Morgunblaðið - 03.02.1991, Blaðsíða 14

Morgunblaðið - 03.02.1991, Blaðsíða 14
14 MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 3. FEBRÚAR 1991 1—i-----------------------------------------•--------T-r-n—I > i'l' V; 'i—;—.; >. • ■, i.. r, , ■ . i — FYRIR BQTNI PERSAFLOA írak: Flugmenn meðhöndlaðir sem stríðsglæpamenn? New York. The Daily Telegraph. ÍRAKAR gáfu á föstudag í skyn að þeir myndu meðhöndla flugmenn úr fjölþjóðahcrliðinu, sem fallið hafa í þeirra hendur, sem stríðsglæpa- menn en ekki sem stríðsfanga. Bandarískir embættismenn brugðust harkalega við fréttinni og minntu Iraka enn á ákvæði Genfar-sáttmál- ans um meðferð stríðsfanga. í útsendingu útvarps í Bagdad, sem er málpípa Saddams Husseins íraksforseta undir ströngu eftirliti, sagði að flugáhafnir bandamanna væru sekar um gera sprengjuárásir á íbúðarhverfi af ásettu ráði, og að hafa drepið fjölda kvenna, barna og gamalmenna. „Framkoma þessara flugmanna er ekki í samræmi við siðareglur í hernaði,“ sagði í útvarp- inu. „Þeir hegða sér eins og óbreytt- ir glæpamenn sem maður sér í bandarískum og evrópskum kvik- myndum. Þess vegna ætti að fara með þá í samræmi við það. Með öðr- um orðum, það ætti að fara með þá eins og morðingja varnarlausna kvenna, bama og gamalmenna en ekki eins og hermenn sem eiga í stríði við aðra hermenn," var bætt við. Þótt talsmenn bandamanna segi að reynt sé af fremsta megni að hlífa óbreyttum borgurum, þá hafa yfir- völd í írak sagt að meira en 400 óbreyttir borgarar hafi látist og 600 særst fyrstu fjóra daga stríðsins. „Glæpi bandarískra, breskra, ítalskra og franskra flugmanna ætti að líta á sem stríðsglæpi sem ganga þvert á allar reglur undirstöðuatriði stríðs, sérstaklega lög og samþykktir varð- andi vemdun óbreyttra borgara á stríðstímum," sagði í útvarjúnu. Bandaríkjamenn vöruðu Iraka enn á ný við því að þeir yrðu látnir svara til saka fyrir að bijóta gegn Genfar- sáttmálanum um meðferð stríðsfanga. Reuter Khafji endurheimtur Hermaður frá Saudi-Arabíu veifar fána lands síns í Khafji eftir að bandamenn náðu bænum á sitt vald. Reuter Iraskir stríðsfangar i höndum bandamanna Bandarískir sjóliðar um borð í freigátunni Curts gæta 20 íraskra stríðsfanga. írakarnir voru teknir til fanga eftir að freigátan sökkti skipi þeirra sem var við tundurduflalagnir í norðurhluta Persaflóa. Rúmlega 700 tilraiinir til að brjóta viðskiptabannið New York. The Daily Telegraph. MEIRA en 700 tilraunir til að bijóta viðskiptabann Sameinuðu þjóð- anna (SÞ) á Irak hafa verið uppgötvaðar, þ.á. m. 200 tilraunir síðan stríðið braust út. Embættismenn í bandarísku leyniþjónustunni og heim- ildarmenn hjá SÞ, sem gáfu þessar upplýsingar á föstudag, gáfu í skyn að á bak við sumar þessara tilrauna hefðu staðið aðilar eða fyrir- tæki í löndum sem sent hafa hergögn og/eða -menn til liðs við fjölþjóða- her bandamanna. Smyglhringjunum, sem sent hafa vörur til íraks í lofti eða landleiðina gegnum Jórdaníu, Tyrkland eða íran, hefur að sögn heimildarmanna einnig tekist að smygla hergögnum framhjá viðskiptabannin*. „Við eigum enn langt í land með að tryggja árangur viðskiptabannsins," sagði bandaríski fulltrúadeildarþingmaðurinn Doug Bereuter, sem sæti á í leyniþjónustu- nefnd fulltrúadeildarinnar. „Mér virðist augljóst, samkvæmt þeim upplýsingum sem mér hafa borist, að fyrirtæki hafa brotið viðskipta- bannið á mikilvægum sviðum,“ sagði Bereuter. Hann sagði nægar sannan- ir fyrir því að matvörur, sem fram- leiddar hefðu verið eftir að viðskipta- bannið tók gildi, biðu dreifmgar í vöruhúsum í írak. Ríkisstjóm Bandaríkjanna hefur sagt að vegna viðskiptabannsins hafi dregið úr innflutningi til íraks um 90% og útflutningi um 97%, en olía er aðalútflutningsvaran. Öll bein fjármagnsviðskipti_ við íraka hafa verið stöðvuð en írakar em sagðir hafa þróað ýmsar leiðir til að geta borgað með gjaldeyri fyrir nauð- synjavörur. „Það er reynt að gera meira en bijóta viðskiptabannið," sagði Dennis Shimoski, talsmaður bandarískra tollyfirvalda. „Við höf- um staðið fólk að því að reyna að hagnast á því að senda hergögn til íraks.“ Hann sagði að tollgæslan hefði nú um 40 mál til rannsóknar til tengdust írak. Rannsókn um helmings þeirra var þegar hafin fyr- ir innrásina í Kúveit, 2. ágúst á síðasta ári. Efnavopnaárás Iraka gæti sett bandamenn í vanda Belgísk stjórnvöld í vanda: Skæruliðinn kom tvívegis til landsins Brussel. Reuter. UPPNÁM vegna heimsóknar palestínska skæruliðans Walids Khaleds til Belgíu, aðeins nokkrum klukkustundum áður en stríðið við Persa- flóa braust út, jókst á föstudag þegar dagblað nokkurt skýrði frá því að hann hefði ekki verið einu sinni í landinu heldur tvisvar. ans af heimsókn skæmliðans, var felld á belgíska þinginu á fimmtu- dag. Málið hefur engu að síður vald- ið ríkisstjórninni miklum álitshnekki og hafa tveir aðstoðarmanna Eysk- ens og háttsettur stjórnarerindreki sagt af sér vegna þess. Utanríkisráðherrann, Mark Eysk- ens, slapp með skrekkinn þegar van- trauststillaga, sem borin var upp vegna ásakana um afskipti ráðherr- Lundúnum. The Daily Telegraph. BRESK og bandarísk stjómvöld hafa miklar áhyggjur af því að Saddam Hussein íraksforseti beiti efnavopnum í striðinu fyrir botni Persaflóa. Þau íhuga nú vandlega hvernig fjölþjóðaherinn geti brugðist við slíkum árásum og Ijóst er að þær myndu setja banda- menn í mikinn siðferðilegan vanda. Lítið er vitað hvaða efnavopnum Saddam hefur yfír að ráða. Þó er ljóst að hann beitti einkum sinneps- gasi og taugasi gegn írönum í Persaflóastríðinu 1980-88 og gegn Kúrdum í norðurhluta íraks. Taugagasið var notað í gasklefum í tortímingarbúðum nasista í síðari heimsstyijöldinni og ræðst á mið- taugakerfið. Það er banvænt ef fólk hefur ekki gasgrímur. Ennfremur er óljóst hvemig ír- akar geta dreift þessum efnum. Ekki er vitað hvort írakar geti fyllt hleðslur Scud- og Frog-eldflauga sinna með efnavopnum. Iraski flug- herinn gæti beitt efnavopnum. Hins vegar leikur vafí á að íraskar her- þotur geti gert árásir þótt hugsan- legt sé að Saddam hafi látið felá flugvélar til að gera efnavopnaár- ásir þegar „landorrustan mikla" hefst. Ljóst er að stórskotaliðssveit- ir íraka geta beitt efnavopnum og talið er að þeir hafí miklar birgðir af slíkum hleðslum. Svo virðist sem Saddam bindi vonir við að geta beitt efnavopnum í landhemaði og valdið miklu mannfalli hjá banda- mönnum. Takist honum þetta setur hann bandamenn í mikinn vanda. írakar undirrituðu árið 1931 Genfarsamn- inginn frá 1925 um bann við notk- un efnavopna. Þeir settu þann fyr- irvara að samningurinn gilti ekki í stríði við ríki sem ekki hafa undir- ritað samninginn eða ef óvinaher- inn gerðist brotlegur við hann. Bandaríkjamenn og Bretar, sem hafa einnig undirritað samninginn, settu svipaða fyrirvara, þannig að þeir geta beitt efnavopnum ef Irak- ar bijóta hann. Takist írökum að valda miklu mannfalli í fjölþjóðahernum má búast við að almenningur, einkum í Bandaríkjunum, krefjist þess að árásirnar á íraka verði hertar til muna. Það kann einnig að reynast nauðsynlegt til að tryggja banda- mönnum sigur í stríðinu. Spurning- in er hvernig bandamenn geta brugðist við. Saddam Hussein tók mikla áhættu er hann ákvað að beijast gegn ríkjum, sem hafa yfir kjarnorkuvopnum að ráða. Hins vegar er talið ólíklegt að fjölþjóða- herinn geri kjarnorkuárás, þótt bresk og bandarísk stjómvöld úti- loki það ekki. Bandamenn gætu einnig hafíð árásir á íbúðahverfi, líkt og gert var í heimsstyijöldinni síðari, í því skyni að draga úr bar- áttuhug íraka. Almenningur á Vesturlöndum er nú andvígur árás- um á óbreytta borgara eins og notkun kjarnorkuvopna. Því er ólík- legt að slíkum aðferðum verði beitt. Einnig kemur til greina að herða árásirnar á efnahagslega mikilvæg mannvirki í írak. Vandinn er hins vegar sá að flugvélar fjölþjóðahers- ins hafa þegar ráðist á mikilvæg- ustu mannvirkin og erfitt kann að verða að fínna fleiri skotmörk af þessum toga. Bandaríkjamenn hafa ekki enn eytt efnavopnum sínum og hafa aldrei neitað því að þeir hafi sent slík vopn til Persaflóa. Líklegt er að þeim verði beitt til að svara efnavopnaárásum íraka og gætu afleiðingamar orðið hörmulegar. Dagblaðið De Morgen hafði á föstudag eftir stjórnarerindrekum að Khaled hefði fengið vegabréfsá- ritun og verið í heimsókn í Brussel í viku í apríl á síðasta ári. Að sögn blaðsins átti heimsóknin sér stað meðan viðræður Stóðu yfir um lausn belgískrar fjölskyldu, sem hryðju- verkasamtök Khaleds höfðu haft í haldi frá árinu 1987. í síðasta mán- uði hnepptu belgísk yfírvöld pal- estínskan skæruliða í fangelsi, sama dag 'og fjölskyldan var látin laus. Eyskens og ríkisstjórnin neita að hafa gert samning við skæruliðana. Utanríkisráðuneytið vísaði frétt blaðsins á bug en öll dagblöð eru sammála um að ýmsum spurningum sé enn ósvarað og að trúverðugleiki utanríkisráðuneytisins hafí verið skertur. „Allt er glatað ... jafnvel heiður," sagði dagblaðið Derniere Heure. „Aðeins í Belgíu gæti jafn háttsettur stjórnmálamaður sloppið við skömm mistaka sinna.“ Dagblað- ið La Libre Beigique skrifaði: „Nú hefur varanlegum efasemdum verið komið af stað og héðan í frá mun ekkert geta endurvakið trúnaðar- traustið.“

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.