Morgunblaðið - 03.02.1991, Side 4

Morgunblaðið - 03.02.1991, Side 4
4 FRÉTTIR/YFIRUT teei HAUfltm .s HuoAauMnug (tiaAjaMuoao MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 3. FEBRÚAR 1991 ERLENT INNLENT Milljarður fyrir skreið Seðlabanki íslands telur, að sögn Steingríms Hermannssonar for- sætisráðherra, að opinber aðstoð við skreiðarframleiðendur vegna vanefnda í viðskiptum við Nígeríu aftur til 1984 nemi einum milljarði króna að núvirði. Seðlabankinn hefur samþykkt að taka ríkis- skuldabréf frá Nígeríu upp í skreið- arskuldir Nígeríumanna og kveðst forsætisráðherra vonast til að Landsbankinn geri slíkt hið sama en ríkissjóður mun taka á sig 180 milljónir króna hlut Útvegsbanka íslands. 0,5-1,5% vaxtahækkun Vextir óverðtryggðra inn- og útlána hjá bönkum og sparisjóðum hækkuðu um 0,5-1,5% um mánaða- mót. Vextir verðtryggðra útlána lækkuðu um 0,15-0,25% hjá öðrum en Búnaðarbanka. Meirihluti bankaráðs Landsbanka ákvað að hækka óverðtryggða útlánsvexti um 1,5% en bankaráðsmennimir Kristinn Finnbogason og Luðvík Jósepsson töldu 1% hækkun hæfí- lega og greiddu atkvæði gegn ákvörðun meirihlutans. Seinkar Persaflóðastríð álveri? Jóhannes Nordal, stjórnar- formaður Landsvirkjunar og formaður álviðræðunefndar, segir að að framkvæmdum við ál- ver á Keilisnesi geti seinkað um hálft ár vegna óvissu á fjármagns- mörkuðum vegna Persaflóastríðs- ins. Hann segir viðræður um fjár- mögnun álversins nú í biðstöðu. íslandsgata í Vilnius? íslensk þingmannanefnd, skipuð Eyjólfi Konráð Jónssyni, _ Jó- hanni Einvarðssyni og Arna ERLEIMT Irakar ráð- ast inn í Saudi-Arabíu íraskir hermenn réðust inn í landamærabæinn Khafji í Saudi- Arabíu aðfaranótt miðvikudags og höfðu hann á valdi sínu í rúm- ar 30 klukkustundir. Síðdegis á fimmtudag lýsti herstjóm banda- manna yfír því að íröksu hersveit- imar hefðu verið yfírbugaðar en á föstudag hermdu fréttir að leyniskyttur væm enn á ferli í bænum. Fréttir af mannfalli voru óljósar. Sagt var að írakar hefðu misst rúmlega 300 menn og allt að 500 hefðu verið teknir til fanga. Saudi-Arabar kváðust hafa orðið fyrir litlu manntjóni og sagt var að 11 bandarískir landgöngu- liðar hefðu fallið í bardögum vest- ur af Khafji. Mikill viðbúnaður við Iandamærin írakar hófu mikla liðsflutninga að landamærum Saudi-Arabíu og Kúveit á fímmtudag og var það hald manna að þeir hygðust á ný gera árásir á stöðvar banda- manna. Flugmenn kváðust hafa séð allt að 1.000 bryndreka og liðsflutningavagna á leið til vígstöðvanna í suðri. Bandamenn hófu stórfelldar loftárásir á liðs- afla þennan á fimmtudagskvöld m.a. með B-52 sprengjuþotum. Sögðu talsmenn herstjómarinnar að írakar hefðu orðið fyrir miklu tjóni og að loftvamir hefðu verið litlar sem engar. Flest þótti benda til þess að Saddam Hussein ír- aksforseti hygðist freista þess að hleypa af stað blóðugum landor- ustum með því að blása til stór- sóknar inn ' Saudi-Arabíu. Banda- menn lögðu hins vegar áherslu á að þetta myndi í engu breyta áætlunum þeirra um frelsun Kú- veit en þeir hafa boðað að innrás Gunnarssyni er í opinberri heim- sókn hjá litháíska þjóðþinginu í Vilnius. Jón Baldvin Hannibals- son utanríkisráðherra, segir að frekari vinna af hálfu Litháa þurfí að koma til áður en hægt verði að koma á stjórnmálasambandi milli þjóðanna; um það hafi orðið sam- komulag á fundum sínum ytra með þariendum stjómvöldum í janúar- mánuði. Fréttir hafa borist af því að borgarstjómin í Vilnius þyggist kenna götu í borginni við ísland. Byggingarsjóð vantar milljarð Stjóm Húsnæðisstofnunar ríkis- ins hefur ritað Jóhönnu Sigurðar- dóttur félagsmálaráðherra og ríkisstjóminni allri bréf þar sem farið er fram á úrlaust á fjárhags- vanda Byggingarsjóðs ríkisins með lántökum eða ríkisábyrgð þar sem stefni í greiðsluþrot innan skamms en í næstu viku á sjóðurinn að greiða ut um 1 milljarð króna til um 800 lántakenda. Félagsmála- ráðherra segir ríkisstjómina hafa til skoðunar hvort og með hvaða hætti ríkissjóður komi til aðstoðar Byggingarsjóði en jafnframt sé unnið væri að lausn á þessum vanda stofnunarinnar, sem sé lausafjárvandi, í samráði við lífeyr- issjóðina. Ráðherra segir að þeir sem hafa lánsloforð þurfti ekki að óttast að fá lán sín ekití greidd út. 95 oktana blýlaust bensín fáanlegt Sala á 95 oktana blýlausu bensíni er hafínn á flestum bensín- stöðvum á höfuðborgarsvæðinu og í fyrsta skipti er bensínverð mis- munandi frá einu olíufélagi til ann- ars. verði ekki gerð fyrr en tekist hafí að draga verulega úr slagkrafti íraska landhersins. Rússar mótmæla tilskipun Sovétstjórnarinnar Ríkisstjóm Sovétlýðveldisins Rússlands fordæmdi á þriðjudag tilskipun ráðamanna í Sovétríkj- unum þess efnis að hermönnum skuli falið að halda uppi löggæslu í stærstu borgum Sovétríkjanna um helgar og þegar vænta má fjölmennra mótmæla. Tilskipun þessi sem birt var í nafn þeirra Borís Púgo innanríkisráðherra Sovétríkjanna og Dmítrís Jazovs vamarmálaráðherra hefur vakið mjög sterk viðbrögð meðal sové- skra lýðræðissinna sem segja að með þessu sé verið að auka enn frekar völd Sovétstjómarinnar og Rauða hersins. Sama dag sam- þykkti þing lýðveldisins Georgíu að setja á stofn eigin her sem ætlað er að taka við hlutverki Sovéthersins í landinu. Sívaxandi spenna i Júgóslavíu Fulltrúar Króata gengu á fímmtu- dag af fundi leiðtoga lýðvelda Júgóslavíu, sem boðað hafði verið til í Belgrad. Sagði forseti Króatíu fundinn hafa verið tilgangslausan með öllu. Króatar og Slóvenar hafa boðað að þeir muni segja sig úr júgóslavneska ríkjasamband- inu verði ekki gengið að kröfum þeirra um að Júgóslavía verði laustengt bandalag fullvalda ríkja. Serbar og ráðamenn innan hersins hafa hins vegar lýst sig andvíga sjálfstæðiskröfum lýð- veldanna. Árangurslaus fundur leiðtoga lýðveldanna um framtíð ríkjasambandsins þykir til marks um að spenna fari ört vaxandi i Júgóslavíu. Liðsmaður úr sérsveitum sovéska innanríkisráðuneytisins ver inn- ganginn að lögregluskólanum í Vilnius. Byggingin var hertekin 12. janúar síðastliðinn. Sovétríkin: Hermenn halda uppi eftirliti á götunum Moskvu. Reuter. HERMENN hófu eftirlit á götum Moskvu og fleiri borga Sovétríkj- anna á föstudagskvöld sam- kvæmt tilskipun sem MíkhaO Gorbatsjov forseti gaf út fyrir viku. „Herinn er ekki að fremja valda- rán, þið megið treysta því,“ sagði Edúard Kolotsjov hershöfðingi í innanríkisráðuneyti Sovétríkjanna eftir að hafa upplýst hermennina í Moskvu til hvers væri ætlast af þeim. „Engar vélbyssur, engin stór- skotaliðstæki, engir skriðdrekar," sagði hann. Samkvæmt tilskipun Gorbatsjovs eiga hermenn að vera lögreglu til fulltingis á götum stærstu borga landsins til að stemma stigu við glæpum. Nokkrir Moskvubúar fögnuðu hermönnunum en tor- tryggni umbótasinna í garð þeirra lejmdi sér ekki enda óttast þeir að hemum verði beitt til að halda al- menningi í skefjum. Yfírvöld í Armeníu, Moldovu og_ Georgíu hafa lýst tilskipun Gorb- atsjovs ómerka. Evrópskir þingmenn funda um Persaflóastyrjöldina: Vopnasala til Iraks harðlega gagnrýnd Brussel. Frá Kristófer M. Kristinssyni, fréttaritara Morgunblaðsins. Reuter Sovésk þota af gerðinni MiG 29. Sovétmenn hafa selt írökum slíkar þotur og þykja þær sambærilegar við fullkomnustu orustu- þotur bandamanna. Meginuppistaðan í vígvél Saddams Husseins er fengin frá Sovétríkjunum en fleiri ríki hafa selt honum háþró- uð drápstól. VOPNASALA ríkja heims og þá sérstaklega Evrópuríkja til Iraks var harðlega gagnrýnd á aukafundi Evrópuþingsins, sem boðað var til í Brussel fyrr í vikunni. Þingmenn lögðu áherslu á nauðsyn þess að Evr- ópubandalagið gæti í fram- tíðinni fylgst með og takmark- að vopnasölu aðildarríkjanna tl að koma í veg fyrir stórfellda vígvæðingu ríkja á borð við írak. Einna lengst gekk ítalski þing- maðurinn Marco Panella í gagn- rýni sinni. Hann sagði að draga ætti vopnasalana fyrir dóm á sama hátt og Saddam Hussein íraksforseta og fylgismenn hans fyrir aðild að stríðsglæpum. Full- trúar þingflokkanna lögðu áherslu á að ekki hefði verið reynt til þrautar að koma í veg fyrir styij- öld við Persaflóa en úr því sem komið væri bæri að nýta hvert tækifæri sem gæfíst til að semja um vopnahlé að uppfylltum skil- yrðum Sameinuðu þjóðanna. Lýðræðisríkin og glæpir Saddams Franski þingmaðurinn Francis Wurtz vék að afstöðu lýðræð- isríkjanna til Saddams Hussein og sagði það vissulega miður að ekki hefði verið ljóst fyrr að þar færi miskunnarlaus einræðis- herra. Ljóst væri að það hefði ekki verið talið Saddam til vansa að hafa framið fjöldamorð á pólitískum andstæðingum sínum, beitt efnavopnum gegn varnar- lausum Kúrdum í norðurhluta landsins og hafíð blóðuga og til- gangslausa styrjöld við Iran. Talsmaður sósíalista, Þjóðverj- inn Jannis Sakellariou, fór hörð- um orðum um framgöngu Evrópu- bandalagsins í Persaflóadeilunni. Hann kvað bandalagið hafa brugðist bæði seint og illa við til að koma í veg fyrir styijöld og tryggja frið. Bandalagið hefði þvert á móti gerst sporgöngumað- ur Bandaríkjanna. Þingmenn véku að því í ræðum sínum að tryggja bæri með friðar- samningum öryggi og jafnvægi við Persaflóa. I þessu viðfangi væri mikilvægt að tryggja öryggi ísraels á sama hátt og tryggður yrði réttur Palestínumanna til að búa í eigin ríki. Talsmenn miðju og vinstri flokkanna vöruðu við vaxandi þjóðrembu og ofsóknum gegn innflytjendum frá Arabaríkj- unum sem þeir sökuðu hægri flokka í Evrópu um að kynda undir. Hlutverk Sameinuðu þjóðanna Nokkrir þingmenn gerðu hlut- verk Sameinuðu þjóðanna að umtalsefni. Fulltrúi græningja, Adele Aglietta, sagði að Evrópu- bandalaginu bæri að tryggja að Sameinuðu þjóðirnar gætu á ný gegnt því hlutverki að vera friðar- samtök eins og stefnt hefði verið að með stofnun þeirra. Aðrir töldu vangaveltur í þessa veru í raun ótímabærar. Þótt vissulega væri ástæða til að huga að raunhæfum aðgerðum eftir að styijöldinni lyki væri brýnasta verkefnið það að kanna leiðir til að koma á vopna- hléi. Aukafundurinn, sem haldinn var í Brussel, þótti um margt dæmigerður fyrir þann meting og þá flokkadrætti sem einkenna þykja á stundum störf Evrópu- þingsins. Til fundarins mættu 150 þingmenn af 518 sem er síst verri mæting en á hefðbundnum þing- fundum í Strasborg. Þingmenn hörmuðu í upphafi fjarveru full- trúa stjómvalda í Lúxemborg en þau fara með forsæti í ráðherrar- áði EB um þessar mundir. Flestir frönsku þingmannanna hundsuðu hins vegar fundinn á þeim for- sendum að hanm ógnaði stöðu Strasborgar sem fundarstaðar Evrópuþingsins.

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.