Morgunblaðið - 03.02.1991, Blaðsíða 36
36
^.OHGUKgLAipiD. WNWPAfflP 3„fpBRÚAR,A^l
Geta Ivanchuk og
Anand ógnað Karpov?
Skák
Margeir Pétursson
FYRSTU úrslitin í áskorenda-
einvígjunum eru fengin. Hinn
21 árs gamli Sovétmaður Vass-
ily Ivanchuk sigraði landa sinn
Leonid Judasin með miklum
yfirburðum, þeim mestu sem
sézt hafa í áskorendakeppninni
siðan Bobby Fischer malaði þá
s Taimanov og Larsen báða 6-0.
Ivanchuk, sem er fjórði stiga-
hæsti skákmaður heims, með
2.695 stig, vann fjórar fyrstu
skákirnar, og þeirri fimmtu lauk
með jafntefli. Einvígið fór fram
í Riga í Lettlandi. Undramaður-
inn Viswanathan Anand, frá
Indlandi, sem einnig er aðeins
21 árs, burstaði líka sinn and-
stæðing í fyrstu umferð. Loka-
tölurnar gegn Sovétmanninum
Alexei Dreev í einvíginu í Madr-
as í Indlandi urðu 4 '/z-l '/2.
Hinum fímm einvígjunum er
ekki lokið þegar þessar línur eru
ritaðar og útlit fyrir mikla spennu
1 þar, nema hvað Hollendingurinn
Jan Timman steftdur með pálmann
í höndum gegn Þjóðveijanum Ro-
bert Hiibner, hefur hlotið 3 '/2 vinn-
ing gegn 1 '/2.
Einvígi þeirra fer fram í
Sarajevo í Júgóslavíu og það gerir
einnig viðureign Júgóslavans
Predrag Nikolic við þriðja stiga-
hæsta skákmann heims, Sovét-
manninn Boris Gelfand (2.700).
Heimavöllurinn virðist koma Niko-
lic að góðu gagni því einvígið er í
járnum, staðan er 2-2.
Tvö einvígi fara fram í Wijk an
Zee í Hollandi, samhliða Hoogov-
ens-stórmótinu. Sax náði að vinna
glæsilegan sigur gegn Korchnoi í
sjöttu skákinni og jafnaði þar með
einvígið, þegar tvær skákir eru
eftir. í hinu einvíginu í Hollandi
eigast við fornvinimir Artur Ju-
supov og Sergei Dolmatov frá Sov-
étríkjunum, sem báðir eru íslend-
ingum að góðu kunnir. Þeir hafa
iðulega aðstoðað hvor annan og
hafa ávallt haft sama þjálfara,
Mark Dvoretsky, sem er einna
fremstur í sinni grein. Einvígi
þeirra tveggja var lengi í járnum,
en í fimmtu skákinni náði Dol-
matov að svíða andstæðing sinn í
hróksendatafli. Staðan er því
3 ‘A-2 'h honum í vil og útlit fyrir
nokkuð óvænt úrslit, því Jusupov
er geysilega sterkur einvígismað-
ur, átti t.d. möguleika á að slá
Karpov út í síðustu áskorenda-
keppni.
Það einvígi sem síðast fór af
stað fer fram í London á milli
Englendinganna Speelmans og
Short, en hinn síðamefndi á harma
að hefna eftir óvænt tap, 1-3, í
einvígi árið 1988. Útlit er fyrir að
honum takist það, hann vann
fyrstu skákina en þeirri næstu lauk
með jafntefli.
Sigurvegaramir í þessum sjö
einvígjum munu seinna á árinu
tefla einvígi um það hveijir kom-
ast í undanúrslit. Attundi keppand-
inn verður Anatoly Karpov, fyrmm
heimsmeistari. Stóra spurningin
er sú hvort hann muni mæta Gary
Kasparov eina ferðina enn i næsta
heimsmeistaraeinvígi árið 1993.
Þykir mörguni nú orðið fullreynt
með þeim tveimur. Nýbakaðir yfir-
burðasigurvegarar, Ivanchuk og
Anand, sýnist mér að eigi bezta
möguleika á að velta Karpov úr
sessi. Þeir hafa báðir býsna sér-
stakan stíl og em svo ungir að
Karpov hefur ekki náð að læra á
þá og ná á þeim sambærilegu taki
og hann hefur á Timman, Anders-
son og Hubner, svo nokkrir séu
nefndir. Úrslitin í fyrstu umferð-
inni benda líka til að hér séu á
ferð meistarar á mikilli uppleið og
upprennandi einvígismenn.
Við skulum líta á fýrstu einvígis-
skákina frá Riga. Andstæðingur
Ivanchuks, Leonid Judasin, er
rúmlega þrítugur stórmeistari sem
hefur tekið stórstígum framfömm
á síðasta ári. Hann hitaði t.d. upp
fyrir einvígið með því að sigra á
alþjóðlegu móti í Pamplona á Spáni
í desember, hlaut 6 'h v. af 9 mögu-
legum, en Korchnoi kom næstur
með 6 v. og Zsusza Polgar varð
þriðja með 5 'h v.
Hvítt: Vassily Ivanchuk
Svart: Leonid Judasin
Benoni-byrjun
I. d4 - Rf6 2. c4 - e6 3. g3 - c5
Það er óvenjulegt að sjá teflt
svo hvasst í upphafsskák einvígis
og Benoni er ekki mjög hátt skrif-
uð byijun um þessar mundir. Jud-
asin teflir hins vegar mjög hvassan
og óhefðbundinn stíl og er honum
trúr.
4. d5 - exd4 5. cxd5 - d6 6.
Rc3 - g6 7. Rf3 - Bg7 8. Bg2
- 0-0 9. 0-0 - a6 10. a4 - Rbd7
II. Rd2 - Dc7 12. Db3!?
Vassily Ivanchuk er líklegastur
til að ógna Karpov.
Beinskeyttur leikur sem miðar
að því að gefa svarti ekkert eftir
á droftningarvæng. Nú virðist 12.
— Re5 langeðlilegast, Judasin vel-
ur alltof hægfara leik.
12. - Re8?! 13. Rc4 - Hb8 14.
Bf4
Það er eitthvað farið úrskeiðis
hjá svarti sem hefur óvirka stöðu
og stendur frammi fyrir hinni
óþyrmilegu hótun 15. Re4. Hann
reynir peðsfórn sem getur þó eng-
an veginn staðist.
Indverski undramaðurinn An-
and teflir hraðar og hvassar
en aðrir stórmeistarar.
14. - b5 15. axb5 - Re5
Eftir 15. — axb5 16. Rxb5 —
Db7 17. Ha5 hefur svartur alls
engar bætur fyrir peðið.
16. Bxe5 - Bxe5 17. b6 - Bf6!?
Með hjálp þessa undarlega leiks
tekst svarti lokum að vinna peðið
á b6 til baka en hefur þá kostað
of miklu til.
18. Ha3 - Db7 19. Hfal! - Bd8
20. Ra4 - Bd7 21. Ra5 - Bxa4
22. Dxa4 - Dxb6 23. Hb3 - Dc7
24. Hxb8 - Dxb8 25. Rc6 - Dc7
26. Dxa6 - Bf6
Þótt hann sé peði undir virðist
svartur eiga vissa jafnteflismögu-
leika, en Ivanchuk gerir þá að
engu með næsta leik sínum. Svarta
drottningin lokast hreinlega inni!
27. Bh3! — Bg7 28. Db5 og svart-
ur gafst upp, því hann á ekki vörn
við hótuninni 29. Ha7.
Eftir þessa hrikalegu útreið í
upphafsskákinni var ekki að furða
þótt einvígið yrði stutt.
Félag sjálfstæðismanna í
Vesturbæ og miðbæ
Félagsfundur verður t Félagi sjálfstæðis-
manna í Vesturbæ og miðbæ í Valhöll,
mánudaginn 4. febrúar nk. kl. 20.30.
Dagskrá:
1. Kjör landsfundarfulltrúa.
2. Undirbúningur landsfundar og kosn-
ingastarfið framundan. Gestur fundar-
ins verður Guðmundur Magnússon,
starfsmaður Sjálfstæðisflokksins.
3. Önnur mál.
Kaffiveitingar.
Stjórnin.
Félag sjálfstæðismanna í
Austurbæ/Norðurmýri
Fundur verður i Félagi sjálfstæðismanna f
Austurbæ/Norðurmýri í kjallara Valhallar
fimmtudaginn 7. febrúar nk. kl. 18.00.
Dagskrá:
1. Kjör landsfundarfulltrúa.
2. Undirbúningur landsfundar og kosn-
ingabaráttan framundan. Gestur fundar-
ins er Guðmundur Magnússon, sagn-
fræðingur, starfsmaöur Sjálfstæðis-
flokksins.
3. Önnur mál.
Stjórnin.
Akranes
Fjárhagsáætlun 1991
Fundur í Sjálfstæðishúsinu, Fleiðargerði 20,
mánudaginn 4. febrúar kl. 20.30. Gísli Gísla-
son, bæjarstjóri, gerir grein fyrir fjárhags-
áætlun Akraneskaupstaðar fyrir árið 1991.
Allir velkomnir.
Stjórn fulltrúaráðs sjálfstæðisfélaganna á Akranesi.
Félag sjálfstæðismanna f
Árbæ, Selási og Ártúnsholti
Almennur félagsfundur verður í Flraunbæ
102b þriðjudaginn 5. febrúar kl. 20.30.
Dagskrá:
1. Kjör landsfundarfulltrúa.'
2. Gestur fundarins verður Björn Bjarna-
son, aðstoðarritstjóri.
3. Önnur mál.
■Á
Almennur félagsfundur
Sjálfstæðisfélag
Hóla- og Fellahverf-
is heldur almennan
félagsfund í menn-
ingarmiðstöðinni
Gerðubergi mið-
vikudaginn 6. febrú-
ar kl. 20.30.
Dagskrá:
1. Kosning lands-
fundarfulltrúa.
2. Friðrik Sóphusson reifar stjórnmálaviðhorfið.
3. Vilhjálmur Þ. Vilhjálmsson ræðir borgarmálefnin.
4. Önnur mál.
Stjórnin.
Félag sjálfstæðismanna í
Nes- og Melahverfi
Almennur félagsfundur verður haldinn í
félagi sjálfstæðismanna í Nes- og Mela-
hverfi miðvikudaginn 6. febrúar kl. 20.30 í
Valhöll, Háaleitisbraut 1, kjallarasal.
Dagskrá:
1. Kjör landsfundarfulltrúa.
2. Gestur fundarins verður Þuríður Páls-
dóttir, yfirkennari.
3. Önnur mál.
Stjórnin.
~ '
I IFIMI3VM.I.IJK
F U S
Kosningar framundan
Kosningastjórn Heimdallar, félags ungra
sjálfstæðismanna í Reykjavík, heldur opinn
rabbfund með Friðriki Sophussyni, alþingis-
manni, mánudaginn 4. febrúar kl. 21.15.
Rætt verður um alþingiskosningarnar, sem
framundan eru, stefnumál Sjálfstæðis-
flokksins og áherslur I kosningabaráttunni.
Allir félagsmenn eru velkomnir.
Heimdallur.
Huginn - Arnessýslu
Félagsfundur að Flúðum þriðjudaginn 5.
febrúar kl. 21.00.
Dagskrá:
1. Kosning fulltrúa á landsfund.
2. Önnur mál.
Gestur fundarins verður Pálmi Jónsson,
alþingismaður.
Akranes
Kjör landsfundarfulltrúa
Fulltrúaráö sjálfstæðisfélaganna, Sjálfstæðisfélag Akraness og Þór
FUS, halda fund í Sjálfstæðishúsinu, mánudaginn 4. febrúar kl. 20.00.
Dagskrá: Kjör fulltrúa á landsfund Sjálfstæðisflokksins.
Stjórnirnar.
Fulltrúaráð sjálfstæðis-
félaganna á Seltjarnarnesi
Aðalfundur Fulltrúa-
ráðs sjálfstæðis-
félaganna á Sel-
tjarnarnesi verður
haldinn kl. 20.30
mánudaginn 4.
febrúar nk. I félags-
heímili sjálfstæðis-
manna, Austur-
strönd 3.
Á dagskrá:
Venjuleg aðalfundarstörf.
Kosning landsfundarfulltrúa.
Sigríður Þórðardóttir, frambjóðandi, flytur ræðu.
Önnur mál.
Fundarstjóri verður Guðmar Magnússon, fyrrv. forseti bæjarstjórnar.
Fulltrúaráðsfólk er hvatt til að mæta vel.
Stjórnin.