Morgunblaðið - 03.02.1991, Blaðsíða 19

Morgunblaðið - 03.02.1991, Blaðsíða 19
MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR S.'FEBRUAR 1991 19. staða undanfarnar vikur. Engu að síður virðist einhver hreyfing vera að koma á markaðinn, aðallega í formi fyrirspurna. Helgi Jóhanns- son, forstjóri Samvinnuferða-Land- sýnar, segir nokkuð hafa verið um að hópar þaðan hafí spurst fyrir um ferðir hingað. Hann telur allt útlit fyrir að ferðamenn til landsins yrðu jafn margir, ef ekki fleiri, og á síðasta ári. „Miðað við þau viðbrögð sem, við verðum vör við á hverjum^ degi, bendir allt til að áhuginn á íslandi sé mikill. Við höfum fengið fyrir- spurnir og pantanir á ferðum hing- að frá ferðaskrifstofum í Evrópu sem við höfum aldrei séð áður. Það virðist nokkuð um að hópar, sem hafa greinilega ætlað annað, hafa hætt við og ákveðið að koma hing- að í staðinn. I þessum mánuði er til dæmis að koma 300 manna hóp- ur frá fyrirtæki í Þýskalandi. Þessi hópur ætlaði upphaflega til Kæró, en skipti hressilega um stefnu. Við erum meira að segja að fá hóp frá Kípur á næstunni," sagði Helgi. Halldór Sigurðsson hjá Atlands- flugi ætlar að vera með vikulegt flug frá þremur borgum í Þýska- landi í sumar. Hann sagði greinilegt að allir haldi að sér höndum um stundarsakir' og bíði eftir þróun- innni fyrir botni Persafóla. „Ef Evrópubúar hreyfa sig eitthvað í sumar þá held ég að þeir muni frek- ar hreyfa sig í norðurátt. Við erum svo hlutlausir og litlir og flugfélög- in hér eru ekki þjóðartákn á sama hátt og stóru flugfélögin í Evrópu. Þess vegna tel ég að fólk muni frek- ar þora að ferðast norður á bóg- inn," sagði Halldór. Lönd fyrir botni Miðjarðarhafs ekki vænlegur kostur fyrir ferðamenn Atlandsflug selur aðeins ferðir til ferðaheildsala, mest á þýsku- mælandi svæðum Evrópu, og sagði Halldór að viðbrögð hefðu verið mjög jákvæð og mikið um pantanir — þar til Persaflóastríðið hófst. Tyrkland var til dæmis mjög ofar- lega á vinsældarlista ferðamanna í Þýskalandi í fyrra og töldu menn það vera aðal vaxtarbroddinn. Nú eru pantanir þangað hins vegar í algjöru lágmarki enda er Tyrkland mjög nærri átakasvæðinu. Sömu sögu er reyndar aðsegja um fleiri lönd fyrir botni Miðjarðarhafsins. Menn telja þó að Spánn og Portúg- al ættu að geta haldið svipuðum fjölda ferðamanna og .-undanfarin ár. Svo virðist sem ferðamenn forðist stórborgir af ótta við hryðju- verk og það ætti að ýta enn frekar FERÐAMENN I BANDA- RÍKJUNUM OG EVRÓPU HALDA AÐ SÉR HÖNDUM VEGNA STRÍÐSINS FYRIR BOTNI PERSAFLÓA undir þá skoðun að stór hluti ferða- manna hugsi til Norðursins. Halldór sagðist hafa orðið áþreyfanlega var við mikinn áhuga á Norðurlöndunum skömmu áður en stríðið við Persaflóa hófst. „Ég var á ferðamarkaði í Mið-Evrópu þar sem opið var fyrir almenning í einn dag. Það var áberandi hversu miklu meiri aðsókn var í bása Norð- urlandanna en flesta aðra bása. Þetta þarf að vísu ekki endilega að segja manni að straumurinn liggi til Norðrulandanna." Helsinkidagar í Reykjavík 4.-9. febrúar 1991 í tengslum við sýninguna „Helsinki-Mannlíf og saga" að Kjarvalsstöðum 5.-24. febrúar. DAGSKRA MANUDAGUR 4. FEBRUAR: Kl. 17.00 Formleg opnun sýningarinnar Helsinki - Mannlíf og saga- að Kjarvalsstöðum ÞRIÐJUDAGUR 5. FEBRÚAR: Kl. 11.00 - 18.00 Sýning að Kjarvalsstöðum Kl. 12.00 - 14.30 Helsinki dagar á Hótel Loftleiðum Finnskur matur MIÐVIKUDAGUR 6. FEBRUAR: Kl. 11.00 -18.00 Sýning að Kjarvalsstöðum Kl. 12.00 -14.30 Helsinki dagar á Hótel Loftleiðum " Finnskur matur Kl. 20.00 Tónleikar í Háskólabíói Jazzhljómsveitin UMO Big Band FIMMTUDAGUR 7. FEBRUAR: Kl. 11.00 -18.00 Sýning að Kjarvalsstöðum Kl. 12.00 -14.30 Helsinki dagar á Hótel Loftleiðum Finnskur matur Kl. 20.00 HELSINKIDAGAR Sælkerakvöld á Hótel Loftleiðum Tríó Saludo leikur Finnskur matur Eero Manninen, klippilistamaður Tískusýning Kl. 20.00 Kl. 21.15 Handbolti í Seljaskóla: Helsinki - Víkingur ÍR-KR Kl. 22.00 Tónleikar í Púlsinum: Jazzhljómsveitin UMO Big Band FÖSTUDAGUR 8. FEBRUAR: Kl. 11.00 - 18.00 Sýning að Kjarvalsstöðum Kl. 12.00 -14.30 Kl. 20.00 Helsinki dagar á Hótel Loftleiðum Finnskur matur HELSINKI DAGAR Sælkerakvöld á Hótel Loftleiðum Tríó Salúdo leikur Finnskur matur Eero Manninen, klippilistamaður Tískusýning Kl. 20.00 Tónleikar í FIH salnum: Jazzhljómsveitin UMO Big Band Kl. 20.00 Handbolti í Seljaskóla: Helsinki - KR Kl. 21.15 ÍR-Víkingur Kl. 22.00 Tónleikar á Púlsinum: Tríó Saludo LAUGARDAGUR 9. FEBRUAR: Kl. 09.45 Handbolti í Seljaskóla: KR - Víkingur Kl. 11.00 Helsinki - IR Kl. 11.00 -18.00 Sýning að Kjarvalsstöðum Kl. 12.00 -14.30 Helsinki dagar á Hótel Loftleiðum Finnskur matur Kl. 17.30 - 18.00 Tríó Saludo leikur að Kjarvalsstöðum Kl. 20.00 HELSINKI DAGAR Sælkerakvöld á Hótel Loftleiðum Tríó Saludo leikur Finnskur matur Eero Manninen, klippilistamaður Tískusýning HELSLNKISYNING AÐ KJARVALSSTÖÐUM. Sýningin „Helsinki - mannlíf og saga" að Kjarvalsstöðum stendur frá 5.-24. febrúar. OPIÐ FRÁ KL. 11.00 -18.00 ALLA DAGA

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.