Morgunblaðið - 03.02.1991, Blaðsíða 5

Morgunblaðið - 03.02.1991, Blaðsíða 5
Dr. Finnur Snorrason Doktorsrit- gerð í bæklun- arlækningum FINNUR Snorrason læknir varði hinn 7. desember sl. doktorsrit- gerð í læknisfræði við háskólann í Umeá i Svíþjóð. Doktorsritgerð- in er á sviði bæklunarlækninga. Ritgerðin byggist á rannsóknum, sem Finnur hefur stundað undan- farin sjö ár við háskólasjúkrahúsið í Umeá og fjallar um stöðugleika og endingu mismunandi mjaðmar- gerviliða í sjúklingum. Gerviliðir hafa reynst mjög misvel og því hefur verið reynt að leita nýrra leiða í hönnun þeirra og í skurðaðgerðum á mjaðmarliðum. Engu að síður er hætta á að gerviliðir losni tiltölulega fljótlega eftir ísetningu og getur það leitt til endurtekinna skurðað- gerða, einkum hjá ungu fólki. Reynsla af endurteknum aðgerðum hefur hins vegar verið slæm. Rannsókrlir Finns hafa m.a. falist í mælingum á hreyfingum mjað- margerviliða eftir ísetningu. Þetta hefur aðallega verið gerð með sér- stakri röntgentækni, sem þróuð hefur verið í þessu skyni við há- skólasjúkrahúsið í Lundi og Umeá. Þessi tækni byggist á því að málm- höglum er komið fyrir í mjaðmar- grind, lærlegg og gerviliðnum sjálf- um og mynda þessar kúlur fasta mælipunkta. Innbyrðis afstaða þessa mælipunkta í þremum víddum er síðan könnuð með vissu millibili með röntgenmælingum. Þessari tækni svipar mjög til landmælinga með ljósmyndun úr lofti. Aðferðinni er beitt til að fylgjast með árangri af notkun mismunandi gerviliða og mismunandi tækni við festingu þeirra og kemur hún til viðbótar reglubundnum athugunum á líðan sjúklinga og árangri aðgerða með hefðbundinni röntgenskoðun. Niðurstöður þessara rannsókna hafa þegar orðið til þess að hætt hefur verið að nota ákveðnar gerðir gei’viliða á Norðurlöndum. Jafn- framt þykja þær gefa mikilvægar vísbendingar fyrir frekari þróun í hönnun mjaðmargerviliða og leggja grunn að áframhaldandi rannsókn- um á þessu sviði. Finnur er fæddur árið 1954, lauk stúdentsprófi við Menntaskólann í Reykjavík 1974 og læknaprófi við Háskóla íslands 1980. Hann er son- ur Snorra heitins Hallgrímssonar prófessors og konu hans, Þuríðar Finnsdóttur. Finnur er kvæntur Lise Bratlie hjúkrunarfræðingi og eiga þau þijár dætur. Innbrot um hábjartan dag BROTIST var inn í einbýlishús í Seljahverfi í Breiðholti um miðj- an dag á miðvikudag og stolið þaðan verðmætum. Undanfarna daga hefur einnig borið nokkuð á því að um hábjartan dag hafi verið reynt að brjótast inn í hús í Seljahverfi. Tvö slík tilvik komu upp á þriðju- dag. Þá höfðu stormjárn hálfopinna glugga verið skrúfuð laus. Ekki þótti þó ljóst hvort farið hefði verið inn og einskis var saknað. MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 3. FEBRÚAR 1991 Neskaupstaður: Nýtt bifreiðaverkstæði Neskaupstað. NÝLEGA hófst rekstur á nýju bílaverkstæði hér á staðnum. Aðaleigandi þess er Helgi Magn- ússon sem einnig á og rekur HM vélaverkstæði. Á hinu nýja bílaverkstæði verður veitt öll almenn viðgerðarþjónusta að undanskildu boddíviðgerðum, þá verður smurþjónusta þar fyrir ESSO. Nú eru fimm starfsmenn á vélaverkstæðinu og reikna má með að þeim fjölgi bráðlega því næg verkefni hafa verið hjá fyrirtækinu til þessa. Einnig er HM-vélaverk- stæðið með umboð fyrir Daihatsu- og Volvo-bíla auk véla í báta frá Volvo og Yammar. Hið nýja bifreiðaverkstæði er í sama húsi og HM vélaverkstæði við c götu 1 eða nánar tiltekið inn við Vindheim. - Ágúst Mórgunblaðið/Ágúst Blöndal Helgi Magnússon á hinu nýja bifreiðaverkstæði. Einar Pétursson i Reykjavíkurhöfn. Allir landsmenn geta eignast ÍSLANDSBRÉF gildi sparnaöar og lærir aö bera viröingu fyrir verðmætum. Þótt upphæöirnar séu ekki háar, er gott aðvenjasigáað leggja hluta af tekj- um sínum í örugga og aröbæra fjár- festingu. Á nokkrum árum getur þannig myndast álitlegur sjóöur. Dæmi: Fermingarbarn fær íslandsbréf að upphæð 20.000 krónur. Á hverju ári leggur það fyrir svipaða upphæð af sumarlaunum og kaupir íslandsbréf. Tíu árum síðar er sjóðurinn orðinn næstum 290.000 krónur að núvirði * * Án innlausnargjalds, miöaö viö aö 8% árleg raun- ávöxtun náist á sparnaðartimanum. Sérfræðingar Landsbréfa h.f. sjá um alla umsýslu, svo að eigendur íslandsbréfa geta notið áhyggju- lausrar ávöxtunar. Leitið ráða hjá Landsbréfum h.f. Komið og fáið nánari upplýsingar, bæklinga og aðstoð hjá ráð- gjöfum okkar og umboðsaðilum í útibúum Landsbanka íslands og Samvinnubankans um land allt. LANDSBRÉF H.F. Landsbankinn stendur meö okkur Suðurlandsbraut 24,108 Reykjavik, sími 606080 Löggilt verðbréfatyrirtæki. Aðili að Verðbréfaþingi islands. Bjartsýni og baráttuandi hefur ætíð einkennt stóru stundirnar í lífi og starfi íslensku þjóðarinnar. Þegar miklir hagsmunir eru í húfi stöndum við saman og fáum miklu áorkað. Á þeirri hugmynd grundvallast íslandsbréf. íslandsbréf eru eignarhluti í sam- eiginlegum sjóöi sparifjáreigenda, þar sem fjárfest er í ýmsum tegund- um vel tryggöra verðbréfa. Með því að eignast hlutdeild í sjóönum geta einstaklingar notiö þess ávinnings sem felst í því að dreifa fjárfesting- um og njóta góðrar ávöxtunar. Fæstir sparifjáreigendur hafa tíma, þekkingu eöa fjárráð til að notfæra sér þá kosti sem felast í því aö dreifa fjárfestingum. íslandsbréf leysa vandann. íslandsbréf eru nánast fyrirhafn- arlaus fjárfesting og henta vel jafnt ungum sem öldnum hvort sem um er að ræða háar eða lágar upphæðir. Reglubundinn sparnaöur er mikil- vægur. Þannig öölast fólk skilning á <

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.