Morgunblaðið - 08.02.1991, Qupperneq 14
14
MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 8. FEBRÚAR 1991
Minning:
Sigurbjörg Páls-
dóttir, Keflavík
Fædd 9. febrúar 1928
Dáin 28. janúar 1991
Hún Dilla er dáin. Þannig bárust
okkur á Suðurgötu 5 tíðindin um
lát Sigurbjargar Pálsdóttur. Svona
er lífið. Þrátt fyrir góðar óskir og
bænir okkar sem stóðum Dillu næst
þá fór hún frá okkur hinn 28. jan-
úar síðastliðinn. Farin til Guðs eins
og Helga, þriggja ára dótturdóttir
hennar, komst að orði. Lát Sigur-
bjargar bar brátt að. Þótt hún hafi
átt við langvarandi veikindi að
stríða gaf aðgerð sem hún gekkst
undir fyrir fimm árum okkur góðar
vonir um varanlegan bata henni til
handa. En enginn má sköpum
renna.
Sigurbjörg Pálsdóttir fæddist í
Keflavík 9. febrúar 1928, dóttir
hjónanna Ingileifar Ingimundar-
dóttur húsmóður, fædd 9. septem-
ber 1901, dáin 24. september 1962,
og Jóns Páls Friðmundssonar mál-
arameistara, fæddur 17. október
1903, dáinn 16. janúar 1986.
Þeim hjónum varð tveggja barna
auðið, systir Sigurbjargar er Þor-
björg Hólmfríður, fædd 1. júní
1934. Sigurbjörg var borin og barn-
fædd á Suðurgötu 5 í Keflavík en
þar héldu foreldrar hennar heimili
alla tíð. Sigurbjörg mótaðist af þeim
góða anda sem ríkti ætíð á heimili
þeirra hjóna. Skyldurækni og heið-
arleiki voru meðal þeirra eiginleika
sem þar voru í hávegum hafðir en
þó var glettni og góðlátlegt grín
haft uppi á góðum stundum. Lífs-
baráttan var hörð og vinnudagurinn
langur en þó gafst tími til andlegra
iðkana, s.s. söngs og bóklesturs.
Að loknu barnaskólanámi í
Keflavík gekk Sigurbjörg til náms
við Verslunarskóla íslands og lauk
þaðan prófi 1947. Leiðin á mennta-
brautinni var ekki jafn greiðfær þá
og nú á tímum námslána og endur-
gjaldslausrar menntunar. Það var
því mikið átak að setja fólk til
mennta, eins og það var kallað.
Hugur Sigurbjargar stóð til frekara
náms, en efni og aðstæður leyfðu
það ekki.
Þáttaskil verða í lífi Sigurbjargar
þegar hún stígur það gæfuspor að
ganga að eiga eftirlifandi eigin-
mann sinn, Þorberg Friðriksson
málarameistara og forstjóra, 16.
maí 1948. Þorbergur nam iðn sína
hjá föður Sigurbjargar, Jóni Páli.
Búskap sinn hófu þau á Túngötu
17 í Keflavík hjá foreldrum Þor-
bergs en reistu sér síðan hús á
Sunnubraut 18 sem varð þeirra
framtíðarheimili. Jafnræði var með
þeim hjónum, samvinna þeirra og
samheldni var einstök, þannig að
saman fóru þau má segja allt, hvort
sem um var að ræða ferðalag um-
hverfis jörðina eða innkaupaferð út
í næstu búð. í erfíðum veikindum
Sigurbjargar sýndi Þorbergur sér-
staka umhyggju og æðruleysi.
Staðfesti það enn hversu náið og
traust samband þeirra hjóna var.
Börn þeirra Þorbergs og Sigur-
bjargar eru: Jón Páll flugvirki,
fæddur 1948, kona hans er Sigur-
björg Lárusdóttir sjúkraliði. Jón
Páll á son, Guðmund Liljar, móðir
hans er Ragnheiður Sigurðardóttir.
Jón Páll gekk fimm börnum Sigur-
bjargar í föðurstað, þau eru: Lárus,
Vilhjálmur, Kristján, Emelía ogJós-
ep Vilhjálmsbörn. Jón Páll og Sigur-
björg ala upp Magnús Pál sem er
sonur Emelíu Vilhjálmsdóttur. Frið-
rik málarameistari, fæddur 1949,
kona hans er Hrafnhildur Hrafn-
kelsdóttir verslunarmaður. Synir
Friðriks eru: Þorbergur, móðir hans
er Hrönn Hauksdóttir, og Benjamín
Valgeir, móðir hans er Sigríður
Kristmundsdóttir. Friðrik gekk syni
Hrafnhildar, Daða Júlíusi Agnars-
syni, í föðurstað. Þórunn María
póstafgreiðslumaður, fædd 1959,
hennar maður er Jón Halldórsson
skipasmiður og eiga þau hjónin
tvær dætur, Sigurbjörgu og Helgu.
Sigurbjörg og Þorbergur hafa alið
Þorberg sonarson sinn sem sinn
eigin son.
Eftirsóknarvert var að vera í
návistum við Dillu, af henni geisl-
aði glaðlyndi og jífsgleði sem smit-
aði út frá sér. í minningunni eru
margar skemmtilegar og áhuga-
verðar samverustundir. Hún var
viðræðugóð og vel heima í dægur-
málum sem og bókmenntum og list-
um. Er málefni kvenna bar á góma
hélt Dilla ákveðið fram málstað
þeirra og talaði þá tæpitungulaust.
Félagsmál lét hún mjög til sín taka.
Sigurbjörg var virkur félagi í Kven-
félagi Keflavíkur og ritari þess fé-
Iags í fjöldamörg ár. Hún var einn
af stofnendum Lionessuklúbbs
Keflavíkur og um skeið formaður
hans. í félagsstarfi Sigurbjargar
kom það henni vel hversu auðvelt
hún átti með að flytja mál sitt með
þeim skörungsskap að eftir var tek-
ið.
Fjölskyldan á Sunnubraut 18 var
samhent og Sigurbjörg var mið-
punktur hennar. Við á Suðurgöt-
unni töldum okkur til fjölskyldunnar
og systurnar Þorbjörg og Sigur-
björg voru óvenju samrýndar. Þær
hittust nánast daglega og stundum
oft á dag. Missir Þorbjargar er því
mikill þegar hún sér nú á bak ekki
aðeins systur sinni heldur og sínum
besta vini.
Mikil eftirsjá er að Sigurbjörgu.
Sorgin er þung hjá börnum, barna-
börnum, vinum og kunningjum
hennar. En mest þó hjá Þorbergi
sem misst hefur eiginkonu sína og
vin. Við vonum að Guð gefi þeim
huggun og styrki þau í sorg þeirra.
Við hjónin þökkum samfylgd
elskulegrar systur og mágkonu.
Þorbjörg Pálsdóttir og
Eyjólfur Eysteinsson
Fyrir um það bil 60 árum voru
tvær litlar telpur á ferðinni alla
daga og í námunda við Suðurgötuna
í Keflavík. Önnur var dökkhærð og
dökkeygð, hin ljóshærð og bláeygð.
Þessar vinkonur voru nágrannar —
áttu báðar heima við Suðurgötuna
og voru óaðskiljanlegar frá þessum
tíma og fram á þennan dag, þegar
leiðir hafa skilið.
Keflavík var ekki stórt þorp á
árunum upp úr 1930. Og kannske
hefur þetta fiskimannaþorp heldur
ekki verið talið fallegur staður, þar
sem allt snerist um fiskveiðar og
fiskverkun og kreppan mikla alls-
ráðandi. En það er þó alveg víst
að þessar litlu dömur voru hæstán-
ægðar með tilveruna og gátu ekki
hugsað sér annan stað betri heldur/
en leiksvæðin í námunda við heim-
ili sín. Þar sem nú er Sjúkrahús
Keflavíkur og svæðið þar um kring
var hið mikla ævintýraland barn-
anna, og jafnvel var lagt upp í lang-
ar ferðir með dálítið nesti, alla leið
upp í heiði. Þessar telpur voru
Kristrún Karlsdóttir, sem seinna
varð eiginkona mín, hin var Sigur-
björg Pálsdóttir, sú dökkhærða,
sem borin er til hinstu hvíldar í dag
í Keflavíkurkirkju.
Alla skólagöngu sína í gamla
barnaskólanum í Keflavík sátu þær
saman og voru samferða í þeirri
skólagöngu. Og þegar unglingsárin
tóku við gerðust þær báðar skátar
og sýndu þar mikinn áhuga, ásamt
öðrum Keflvíkingum á sama reki.
Er ekki ofsögum sagt að undir
stjórn Helga S. Jónssonar, skátafor-
ingja, hafi hreyfingin þar orðið ein
sú sterkasta á íslandi.
Upp úr 1940 skildust dálítið leið-
ir, þegar Kristrún fór til Reykjavík-
ur. en ekki leið á löngu þar til Sigur-
björg kom þangað líka, ein síns liðs,
til þess að hefja nám í Verslunar-
skóla íslands. Og að sjálfsögðu bjó
hún hluta af námstíma sínum á
heimili foreldra Kristrúnar, sem
sjálf var við nám í Menntaskóla
Reykjavíkur. Skólaárin liðu fljótt.
Sigurbjörg, sem alltaf gekk undir
nafninu Dilla, eignaðist marga vini
og vinkonur á námsárunum í Versl-
unarskólanum. Hún útskrifaðist
þaðan vorið 1947, en þá var eigin-
lega byijaður nýr kafli í lífí henn-
ar. Þannig var nefnilega mál með
vexti, að faðir hennar, sem var
lærður málari, þótt hann stundaði
áður sjómennsku á vetrum, hafði
tekið í læri ungan mann, sem ættað-
ur var frá Aðalvík á Hornströndum.
Foreldrar Sigurbjargar voru
Ingileif Ingimundardóttir frá Litla-
hvammi í Laugardal við Reykjavík
og Jón Páll Friðmundsson, sem var
innfæddur Keflvíkingur. Þessi hjón
voru mikið sómafólk og eignuðust
tvær dætur, sú yngri er Þorbjörg
og var 6 ára aldursmunur á þeim
systrum. Ungi maðurinn, sem kom-
inn var til Keflavíkur, ásamt mörg-
um öðrum Hornstrendingum, sem
þangað fluttu frá Aðalvík, var einn
af 17 systkinum, — börnum bláfá-
tækra en afar harðgerðra hjóna,
sem hétu Þórunn Þorbergsdóttir og
Friðrik Finnbogasón. Hann heitir
Þorbergur Friðriksson og hafði
meðal annars unnið sér það til
frægðar, 14 ára gamall, að gera
út eigin trillu frá Aðalvík. Lærling-
urinn og heimasætan felldu fljót-
lega hugi saman. Þau giftu sig í
maí 1948 og síðan hafa leiðir þeirra
aldrei skilið — nei — varla nokkurn
einasta dag. Þegar við Þorbergur
hittumst fyrst var ég að gera hosur
mínar grænar fyrir Kristrúnu, konu
minni. Það var á sameiginlegu
stefnumóti og þegar við kvöddumst
í Austurstræti þetta kvöld sagði
Þorbergur: „Kannski eigum við eft-
ir að hittast aftur.“ Það urðu orð
að sönnu því að fáan vininn hef ég
eignast betri um dagana eða haft
lengri samvistir við.
Sigurbjörg og Þorbergur, sem
allir vinir þeirra hafa alltaf kallað
Dillu og Þobba, byijuðu búskap sinn
á Túngötu 17 í Keflavík. Þar bjuggu
þau undir súð í fallegu húsi, en
niðri bjuggu gömlu hjónin, Þórunn
og Friðrik. Og þarna undir súðinni
undu þau vel sínum hag, árum sam-
an, og fengu marga gesti. Meðal
annarra okkur Kristrúnu, sem um
þessar mundir vorum komin í það
heilga og notuðum hvert tækifæri
til þess að heimsækja þau og sitja
veisluborð þeirra. í þessu gamla,
virðulega húsi fæddust þeim hjón-
um synirnir, Jón Páll og Friðrik.
Þorbergur vann að iðn sinni og
varð fljótt þekktur fyrir vandvirkni
og frumleik. Við eldhúsborðið stóð
fallega, glaðlynda húsmóðirin og
sá um börn og buru. Vegna dugnað-
ar síns óx Þorbergi fljótlega fiskur
um hrygg. Stofnað var fyrirtæki
málara og varð hann snemma for-
ystumaður þess. Og brátt sáu þau
sér fært, Dilla og Þobbi, að byggja
stórt og mikið hús, ásamt foreldrum
Þobba, á Sunnubraut 18, sem þá
var dálítið út úr gömlu Keflavík.
En Dilla sagði einu sinni við mig,
að það gerði ekkert til, hún sæi
niður á Suðurgötu. Það breyttist
ekkert við að flytja í nýja húsið,
fyrír utan að húsrýmið var miklu
stærra, gömlu hjónin voru á neðri
hæðinni, en Þobbi og Dilla með
drengjunum sínum á aðalhæðinni.
Það er oft talað um, að erfitt sé
að búa með tengdafólki sínu, en
það virtist nú vera eitthvað annað
á þessum bæ. Ég hef aldrei séð
eins virðulega umgengni milli
tengdamóður og tengdadóttur, ,eins
og hjá Þórunni gömlu og Dillu.
Hlutskipti þeirra í lífinu var þó afar
ólíkt. Gamla konan hafði eignast
17 börn og séð á eftir sumum þeirra,
jafnvel í sjóinn. Hún hafði lifað erf-
iðu lífí á Hornströndum, en unga
húsmóðirin hafði hlotið menntun til
frama, en kaus þó heldur að sinna
heimili sínu eingöngu.
Eftir því sem hagur Dillu og
Þobba vænkaðist litu þau betur til
með gömlu hjónunum á neðri hæð-
inni og þegar að þeirra skapa-
dægrum kom voru þau kvödd með
reisn. Sigurbjörg Pálsdóttir réð
ávallt húsum á sínu heimili. Þó með
dyggilegri aðstoð bónda síns og
sambúð þeirra var alltaf ástrík.
Þegar synirnir komust á legg tóku
þau sér í dótturstað systurdóttur
Þorbergs og var hún skírð Þórunn.
Síðar kom að því að þau ólu upp
sonarsoninn Þorberg frá fyrstu
bernsku. Börnin þeirra þijú eru nú
öll uppkomið fólk og hafa eignast
sínar eigin fjölskyldur. Með dugnaði
sínum hefur Þorbergur komið því
svo fyrir að þau hjónin hafa getað
veitt sér ýmislegt sem ekki er á
hvers manns færi. Aukin efni not-
uðu þau til þess að ferðast mikið
um heiminn. Einnig hafa þau skoð-
að hvern krók og kima á íslandi.
Endurbætt og fegrað heimili sitt.
Sunnubraut 18 er nú orðin mikil
höll. En Dilla hafði þann eiginleika,
að veisluborð hennar var jafn mikil-
fenglegt undir súð í gamla húsinu
við Túngötu, þegar leirtauið var
ekki endilega af bestu „sort“, eins
og það hefur verið að undanförnu
eftir að efnahagurinn hefur leyft
meiri munað.
Þegar gengið var upp stigann á
Sunnubrautinni mætti manni hinn
kitlandi hlátur húsmóðurinnar. Vin-
arþelið leyndi sér ekki og þegar
leið á kvöldið var tekið upp léttara
hjal, — dálitlar stælur við mig upp-
hófust oft á tíðum, en alltaf stóðu
þær saman vinkonurnar, Dilla og
Didda. Þarna var barist með vina-
spjótum. En Dilla kom mér oft mjög
á óvart með stálminni sínu. Mörg
undanfarin ár hafa þau hjón stund-
að allt sem nefnist „að hressa upp
á heilsuna". Skíðaferðir utanlands
og innan, hestamennska, göngu-
ferðir og sund hafa þau stundað
af kappi. En fyrir nokkrum árum
tók Dilla að kenna lasleika. Hann
ágerðist svo að hjartauppskurður
reyndist nauðsynlegur og var sú
aðgerð framkvæmd í London. Þegar
heim var komið virtist okkur, vinum
hennar, að allt hefði tekist með
ágætum og komist hefði verið fyrir
meinið. Hún lét að minnsta kosti á
engu bera. Þessi fallega kona sá
um heimili sitt af sömu natni og
áður. Hún var ekki allskostar
ánægð nema margir sætu til borðs.
Þó vorum við nánir vinir þeirra
hjóna varir við að Þorbergur gætti
hennar ennþá betur en áður. Ekki
leið sú vika, að við brúuðum-ekki
bilið milli okkar hjónanna hér á
Húsavík og þeirra Dillu og Þobba
í Keflavík með símtölum og eins
mörgum heimsóknum og unnt hefur
verið. Litlu dömurnar á Suðurgöt-
unni, Sigurbjörgu og Kristrún, hafa
verið sameinaðar í því nafni, sem '
við Kristrún gáfum yngstu dóttur
okkar. — Hún heitir Sigrún.
Sorgin hefur barið að dyrum á
Sunnubraut 18. Húsbóndinn, Þor-
bergur Friðriksson horfir yfir farinn
veg og safnar saman stóru fjöl-
skyldunni sinni. í sjónhendingu rifj-
ast upp fyrir honum langt og gott
hjónaband. Það rifjast upp fyrir
honum á kveðjustundinni, að í kirkj-
unni í Keflavík, þar sem við sitjum
í dag, kom Sigurbjörg til skírnar,
hún kom þai' síðar til fermingar,
hún kom þar til giftingar og nú er
hún komin til þess að kveðja bæinn
sinn, sem hún aldrei yfirgaf.
Við erum öll komin til þess að
fylgja henni dálítið upp í heiðina.
Við Didda segjum í kveðjuskyni
eins og hún amma mín sagði, þegar
hún vildi mikið við hafa: — Far vel.
Ásmundur Bjarnason
Vor ævi stuttrar stundar
er stefnt til drottins fundar
að heyra lífs og liðinn dóm.
(E. Ben.)
Enga okkar óraði fyrir því að
Dillu yrði stefnt svo fljótt til fundar
við drottin sinn.
Lífinu er stundum líkt við ljós
sem kviknar á kerti. Kerti hvers
og eins brenni síðan mismunandi
hratt. Allir sem þekktu hana geta
verið sammála um að hennar kerti
brann allt of hratt.
Við erum aftur á móti ekkert
uggandi varðandi þann dóm sem
hún nú fær að heyra á æðri stöð-
um. Hún hafði náð að leggja svo
margt á vogarskálarnar.
Dilla var jákvæð og Iífsglöð kona
sem lét margt gott af sér leiða,
bæði í einkalífinu og á sviði félags-
mála. Ung tók hún þátt í starfi
skátahreyfingarinnar, starfaði
síðan um árabil í Kvenfélagi
Keflavíkur, með Málfreyjunum og
var síðan ein af stofnfélögum í Lion-
essuklúbbi Keflavíkur árið 1982.
Hún var formaður þar starfsárið
1983-1984 og gegndi því embætti
af röggsemi og skörungsskap. Þar
starfaði hún líka í mörgum nefndum
og var t.d. formaður fjáröflunar-
nefndar þegar efnt var til fyrstu
„góugleðinnar“, sem síðan hefur
verið aðalfjáröflunarleið klúbbsins.
Þá var eldhúsið hennar notað til
að töfra fram margan lostætan rétt-
inn, þröngt var þá á þingi og kátt
á hjalla. Hún var einkar lagin við
að fá konur til starfa - erfitt var
að neita henni þegar hún fór fram
á eitthvað.
Hún fór í erfiða aðgerð vegna
meðfædds hjartagalla árið 1986.
Stuttu síðar þegar Lionessur stóðu
í ströngu við ákveðið verkefni sem
Viðtalstími borgarfulltrúa | Sjálfstæðisflokksins í Reykjavík '%
Borgarfulltrúar Sjálfstæðisflokksins verða til viðtals íValhöll, Háaleitisbraut 1, á laugardögum í vetur frá kl. 10-12. Er þá tekið á móti hvers kyns fyrirspurnum og ábendingum. Allir borgarbúar velkomnir. *
Laugardaginn 9. febrúar verða til viðtals Anna K. Jónsdóttir, formaður Dagvistar barna, í hafnar- stjórn, skipulagsnefnd, stjórn heilsugæslu Vesturbæjarumdæmis, heilbrigðisnefnd og Innkaupa- stofnun Reykjavíkurborgar, og Sigríður Sigurðardóttir, í stjórn Dagvistar barna.
v v v v y y y y v 'i íVVV