Morgunblaðið - 03.02.1991, Blaðsíða 17

Morgunblaðið - 03.02.1991, Blaðsíða 17
í&ÖKgMÉÍÆÖÍÐ SÚWíltíDAGM'33rPE6É'0Aft' l 9ðT m ar voru sömu skoðunar; þeir Moshe Dayan, hershöfðingi, og Ariel Shar- on, hershöfðingi, sem þá stjórnaði vörnum ísraels í suðri. Sharon áleit réttast að bera tillögu um slíkan stuðning undir Aaron Yariv, hers- höfðingja, yfirmann upplýsinga- deildar hersins. Síðan sneru þeir sér þegar í stað tii utanríkisráðherra Bandaríkj- anna, sem þá var dr. Henry Kissin- ger. Golda Meir, forsætisráðherra Israels, var stödd í New York á ráðstefnu með forystumönnum gyð- inga í Bandaríkjunum. Kissinger varaði hana við. Hún skipaði stað- gengli sínum heima í ísrael, Yigal Állon, að setja herinn tafarlaust í viðbragðsstöðu. Sýrlenzkir stríðs- vagnar, sem áttu að styðja við up- reisn Palestínumanna, voru einmitt að aka inn í Jórdaníu hjá Irbid, þegar hættan á íhlutun ísraels í yðar þágu fékk Sýrlandsstjórn til þess að hugsa sig um og senda síð- an fyrirmæli til ökumanna hervagn- anna um að snúa aftur til baka og heim til herbúða. ísraelar leyfðu, að Bandaríkjamenn flygju yfir land þeirra, þegar þeir fóru að senda aðstoð til hersveita yðar, jórdanska hersins. Einu sinni enn var yður borgið. Þér senduð skriðdreka yðar til búða Palestínumanna. Fimmtíu þúsund þeirra voru drepin. Frammi fyrir grimmdarverkum eyðimerkur- bedúína yðar kusu margir Palest- ínu-arabar að flýja til Ísraelsríkis. Aðrir flýðu til Líbanons. En 27. september 1970 undir- skrifuðuð þér og Yasir Arafat samning um sættir í Kaíró. Nasser forseti sat yfir ykkur á meðan. Kallast má það kraftaverk, að þér skylduð bjargast út úr uppreisn- inni í svarta september. Þetta vitið þér mætavel sjalfir. Átta árum síð- ar viðurkennduð þér það heima hjá dr. Herbert í Lundúnum. Það var einmitt á heimili hans, þar sem þér hittuð Moshe Dayan að máli, en hann var þá utanríkisráðherra í rík- isstjóm Menachems Begins í ísrael. Mitt mat er, að ísraelar hafi gert mistök, þegar þeir ákváðu að skakka ekki leikinn í þágu Palestín- umanna, svo að hægt væri að steypa yður af stóli. Margir hafa goldið fyrir þessi mistök með lífi sínu. Enn eru margir að deyja þess vegna. Yðar hátign! Ef til vill eruð þér að hugsa um það, af hverju ég sé að skrifa yður. þetta bréf, og af hveiju ég geri það einmitt nú. Það er vegna þess, að heimurinn stendur frammi fyrir slíkum vanda- málum, að mannkynið á framtíð sína undir því, hvort og hvernig þau leysast: Þjóðirnar verða að hlíta alþjóðlegum sambúðarreglum; það má ekki þolast, að þær séu brotn- ar. Við verðum að standa gegn því, að eitt ríki gleypi annað og innlimi. Við megum ekki leyfa notk- un gíslatöku í alþjóðlegum stjórn- málum, eins og lögmæt ríkisstjórn, viðurkennd af Sameinuðu þjóðun- um, hefur gert sig seka um. Við verðum að vernda minnihlutahópa og smáþjóðir, sem eigin ríkisstjórn- ir ógna með útþurrkun af spjöldum sögunnar. Þér hafið þegar valið, herra kon- ungur, í hvoru liðinu þér viljið standa. Það er ekki í liði laga og réttar. Á þann hátt hyggizt þér og vonizt til þess að halda völdum í höndum yðar, en þau renna út um greipar yðar. Eins og árið 1970 er nú svo komið, að flestir leiðtogar Palestínumanna eru þegar komnir aftur til Ammanborgar. Til þess að draga úr þrýstingi frá Palestínumönnunum, hafið þér neyðzt til að yfirbjóða Yasir Ara- fat, sem hefur tekið velviljaða af- stöðu til Saddams Hússeins, og með þeim hætti hafið þér í fyrsta sinni, síðan þér komuð til valda, vakið alvarlega óánægju í yðar garð hjá Bandaríkjamönnum og ísraelum. Þér eigið á hættu að verða eitt fyrsta fórnarlamb hinna miklu um- byltinga, sem Persaflóastríðið mun leiða yfir Miðausturlönd. Yðar konunglega hátign, ég skír- skota til skilnings yðar á mannkyns- sögunni og til skoðunar yðar á því hlutverki, sem þér óskið að leika í henni. Ég bið yður um að segja af yður. Þér yrðuð ekki fyrsti konungur- inn, sem legði niður kórónuna. En það finnast tvenns konar konungar: Þeir, sem stíga niður úr hásæti, eftir uppreisn þegna eða innrás út- lendinga; og þeir, sem hafa lagt niður völdin til þess að bjarga þegn- um sínum, virða réttinn og manns- lífín. Já, yðar hátign, ég held því fram, að þér séuð helzta hindrun í vegi friðar milli Ísraelíta og Palest- inumanna. Því að meðan ísraelar halda, að þeir geti leyst palestínska vandamálið með yðar hjálp, munu þeir aldrei ræða við Palestínu- araba. Þér hafið ekki vald til þess að skrifa undir neins konar friðar- samninga við ríki gyðinga. Misskiljið mig ekki: Ég óska yður alls eigi dauða. Þér hafið hvorki verið ofbeldisfyllri né grimmari í garð Palestínumanna en sýrlenzki forsetinn í garð kristinna í Líbanon eða sá íraski í garð Kúrda í eigin landi. Það, að ég skuli nú biðja yður um að láta af völdum, er ekki aðallega vegna hinna dauðu, heldur hinna lifandi. Voruð það annars ekki þér sjálf- ir, sem stunguð upp á því þegar í júní árið 1967, að palestínska fólk- ið í Jórdaníu skyldi öðlast sjálfs- ákvörðunarrétt? Komuð þér sjálfir ekki fram með þessa tillögu opin- berlega 15. marz 1972? Var það ekki forsætisráðherra yðar, Moudar Boudran, sem fyrir- skipaði í júní 1977, að hætt skyldi við þjóðaratkvæðagreiðslu um framtíðarfyrirkomulag á sambandi Palestínumanna við Jórdaníu? Væri það þá ekki lýðræðisleg ákvörðun af yðar hendi að afhenda loksins völdin í hendur meirihluta lands- manna í ríki yðar? Leiðtogi PLO er sammála. Yasir Arafat sagði mér það margsinnis í Túnis: Framtíðin er sambandsríki eða eitt, palestínskt-jórdanskt ríki „með eða án Hússeins". Af hálfu Israels endurtók Ariel Sharon, bú- seturáðherra í ríkisstjórn Shamirs, sömu hugsun við mig í París fyrir mánuði: „Það er auðveldara að semja um sameiginleg landamæri við ríki, sem er til, heldur en við þjóð, sem hefur ekkert ríki.“ Það yrði yður að þakka, herra konungur, afsögn yðar að þakka, yrði hægt að stofna palestínskt eða jórdanskt-palestínskt ríki í Trans- jórdaníu og á hluta Vesturbakkans; ríki, sem lægi við hlið ísraels og í friði við ísrael innan samnings- ramma um samstarf í efnahags- og stjórnmálum á svæðinu. Kæmist þetta í kring, yrði það allt yður að þakka. Er þetta ekki þess virði, að þér hugleiðið það? Palestínumenn munu samþykkja þetta, og ég trúi því, að slíkt hið sama muni ísraelar gera. Ég von- ast til þess, að Bandaríkjamenn muni fljótlega gera sér grein fyrir því, hve margt gott hlytist af þess- ari lausn mála. Gjörvallt mannkyn, bæði í austri og vestri, getur ekki annað en glaðzt yfir því, að unnt sé að semja frið í Miðausturlöndum gegn svo vægu gjaldi. Herra konungur! Ákvörðunin er í yðar höndum. Opid bréf til Hússeins Jórdaniukonungs eftir ff ranska rithöf undinn Marek Halter Ferðafélagsferð á vættaslóðir 9-10. febrúar Á ferð um ísland er bók Árna Björnssonar ís- lenskt vættatal kjörin förunautur. í vætta- og þorrablótsferð Ferðafélagsins um Suðurland (Eyjafjöll og Mýrdal) helgina 9.-10. febrúar gefst einstakt tækifæri til að kynnast efni bókarinnar í fylgd Árna. Bókin íslenskt vættatal hefur að geyma fróð- leik um þá íbúa huliðsheima sem birst hafa alþýðu manna í aldanna rás. í ferðinni verða heimsóttir ýmsir staðir sem í alþýðusögum og munnmælum hafa verið álitn- ir heimkynni nafngreindra drauga, huldufólks, trölla og annarra kynjavera. Upplýsingar og farmiðar á skrifstofu Ferðafé- lagsins Öldugötu 3, símar: 19533 og 11798. Fræðist um ykkar eigið land, jafnt í góðum ferð- um sem bókum. FERÐAFÉLAG og menning © ÍSIANDS W ÖLDUGÖTU3S: 11798 19533 ■

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.