstekjur, sem geta skipt sköpum fyrir viðkom- andi enda milljónir og jafnvel tugir milljóna hugsanlega í húfi. Knatt- spymuforystan er komin á bragðið, en hefur rekið sig á vegg. Engin flóðljós eru á Laugardals- velli, þjóðarleikvangi Islands, og því verða leikir að fara fram í dagsbirtu. Það íýrir hagnaðarvonina til muna og því er það mikið kapps- mál foiystunnar að flóðljósum verði komið fyrir á leikvanginum íyrir haustið. ísland leikur þá þijá mikil- væga leik og auk þess taka þijú Reylqavík- urlið, Fram, Valur og KR, þátt í Evrópu- keppni, en það hefur aðeins einu sinni gerst áður —r árið 198L Aðalfundur Knatt- spymuráðs Reykjavíkur fór fram sl. fimmtudagskvöld og þá var sam- þykkt áskorun til Reykjavíkurborgar þess efiús að hún komi fyrir flóðljós- um á Laugardalsvelli á árinu. Ekki er gert ráð fyrir slíkum framkvæmd- um í frumvarpi að fiárhagsáætlun borgarsjóðs fyrir líðandi ár, en íþrótta- og tómstundaráð telur mál- ið þarft. Fijálsíþróttasamband ís- lands segir að flóðljós komi fijáls- íþróttum einnig til góða, en borgin á síðasta orðið 21. febrúar, þegar fjárhagsáætlunin veiður endanlega samþykkt. Keppni í íþróttum á alþjóðavett- vangi getur skilað fram kvæmdar- aðilum miklum tekjum. Æ fleiri borgir sækjast eftir að halda Ólymp- íuleika, heimsmeistarakeppni í knattspymu og úrslitaleiki í hinum ýmsu mótum. Ástæð- an er fyrst og fremst hagnað- arvonin. Áður voru tekjur fyrst og fremst í réttu hlutfalli við fjölda áhorfenda, en nú skipta augiýsingar og sala á sjón- varpsrétti æ meira máli. Leiktími miðast við heppilegasta tíma í sjón- varpi, sem er á kvöldin. Sjónvarps- stöðvar greiða svimandi háar upp- hæðir fyrir stórmót, en leikir í und- ankeppni geta einnig gefið góðan arð. Líka á íslandi. Knattspymusamband íslands gerði í fyrra tveggja ára samning við hollenskt íjölmiðla- og markaðs- fyrirtæki, sem keypti sjónvarpsrétt- inn á öllum heimaleikjum íslands í riðlakeppni EM, sem nú stendur yfir, og greiddi fyrir um 60 milljón- ir. Knattspymudeild Fram samdi við sama fyrirtæki vegna Evrópuleiks sl. haust og fékk nokkrar milljónir í sinn hlut. En vegna þess að engin flóðljós eru á þjóðarleikvanginum varð umræddur leikur að fara fram um miðjan dag, sem er óheppilegur sjónvarpstími á Spáni, og því varð Fram af tæplega sex milljónum. Með öðrum orðum: Fram hefði feng- ið sex milljónir til viðbótar, ef leikur- inn gegn spænska liðinu Barcelona hefði fcirið fram að kvöldlagi. Eggert Magnússon, formaður KSÍ, sagði við Morgunblaðið að knattspymuforystan treysti á skiln- ing botgaryfirvalda í málinu. „Þetta er ekki aðeins íjárhagsleg spuming fyrir KSÍ, heldur félögin, sem leika í Evrópukeppninni. Laugardalsvöllur ætti einnig að fá auknar tekjur og því má gera ráð fyrir að útlagður kostnaður skili sér fljótlega." Haildór B. Jónsson, formaður knattspymudeildar Fram, sagðist ekki trúa öðru en að ljós yrðu sett upp á næstunni. „Þetta er þjóðar- leikvangur okkar og því er það sjálf- sögð krafa að hann uppfylli almenn- ustu þarfir. Ymislegt vantar upp á, en það getur ekki dregist öllu leng- ur að setja upp flóðljós, því svo mikið er í húfi. Við töpuðum um sex milljónum vegna tímasetningar á Evrópuleiknum gegn Barcelona í haust og það segir sig sjálft að um gullnámu getur verið að ræða fyrir félag, sem dregst á móti liði frá Frakklandi, Spáni, Portúgal eða ít- alíu svo dæmi séu tekin." Halldór benti einnig á að ljósin kæmu til góða vegna haustleikja í 1. deild, bikarúrslita og landsleikja. Stefán Haraldsson, formaður knatt- spymudeildar KR, tók í sama streng. „15 milljónir er dijúgur peningur, en flóðljós ættu að skila borginni auknum tekjum vegna leikja. Þau skapa KSÍ og félögunum nýja tekju- möguleika og það er umhugsunar- efni, hvort völlurinn ætti ekki að njóta þeirra í einhveijum mæli, því það er sanngjamt að greiða meira fyrir aukna þjónustu. Eins má gera ráð fyrir fleiri áhorfendum, ef leikur hefst að loknum venjulegum vinnu- degi.“ Guðmundur Kjartansson, fór- maður knattspymudeildar Vals, sagði að biýnt væri að fá ljós á völlinn og hann taldi eðlilegt að borgin greiddi kostnaðinn. „Þetta er sameiginlegt hagsmunamál knattspymuhreyfingarinnar, en það er varhugavert að setja tímabundið gjald á félögin vegna þess, því hætta er á að það yrði til eilífðar.“ Magnús Jakobsson, formaður Frjálsíþróttasambands íslands, sagði að bætt aðstaða á Laugardals- velli kæmi öllum til góða og þvi liti hann uppsetningu flóðljósa jákvæð- um augum. „Það era miklir pening- ar í húfi fyrir knattspymuna, en flóðljós efla starf okkar í fijálsíþrótt- um og gefa okkur aukna mögu- leika.“, Fyrir skömmu var nýr sandgras- völlur með flóðljósum vígður í Kópa- vogi. Heildarkostpaður vegna ljós- anna var um fjórar milljónir, en þar er fyrst og fremst um að rseða æfíngaljós, sem koma ekki að gagni við sjónvarpsupptökur. Flóðljós á Laugardalsvelli kosta um 15 til 20 milljónir, en þá er gert ráð fyrir ákveðinni litasamsetningu og að kröfum um nægjanlegt birtumagn fyrir sjónvarp verði fullnægt. Þetta er heldur hærri upphæð en áætluð er á árinu í framkvæmdir á Laugar- dalsvelli vegna bættrar fijáJsíþrótta- aðstöðu. Júlíus Hafstein, formaður íþrótta- og tómstundaráðs Reykjavíkur, sagði að það væri sanngimiskrafa að setja upp flóðljós á Laugardals- velli og betra væri að gera það fyrr en síðar. Hann taldi spuminguna um hugsanlegt sjyaistarf borgarinn- ar og félaganna áhugaverða, en málið yrði tekið fyrir hjá borginni á næstu dögum. Þ’ar sem um þjóðar- Ieikvang er að ræða má velta því fyrir sér, hvort ríkisvaldið eigi ekki að taka þátt í framkvæmdakostn- aði. Júlíus sagði að borgin hefði slæma reynslu af samstarfí við rík- ið. Það skuldaði borginni meira en / tvo milljarða vegna sameiginlegra verkefna og borgarfulltrúar hefðu því áhyggjur af aukinni samvinnu. „En flóðljósin era þarft mál og áhugi á þeim er fyrir hendi.“ Spumingin er ekki hvort heldur hvenær. BAKSVIP eftir Steinþór GuAbjartsson

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.