Morgunblaðið - 08.02.1991, Qupperneq 19

Morgunblaðið - 08.02.1991, Qupperneq 19
MORGUNBLAÐIÐ FOSTUDAGUR 8. FEBRUAR 1991 19 Nágrannaríki S-Afríku: Viðskiptaþvingxmum verði ekki strax aflétt Harare. Reuter. LEIÐTOGAR sjö nágrannaríkja Suður-Afríku vilja að viðskiptaþvingun- um gagnvart minnihlutastjórn hvítra verði haldið áfram „um hríð“ þrátt fyrir þau skref sem stjórn F.W. de Klerks forseta hefur tekið í þá átt að afnema aðskilnaðarstefnuna, apartheid. Þetta kom fram í máli Kenneths Kaunda, forseta Zambíu, í gær eftir fund leiðtoganna í Zimbabwe. Ronald Reagan áttræður: De Klerk sagði suður-afríska þing- inu í síðustu viku að stjórnvöld hefðu í hyggju að afnema þijá iagabálka, sem taldir hafa verið grundvallarat- riði apartheid, um mitt þetta ár. Kaunda sagði leiðtogana sjö viður- kenna gildi þess sem de Klerk hefði gert og meta það mikils. „En de Klerk er ekki einn á báti. Hægriöfl beijast gegn breytingunum sem hann boðar. Ef við hyglum honum um of gerum við hann að auðveldara skot- marki fyrir þau og þess vegna teljum við rétt að halda refsiaðgerðunum áfram.“ Ríkin sjö eru, auk Zambíu, An- gola, Botswana, Namibía, Zimbab- we, Tanzariía og Mózambík. Leiðtog- ar þeirra samþykktu drög að ályktun sem lögð verður fyrir fund fulltrúa Einingarsamtaka Afríkuríkja (OAU) sem hófst skömmu eftir fund sjö- menninganna en ekki var skýrt frá efni ályktunarinnar. Forseti Zimbab- we, Robert Mugabe, fagnaði stefnu- breytingu de Klerks en bætti við: „Kjarni vanda apartheid-stefnunnar er enn ósnertur og milljónum manna er enn meinað að kjósa vegna hör- undslitar þeirra." Nelson Mandela, varaforseti Afríska þjóðarráðsins (ANC) í S- Afríku, og Clarence Makwetu, leið- togi annarrar s-afriskrar blökku- mannahreyfingar, Afríska einingarr- áðsins (PAC), sátu ráðstefnuna. Hinn síðarnefndi mælti fyrir munn beggja er hann bað leiðtogana að mæla með því að refsiaðgerðum yrði ekki aflétt fyrr en aðskilnaðarstefnan væri úr sögunni. KRISTMANN OSKARSSON „PAPPÍRS PÉSI" Ævi hans hvatning til þeirra sem hefja nýjan feril á efri árum - sagði Margaret Thatcher, fyrrverandi forsætisráðherra Bretlands Los Angeles. Reuter. RONALD Reagan, fyrrverandi forseti Bandarikjanna, hélt upp á áttræðisafmæli sitt með pompi og prakt á miðvikudagskvöld. Af myndbandi var spiluð ræða eftirmanns hans, George Bush. Viðstadd- ar voru fjölmargar Hollywood-stjörnur auk sérlegs vinar hans Marg- aret Thatcher, fyrrverandi forsætisráðherra Bretlands. Afmælisfögnuðurinn var með eftir að landgönguliðarnir höfðu miklum glæsibrag. Liza Minnelli söng uppáhaldslag Reagans „You Made Me Love You“, hljómsveit Iandgönguliða lék fyrir dansi og kór söng negrasálma. Þegar veislan á Beverly Hilton-hótelinu stóð sem hæst var þriggja hæða afmælistertu ekið inn á sviðið. Bjarmi leifturljós- anna lék um forsetann fyrrverandi þegar hann blés á kertin á tertunni. Stjörnur eins og Elizabeth Tayl- or, James Stewart og Charlton Heston klöppuðu Reagan lof í lófa leikið „God Bless America“. Eins og tíðkast í veislum af þessu tagi greiddu gestirnir aðgangseyri, 2.500 dali (132.000 ÍSK) hver. Ágóðinn af veislunni, 2 milljónir dala (106 milljónir ÍSK), rennur til Bókasafns Ronalds Reagans í Kali- forníu. Thatcher sagði í ræðu sinni að Reagan gæti orðið fólki á hennar aldri fyrii-mynd. „Hann er okkur hvatning sem erum í þann mund að hefja nýjan starfsferil á efri árum.“ Reagan varð forseti 69 ára gamall og Thatcher er nú einungis 65 ára gömul. Reagan sagðist ejga sér eina ósk á afmælisdaginn. „Ég óska þess að Guð líti eftir konum okkar og körl- um sem þjóna af hugrekki í Persa- flóastríðinu.“ Bush sendi Reagan afmælis- kveðju á myndbandi: „Ég veit það fullvel að ég væri ekki forseti í dag ef þú hefðir ekki valið mig sem varaforseta,“ sagði Reagan. Tals- maður Reagans sagði að Míkhaíl Gorbatsjov, forseti Sovétríkjanna, og Helmut Kohl, kanslari Þýska- lands, hefðu einnig sent forsetanum fyrrverandi hamingjuóskir. ••• Rauttnef ergottmál Sala rauða nefsins er fyrir lokaátalc húsbyggingar Samtaka endurhæfðra mænuskaddaðra. • SBM-hópurinn. Sparileið sem ber rtkulegan ávöxt! Vextir 6,5% Á Sparileiö 4 áttu kost á bestu ávöxtuninni innan Sparileiöanna. Reikningurinn ber nú 6,5% verötryggöa vexti. Vaxtatrygging á bundiö fé Vextir á Sparileiö 4 eru ákveönir til 6 mánaöa í senn, 1. janúar og I. júlí ár hvert. Þannig er tryggt aö vextir lœkka ekki innan þessara tímabila. Eignaskattslaus innstœöa Innstœöa á Sparileiö 4 er eignaskattsfrjáls, aö uppfylltum ákveönum skilyröum, eins og aörar innstæöur í bönkum og sparisjóöum. Úttektir og úttektartímabil Þegar aö minnsta kosti 24 mánuöir eru liönir frá stofnun reikningsins opnast hann til úttektar í 7 mánuö og eftir þaö á 6 mánaöa fresti á meöan innstœöa er fyrir hendi. Á Sparileiö 4 vinnur tíminn meö þér. Sparileiö 4 er góöur kostur fyrir þá sem eru vel á veg komnir í sparnaöi! I S LAN D S B AN K I -í takt viö nýja tíma! ÍSLANDSBANKA

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.