Morgunblaðið - 03.02.1991, Blaðsíða 20

Morgunblaðið - 03.02.1991, Blaðsíða 20
20 MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 3. FEBRÚAR 1991 RÓTTÆKIR umbótasinnar í Sovétríkjunum lýstu því yfir í vikunni að perestrojka Míkha- íls Gorbatsjovs sovétforseta væri lióin undir lok, þótt hæg- fara umbótasinnar séu ekki úrkula vonar um aó forsetinn muni reyna aó koma í veg fyr- ir afturhvarf til gamaldags ein- ræðis. Pólitísk spenna hefur aukizt og nú virðist stefna í uppgjör milli Gorbatsjovs og Borísar Jeltsíns, forseta rússn- eska sovétlýðveldisins og að- alkeppinautar hans, sem ýmsir umbótasinnar telja manna bezt til þess fallinn að bjarga Sovétríkjunum úr þeim erfið- leikum sem við er að stríða. Perestrojku lokið sagði í fyrirsögn á forsíðu- grein í vikublaðinu Moskvufréttir i vik- unni. „Mess íasar- bolsévismi" Gor- batsjovs hefur brugðizt, sagði ritstjórinn Vitalíj Tretjakov í blaði sínu Nezavísímaja Gazeta. Staníslav Sjatalín, fyrrver- andi efnahagsráðgjafi Gorbatsjovs, sagði að forsetinn hefði leitt þjóðina inn á blindgötu, þar sem hann hefði reynt að breyta kommúnistakerfinu í stað þess að leggja það niður. Gorbatsjov sagði sovézkum og erlendum fréttamönnum að ekkert hefði breytzt þrátt fyrir blóðbaðið í Eystrasaltslöndunum og greinileg merki þess að hann vill múlbinda fjölmiðla. Fréttaskýrandi Ízvestía sagði að vegna aukinna áhrifa harðl- ínumanna gæti aðeins hægriöfga- maður tekið við af honum. Stjómvís- indamaðurinn Fíjodor Búrlaskíj sagði að „afturhaldsöfl" reyndu að neyða forsetann til að skipa herfor- ingjastjóm á borð við þá sem var komið á fót í Póllandi 1981. Forset- inn vissi að hann þyrfti einnig að hlusta á þá sem bentu á sósíaldemó- kratíska lausn, annars yrði hann gísl afturhaldssinna og verkfæri í höndum þeirra. Búrlatský, Sjatalín og lögfræðing- urinn Sergej Alexejev telja að lýð- ræðisjafnaðarstefna sé bezta svarið við efnahagslegum og þjóðfélagsleg- um meinsemdum Sovétríkjanna. Sjatalín telur að Jeltsín og aðrir leið- togar róttæklinga eigi að beina Gor- batsjov inn á þá braut. Tretjakov sagði í blaði sínu að Jeltsín hefði sagt skilið við gamla, hugmynda- fræðilega hleypidóma og yrði að gegna lykilhlutverki í tilraunum til að endurvekja víðtækar umbætur. En fátt benti til þess að forsetinn gæti sigrazt á óbeit sinni á Jeltsín, sem hefur gagnrýnt aðgerðirnar við Eystrasait. Árásir á Jeltsín Pravda hefur gagnrýnt Jeltsín harkalega. í einni greininni er hann sakaður um að kynda undir borgara- styrjöld. í annarri grein er hafnað ásökunum að Gorbatsjov hafi stjórn- að samsæri hægrimanna um að binda enda á umbætur og koma aft- ur á alræðisstjórn. Tilgangurinn með þessum ásökunum sé að víkja Gor- batsjov úr starfi flokksleiðtoga og skipa Jeltsín í hans stað. Peter Gumbel hafði þetta að segja fyrr í þessum mánuði, segir: „Gorb- atsjov verður aldrei einræðisherra. Það á ekki við hann.“ Hins vegar óttast Petrakov eins og Edúard She- vardnadze, sem lét af starfi utanrík- isráðherra í desember, að Gorbatsjov reyni að búa í haginn fyrir raunveru- lega einræðisstjórn þeirra aftur- haldsmanna, sem nú starfa með honum. Aukin völd KGB Raunar bendir ein síðasta tilskip- un Gorbatsjovs til þess að Kremlvetj- ar telji sig nú eiga í algeru stríði við reynslulítinn einkageira, sem leyft hefur verið að koma á fót, þar á meðal erlend fyrirtæki, sem starfa í Sovétríkjunum. Tilskipunin veitir KGB víðtæk völd til að rannsaka „efnahagsleg skemmdarverk" og ráðast gegn þeim með hörku. Leyni- lögreglan fær meðal annars heimild til að leggja hald á bankaskjöl og önnur gögn sovézkra stofnana og sameiginlegra fyrirtækja sovézkra aðila og útlendinga. Ráðstöfunin er liður í víðtækum aðgerðum, sem miða að því að snúa við þeirri umbótaþróun, sem átt hef- ur sér stað í efnahagsmálum. Pet- rakov kveðst hafa sagt af sér vegna þess að hann hafi verið orðinn úr- kula vonar um að takast mætti að koma á fót eins konar markaðskerfi í Sovétríkjunum, þótt forsetinn virt- ist styðja þá hugmynd fyrir nokkrum mánuðum. Skömmu áður en Petrakov sagði af sér afhenti hann Gorbatsjov loka- tillögur sínar. Hann hvatti meðal annars forsetann til þess að lýsa yfir eindregnum stuðningi við nýlega skýrslu frá Alþjóðagjaldeyrissjóðn- um (IMF) og fleiri vestrænum stofn- Unum, þar sem hvatt var til skjótra ráðstafanna til að endurskipuleggja sovézkt efnahagslíf. Viðbrögð Gor- Lettneskir þjóðernissinnar í Riga: Frjálsar ríkisstjórnir í hættu. Gorbatsjov: Fangi harðl- ínumanna? um ástandið í grein frá Moskvu í Wall Street Journal í vikunni: Gorbatsjov forseti virðist kominn í sjálfheldu, sex árum eftir að hann komst til valda. Harðlínumenn í kommúnistaflokknum, heraflanum, leynilögreglunni KGB og sovézkum iðnaði beita hann miklum þrýstingi og hann reynir að hægja á nokkrum þeim þjóðfélagsbreytingum, sem hann hefur sjálfur komið til leiðar, en telur nú að hafa þurfi hemil á. Hervaldi hefur verið beitt í Eystr- asaltslýðveldunum og hermönnum hefur verið skipað að vera á verði á götum Moskvu og annarra borga frá 1. febrúar. Ströng ritskoðun hefur aftur verið innleidd í sjónvarpi. Til- raunir til að koma á efnahagsumbót- um í anda markaðshyggju hafa ver- ið lagðar á hilluna. KGB hefur feng- ið ótakmarkaða heimild til að útrýma „efnahagsglæpum." Þessi herferð minnir á daga al- ræðisstjórnarinnar, sem Gorbatsjov batt enda á. Þó heldur hann því fram að ekkert hafi breytzt í grundvallar- atriðum. „Ekki hefur verið hróflað við neinu,“ sagði hann í síðustu viku. „Sá ávinningur, sem var tryggður með perestrojku, auknu lýðræði og glasnóst, verður varanlegur og vemdaður með valdi forsetans." Sovézkir embættismenn segja að Gorbatsjov trúi því í raun og veru að með smáheppni muni hann geta yfirstigið núverandi erfiðleika, friðað nýja samheija sína úr röðum harðlín- umanna og um leið varðveitt mikinn hluta umbóta sinna óskertar. Síðan hann komst til valda 1986 hefur hefur hann oft sýnt að hann hefur átt auðvelt með að ná málamiðlunar- samkomulagi við íhaldssama and- stæðinga, þótt hann komi á breyt- ingum um leið. Að þessu sinni virðist dómgreindin hins vegar hafa brugðizt honum illa að sögn þeirra sem þekkja hann bezt og það getur ef til vill orðið honum að falli. Um leið og tilhneig- ing hans til valdboðsstefnu hefur æ betur komið í Ijós á síðustu vikum hafa nær allir þeir sem hjálpuðu honum að móta hugsjónirnar um að gera Sovétríkin að nútímalegu lýð- ræðis- og réttarríki og hrinda þeim í framkvæmd snúið við honum baki. Óþreyjumerki Á sama tíma sýna hinir nýju sam- starfsmenn hans, sem eru nær ein- göngu úr heraflanum, KGB og her- gagnaiðnaðinum, merki um óþreyju vegna þess að hann er tregur til að færa klukkuna enn lengra aftur. Nokkrir tala opinskátt um „svik“ og leggja fast að honum að grípa til enn harkalegri ráðstafanna. Verið getur að honum verði um megn að standa gegn þeim kröfum. Gorbatsjov hefur alltaf reynt að halda sig á miðju stjórnmálanna, en hún er horfin undan fótum hans og hann hefur því miklu minna svigrúm en áður. Fyrrverandi vinum hans og samstarfsmönnum hefur fundizt sorglegt að fylgjast með því hvernig einangrun hans hefur aukizt stöðugt og hann hefur orðið fangi eigin ráða- bruggs, og svo getur farið að mfs- heppnuð tilraun til að ríghalda í völdin verði til þess að hann hafi yfirumsjón meá því að allt það sem hann byggði upp verði rifið niður. „Hann hörfar í allar áttir,“ segir Tatjana Zaslavskaja, félagsfræðing- ur sem starfaði fyrir Gorbatsjov fyrst eftir að hann tók við embætti og ýtti undir tilraunir hans til að koma á opnara þjóðfélagi.„Hann hefur villzt af leið og er ringlaður við þær aðstæður er ríkja og það er það versta sem fyrir þjóðhöfðingja getur komið.“ Níkolaj Petrakov, sem var efna- hagsráðgjafi Gorbatsjovs um eins árs skeið unz hann lét af störfum

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.