Morgunblaðið - 03.02.1991, Blaðsíða 18
18*
Tftpí JTATIÍlflSn ,R JlTTnAOTTMVIU?. UIUiJiíVIITOgOM
MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 3. FEBRUAR 1991
- LAND FRIDSÆLDAR OG KYRRÐAR
- FERÐAMANNAPARADÍS ÚTLENDINGA?
eftir Skúla Unnar Sveinsson
FERÐALÖG eru stór þáttur í
lífi fólks og er talið að þau séu
þriðji stærsti útgjaldaliðurinn á
venjulegu heimili á Vesturlönd-
um. Ferðamálafrömuðir velta
nú vöngum yfir því hvað muni
gerast í þessum stóriðnaði í
kjölfar stríðsins við Persaflóa.
Hættir fólk að ferðast af ótta
við hryðjuverk? Gæti svo farið
að Isleningar hagnist á stríðinu
á þann hátt að hingað þyrptust
ferðamenn? Verða sólarstrend-
ur Miðjarðarhafsins mann-
lausar í sumar á meðan fjöldi
erlendra ferðamanna spígspor-
ar um ísland? Flestir hérlendir
ferðamálafrömuðir telja að við
ættum að geta hagnast eitthvað
á stríðinu þó svo þeir seú ekki
reyðubúnir að spá því að
sprenging verði í ferðamanna-
iðnaðinum. Ferðamanna-
straumurinn til íslands hefur
aukist nokkuð jafnt og þétt
undanfarin ár og svo verður
væntanlega einnig í ár.
eir íbúar Vestur-Evrópu
og Bandaríkjanna sem
fara í ferðalög á ári
hveiju skipta milljón-
um. Þeir sem koma
hingað til lands eru
mjög lítill hluti ferða-
manna, enda komu aðeins 141.718
útlendingar til landsins í fyrra og
var það þó metár.
Bandaríkjamenn voru fjölmenn-
astir þeirra sem komu hingað í
fyrra, rúmlega 22 þúsnd. Vestur-
Evrópubúar voru rúmlega 60 þús-
und og þeirra fjölmennastir voru
Þjóðverjar, en rúmlega 20 þúsund
þeirra heimsóttu okkur á síðasta
ári. Bretar voru tæplega 14 þús-
und, en Norðurlandabúar sem hing-
að komu í fyrra voru tæplega 49
þúsund.
Magnús Oddsson, Ferðamála-
stjóri, segir að mikið hafi verið
hugsað og rætt um það hvort og
hvemig auglýsa ætti Island í
Bandaríkjunum og Evrópu í kjölfar
stríðsins við Persaflóa. Ákveðið
hefur verið að vekja ekki óþarfa
athygli á landinu sem öruggum stað
þangað sem öllum sé óhætt að koma
þrátt fyrir ófrið í heiminum. Þetta
er gert til að vekja ekki athygli
hryðjuverkamanna á íslandi og því
sem íslenskt er, enda aldrei að vita
hvar hryðjuverkamenn bera niður
næst.
íslendingar nutu
Tsjernobyl-slyssins. Hvað um
Persaflóastríðið?
Magnús sagði ekki ljóst á þess-
ari stundu hvort við myndum njóta
ástandsins sem ríkir í heiminu. Hins
vegar væri ljóst að íslendingar
hefðu notið Tsjernobyl-slyssins. Þá
hefði hins vegar verið um ferða-
menn að ræða sem ætluðu í frí
norður á bóginn. Valið hefði því
staðið á milli norðlægra landa og
einhver hluti þessara ferðamdnna
hefði komið tii íslands og þannig
hefðum við notið góðs af slysinu.
Nú snýst málið hins vegar um hvort
fólk ætlar yfirhöfðu að ferðast.
„Við höfum ákveðið að slaka
hvergi á við að kynna ísland á sama
hátt og við höfum gert hingað til,
sem land friðsældar og kyrrðar, en
nú urn sinn verður verulega dregið
úr auglýsingum því svo virðist sem
fólk sé ekki með hugan við hvert
fara skuli í sumarleyfinu. Markað-
urinn virðist vera í kyrrstöðu, vegna
stríðsins, og menn spá því að það
verði ekki fyrr en í mars sem fólk
ákveður hvort, og þá hvert, það
ætlar. Við munum því bíða með að
auglýsa þar tii í mars, nema ein-
hver breyting verði á heimsmálun-
um,“ sagði Magnús.
„Það er engin örugg vísbending
á þessari stundu sem gefur ástæðu
til að ætla að fólk í Mið-Evrópu
muni ferðast norður á bóginn,“ seg-
ir Magnús Oddsson hjá Ferðamála-
ráði.
Ferðast Bandaríkjamenn
aðeins innan Ameríku?
Sigfús Erlingsson, svæðisstjóri
Flugieiða í Bandaríkjunum, sagði
að allt væri í biðstöðu vestan hafs.
„Eins og málin standa núna er ekki
hægt að sjá að nein hreyfing sé í
þá átt að Bandaríkjamenn ætli sér
í sumarleyfi til Norðurlanda. Fyrstu
ferðalög fólks hér vestra munu trú-
lega verða innan Ameríku. Það er
ekki ólíklegt að ferðalög til norðurs
verði fremur á dagskrá með vorinu,
en hvenær það verður er ekki nokk-
ur leið að segja fyrir um. Það veit-
ur mikið á þróun styijaldarinnar
og hvort, og þá hvar, hryðjuverka-
menn láta til skara skríða,“ segir
Sigfús.
Hann sagði fólk ekki einu sinni
forvitið um hvað í boði sé. „Fólk á
Skandinavísku skrifstofunum hér
segir mér til dæmis að síminn sé
hreinlega dauður. Það er ekki einu
sinni spurst fyrir um ferðir, hvað
þá heldur að menn séu að panta
þær,“ sagði Sigfús. Bandaríkja-
menn eru að hugsa um allt annað
en ferðalög um þessar mundir.
Ferðamálafrömuðir segja óskap-
lega erfitt að meta hvað muni gerst
í þessum málum. Markaðurinn virð-
ist vera í biðstöðu. Enginn virðist
vera að hugsa um hvert halda eigi
í sumarfrí. Þetta virðist sérstaklega
eiga við um Bandaríkjamenn. Þar
eru fyrirspurnir um ferðir hjá flug-
félögum og ferðaskrifstofum í al-
gjöru lágmarki. Bandaríkjamenn
virðast ætla að halda sig heima í
sumar. Það er að minnsta kosti
hald manna. Þær fáu fyrirspurnir
sem berast, til ferðaskrifstofa í
Bandaríkjunum, eru um ferðir inn-
an þeirra og þá virðist sem fólk
ætli frekar að komast á milli staða
án þess að nota flugvélar.
Forðast Evrópubúar flugvelli
og keyra til Skandinavíu?
Forráðamenn ferðamála í Skand-
inavíu telja miklar líkur á að ferða-
mannastraumurinn liggi til norðurs
í sumar og eru ákveðnir í að auka
sinn hlut verulega. Norðmenn segja
að ferðamenn í Mið-Evrópu séu
hræddir við að fara um flugvelli og
því munu þeir leggja land undir fót
og aka norður til Danmerkur, Nor-
egs og Svíþjóðar. Þeir búast við að
einhvern tíman á næstunni, ef til
vill um miðjan mars, munu fólk
taka ákvörðun um hvert það ætlar
í sumarfrí, og þá ætla þeir að vera
tilbúnir og koma Noregi á kortið
sem ferðamannalandi. Ef þessi
kenning frænda vorra er rétt getur
reynst erfitt fyrir íslendinga að laða
til sín fleiri ferðamenn í sumar því
hingað ferðast menn ekki mikið í
bflum, nema með Norrænu.
Er Þýskalandsmarkaður að
taka við sér?
í Þýskalandi, sem er okkar lang-
stærsta markaðssvæði utan Banda-
ríkjanna, hefur verið algjör patt-