Morgunblaðið - 08.02.1991, Síða 2
2
MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 8. FEBRUÁR 1991
ASÍ berst gegn hækkun fasteignagjalda:
Skorar á félaga að
beita sér í héraði
MIÐSTJÓRN Alþýðusambands
íslands hafur hvatt aðildarfélög
sambandsins til að taka upp við-
ræður við sveitarstjórnarmenn
um að draga hækkanir fasteigna-
gjalda til baka. Telur miðstjórnin
að á milli áranna 1990 og 1991
megi gera ráð fyrir 7,5% launa-
Hæstiréttur:
Frávísunar
Hafskips-
máls krafist
VERJENDUR fjögurra sak-
borninga í Hafskipsmálinu
hafa krafist þess að málinu
verði vísað frá Hæstarétti, þar
sem áfrýjunarfrestur hafi ver-
ið liðinn þegar máli þeirra
fjögurra var áfrýjað til Hæsta-
réttar. Málflutningur um kröf-
una var í Hæstarétti í gær.
Dómur var kveðinn upp í
Hafskipsmálinu í sakadómi
Reykjavíkur 5. júlí í fyrra. í
desember áfrýjaði sérstakur
ríkissaksóknari í málinu því til
Hæstaréttar hvað fjóra sakborn-
ingana varðaði.
Veijendur fjórmenninganna
halda því fram, að áfrýjunar-
frestur hafi verið liðinn, þar sem
í lögum um meðferð opinberra
mála sé tekið fram, að ríkissak-
sóknari skuii taka ákvörðun um
áfrýjun eigi síðar en þremur
mánuðum eftir að dómsgerðir
hafi borist honum í hendur. Þeir
segja ákæruvaldið hafa fengið
öll gögn, sem þurfti til að taka
ákvörðun um áfrýjun, í hendur
við uppkvaðningu dómsins í júlí.
Af hálfu ákæruvaldsins er því
neitað að áfrýjunafrestur hafi
verið liðinn. Fresturinn hafi ekki
byijað að líða fyrr en 14. des-
ember í fyrra, þegar öll skjöl
bárust endanlega frá sakadómi.
Ekki er ljóst hvenær Hæsti-
réttur úrskurðar um frávísun-
arkröfuna, en það verður á
næstunni.
hækkun og 6,5% verðlagshækk-
unum, en flest sveitarfélög hafi
hins vegar ákveðið að hækka
skattinn um 12%. Auk þess hafi
ýmis sveitarfélög tekið upp sér-
stök gjöld vegna þjónustu við
húseigendur. Þessar hækkanir
hafa valdið mikilli reiði alþýðu-
sambandsmanna.
Miðstjórn ASÍ hélt fund á mið-
vikudag þar sem bent var á að
hjöðnun verðbólgu í kjölfar þjóðar-
sáttarsamninganna hafi á marg-
víslegan hátt styrkt stöðu sveitarfé-
laga. Nefnir hún til lægri vexti og
auknar tekjur af aðstöðugjaldi, sem
áætlað sé að hækki um 14% á milli
ára.
Forsetar ASÍ hafa rætt við for-
ystumenn Sambands ísl. sveitarfé-
laga og krafist þess að stjóm sam-
bandsins beiti sér fyrir endurskoðun
á ákvörðunum um fasteignagjöld.
Þau samskipti hafa engan árangur
borið og því er nú gripið til þess
ráðs að beina því til alþýðusam-
bandsmanna að þeir fylgi málinu
eftir á sínum heimavígstöðvum.
Forystumenn ASÍ hafa einnig
rætt við forsvarsmenn stærstu
tryggingafélaganna og mótmælt
hækkunum tryggingaiðgjalda.
Samþykkti miðstjórnin að fylgja því
eftir með bréfum til allra trygginga-
félaganna.
Morgunblaðið/Þorkell
Forystumenn stjórnmálaflokkanna hittust í
sljórnarráðinu í gærmorgun en tókst ekki að
ná samkomulagi um aðgerðir í Litháensmálinu.
Málið var einnig rætt í utanríkismálanefnd. Á
stærri myndinni eru forystumenn flokkanna
f.v.: Stefán Valgeirsson, Þorsteinn Pálsson, Jón
Baldvin Hannibalsson, Steingrímur Hermanns-
son, Ólafur Ragnar Grimsson, Júlíus Sólnes og
Málmfríður Sigurðardóttir. Á þeirri minni er
utanríkismálanefnd ásamt ráðuneytismönnum
f.v.: Kristín Einarsdóttir, Eyjólfur Konráð Jóns-
son, Jón Baldvin Hannibalsson utanríkisráð-
herra, Jóhann Einvarðsson formaður, Hjörleif-
ur Guttormsson, Eiður Guðnason, Ragnhildur
Helgadóttir og Þorsteinn Ingólfsson ráðuneyt-
issljóri.
Líklegt að í dag náist sam-
staða um ályktun Alþingis
Litháar gáfu rangar upplýsingar segir utanríkisráðherra
EKKI voru teknar neinar ákvarðanir á fundum formanna sljórnmála-
flokkanna og utanríkismálanefnar Alþingis í gær um aðgerðir varð-
andi upptöku stjórnmálasambands við Litháen. Líklegt er talið að í
dag náist samkomulag um að Alþingi álykti um málið, en efnisatriði
þingsályktunar liggja ekki fyrir. Flokksformenn og utanríkismála-
nefnd hittast aftur í dag.
Jón Baldvin Hannibalsson ut-
anríkisráðherra segir að á fundi
flokksformannanna í gærmorgun
hafi ríkt samstaða um þá stefnu,
sem ríkisstjórnin hafi ákveðið í
málinu, þ.e. að taka beri upp við-
ræður við Litháa um stjórnmála-
samband í ljósi breyttra aðstæðna,
þar á meðal samnings rússneska
lýðveldisins við Eystrasaltslöndin
um gagnkvæma sjálfstæðisviður-
kenningu. Hins vegar var áherzlu-
munur milli flokkanna. Sjálfstæðis-
menn vilja ganga lengst og taka .
upp stjórnmálasamband við Litháen
þegar í stað, en í stjórnarliðinu eru
uppi raddir um að fara beri hægt
í sakirnar, Á fundinum lögðu
flokksformenn fram ýmsar fyrir-
spumir, sem utanríkisráðuneytið
mun svara skriflega, og munu þau
svör væntanlega flest liggja fyrir á
fundi formannanna í dag, að sögn
Jóns Baldvins.
Stjórnmálasamband íslands og Litháens:
Verður upphafið að al-
mennri viðurkenningu
- segir Algirdas Saudargas, utanríkisráðherra Litháens
ALGIRDAS Saudargas, utanríkisráðherra Litháens, hefur undanfarn-
ar vikur ferðast um Vestur-Evrópu til að „veita upplýsingar", eins
og hann orðar það sjálfur, um ástandið í Sovétríkjunum og Litháens-
málið. Saudargas fór úr landi 13. janúar, í þann mund sem sovéskar
hersveitir beittu valdi gegn sjálfstæðissinnum í Vilnius. Honum er
meðal annars ætlað að stofna útlagastjórn ef ríkissljórn Litháens verð-
ur hrakin frá völdum. Blaðamaður Morgunblaðsins ræddi við ráðherr-
ann símleiðis í gær þar sem hann var staddur á upplýsingaskrifstofu
Litháens í London þá nýkominn frá Brussel.
Saudargas var fyrst spurður álits í þessu efni. Ég get ekki sagt meira
á þeim ummælilfh Jóns Baldvins
Hannbalssonar utanríkisráðherra að
fullt samkomulag hefði verið milli
sín og ríkisstjórnar Litháens um
hvernig standa ætti að því að koma
á stjórnmálasambandi ríkjanna og
enn væru sameiginleg skilyrði ekki
uppfyllt.
„Af hveiju spyrðu ekki utanríkis-
ráðherra ykkar?“ svaraði Saudargas.
Hann hefur verið spurður og hann
segir að enn hafi skilyrðunum ekki
verið fullnægt.
„Ég get einungis sagt að við erum
að ræða málin við íslensku ríkis-
stjórnina og við nálgumst ákvörðun
um þetta efni. Og ég get ekki rætt
málið í smáatriðum."
Er eining um það meðal stjórn-
valda í Litháen hvernig eigi að halda
á þessu máli?
„Auðvitað. Frá okkar sjónarhóli
er málið skýrt. Það eru engin vanda-
mál. Við sækjumst eftir fullri viður-
kenningu hvaða ríkis sem er. Við
setjum enga skilmála."
Eg spyr vegna þess að forseti
Litháens, Vytautas Landsbergis,
segist ekki skilja eftir hveiju íslend-
ingar séu að bíða.
„Ef til vill er hann þeirrar skoðun-
ar. Sú skoðun ber vitni um þá ósk
að málin gangi hraðar fyrir sig. En
það er ekki í neinni mótsögn við
stefnu okkar. Hlutirnir þokast í rétta
átt, það er allt og sumt sem ég get
sagt.“
En hvert er gildi þess fyrir ykkur
að taka upp stjórnmálasamband við
ísland?
„Það hefur mikið gildi. Það verður
upphafið að almennri viðurkenningu
sjálfstæðis Litháens."
Hefurðu fengið vísbendingar um
að önnur ríki rnuni fylgja í kjölfarið?
„Ég er ekki reiðubúinn að ræða
það mál.“
Hver eru viðbrögð þín við því að
sovéska ríkisstjórnin hefur mótmælt
afskiptum íslenskra stjórnvalda af
Litháensmálinu?
„Það kemur mér alls ekki á óvart."
Hvenær verður undirritaður
milliríkjasamningur Rússlands og
Litháens?
„Ég er ekki tilbúinn að ræða það.
Almennt vil ég sem minnst segja á
þessu stigi. Þú verður að sýna þolin-
Algirdas Saudargas
mæði, það gerum við. En hlutirnir
þokast í rétta átt.“
Nú hefur þú ferðast um Vestur-
Evrópu undanfarnar vikur. Hvernig
gengur að afla stuðnings við málstað
Litháens?
„Ég er fremur að veita upplýsing-
ar en að afla stuðnings. Litháar
vörðu sitt þing upp á eigin spýtur.
ÞSö voru ekki ríki Vestur- eða
Austur-Evrópu sem vörðu þinghúsið
fyrir áhlaupi. Ég er fyrst og fremst
að reyna að upplýsa menn um þá
miklu kreppu sem er hafín í Sov-
étríkjunum. Ég reyni að hvetja menn
til að byggja stefnu sína á raunveru-
legri þróun mála fremur tálsýnum,
vonum og sambandi við einstaka
menn.“
Á fundi utanríkismálanefndar
Alþingis útskýrði utanríkisráðherra
stöðu málsins og samkvæmt heim-
ildum Morgunblaðsins er vilji fyrir
því í nefndinni að Alþingi álykti um
stjómmálasamband við Litháen.
Hins vegar liggur ekki fyrir um
hvað ályktunin verður, en lögð er
áherzla á að hún verði samþykkt
samhljóða. „Ef það er ályktun, sem
staðfestir að Alþingi íslendinga sé
einróma um þessa stefnu, þ.e.a.s
að ljúka undirbúningi að því að
koma á stjórnmálasambandi, þá er
ég prýðilega ásáttur við það,“ sagði
Jón Baldvin Hannibalsson er hann
var spurður álits á málinu.
Jón Baldvin sagði að samningur
Rússlands við Litháen yrði væntan-
lega undirritaður innan viku, en
ekki lægi fyrir hvenær hann yrði
staðfestur í rússneska þinginu. Jón
Baldvin segir að það hafí verið sam-
eiginlegur skilningur sinn og Saud-
argas, utanríkisráðherra Litháa, að
sá samningur skipti sköpum um
þjóðréttarlega stöðu Litháens. Jón
Baldvin sagði að mikilvægt væri
að flana ekki að neinu í málinu,
heldur vinna það faglega til þess
að málflutningur íslendinga stæðist
gagnvart Helsinkisáttmálanum, og
gagnvart sovézkri gagnrýni. Þannig
væri bezt tryggt að önnur ríki gætu
séð sér fært að fylgja í spor íslend-
inga.
Jón Baldvin sagði að þingsendi-
nefndin, sem send var til Litháens,
hefði fengið þær upplýsingar að
tækju íslendingar upp stjórnmála-
samband við landið, hefðu Litháar
handsal frá Havel Tékkóslóvakíu-
forseta og fullvissu Walesa Pól-
landsforseta fyrir viðurkenningu
sjálfstæðis, og þeir mætu það einn-
ig svo að danska og kanadíska ríkis-
stjórnin myndu feta í fótspor íslend-
inga. „Ég var krafinn um að afla
upplýsinga um það hvort þessar
upplýsingar væru traustar, og nið-
urstaðan er sú að þessu er alger-
lega vísað á bug. Þessar upplýsing-
ar hafa ekki reynzt réttar,“ sagði
Jón Baldvin. Hann sagðist persónu--.
lega ekki telja- að þetta hefði áhrif
á samskiptin við Litháa.