Morgunblaðið - 03.02.1991, Blaðsíða 39

Morgunblaðið - 03.02.1991, Blaðsíða 39
MORGUNBLADll) FOLK i FRETTUM SUNNPDAGUR 3. FEBRÚAR 1991 39 Angar ófriðarbálsins teygjast víða Angar ófríðarins við Persaflóa teygja sig víða, m.a. með ýmsum óbeinum hætti alla leið til Islands. Meðal nágrannaþjóða okk- ar ríkir talsverð hræðsla við að lenda í klónum á hryðjuverkamönn- um, en Saddam forseti Hussein hefur einmitt gumað mikið af þeim nótum sínum sem slíkan „hernað" stunda og séu í þann mund að heij- ast handa spámanninum og guði tiþ dýrðar. Óttinn við hryðjuverkamenn kem- ur einkum fram í ferðahræðslu Evrópubúa, þeir þora varla upp í og við liggur að félagið leggi upp laupana. Myndin sem hér fylgir var tekin fyrir skömmu um borð í SAS- þotu sem fljúga átti frá Árósum til Kaupmannahafnar. Flugið var all vel bókað eigi alls fyrir iöngu, en þegar til kastana kom gugnuðu all- ir að einum undanteknum og sá hafði það aldeilis gott! Sat einn að allri þjónustunni! Annars er ástandið ekki sem best. Hótel á Norðurlöndum standa víða hálftóm vegna stríðsóttans. Til Danmerkur koma 5.000 færri dag hvern. Haft var eftir Preben Kjær Morgunblaðið/Ingvar Sigurðsson KJÖR Missti málið í klukkustund Þessi ungi Dani hefur trúlega aldrei fengiðaðra eins þjónustu.... flugvélar, því þeir farkostir hafa þótt spennandi skotmörk fyrir „písl- arvættina" í gegn um tíðina. SAS, frægasta fiugfélag Norðurlanda hefur orðið illa fyrir barðinu á hryðjuverkahræðslunni og það ein- mitt þegar íjárhagurinn er slæmur upplýsingastjóri SAS að hann hefði ekki trúað því fyrr en hann tók á því að Norðurlandabúar væru smeykir við hryðjuverkaógn. En menn væru alltaf að læra eitthvað nýtt. Sú uppákoma varð síðastliðinn föstudag á skemmtistaðnum „Yfir strikið", að kjör- inn var „starfsmaður |slenska útvarpsfélags- ins“ fyrir síðasta ár. í tilefni þess var mikið um dýrðir og húsfyllir er á kvöldið leið. Val- týr Björn, íþróttafréttamaður Bylgjunnar, varð fyrir umræddu vali og er hann hafði verið kallaður fram á gólfið var dreginn fram kistill einn stór og myndarlegur. Ingvar Þórðarson, skemmtanastjóri Striks- ins, segir að drengurinn hafi orðið forviða er kistillinn opnaðist og fáklædd yngismey hafi smeygt sér út á gólfið og fært honum blóm- vönd með kossi. Sagði Ingvar að þessi ann- ars annálaði strigakjaftur hafi misst málið Hrifning Valtýs Björns á verðlaununum leynir sér. ekki. Meðal annarra átriða kvöldsins var suðrænt dansatriði sem danshópurinn Ignis sýndi við góðar undirtektir. næstu klukkustundina eða svo eftir að kyn- bomban hafði vitrast honum. Þótti það vera til marks um velheppnað atriði, að það gæti þaggað niður í í Valtý Bimi að sögn Ingvars. Morgunblaðið/Þorkell Bryiyar Ragnarsson t.v. og Olafur Guðlaugsson með hluta af umsókn- unum. HOLSKEFLA Mikill er máttur * • auglýsingar All óvenjuleg auglýsing birtist í raðauglýsingum Morgun- blaðsins á sunnudegi fyrir skömmu. Tilkynnt var að leit væri hafin að kakómaltsstelpu og kakómalts- strák. Það kom ekki fram, en það er nýtt fyrirtæki sem Katla/Eðal heitir sem er á bak við þetta, en fýrirtækið er senn að hefja fram- leiðslu á nýju íslensku kakómalti. Auglýsingin var frá Auglýsinga- stofu Brynjars Ragnarssonar og Morgunblaðið innti Brynjar sjálfan að því hvort að þessi skrítna auglýs- ing hefði vakið einhverja eftirtekt. „Já, það er óhætt að segja það. Það varð eiginlega uppi fótur og fit, slík voru viðbrögðin. Það flóðu hér inn á okkur Ólaf Guðlaugsson samstarfsmann minn 150 umsóknir frá strákum og stelpum á aldrinum 5 til 10 ára. Við gátum ekki gert okkur í hugarlund hver svörunin yrði, en það er greinilegt að börnin fylgjast ekki síður vel með heldur en fullorðna fólkið," sagði Brynjar. En verður ekki erfitt að velja tvö nöfn úr 150 nöfnum? „Það gefur auga leið. Því miður eru aðeins fáir útvaldir en margir kallaðir, í þessu tilviki 2 af 150. Við Ólafur erum að fara í gegn um umsóknirnar þessa daganna og starf okkar er ekki öfundsvert. Mörg barnanna hafa lagt mikla vinnu í umsóknir sínar, skreytt þær falega og fjölbreytilega. En tveir krakkar verða ofan á þegar. upp verður staðið, Líklega liggur valið fyrir eftir fyrstu viku af febrúar eða kannski eitthvað seinna. Við sjáum til og gerum okkar besta,“ sagði Brynjar Ragnarsson. ■ Nu er hver að verða síðastur '• afiss Gott urval IYJAR VORUI med 20% afslætti á medan stendur

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.