Morgunblaðið - 03.02.1991, Blaðsíða 28

Morgunblaðið - 03.02.1991, Blaðsíða 28
MORGUNBLAÐIÐ ATtfiNNftráSiA/WfMífN'NifS; 3.' 'fEBRU AR 1991 ATVINNUAUGÍ YSINGAR N>mm LANDSPÍTALINN Aðstoðarlæknar Lausar eru til umsóknar 7 stöður reyndra aðstoðarlækna þar af 6 á lyflækningadeildir og 1 á rannsóknarstofu í blóðmeinafræði. Stöðurnar veitast frá 1. júní, 1. júlí eða 1. ágúst 1991 eftir samkomulagi. Upplýsingar veita Þórður Harðarson, próf- essor í síma 601266 og Sigmundur Magnús- son, yfirlæknir í síma 601990. Umsóknarfrestur er til 28. febrúar. Umsókn- ir berist Þórði Harðarsyni prófessor. Sjúkraþjálfari Okkur vantar strax áhugasaman og duglegan sjúkraþjálfara til starfa sem yfirsjúkraþjáif- ara á taugalækningadeild. Staðan veitist til næstu áramóta. Umsóknir sendist til Valgerðar Gunnarsdótt- ur, framkvæmdastjóra sjúkraþjálfunar Landspítalans, sem veitir einnig nánari upp- lýsingar í síma 601423. Á Barnaspítala Hringsins eru eftir- taldar stöður lausar tii umsóknar: Hjúkrunarfræðingar Lausar eru stöður fyrir áhugasama hjúkrun- arfræðinga á barnadeild 3 nú þegar eða síðar. Deildin er handlækningadeild fyrir 13 börn á aldrinum 2'/2 til 16 ára. Góður aðlögunartími með reyndum hjúkrunarfræðingi. Unnið er 3ju hverja helgi. Möguleiki er á hlutavinnu og ýmsar vaktir koma til greina. Leitið upplýs- inga hjá Önnu Ólafíu Sigurðardóttur, hjukr- unardeildarstjóra í síma 601030 eða Herthu W. Jónsdóttur, hjúkrunarframkvæmdastjóra í síma 601033 eða 601300. Starf á leikskóla Leikskóli í Hafnarfirði óskar að ráða starfs- mann til uppeldisstarfa nú þegar. Daglegur vinnutími er frá kl. 13.00-17.00. Skilyrði umsóknar er fóstrumenntun eða önnur upp- eldismenntun, en einnig kemur til greina að ráða starfsmann með góða, almenna mennt- un eða tónlistarkunnáttu. Allar nánari upplýsingar gefur Margrét Pála Ólafsdóttir, forstöðumaður, alla virka daga í síma 653060-653061 og á kvöldin í síma 29798. Ljósmæður Sjúkraliðar Sjúkraliða vantar á vökudeild-gjörgæslu ný- bura í 50% starf, nú þegar eða síðar. Góður aðlögunartími með leiðbeinanda. Unn- in er 3ja hver helgi. Upplýsingar gefur Ragn- heiður Sigurðardóttir, hjúkrunardeildarstjóri í síma 601040 erða Hertha W. Jónsdóttir, hjúkrunarframkvæmdastjóri í síma 601033 eða 601300. Á öldrunarlækningadeild Landspítalans eru eftirtaldar stöður lausartil umsóknar: Hjúkrunar- deildarstjóri Hjúkrunardeildarstjóri óskast á öldrunar- lækningadeild III frá 1. apríl eða eftir sam- komulagi. Upplýsingar um nám og fyrri störf sendist með umsóknum. Náhari upplýsingar veitir Guðrún Karlsdóttir, hjúkrunarframkvæmda- stjóri í síma 602266. Aðstoðar- deildarstjóri Aðstoðardeildarstjóri óskast sem fyrst eða eftir samkomulagi. Hjúkrunarstjóri Hjúkrunarstjóri óskast á 37,5% næturvaktir nú þegar eða eftir samkomulagi. Sjúkraliðar Sjúkraliðar óskast á öldrunarlækningadeild Landspítalans. Vinnuhlutfall og vaktafyrirkomulag eftir sam- komulagi. Hjúkrunarfræðingur Hjúkrunarfræðingur óskast á fastar kvöld- vaktir í 50-70% starf. Allar nánari upplýsingar hjá Guðrúnu Karls- dóttur, hjúkrunaríramkvæmdastjóra í síma 602266. Skrifstofustarf Heildverslun óskar að ráða starfskraft til al- mennra skrifstofustarfa allan daginn. Ensku- og tölvukunnátta nauðsynleg. Starfið er mjög fjölbreytilegt í notalegu umhverfi og felst m.a. í móttöku viðskiptavina, tollskýrslugerð, ritvinnslu, símavörslu o.fl. Nauðsynlegt er að viðkomandi geti hafið störf 1. mars 1991. Umsóknum sé skilað á auglýsingadeild Mbl. merktum: „Samviskusöm - 6761“ fyrir 8. febrúar 1991. SðLnhf m BORGARSPÍTALINN Skurðlækningadeildir Lausar eru stöður hjúkrunarfræðinga á skurðlækningadeildum Borgarspítala. Deildirnar eru: Almenn skurðlækningadeild. Háls-, nef- og eyrnaskurðlækningadeild. Heila- og taugaskurðlækingadeild. Slysa- og bæklunarlækningadeild. Þvagfæraskurðlækningadeild. Einnig er laus til umsóknar staða aðstoðar- deildarstjóra á þvagfæraskurðlækninga- deild. Upplýsingar um ofangreindar stöður gefur Gunnhildur Valdimarsdóttir, hjúkrunarfram- kvæmdastjóri, í síma 696364. Endurhæfinga- og taugadeild Grensásdeild Staða aðstoðardeildarstjóra á deild E-62 er laus nú þegar. Einnig eru lausar stöður hjúkrunarfræðinga á deildum E-61 og E-62. Upplýsingar um stöðurnar gefur Gunnhildur Valdimarsdóttir, hjúkrunarframkvæmda- stjóri, í síma 696364. Gjörgæsludeild Lausar eru 2 stöður sjúkraliða frá og með 1. febrúar eða eftir samkomulagi. Möguleikar á ýmis konar vinnuhlutfalli. Gjörgæsludeildin gegnir mjög veigamiklu hlutverki í allri bráða- og slysaþjónustu landsmanna og starfs- reynsla þaðan því mikils virði. Nánari upplýsingar gefur Margrét Björns- dóttir, hjúkrunarframkvæmdastjóri, í síma 696354. Deild A-6 Hjúkrunarfræðingar óskast á fastar nætur- vaktir og/eða kvöldvaktir. Vinnuhlutfall sam- komulagsatriði. Deildin er almenn lyflækn- ingadeild en einnig eru þar 4 rúm fyrir skurð- lækingar (heila- og taugaskurðlækningar). Á deildinni er sérstaklega góður starfsandi. Nánari upplýsingar gefur Margrét Björns- dóttir, hjúkrunarframkvæmdastjóri, í síma 696354. Hvergerðisbær óskar að ráða skrifstofustjóra til starfa á skrifstofum bæjarins. Starfið felst í yfirumsjón með daglegri fjármálastjórn, bókhaldi og innra eftirliti, umsjón með gerð fjárhags- og greiðsluáætlana svo og fram- kvæmd þeirra. Skrifstofustjóri hefur yfirum- sjón með daglegri stjórnun skrifstofu, skjala- vörslu og starfsmannahaldi og annast auk þess ýmis konar uppgjör og skýrslugerð. Skrifstofustjóri starfar beint undir bæjar- stjóra og aðrir nánustu samstarfsmenn eru bæjartæknifræðingur og forstöðumenn bæj- arins auk starfsfólks á skrifstofu. Starfið býður uppá fjölþætta reynslu af opinberum rekstri. Krafist er háskólamenntunar á sviði stjórnunar eða viðskipta og/eða starfs- reynslu. Æskilegt er að umsækjandi hafi góða þekkingu á opinberum rekstri og geta starfað sjálfstætt undir yfirstjórn bæjar- stjóra. Umsækjendur þurfa að geta hafið störf sem fyrst. Frekari upplýsingar um starfið eru gefnar á bæjarskrifstofum í Hveragerði þesa viku á milli kl. 10.00 og 12.00 í síma 98-34150. Umsóknir sendist Bæjarskrifstofum, Hverahlíð 24, 810 Hveragerði eigi síðar en 8. febrúar n.k. ásamt upplýsingum um menntun og fyrri störf. Hveragerði 1. febrúar 1991, Bæjarstjórinn í Hveragerði. Okkur vantar Ijósmóður til starfa á fæðingar- deild Skjólgarðs frá 1. mars nk. eða síðar ef óskað er. Stöðugildi Ijósmæðra á heimilinu er 1,1 og skiptist á tvær Ijósmæður. Fæðing- arnar eru á bilinu 12-20 á ári. Vel kemur til greina að ráða í fullt starf og þá yrði hluti þess miðaður við almenn hjúkrunarstörf eft- ir samkomulagi þar um. Allar nánari upplýsingar gefur Ásmundur Gíslason, framkvæmdastjóri, sími 97-81118 eða Vilborg Einarsdóttir, héraðsljósmóðir, sími 97-81400. Skjólgarður, Höfn, Hornafirði, Vegna aukinna umsvifa viljum við ráða sölu- menn. Við leitum að ungu, duglegu og áreiðanlegu fólki með stúdentspróf eða sambærilega menntun. Krafist er reglusemi, stundvísi og snyrtimennsku. Æskilegur aldur 20-25 ára. Umsóknareyðublöð og upplýsingar veittar á skrifstofu okkar Sérhæfð ráðingarþjónusta, Laugavegi 22A (bakhús), sími/fax 620022. Opið frá kl. 10.00-12.00 og 13.00-15.00.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.