Morgunblaðið - 03.02.1991, Blaðsíða 43

Morgunblaðið - 03.02.1991, Blaðsíða 43
ÍMORGBNBIiAIÐIÐ IITVARR/SIÓlVIVJSfflP.'IIMslÍBflll Sl!REBRIiSR/l©ffa Sjónvarpið: Zoaro ■■■■ Fyrsti þáttur af 22ja þátta syrpu sem Sjónvarpið mun 1 q 20 sÝna um frelsishetjuna Zorro er á dagskrá Sjónvarps í dag. Zorro-sögurnar eru byggðar á þjóðsögum í Kalifomiu um hinn hugprúða grímuklædda riddara sem var bargvættur smæl- ingja gegn yfirgangi landsstjóra Spánvetja á árunum í kringum 1820. A þeim tíma heyrði fylkið undir Spánarkonung er hélt deildum úr her sínum ahnda Atlantshafsins til að gæta hinna spönsku laga og réttar á lendum sínum þar. Ein deilda konungs hafði aðsetur í smábænum Los Angeles og reyndust höfuðusmenn hennar hinum innfæddu landeigendum ekki síður þungir í skauti en æðri embættis- menn Spanjóla. Helsta vörn heimamanna gegn ofríkinu er gn'muklæddi riddarinn Zorro, en að baki grímunnar er enginn annar en Don Diego Alej- andro, hinn dagfarsprúði draumórapiltur er enginn telur færan um að bregða brandi. Enginn veit leyndarmálið nema einkaþjónninn hans, Felipe, sem er daufdumbur og flíkar því engu. rekur sögu íslenskrar dægurtónlistar. (Endurtek- inn þáttur frá sunnudegi.) KVOLDUTUARP KL. 22.00-01.00 22.00 Fréttir. 22.07 Aö utan. (Endurtekinn frá 1.8.18.) 22.15 Veðurfregnir. Dagskrá morgundagsins. 22.20 Lestur Passíusálma. Ingibjörg Haraldsdóttir les 7. sálm. 22.30 Heimur músllma. Jón Ormur Halldórsson ræðir um íslamska trú og áhrif hennar á stjóm- mál Mið-austurlanda og Asiu. Fjórði þáttur. (End- urtekinn frá fyrra sunnudegi.) ■23.10 Á krossgötum. Þegar alvara lifsins tekurvið, þéttur fyrir ungt fólk. Umsjón: Þórarinn Eyfjörð. 24.00 Fréttir. 0.10 Miðnæturtónar. (Endurtekin tónlist úrÁrdeg- isútvarpi.) 1.00 Veðurfregnir. 1.10 Næturútvarp á báðum rásum til morguns. RÁS2 FM 90,1 7.03 Morgunútvarpið - Vaknað til lifsins. Leifur Hauksson og Eiríkur Hjálmarsson hefja daginn með hlustendum. Upplýsingar um umferð kl. 7.30 og litið i blöðin kl. 7.65. 8.00 Morgunfréttir. - Morgunútvarpið heldur áfram. Morgunpistill Arthúrs Björgvíns Bollason- ar. 9.03 Nlíu fjögur. Ún/als dægúrtónlist í allan dag. Umsjón: Eva Ásrún Albertsdóttir, Magnús R. Einarsson, Margrét Hrafnsdóttir, Jóhanna Harð- ardóttir. Textagetraun Rásar2, klukkan 10.30. 12.00 Fréttayfirtit og veður. 12.20 Hádegisfréttir. 12.45 Niu fjögur. Úrvals dægurtónlist, í vinnu, heima og á ferð. Umsjón: Margrét Hrafnsdóttir, Magnús R. Einarsson, Jóhanna Harðardóttir og Eva Ásrún Albertsdóttir. 16.00 Fréttir. 16.03 Dagskrá: Dægurmálaútvarp og fréttir. Starfs- menn dægurmálaútvarpsins og fréttaritarar heima og erlendis rekja stór og smá mál dagsins. 17.00 Fréttir. - Dagskrá heldur áfram. 18.00 Fréttir. 18.03 Þjóðarsálin - Þjóöfundur i beinni útsend- ingu. þjóðin hlustar á sjálfa sig Stefán Jón Haf- stein og Siguröur G. Tómasson sitja við símann, sem er 91 - 68 60 90. 19.00 Kvöldfréttir. 18.32 Gullskífsn frá þessu ári. 20.00- Lausa rásin-. Spurningakeppni framhalds- skólanna, Nemar i framhaldsskólum landsins etja kappi é andlega sviðinu. Að þessu sinni keppir Fjölbrautaskóli Norðurlands vestra Sauö- árkróki við Menntaskólann á Laugarvatní. Einnig keppir Menntaskólinn við Hamrahlið við Flens- borgarskólann I Hafnarfirði. Umsjón; Sigrún Sig- urðardóttir. 21.00 Rokkþéttur Andreu Jónsdóttur. (Einnig új- varpað aðfaranótt fimmtudags kl. 01.00.) 22.07 Landið og miðin. Sigurður Pétur Harðarson spjallar við hlustendur til sjávar og sveita. (Úr- vali útvarpað kl. 5.01 næstu nótt.) 0.10 I háttinn. NÆTURÚTVARPIÐ 1.00 Sunnudagsmorgunn með Svavari Gests. (Endurtekinn þáttur.) 2.00 Fréttir. — Páttur Svavars heldur áfram. 3.00 I dagsins önn - Löggjöf um umhverlismál. Umsjón: Hallur Magnússon. 3.30 Glefsur. Úrdægurmálaútvarpi mánudagsins. 4.00 Næturlög, leikur næturlög, 4.30 Veðurfregnir. - Næturlögin halda áfram. 8.00 Fréttir af veðri, færð og flugsamgöngum. 5.05 Landið og miöin. 6.00 Fréttir af veðri, færð og flugsamgöngum. 6.01 Morguntónar. LANDSHLUTAÚTVARP Á RÁS 2 B.10-8.30 og 18.35-19.00. Útvarp Norðurland. AÐALSTOÐIN FM 90,9 / 103,2 7.00 Á besta aldri. Umsjón Ólafur Tr. Þórðarson. Létt tónlist, gestur í morgunkaffi. 7.00 Morgun- andakt. Sérs Cesil Haraldsson. 9.00 Fram að hádegi. Umsjón Þuriður Sigurðar- dóttir. Kl. 9.15 Heiðar, heilsan og hamingjan. 9.30 Heimilispakkinn. Kl. 10.00 Hver er þetta. Verðlaunagetraun. Kl. 10.30 Morgungestur. Kl. 11 Margt er sér til gamans gert. Kl. 11.30 Á ferð og flugi. 12.00 Hádegisspjall. Umsjón Helgi Pétursson. 13.00 Strætin úti að aka. Umsjón Ásgeir Tómas- son. Kl. 13.30:Gluggað i síðdegisblaðið. Kl. 14.00 Brugö- ið á;leik:í .dagsins önn. Kl. 14.30 Saga dagsins. 16 JO Akademian. IKI. T6.30 PCllBtnn tekinn i sima 626060. 1B.3Ð Smásaga Aðalstöðvarinnar. 19:00 Kvöldtónar. Umsjón Halldör Baokman. Ljúfir kvöldtónar. 22.00 i draumalandi. Umsjón Ragna Steinun Ey jólfsdóttir. Qraumar hlustenda ráðnir. 24,00 Nasturtónar Aðalstöðvarinnar. Umsjón Rand- ver JensBon. ALFA FM 102,9 8.45 Morgunbæn. Tónlist. 10.00 istónn. Ágúst Magnússon. 13.30 Alfa-fréttir. 16.00 „Svona er lífið" Ingibjörg Guðmundsdóttir. 20.00 Kvölddagskrá Krossins. 20.15 Hver er Guð? Fræðsluþáttur. Umsjón: Kol- beinn Sigurðsson. 20.45 Rétturinn til lífs. Hulda Jensdöttir. 21.20 Kvöldsagan. 21.40 Á stund sem nú. Umræðuþáttur i beinni út- sendingu. Umsjón Sigþór Guðmundsson. 23.00 Dagskrárlok. BYLGJAN FM 98,9 7.00 Eiríkur Jónsson og morgunvakt Bylgjunnar. 9.00 Þorsteinn Ásgeirsson. Starfsmaður dagsins valinn. iþróttafréttir kl. 11. Valtýr Bjöm Valtýsson. 11.00 Valdis Gunnarsdóttir á vaktinni. 12.00 Hádegisfréttir. 14.00 Snorri Sturluson. Fróðleikur, létt spaug og óskalög. 17.00 island i dag. Jón Ársæll Þóröarson og Bjami Dagur Jónsson taka á málum liðandi stundar. 18.30 Hafþór Freyr á vaktinni. 22.00 Kristófer Helgason. Tónlist. 23.00 Kvöldsögur. Simatimi ætlaður hlustendum. 24.00 Kristófer Helgason á vaktinni. 02.00 Þráinn Brjánsson á næturvakt. EFFEMM FM 95,7 7.30 Til i tuskiö. 8.00 Morgunfréttir. Kl. 8.20 Textabrotið. Kl. 8.40 Frá hinu opinbera. Kl. 8.50 Stjömuspá. 12.00 Hádegisfréttir. 19.00 Breski og bandaríski listinn. Vilhjélmur Vil- hjálmsson kynnir 40 vinsælustu lögin í Bretlandi og Bandarikjunum. 22.00 Jóhann Jðhannsson á rólegu nótunum. STJARNAN FM 102/104 7.00 Dýragarðurinn. Stjörnutónlist, leigubilaleikur, getraunir. 8.00 Vinsældatónlist. Bjarni Haukur Þórsson. 11.00 Geðdeildin. Dóri-Mödder, Lilli og Baddi, • Svenni sendill og allar fígúrunar mæta til leiks. Umsjón Bjami Haukur og Sigurður Helgi. 12.00 Sigurður Helgi Hlöðversson. Getraunir og orð dagsins. 14.00 Sigurður Ragnarsson. Ráðgjafaþjónusta Gabriels Stefánssonar, kvikmyndagetraunir, leikir og tónlist. 17.00 Bjöm Sigurðsson 20.00 Vinsældapopp. Jóhannes B. Skúlason. 22.00 Amar Albertsson. 02.00 Næturtónlist. 16.00 MS 18.00 FB UTRAS FM 104,8 20.00 MH 22.00 IR t Ástkær eiginmaður minn, faðir okkar, tengdafaðir og afi, VILBERG StGURJÓNSSON, Kvistalandi 22, Reykjavík, sem lést á Borgarspítalanum að morgni sunnudagsins 27. janúar sl., verður jarðsungin frá Bústaðakirkju mánudaginn 4. febrúar kl. 15.00. Þeim, sem vilja minnast hins látna, er bent á Krabbameinsfélagið. Sigríður Gunnlaugsdóttir, Málfríður Vílbergsdóttir, Anna Vilbergsdóttir, Sigrún Vilbergsdóttir, Ásrún Vilbergsdóttir, Ýr Gunnlaugsdóttir, Sigurjón Vilbergsson, Stefán Már Óskarsson Þráinn Hjálmarsson, Þórarinn Ingólfsson, Viktor Viktorsson, Sigurður Grétarsson, Elísabet María Sigfúsdóttir, og barnabörn. Menntamálaráðuneytið Starfslaun handa listamönnum árið 1991 Hér með eru auglýst til umsóknar starfslaun til handa íslensk- um listamönnum árið 1991. Umsóknir skulu hafa borist út- hlutunarnefnd starfslauna, menntamálaráðuneytinu, Sölv- hólsgötu 4, 150 Reykjavík, fyrir 25. febrúar nk. Umsóknir skulu auðkenndar: Starfslaun listamanna. í umsókn skulu eftirfarandi atriði tilgreind: 1. Nafn og heimilisfang, ásamt kennitölu. 2. Upplýsingar um náms- og starfsferil. 3. Greinargerð um verkefni, sem liggur umsókn til grundvallar. 4. Sótt skal um starfslaun til ákveðins tíma. Verða þau veitt til þriggja mánaða hið skemmsta, en eins árs hið lengsta, og nema sem næst byrjunarlaunum menntaskólakennara. 5. Umsækjandi skal tilgreina tekjur sínar árið 1990. 6. Skilyröi fyrir starfslaunum er að umsækjandi sé ekki í föstu starfi, meðan hann nýtur starfslauna, enda til þess ætlast að hann helgi sig óskiptur að verkefni sínu. 7. Að loknu verkefni skal gerð grein fyrir árangri starfslauna til úthlutunarnefndar. Tekið skal fram að umsóknir um starfslaun árið 1990 gilda ekki í ár. Menntamálaráðuneytið, 15. janúar 1991. Gárur eftir Elínu Pálmadóttur I höndurn lítillar eyþjóðar Mörg er smáþjóðin í henni ver- öld. Og misjafnt þeirra gengi. Gott á þó hver sú smáþjóð sem á sér í hörðum heimi ein- hvers staðar vörn. Þetta skilja íslendingar væntanlega þjóða best — stundum. Nú hefur náð okkar eyrum hjálparkall Eystra- saltsríkjanna þriggja. Samstaða er um að veita aila þá aðstoð sem lítil þjóð megnar. Þá kemur fram hvar styrkur smáþjóðar liggur — í samfélagi þjóðanna. Þannig hafa íslendingar megnað að vekja at- hygli á hjálparkallinu i samstarfi Norðurlandaþjóða, Evrópulanda, þjóða Atlantshafsbandalagsins og væntanlega síðar SÞ. Koma í veg fyrir að aðrar þjóðir geti látið sem þær heyri ekki. Þar giymur ís- lands hvella rödd. Hvers hún megnar til að Litháar, Lettar og Eistlendingar fái búið frjálsir í eigin landi á'eftir að koma í Ijós. Af því tilefni má minna á að þetta er ekki í fyrsta sinn sem Islendingar skipa sér svo rösklega í fylkingarbrjóst við að sjá lang- hrakið og landlaust fólk, sem ekki á sér föðurland. Höfðu þá erindi sem erfiði. Eftir að hafa horft upp á hörmungar gyðinga sem komu úr útrýmingarbúðum nasista og áttu sér bara löngu „horfið Norð- urland", eins og við sjáum nú á skjánum á sunnudagskvöldum í kvikmynd frá heimsstyijaldarár- unum, tókst íslendingum að stofna til fijáls lýðveldis, ísraels- ríkis, í þjóðasamkundunni hjá SÞ. Ekki einir að vísu. Liggur þó við. Höfum oft grobbað af minna til- efni. Svo afdrifarík var þessi ein- beitta rödd íslendinga að hún skipti sköpum á þingi Sameinuðu þjóðanna 1947. Ekki eru ísraels- menn í vafa um hvers var röddin sem ekki gugnaði og bar málið fram. Abba Eban, fulltrúi í sendi- nefnd ísraela og síðar utanríkis- ráðherra, rekur þetta í ævisögu sinni og það er líka í bók eftir St. John. Eban segir frá því að fullkomin ástæða hafi verið til að óttast að ekki næðust tveir þriðju atkvæða á þingi Sameinuðu þjóðanna með samþykkt sem mundi leiða til stofnunar Ísraelsríkis fyrir gyð- inga. Bæði arabar og Bretar börð- ust harkalega á móti og mikið hik á ijölmörgum þjóðum af varkárni og eigin hagsmunum. Úrslitadag- urinn átti að verða 29. nóvember 1947, en reynt var með ýmsum ráðum að fá málinu frestað. Pólit- íska nefndin hafði skipað þriggja manna nefnd til að freista þess að finna sameiginlega lausn. Gyð- ingar vissu aðþað væri ekki hægt, segir Eban. í þessa nefnd voru skipaðir fulltrúar þriggja landa, Ástralíu, Thailands og Islands og átti íslenski aðalfulltrúinn Thor Thors sendiherra að hafa orð fyr- ir nefndinni. Að morgni 29. nóv- ember sigldi Thailendingurinn Wan prins heim með Queen Mary undir yffirskmi pólitísks óróa þar, en í raun til þess sleppa við að taka afstöðu. Enda hart barist um hvert atkvæði. En Ijóst var að Thor Thors frá íslandi mundi verða fyrsti flutningsmaður og bera málið fram. Abba Eban var mjög órótt og byraði daginn á heimsókn á Barcley-hötelið þar sem Thor bjó: „Ég var í vandræðalegri stöðu og taldi best að segja honum það hreinskilnislega. Gyðingar stóðu á tímamótum. Éf þetta tækist, þá mundi rætast þúsund ára draum- ur okkar. Ef okkur mistækist núna, þá væri eins víst að úti væri um þann draum í margar kynslóðir. Lykillinn að þeim tíma- mótum í upphafi fundar Samein- uðu þjóðanna mundi vera í hönd- um lítillar eyþjóðar úti í miðju Atlantshafi með innan við 175 þúsund íbúa. Fjölþjóða samstaij^ g hefur þann kost að stundum geta stjérnir tekið ákvarðanir í stór- málum þar sem þær eiga aðeins óbeinna hagsmuna að gæta, en sem hafa örlagaríkar afleiðingar fyrir aðrar í fjarlægð. Framtíð okkar sem þjóðar hvíldi á okkar mesta örlagadegi á þeim skrið- þunga eða andrúmi sem fulltrúa Islands tækist að skapa Thor svaraði Eban að öriög gyðinga væru íslendingum ekki svo fram- andi. Menning landins væri gegnsýrðBiblíuminnum. Auk þesa væri þetta þijósk og þolgóð lyð ræðisþjóð, sem I aldaraðir hefði haldið fast í sín þjóðlegu sérkenni á regnbarðri eyju — þjóð sem væri ákveðin í að vera hún sjálf, og deila ekki tungu eða bók- menntum með neinni annarri þjöð. Hún neitaði að jrfirgefa þessa af- skekktu eyju fyrir hlvýrri og mild- ari verðráttu. Slíkri þjóð væri hægt að treysta til að skiíja þraut- seigju gyðinga að hanga á sínum sérkennum og arfi. Þegai' kemur að fundinum lýsir Abba Eban spennunni í traðfullum sal Alls- heijarþingsins og öflum göngum fulium af fréttamönnum. Forseti þingsins bauð fufltrúa íslands að' stíga í ræðustól. .„Mér íil mikils léttis var Thor starkQstlegnr," segir Eban. Æsingurinn óx >þegar forseti tilkynnti atkvæðagreiðslu landanna I stafrófsröft, eftir að feflt hafði verið frestun frá f.ull- trúa Líbanan. Afganistan nei, Ástralía já —Loks matti heyra hin sögulegu úrsht: .„38 með, 18 á móti, T0 siija hjá, einn jjarver- andi“. Við íslendingar, þessir lukk- unnar pamfílar, vitum J rauninni ekki hverríig við mundum bregð- ast við ef við þyrftum ratmveru-* lega að heimta eigið frelsi ag lyð- ræði eða annarra með fórnum. Kannski er það þessvegna sem við göngum stundum hiklausar fram fyrir skjöldu þegar við sjáum hrakið, landsvipt fólk en sumar hvekktar þjóðir gera. Eða kannski við höfum bara gott hjartalag. jr

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.