Morgunblaðið - 03.02.1991, Side 38

Morgunblaðið - 03.02.1991, Side 38
38’ MORGI^'BÍADIÐ FÓLK f FRÉrhlMliJb KARLAR Banda- mannasaga Það er sagt að þú sért karla- haataari (a dregið svo djúpt neðan úr maga að raddböndin titra) sagði vinkona min við mig um daginn. Ég varð voða hissa. Þetta hefði mér aldrei dottið í hug. Hinsvegar verð ég að játa að ég hef aldrei skilið karlmenn. En eftir Súsönnu hef heldur aldrei Svavarsdóttur skilið hvað er svona flókið við þá. Svo kom stríðið. Stríðið þar sem einn arabi á hvolfi skyldi þurrkaður út af olíukortinu - ásamt hyski sínu - með Amerikuhraða. Tæknin hélt innreið sina on- að Flóa; þessi djö . . . mann- leysa, Saddam, virtist æ'tla í stríð með berum hnefunum á móti afrakstri tæknilegra ofur- heila í San Diego. Samkvæmt beinum útsendingum frá CNN, fyrstu tvær nætur stríðsins, stóð Jfjassi hálfviti bara agndofa í eyðimörkinni meðan hans klaufalegu, úreltu hernaðar- mannvirki, ásamt einni mjólk- urduftsverksmiðju sprungu svo mikið að þau urðu að enn meiri sandi. Heimurinn hló og flýtti sér að taka út sigurvímuna; Hússein hálfviti, Hússeiri auli. Aldrei hefði Gunnari á Hlíðar- enda og þeim frændum þótt hann verðugur andstæðingur og þótt hann ljótr maðr og svartr. Hér áður fyrr, þegar hetjur voru hetjur, börðust menn aðeins við jáfningja. Tækniundrum ný-banda- manna var sjónvarpað beint um heiminn. Ungir karlmenn Iýstu yfir því að nú væri hamingja þeirra fullkomin, vegna þess að loksins fengju þeir tækifæri til að reyna tæknina sem þeir „trúa á“. Við trúleysingjarnir hér norð- ur í loðnuleysinu urðum grárri og grárri af vökum og sjónvarps- glápi, þvi eitthvað dróst að vinna stríðið. Hekla puffaði út í vetrarnóttina. Við sögðum CNN en CNN gleymdi að láta heiminn vita - því leikritið um stríðið hélt áfram samkvæmt handriti. Eftir því sem tækni sigurveg- ^ranna tilvonandi varð full- *Utomnari, varð Hússein þessi heimskari á skjánum . . . . . . allt þar til, öllum til hrell- ingar og hrifningar og trúarlegr- ar vakningar, að myndir fóru að laumast inn hér og þar af tæknibrellum og skúespili Sadd- ams; Iandið hans var komið undir sandinn og héldist þar þótt heimurinn færist og meðal hyskis hans var, meðal annars, að finna sex leikara sem vinna við að koma fram sem „Hann- sjálfur". Gera það meira að segja Hollívúdd-vel. Sést enginn mun- ur. Á móti þessu öllu varð trilljón dollara flugfloti ný-banda- - /á^anna eins og flugur sem höfðu dritað 50.000 tonnum af dellu á pappakassa í eyðimörkinni - með árangri sem fór langt fram úr villtustu vonum manna, bara afþví þeir sáu að eitthvað sprakk á yfirborðinu; írak skyldi þurrkað út af yfirborði jarðar, en írak er ekki á yfir- borðijarðar, heldur oníjörðinni. Flughetjur ný-bandamanna ljómuðu eins og feður yfir ný- fæddum frumburði og sögðu; þetta var ótrúlegt (það er, þegar þeir sáu pappakassana springa). 3» Það er ekki hægt að skilja svona grunn handrit og yfir- borðslegt leikhús - hannað af körlum fyrir karla. Og þótt mað- ur sé orðinn of latur til að hata líkamsgervinga svona einfeidn- ingsháttar, verð ég að segja eins og er að þessi sandkassafarsi við Flóann er ekki vænlegur til að vinna ástir og aðdáun okkar ’kvenna. Svo sem sjá má er stemming góð og leikaðstaða fyrir börnin er mjög góð. Veitingar eru til reiðu. Morgunblaðið/Þorkell Þorkelsson FORELDRADAGAR Alltaf hætta á að mæður með lítil böm einangrist Fyrirbæri sem kalla mætti for- eldradaga sem haldin eru á vegum sókna eða einstaklinga inn- an sókna með stuðningi viðkomandi sókna hafa mjög rutt sér til rúms víða á höfuðborgarsvæðinu og ef til vill víðar. Mömmur og pabbar í Ártúnsholtinu hafa tekið við sér, einkum þó mömmurnar, og þær sem standa á bak við það eru þær Þóra Björnsdóttir og Sveinbjörg Júlía Svavarsdóttir. Morgunblaðið tók Þóru tali og spurði hana hvernig það æxlaðist að þær Sveinbjörg fóru af stað með þetta. „Því er til að svara, að við vorum báðar útivinnandi, en vegna barn- eigna vorum við komin inn á heimil- in í fullt starf í bili. Við fórum þá að spjalla um þetta og fundum hjá okkur þörf til þess að kynnast öðr- um konum sem eins voru settar, það er nefnilega alltaf hætta á því að mæður með lítil börn einangrist inni á heimilunum, einangrist frá umheiminum að einhverju leyti og við vildum láta á það reyna hvort að hægt væri að stemma stigu við slíku,“ segir Þóra. Þóra segir enn fremur að þær stöllurnar hafi rætt við prestinn í Árbæjarsókn og hann hafi tekið þeim mjög vel. Lagt til húsnæði í safnaðarheimilinu. Þar hafa þau einn morgun í viku, frá klukkan 10 til 12. Þetta var í október og því komin fjögurra mánaða reynsla. Hvað segir Þóra á þessari stundu um hvernig tekist hefur til? „Ég segi að það hefur tekist vel til. Við hittumst og kynnumst og spjöllum saman og það hefur æxlast þannig að við Sveinbjörg erum þarna í nokkurra stunda vinnu við að halda þessu gangandi. Við höfum stillt upp vetrardagskrá þar sem ýmis- legt kunnáttufólk mun mæta til okkar og flytja fyrirlestra. Það hef- ur verið svona tíu mömmu kjarni sem mætt hefur best, yfirleitt af Ártúnsholtinu, en það hafa hringt til okkar konur úr Árbænum og fengið að vera með. Það er ekkert svona í Árbænum, en um sömu sókn er að ræða. Við ætlum að láta á það reyna hvort ekki sé hægt að fá fleiri foreldra til að koma til okkar. Við erum bjartsýnar, því þær sem koma, koma aftur og þó þær fara út á vinnumarkaðinn á ný að loknu fæðingarorlofi þá gera þær allt til þess að halda í tengslin við hópinn. Já, við viljum reyna að fá nýtt blóð í hópinn,“ segir Þóra. Þóra gat þess að þær hafi stillt upp vetrardagskrá. Sem dæmi má nefna, að 5. febrúar kynnir Guðrún Jónsdóttir starfsemi „Barnamáls“ og fjallar um bijóstagjöf og hjálpar- mæður. 12. febrúar ijalla heilsugsl- ulæknar í Árbæ um um slysavarnir bama og 26. febrúar talar sr.Krist- inn Ágúst Friðfinnsson um trúar- þroska barna. 5. og 12. mars verð- ur Halldóra Einarsdóttir með pá- skaföndur og fleira mætti nefna. Féiagar í SVFR (aldd » <*/ cftír! Guðrún G. Bergmann með bikarlax veiddan í Norðurá sl. sumar Fyrri gjalddagi veiðileyfa er SVFR 5. febrúar nk. Þeir, sem þess óska, geta greitt með Visa- eða Euro- raðgreiðslum. Gífurleg eftirspurn er eftir veiðileyfum. Eftir 10. febrúar verður óstaðfestum veiðileyfum ráðstafað.

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.