Morgunblaðið - 03.02.1991, Blaðsíða 9

Morgunblaðið - 03.02.1991, Blaðsíða 9
MORGUNBLAÐIÐ HUGVEKJA/VHHJfrsu^^ 'AGUR 3. FEBRUAR 1991 *tr A BIBLIUDEGI eftir sr. HJÁLMAR JÓNSSON Guðspjall: Lúk. 8:4—15. Biblíudagiir kirkjunnar er í dag, á 2. sunnudegi í níuvikna föstu. Þannig beinum við árlega sjónum að Biblíunni, með sérstökum hætti. Við heyrum hversu sækist í ábyrgðarmiklu og mikilvægu starfi Hins íslenska biblíufélags. Starf þess og starf Gídeonfélagsins er fómfúst sáningarstarf, unnið af trú og hugsjón, sem alls ekki er hægt að meta til fjár. Það auðveld- ar fólki aðgang að orði Guðs og greiðir leið Guðs til mannanna. A þessum degi ber alveg sérstaklega að þakka þessi störf. Biblían á erindi við okkur á hverjum degi lífsins. Boðskapur hennar er það sem Drottinn vill tala inn í veröld mannanna. í upp- hafsbæn guðsþjónustunnar í kirkj- um landsins segir að við séum komin til kirkju til þess m.a. að heyra hvað Drottinn vill við okkur tala í orði sínu. í bæninni, sem gjarnan er kölluð meðhjálpara- bænin, er þess béðið að Guð opni hjörtun fyrir orði sínu. Hann eigi greiða leið til mannanna og þeir taki framförum í kristnu líferni. Þess er beðið í hverri messu. Guð- spjallið, sem tengt er þessum degi er fyrst og fremst dæmisaga, lík- ing Jesú Krists um ferns konar sáðjörð. Guð faðir fól honum að sá orðinu, hugsunum Guðs, kær- leika hans, í hjörtu mannanna. Svo elskaði hann heiminn að hann sendi Jesú Krist til þess að heimur- inn ætti lífið í honum, líka þegar mennirnir eru á leiðarenda í þess- um heimi. Hann sáði eilífðinni í hjörtu mannanna. Kristur lýsti þessu í dæminu af hinum fjórum tegundum sáðjarðar, hinni grýttu, troðnu, þyrnum settu og hinni góðu jörð. Hvert lið á hann í okkur boð- skapurinn, sem breytir heiminum? Hvemig er hin góða jörð, sem ber mikinn og margfaldan ávöxt? Astæðulaust er að spyrja um það hver og hverjir séu hin góða jörð. Veröldinni og fólkinu getum við ekki skipt upp í góða og vonda menn, þótt margir reyni það. Ekki er mögulegt að skipta eftir flokk- um, stefnum, skoðunum og athöfn- um í algóða og alvonda menn. Eðlilegra er að fást við þá spurn- ingu hvað felist í því að vera góð jörð. Opinn hug þarf fýrir orðinu, einnig þarf þolinmæði og stöðug- lyndi. Menn heyra orðið, orð Drott- ins og geyma það, varðveita það í hjarta 'sínu, og bera ávöxt með stöðuglyndi. Sá sem er stöðugur í orði og trú hefur margt að gefa. Svo merkilegt sem það er þá eyð- ist ekki það sem þannig er gefið, heldur vex. Það gildir einu hvað eða hvar í þjóðfélaginu maðurinn vinnur. Álit Guðs á mönnunum er ekki manngreinarálit. Sá sem er stöðugur í orðinu er stöðugur í trúnni og ber um það vitni hvað sem hann starfar í hinum ytri heimi. Sjálfsagt má benda á það, að stöðuglyndi og þolinmæði sé ekki þjóðareinkennið á okkar tímum. .Þess vegna óttast margir rótarslit í menningu og þjóðlífi. Svo fátt virðist á dýptina í þjóðlífmu. Mörg rök má tilfæra þessu til stuðnings. Full þörf er á því að styrkja þá þætti lífs og þjóðlífs, sem auka á dýpt og hæð trúar og menningar. Fjölskyldulífið er mikilvægast í þessu efni sem svo mörgum öðrum. Vöxtur og þroski kristnilífsins byggist mjög á manns nánustu bæði á uppvaxtar- og fullorðins- árum. Uppeldi til fjölskyldulífs er og verður hluti hins kristna safnað- arlífs. VEÐURHORFUR I DAG, 3. FEBRUAR YFIRLIT í GÆR: Yfir Skandinavíu er 1.048 mb hæð en 948 mb lægð við strönd Græniands vestur af Snæfellsnesi þokast norður og grynnist. HORFUR í DAG: Suðvestan kaldi eða stinningskaldi. É1 um vestanvert landið en skúrir eða slydduél sunnanlands. HORFUR á MÁNUDAG: Hvöss sunnan- og suðaustanátt og fremur hlýtt. Rigning víða um land, einkum sunnanlands og vestan. HORFUR Á ÞRIÐJUDAG: Heldur hægari suðlæg eða suðvestlæg átt og kólnandi. É1 um sunnan- og vestanvert landið en léttir til norðaustan- lands. VEÐUR VÍÐA UM HEIM kl. 6.00 í gær að ísl. tíma Staður hiti veður Staður hiti veður Akureyri 5 alskýjað Glasgow ^2 mistur Reykjavik 4 rigning Hamborg -i-10 heiðskirt Bergen -r2 léttskýjað London 1 þokumóða Helsinki •f6 snjókoma LosAngeles 13 hálfskýjað Kaupmannahöfn ■f4 léttskýjað Luxemborg -i-8 hálfskýjað Narssarssuaq f-9 snjókoma Madrid 1 skýjað Nuuk -f-16 snjókoma Malaga 7 léttskýjað Ósló f-8 skýjað Mallorca 8 rigning Stokkhólmur +7 skýjað Montreal ,+17 léttskýjað Þórshöfn 6 alskýjað NewYork Orlando 1 18 léttskýjað Algarve 4 léttskýjað rigning Amsterdam -f8 lágþokublettir París +4 alskýjað Barcelona 8 súld Róm vantar Chicago Feneyjar 3 f-7 skýjað heiðskírt Vin Washington +12 1 heiðskírt alskýjað Frankfurt h-9 heiðskírt Iqaluit +39 skafrenningur •(///}• HeiAsktrt / / / f f f f Rigning / / / V Skúrir LéttskýjaA * / * f * f * Slydda V Slydduél Hálfskýjað f * f •££k, Skýjað * * # * * * * Snjókoma * * * V Él Aiskýjað ’ , ’ Súld oo Mistur í Norðan, 4 vindstig: Vindörin sýnir vind- stefnu og fjaðrirnar vindstyrk, heil fjöður er tvö vindstig. —Vindstefna •J 0° Hitastig: 10 gráður á Celsíus = Þoka = Þokumóða Kvöld-, nætur- og helgarþjónusta apótekanna í Reykjavík dagana 1. febrúar til 7. febr., aö báðum dögum meðtöldum, er í Holts Apóteki, Langholtsveg 84. Auk þess er Laugavegs Apótek, Laugavegi 16, opiö til kl. 22 alla daga vaktvikunnar, nema sunnudag. Læknavakt fyrir Reykjavík, Seltjarnarnes og Kópavog í Heilsuverndarstöð Reykjavíkur við Barónsstíg frá kl. 17 til kl. 08 virka daga. Allan sólarhringinn, laugardaga og helgidaga. Nánari uppl. í s. 21230. Læknavakt Þorfinnsgötu 14: Skyndimóttaka rúmhelga daga 10-16, s. 620064. Tannlæknavakt — neyðarvakt um helgar og stórhátíöir. Símsvari 681041. Borgarspítalinn: Vakt 8-17 virka daga fyrir fólk sem ekki hefur heimilislækni eða nær ekki til hans s. 696600). Slysa- og sjúkravakt allan sólarhringinn sami sími. Uppl. um lyfjabúðir og læknaþjón. í símsvara 18888. Ónæmisaðgerðir fyrir fullorðna gegn mænusótt fara fram í Heilsuverndarstöð Reykjavíkur á þriöjudögum kl. 16.30-17.30 Fólk hafi með sér ónæmisskírteini. Alnæmi: Uppl.sími um alnæmi: Símaviðtalstími framveg- is á miðvikud. kl. 18-19, s. 622280. Læknireða hjúkruna- rfræðingur munu svara. Uppl. í ráðgjafasíma Samtaka '78; mánud. og fimmtud. kl. 21-23: 28539. Símsvarar eru þess á milli tengdir þessum símnúmerum. Alnæmisvandinn: Samtök áhugafólks um alnæmisvand- ann vilja styðja smitaða og sjúka og aðstandendur þeirra, s. 22400. Krabbameín. Uppl. og ráðgjöf. Krabbameinsfél. Virka daga 9-11 s. 21122, Félagsmálafulltr. miðviku- og fimmtud. 11-12 s. 621414. Ónæmistæring: Upplýsingar veittar varðandi ónæmis- tæringu (alnæmi) í s. 622280. Milliliðalaust samband við lækni. Fyrirspyrjendur þurfa ekki að gefa upp nafn. Við- talstímar miðvikudag kl. 18-19. Þess á milli er símsvari tengdur við númerið. Upplýsinga- og ráðgjafasími Sam- taka ’78 mánudags- og fimmtudagskvöld kl. 21-23. S. 91-28539 — símsvari á öðrum tímum. Samhjálp kvenna: Konur sem fengið hafa brjóstakrabba- mein, hafa viðtalstíma á þriðjudögum kl. 13-17 í húsi Krabbameinsfélagsins Skógarhlíð 8, s.621414. Akureyri: Uppl. um lækna og/apótek 22444 og 23718. Seltjarnarnes: Heilsugæslustöö, s. 612070: Virka daga 8-17 og 20-21. Laugardaga 10-11. Nesapótek: Virka daga 9-19. Laugard. 10-12. Apótek Kópavogs: virka daga 9-19 laugard. 9-12. Garðabær: Heilsugæslustöö: Læknavakt s. 51100. Apó- tekiö: Virka daga kl. 9-18.30. Laugardaga kl. 11-14. Hafnarfjarðarapótek: Opið virka daga 9-19. Laugardög- um kl. 10-14. Apótek Norðurbæjar: Opiö mánudaga — fimmtudaga kl. 9-18.30, föstudaga 9-19 laugardögum 10 til 14. Apótekin opin til skiptis sunnudaga 10-14. Uppl. vaktþjónustu í s. 51600. Læknavakt fyrir bæinn og Álftanes s. 51100. Keflavík: Apótekið er opið kl. 9-19 mánudag til föstu- dag. Laugardaga, helgidaga og almenna frídaga kl. 10-12. Heilsugæslustöö, símþjónusta 4000. Selfoss: Selfoss Apótek er opið til kl. 18.30. Opið er á laugardögum og sunnudögum kl. 10-12. Uppl. um lækna- vakt fást í símsvara 1300 eftir kl. 17. Akranes: Uppl. um læknavakt 2358. — Apótekiö opið virka daga til kl. 18.30. Laugardaga 10-13. Sunnudaga 13-14. Heimsóknartími Sjúkrahússins 15.30-16 og 19-19.30. Rauðakrosshúsið, Tjarnarg. 35. Ætlaö börnum og ungl- ingum í vanda t.d. vegna vímuefnaneyslu, erfiðra heimilis- aðstæðna, samskiptaerfiðleika, einangrunar eða persón- ul. vandamála. S. 622266. Barna og unglingasími 622260. LAUF Landssamtök áhugafólks um flogaveiki. Skrifstofan Ármúla 5 opin 13—17 miðvikudaga og föstudaga. Sími 82833. Samb. ísl. berkla- og brjóstholssjúklinga, S.Í.B.S. Suður- götu 10. G-samtökin: Samtök gjaldþrota greiösluerfiðleikafólks. Uppl. veittar í Rvík í símum 75659, 31022 og 652715. í Keflavík 92-15826. Foreldrasamtökin Vímulaus æska Borgartúni 28, s. 622217, veitir foreldrum og foreldrafél. upplýsingar. Opin mánud. 13-16. Þriðjud., miðvikud. og föstud. 9-12. Fimmtud. 9-10. Áfengis- og fíkniefnaneytendur. Göngudeild Landspítal- ans, s. 601770. Viötalstími hjá hjúkrunarfræðingi fyrir aðstandendur þriðjudaga 9—10. Kvennaathvarf: Allan sólarhringinn, s. 21205. Húsaskjól og aðstoð fyrir konur sem beittar hafa verið ofbeldi í heimahúsum eða orðið fyrir nauðgun. MS-félag íslands: Dagvist og skrifstofa Álandi 13, s. 688620. Lífsvon — landssamtök til verndar ófæddum börnum. S. 15111 eða 15111/22723. Kvennaráðgjöfin: Sími 21500. Opin þriðjud. kl. 20-22. Fimmtud. 13.30 og 20-22. Vinnuhópur gegn sifjaspell- um. Tólf spora fundir fyrir þolendur sifjaspella miðviku- dagskvöld kl. 20-21. Skrifst. Vesturgötu 3. Opið kl. 9-19. Sími 626868 eða 626878. SÁÁ Samtök áhugafólks um áfengisvandamálið, Síðu- múla 3-5, s. 82399 kl. 9-17. Skrifstofa AL-ANON, aðstandenda alkohólista, Hafn- arstr. 5 (Tryggvagötumegin 2. hæð). Opin mánud.— föstud. kl. 9—12. Símaþjónusta laugardaga kl. 10—12, s. 19282. AA-samtökin. Eigir þú við áfengisvandamál að stríða, þá er s. samtakanna 16373, kl. 17-20 daglega. FBA-samtökin. Fullorðin börn alkohólista. FundirTjarnar- götu 20 á fimmtud. kl. 20. í Bústaðakirkju sunnud. kl. 11. Fréttasendingar Ríkisútvarpsins til útlanda daglega á stuttbylgju til Noröurlanda, Bretlands og meginlands Evrópu: Daglega kl. 12.15-12.45 á 17493, 15790, 13830 og 11402 kHz. Kl. 18.55-19.30 á 13855, 11402 og 9268, 7992, 3295 kHz. Hlustendum á Norðurlöndum geta einnig nýtt sér send- ingar á 17440, 15770 og 13855 kHz kl. 14.10 og 19.35 og kl. 23.00 á 15770, 13855 og 11402 kHz. Kanada og Bandaríkin: Daglega: kl. 14.10-14.40, 19.35- 20.10 á 17440, 15770 og 13855 kHz. og kl. 23.00-23.35 á 15770, 13855 og 11402 kHz. Hlustendur í Kanada og Bandaríkjunum geta einnig oft nýtt sér sendingar kl. 12.15 og kl. 18.55. Að loknum lestri hádegisfrétta á laugardögum og sunnu- dögum er lesiö fréttayfirlit liðinnar viku. ísl. tími, sem er sami og GMT. SJÚKRAHÚS - Heimsóknartímar Landspítalinn: alla daga kl. 15 til 16 og kl. 19 til kl. 20.00. Kvennadeildin. kl. 19-20.. Sængurkvennadeild. Alla daga vikunnar kl. 15-16. Heimsóknartími fyrir feður kl. 19.30-20.30. Fæðingardeildin Eiríksgötu: Heimsókn- artímar: Almennur kl. 15-16. Feðra- og systkinatími kl. 20-21. Aðrir eftir samkomulagi.Barnaspítali Hringsins: Kl. 13-19 alla daga. öldrunarlækningadeild Landspítal- ans Hátúni 10B: Kl. 14-20 og eftir samkomulagi. — Geð- deild Vífilstaðadeild: Laugardaga og sunnudaga kl. 15- 17. Landakotsspítali: Alla daga 15-16 og 18.30-19. Barnadeild: Heimsóknartími annarra en foreldra er kl. 16- 17. — Borgarspítalinn í Fossvogi: Mánudaga til föstu- daga kl. 18.30 til kl. 19.30 og eftir samkomulagi. á laugar- dögum og sunnudögum kl. 15-18. Hafnarbúðir: Alla daga kl. 14-17. — Hvítabandið, hjúkrunardeild og Skjól hjúkrunarheimili. Heimsóknartimi frjáls alla daga. Grens- ásdeild: Mánudaga til föstudaga kl. 16-19.30 — Laugar- daga og sunnudaga kl. 14-19.30. — Heilsuverndarstöð- in: Heimsóknartími frjáls alla daga. Fæðingarheimili Reykjavíkur: Alla daga kkl. 15.30-16.30. — Kleppsspít- ali: Alla daga kl. 15.30 til kl. 16 og kl. 18.30 til kl. 19.30. — Flókadeild: Alla daga kl. 15.30 til kl. 17. — Kópavogs- hælið: Eftir umtali og kl. 15'til kl. 17 á helgidögum. — Vífilsstaðaspítali: Heimsóknartími daglega kl. 15-16 og kl. 19.30-20. — St. Jósefsspítali Hafn.: Alla daga kl. 15-16 og 19-19.30. Sunnuhlíð hjúkrunarheimili í Kópa- vogi: Heimsóknartími kl. 14-20 og eftir samkomulagi. Sjúkrahús Keflavíkurlæknishéraðs og heilsugæslu- stöðvar: Neyðarþjónusta er allan sólarhringinn á Heilsu- gæslustöð Suðurnesja. S. 14000. Keflavík - sjúkrahúsið: Heimsóknartími virka daga kl. 18.30—19.30. Um helgar og á hátíðum: Kl. 15.00-16.00 og 19.00-19.30. Akur- eyri — sjúkrahúsið: Heimsóknartími alla daga kl. 15.30 -16.00 og 19.00-20.00. Á barnadeild og hjúkrunardeild aldraðra Sel 1: kl. 14.00-19.00. Slysavarðstofusími frá kl. 22.00-8.00, s. 22209. BILANAVAKT Vaktþjónusta. Vegna bilana á veitukerfi vatns og hita- veitu, s. 27311, kl. 17 til kl. 8. Sami sími á helgidögum. Rafmagnsveitan bilanavakt 686230. Rafveita Hafnarfjarðar bilanavakt 652936 SÖFN Landsbókasafn íslands: Aðallestrarsalur opinn mánud. — föstud. kl. 9-19, laugard. kl. 9-12. Handritasalur mánud.-föstud. kl. 9-17 og útlánssalur (vegna heimlána) sömu daga kl. 13-16. Háskólabókasafn: Aðalbyggingu Háskóla íslands. Opið mánudaga til föstudaga kl. 9-19. Upplýsingar um útibú veittar í aöalsafni, s. 694326. Borgarbókasafn Reykjavíkur: Aðalsafn, Þingholtsstræti 29a, s. 27155. Borgarbókasafnið í Gerðubergi 3-5, s. 79122. Bústaðasafn, Bústaðakirkju, s. 36270. Sólheima- safn, Sólheimum 27, s. 36814. Ofangreind söfn eru opin sem hér segir: mánud. — fimmtud. kl. 9-21, föstud. kl. 9-19, laugard. kl. 13-16. Aðalsafn — Lestrarsalur, s. 27029. Opinn mánud. — laugard. kl. 13-19. Granda- safn, Grandavegi 47, s. 27640. Opið mánud. kl. 11-19, þriðjud. - föstud. kl. 15-19. Bókabilar, s. 36270. Við- komustaðir viðsvegar um borgina. Sögustundir fyrir börn: Aðalsafn, þriðjud. kl. 14-15. Ðorgarbókasafnið í Gerðu- bergi fimmtud. kl. 14-15. Bústaðasafn miðvikud. kl. 10-11. Sólheimasafn, miðvikud. kl. 11-12. Þjóðminjasafnið: Opið þriðjudaga, fimmtudaga, laugar- daga og sunnudaga frá kl. kl. 11-16. Árbæjarsafn: Safnið er opið fyrir hópa og skólafólk eftir samkomulagi frá 1. okt.—31. maí. Uppl. í síma 84412. Akureyri: Amtsbókasafnið: Mánud.—föstud. kl. 13-19. Nonnahús alla daga 14-16.30. Náttúrugripasafnið ó Akureyri: Opið sunnudaga kl. 13-15. Norræna húsið. Bókasafnið. 13-19, sunnud. 14-17. Sýn- ing^rsalir: 14-19 alla daga. Listasafn íslands, Fríkirkjuvegi. Safnið lokaðtil 2. janúar. Safn Ásgríms Jónssonar: Safnið lokað til 2. janðuar. Húsdýragarðurinn: Opinn virka daga, þó ekki miðviku- daga, kl. 13-17. Opinn um helgar kl. 10-18. Listasafn Einars Jónssonar: Lokaö desember og jan- úar. Höggmyndagarðurinn opinn daglega kl. 11-16. Kjarvalsstaðir: Opið alla daga vikunnar kl. 11-18. Listasafn Sigurjóns Ólafssonar, Laugarnesi: Opið laug- ardaga og sunnudaga kl. 14-17. Þriðjudaga 20-22. Kaffi- stofa safnsins opin. Sýning á andlistsmyndum. Myntsafn Seðlabanka/Þjóðminjasafns, Einholti 4: Opið sunnudaga milli kl. 14 og 16. S. 699964. Nóttúrugripasafnið, sýningarsalir Hverfisg. 116: Opnir sunnud. þriðjud. fimmtud. og laugard. 13.30-16. Náttúrufræðistofa Kópavogs: Opin á sunnudögum, mið- vikudögum og laugardögum kl. 13.30-16. Bókasafn Kópavogs, Fannborg 3-5: Opið mán.—föst. kl. 10-21. Lesstofan kl. 13-19. Byggðasafn Hafnarfjarðar: Opið laugardaga og sunnu- daga kl. 14-18 og eftir samkomulagi. Sími 54700. Sjómínjasafn íslands Hafnarfirði: Opið laugardaga og sunnudaga kl. 14-18. Sími 52502. Bókasafn Keflavíkur: Opiö mánud.-fimmtud. 15-19. Föstud. 15-20. ORÐ DAGSINS Akureyri s. 96-21840. Reykjavík sími 10000. SUNDSTAÐIR Sundstaðir í Reykjavík: Sundhöllin: Mánud. — föstud. kl. 7.00-19.00. Lokaö í laug 13.30-16.10. Opið í böð og potta. Laugard. 7.30-17.30. Sunnud. kl. 8.00-15.00. Laug- ardalslaug: Mánud. — fostud. frá kl. 7.00-20.30. Laugard. frá kl. 7.30-17.30. Sunnudaga frá kl. 8.00-17.30. Vestur- bæjarlaug: Mánud. — föstud. frá kl. 7.00-20.30. Laugard. frá kl. 7.30-17.30. Sunnud. frá kl. 8.00-17.30. Breiðholts- laug: Mánud. — föstud. frá kl. 7.00-20.30. Laugard. frá 7.30-17.30. Sunnud. frá kl. 8.00-17.30. Garðabær: Sundlaugin opin mánud.-föstud.: 7.00-20.30. Laugard. 8.00-17 og sunnud. 8-17. Hafnarfjörður. Suðurbæjarlaug: Mánudaga — föstudaga: 7.00-21.00. Laugardaga: 8.00-18.00. Sunnudaga: 8.00- 17.00. Sundlaug Hafnarfjarðar: Mánudaga — föstudaga: 7-21. Laugardaga. 8-16. Sunnudaga: 9-11.30. Sundlaug Hveragerðis: Mánudaga — fimmtudaga: 7-20.30. Föstudaga: 7-19.30. Helgar: 9-15.30. Varmárlaug í Mosfellssveit: Opin mánudaga — fimmtud. kl. 6.30-8 og 16—21.45, (mánud. og miðvikud. lokað 17.45—19.45). Föstudaga kl. 6.30-8 og 16—18.45. Laug- ardaga kl. 10-17.30. Sunnudaga kl. 10-15.30. Sundmiðstöð Keflavíkur: Opin mánudaga — föstudaga 7-21, Laugardaga 8-18. Sunnudaga 9-16. Sundlaug Kópavogs: Opin mánudaga — föstudaga kl. 7-9 og kl. 17.30-19.30. Laugardaga kl. 8-17. Sunnudaga kl. 9-16. Kvennatímar eru þriðjudaga og miðvikudaga kl. 20-21. Síminn er 41299. Sundlaug Akureyrar er opin mánudaga — föstudaga kl. 7-21, laugardaga kl. 8-18, sunnudaga 8-16. Sími 23260. Sundlaug Settjarnarness: Opin mánud. — föstud. kl. 7.10-20.30. Laugard. kl. 7.10-17.30. Sunnud. kl. 8-17.30.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.