Morgunblaðið - 03.02.1991, Blaðsíða 12

Morgunblaðið - 03.02.1991, Blaðsíða 12
MO«GUNÖUft05í);SHNNiJ©ABIÍB>3.(FQBRÚAR;i'®ölí m MÉR LÍOUR SVO liKLU, liKLU DETUR IRætt við Sigurjón Sveinsson og föður hans, Svein Sigurjónsson, sem gaf syni sínum annað nýra sitt Sigurjón Sveinsson, Sveinn Sigurjónsson og litli Sveinn Ingi Sigur- jónsson. SIGURJÓN Sveinsson heitir ung- ur maður sem vegna nýrnabilun- ar fékk ígrætt nýra úr föður sín- um fyrir rúmum þremur árum. í móðurætt Sigurjóns er arf- gengur sjúkdómur sem kemur þó aðeins fram á karlmönnum í ættinni. Sigurjónvar hraustur fram eftir aldri. Árið 1986 veikt- ist hann hins vegar skyndilega og fór blóðþrýstingur hans þá upp úr öllu valdi. Hann var lagð- ur á spítala og töldu læknar lík- Iegt að hann myndi líða af nýrna- bilun seinna, en varla í bráð. Tæpu ári seinna kom þó í ljós að nýru hans voru orðin mjög illa farin. Veikindi hans lýstu sér í miklu magnleysi og þreytu. Hann var settur á próteinsnautt fæði, mátti í fyrstu borða 50 grömm af próteini á dag og seinna aðeins 20 grömm. í samtali við blaðamann sagði Sigutjón að eftir tveggja mán- aða samfellt grænmetisát hafi hann fengið ógeð á því fæði og gert upp- reisn. „Eg fór bara niður á Pizzahús og fékk mér pizzu. Fljótlega eftir það þurfti ég að fara í gervinýra. Áður var búið að setja í mig fístil. Ég hef ekki látið taka hann þó ég sé kominn með ígrætt nýra. Mér fínnst öruggara að láta fístilinn vera. Ég var sárfeginn að komast af pró- teinlausa fæðinu, ég var alltaf svangur og mátti nánast ekkert drekka. Þetta var sannkallað hunda- líf. Sérstaklega gekk mér illa að sætta mig við drykkjarskortinn, ég var með astma og var orðið þungt fyrir bijósti af vökvaskorti. Frá bamæsku hafði ég drakkið mikla mjólk og átti erfitt með breyta um lifnaðarhætti. Ég byijaði í vélinni 7. júní 1987 og fór í síðasta skipti í hana 19. nóvember það ár. Faðir minn ákvað strax að gefa mér nýra og sú fyrirætlun gekk upp. Við vor- um skornir 26. nóvember 1987. Veíjagerð okkar er eins og lík og best getur orðið milli bams og for- eldris, að sögn lækna. Mér fannst læknarnir Páll Ásmundsson og Magnús Böðvarsson vera bjartsýnir á þessa aðgerð frá upphafí. Við feðg- ar fóram saman til Gautaborgar í aðgerðina. í fylgd með okkur voru móðir mín, Kristín Kristbjörnsdóttir, og konan mín, Lára Waage. Auk þeirra var með í förinni Magnea Ásmundsdóttir sem var okkur mjög hjálpsöm. Ég var ákaflega máttfar- inn og gat ekki fylgt samferðafólk- inu úr flugvélinni. Ég gat varla an- dað og varð að setjast niður. Við komum á mánudegi og voram skomir á fímmtudegi. Læknarnir gengu mjög skipulega til verks. Fað- ir minn var látinn skrifa undir skjal þar sem hann lýsti yfir að hann vissi hvað hann væri að gera og gæti ekki krafíst skaðabóta. Salgrenska sjúkrahúsið er gamaldags að ýmsu leyti en eigi að síður fékk ég strax traust á öllu þar. Það var okkur mikil hjálp að kynnast þar íslenskum hjúkrunarfræðingi, Kristínu Péturs- dóttur, hún reyndist okkur feðgum mjög vel, túlkaði fyrir okkur og að- stoðaði okkur á ýmsa lund. Þegar ég átti að fara í aðgerðina reyndist ég hafa of mikið af kalíum í blóðinu svo það varð að fresta framkvæmd- um meðan blóð mitt var hreinsað í gervinýra. Eftir það voram við sett- ir uppá skurðarborð, feðgarnir, og skornir. Þegar ég var um það bil að vakna af svæfíngunni fann ég hræðilegan sársauka innvortis. Við athugun kom í ljós að það blæddi inn í kviðarholið svo ég var drifínn aftur uppá skurðarborðið og blæð- ingin stöðvuð. Síðan hef ég ekki fundið til að heita má. Ég hef varla fengið kvef í nös frá því ég kom heim. Það var mjög einkennilegt að vera allt í einu orðinn frískur. Eitt af því fyrsta sem ég sagði eftir að ég vakn- aði var: „Ég vil fara að hlaupa.“ Þetta var eins og að fá Stjána bláa i afturendann, ég rauk á fætur og var kominn fram á gang á öðrum degi. Pabbi var svolítið eftir sig eft- ir aðgerðina en það lagaðist fljót- lega. Fyrsta daginn eftir aðgerðina kom sjúkraþjálfari til að æfa mig. Ég gat lítið þann dag, en eftir viku þurfti ég ekki á neinum sjúkraþjálf- ara að halda, ég gat þá fett mig og brett eins og ég vildi. Eftir að ég kom heim ákvað ég að ljúka við rafvirkjanám í Iðnskólanum og gerði. það vorið 1988. í mars það ár fædd- ist okkur hjónum sonur og við eigum nú von á öðru barni okkar. Ég er bjartsýnn á framtíðina. Ég lifí full- komlega eðlilegu lífi. Ég er lánsamur hvað þetta hefur gengið vel. Þetta hefði getað farið ver. Úti kynntist ég manni sem búið var að græða nýra í þrisvar sinnum en hann hafði hafnað þeim öllum. Hann grét og gat ekki fengið að hitta börnin sín. Hann þurfti alltaf að vera í vélunum og var mjög slappur. Hann þjáðist m.a. af höfuðverk sem íþyngir sum- um sém þurfa að vera í gervinýra. Þó ég hafi sýnt höfnunartilhneigingu skamman tíma meðan ég var úti þá var það fljótt að hverfa og hefur ekki látið á sér bæra síðan. Ég er þó alltaf á ónæmisbælandi lyfjum, en skammturinn hefur heldur verið minnkaður." Sveinn Sigurjónsson „Fljótlega eftir að Siguijón veiktist var mér og móður hans gert ljóst að veikindi hans væra mjög alvar- leg. Mín fyrsta hugsun eftir það var að gefa syni mínum annað nýra mitt. Ég sagði læknunum ákvörðun mína og þeir hófu umsvifalaust rannsóknir. Þetta var brýnt því Sig- uijóni leið mjög illa. Hann var allt- af mjög eftir sig eftir að hafa verið í gervinýranu. Hann hafði verið við prýðilega heilsu en varð svo allt í einu svona mikið veikur, það var ógnvænleg breyting. Niðurstöður rannsókna sýndu að nýra mitt hent- aði honum allvel. Læknarnir dugðu okkur vel og hröðuðu málinu eftir föngum. Eg var ekki að öllu leyti hraustur fyrir og þykir að öðra jöfnu óþægi- legt að fara til læknis sjálfs ’mín vegna, en þarna horfði málið öðru vísi við. Ég var algerlega laus við allan kvíða hvað snerti aðgerðina, ég var miklu hræddari við að fljúga. Ég afþakkaði kæruleysissprautu, það var yfir mér mikil ró aðgerðar- daginn og ég var innilega sæll og ánægður með að þetta var.að ger- ast. Það skilaði sér líka þá að við höfðum fengið mikinn stuðning frá vinum og vandamönnum. Þegar búið var að gera allt klárt til að svæfa mig og læknarnir komnir í fullan skrúða var mér tilkynnt að það yrði að hætta við í bili vegna þess að Siguijón þurfti að fara í nýrnavél- ina. Ég fór aftur upp á stofu og beið þar. Seinna um daginn fór að- gerðin fram. Fýrst var ég skorinn og nýrað tekið og það síðan sett í Siguijón og tengt þar við slagæð og þvagleiðara. Eftir aðgerðina var svolítið af mér dregið en ekki get ég þó sagt að ég fyndi veralega fyr- ir þessu. Eftir að ég kom heim hef ég aldrei fundið þess merki að ég væri ekki jafngóður og ég var fyrir aðgerðina. Ég var tiltölulega fljótt kominn í fulla vinnu aftur, Samband okkar feðganna hefur alltaf verið náið en þessi sameiginlega lífs- reynsla okkar hefur fært okkur enn nær hvor öðram. Þegar við voram að vakna eftir svæfinguna, hann þó heldur seinna en ég, þá kallar hann í mig og segir: „Pabbi, mér líður svo miklu, miklu betur.“ Þessi orð bættu mér fullkomlega þau óþægindi sem fylgdu aðgerðinni og vora mér raun- ar eins og vítamínsprauta sem verk- ar enn í dag. Við þá sem standa andspænis slíkum aðstæðum og ég forðum, þegar Siguijón veiktist, vil ég aðeins segja: Ef niðurstöður rann- sókna era jákvæðar nýrnaflutningi þá hikið ekki, þetta er ekkí eins mikið mál og maður gæti haldið. Það er engin ástæða til óttast. Það þarf enginn að sjá eftir slíkri ákvörð- un.“ ÁRALÖNG SAMVINNA VIO DANI UM NÝRNAÍGRÆÐSLU eftir Jóhannes Tómasson íslendingar sem hafa þurft á nýrnaflutningum að halda fara yfirleitt til meðferðar á Rikisspítalanum í Kaupmannahöfn, en samvinna lækna þar og á Landspitalanum í Reykjavík hefur varað nálægttveimur ára- tugum. Ríkisspítalinn er nálægt miðborginni, við „Söerne“ eins og Kaup- mannahafnarbúar segja — gamall og gróinn spítali — en er til húsa í nokkrum byggingum sem lagður var hornsteinn að árið 1964. Rúm eru fyrir nærri 1.700 sjúklinga og starfsmenn eru átta þúsund. Klaus Ölga- ard er annar yfirlæknirinn á nýrnadeildinni þar sem sjúklingar eru til meðferðar eftir nýrnaígræðslur: — Á síðasta ári komu hingað 6 íslend- ingar og fengu 4 nýru hér en í tveimur tilfellum var nýra flutt úr ætt- ingja sem kom með. Við höfum síðustu árin annast 50 til 60 nýrnaflutn- inga á ári en á síðasta ári voru þær óvenju fáar, eða lítið yfir 40. Olgaard segir að auk Ríkisspítal- ans fari nýmaflutningar fram á Herlev-spítalanum í _ Kaup- mannahöfn og á spítölum í Óðinsvé- um og Árósum. Nærri 200 nýrna- flutningar fara fram á alls hveiju ári. Tæplega 500 manns eru á bið- lista í Danmörku eftir nýra, þar af 10 íslendingar, en yfír 900 á öllum Norðurlöndunum. En hvernig era sjúklingar valdir — hver fær nýra og hver ekki? Ekkert tilfinningalegt val „Þegar nýra er í boði fáum við upplýsingar um blóðflokk, vefjagerð og ýmislegt annað sem skiptir máli og hefur áhrif á það hveijum nýra hentar. Við berum þessar upplýsingar saman við skrána um þá sem bíða nýmaflutnings og við fyrstu skoðun eru það frá einum og upp í tíu sem koma til greina. Við rannsökum skýrslur þessara sjúklinga og berum saman við nýrað sem í boði er og smám saman er hægt að þrengja hringinn. Athuga ber hvernig ónæ- miskerfi hvers sjúklings er eða mót- efnakerfi og margir þættir hafa áhrif á hvernig nýra og sjúklingur hæfa saman. Að lokum er aðeins einn eftir og hann fær nýrað. Þarna er sem sagt ekkert tilfínningalegt val, við tökum ekki þrítugan sjúkling fram yfir sextugan, við tökum ekki Dana fram yfir íslending og við tökum ekki þá sem beðið hafa lengi fram yfir hina sem eru nýlega skráðir á biðlistann — valið er algjörlega hlut- lægt. Af þessu má ráða að það fer fram hájfgert happdrætti í hvert sinn sem nýra er í boði. Sumir hafa þurft að bíða áram saman en aðrir aðeins eitt ár. Enda líta nýrnaþegar sjálfír á það sem happdrætti og hreint ævintýri þegar röðin kemur að þeim.“ — En hvemig gengur að fá nýra — eru nógu margir sem vilja gefa? „Um það bil 1 prósent þjóðarinnar hefur skráð sig sem nýma- eða líf- færagjafa eftir sinn dag. Þeir þyrftu að vera fleiri en það tekur langan tíma að fá menn til að hugsa um þessi mál — ungt fólk hugsar ekki um dauðann á þessum árum. Þegar lögin um heiladauða tóku gildi hér var mögulegt að hefja skráningu þeirra sem vilja gefa líffæri sín er þeir látast, hvort sem er af völdum slyss eða annars. Þegar maður hefur látist í slysi er kannað hvort hann er á skrá yfir þá sem vilja gefa líffæri sín og sé hann það má taka þau, stundum aðeins nýru, stundum aðeins hjarta, en stundum líka lifur og lungu. Sé um heiladauða að ræða verður að liggja fyrir úrskurður tveggja sérfræðinga um það að engin starfsemi eða blóðflutningur fari fram í heila og geti ekki hafist á ný og þeir verða að úrskurða mann látinn. Þá er hægt að kanna hvort hann er á þessari skrá og sé hann það ekki er haft samband við ættinga og þeir spurð- ir.“ Sækja líffæri út um allt — Komið þið strax við sögu hér eða eru það aðrir læknar? „Þeir læknar sem annast líffæra- flutningana hafa engin áhrif á ætt- ingja eða neina varðandi það hvort leyfilegt er eða hugsanlegt að fá líf- færin. Það annast læknar viðkomandi sjúklinga, eða þess er látist hefur af slysförum og það er lögð mjög rík áhersla á að það sé enginn þrýstingur á ættingja að gefa. Þeim er gefið ráðrúm til að hugsa málið og taka ákvörðun sjálfir. Stundum ráðfæra þeir sig við lækni sinn eða prest eða aðra sem þeir treysta. En ef leyfí er fengið sendum við læknalið héðan frá Ríkisspítalanum til að taka viðkom- andi líffæri úr hinum láta ef hann hefur ekki verið til meðferðar á þess- um spítala. Við höfum sent menn til Færeyja til að sækja líffæri og við sendum út um alla Danmörku ef því er að skipta.“ Heiladauðinn sem Ölgaard nefndir er mikilvægur vegna þess að líffæri sem fengið er úr sjúklingi sem látist hefur á þann hátt gefur meiri tíma til að fínna líffæraþega. Þegar sjúk- lingur hefur verið úrskurðaður látinn er hægt aðláta hjarta og lungnavél ganga áfram og „geyma“ líffærin eða draga að taka þau úr honum meðan fundinn er líffæraþegi. Hægt er að geyma nýra í 24 til 30 tíma eftir að , búið er að fjarlægja það úr líkaman- um og yfirleitt er það nægur tími til að finna og undirbúa hæfan sjúkling. Þeir sem frá íslandi koma verða þá að taka næstu flugvél til Kaupmanna- hafnar en fyrir kemur einnig að þeir eru sendir með sérstakri leiguflug- vél. Verði heiladáuðaskilgreiningin tekin upp á íslandi _mun það ef til vill verða til þess að íslpndingar geta lagt til líffæri en ekki aðeins verið þiggjendur á þessu sviði. — En munu þá læknar koma frá Danmörku til að sækja þessi líffæri? Um 70 prósent heppnast „Við vitum ekki hvemig því verður háttað en það er hægt að senda menn með sérstakri vél til íslands, til að sækja líffæri og til baka á nógu skömmum tíma. Það er líka hægt að hugsa sér að íslenskir læknar annist þá hlið en hins vegar er mikilvægt fyrir skurðlækninn sem framkvæmir ígræðsluna að hann hafi einnig tekið líffærið úr gjafanum. Þá veit hann betur hvernig allt er í pottinn búið, hvernig æðar og annað lítur út og hann getur undirbúið sjálfa ígræðsl- una betur.“ Ölgaard segir að lokum að meðal þess sem mest hafi breyst á síðustu áram varðandi írgræðslur sé lengri geynislutími sem líffærin hafi með bættri tækni, ýmis lyf sem dragi úr líkum á höfnun og önnur sem auð- veldi alla eftirmeðferð. Um 70 pró- sent nýrnaþega lifa góðu lífi í mörg ár eftir ígræðsluna og þess vegna tala þeir um nýtt líf þegar þeir hafa dottið í þennan lukkupott.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.