Morgunblaðið - 08.02.1991, Page 31

Morgunblaðið - 08.02.1991, Page 31
. MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 8. FEBRÚAR 1991 31 * Sveinn Agústsson kennari - Minning Fæddur 10. október 1923 Dáinn 2. febrúar 1991 Með trega kveð ég vin minn og frænda, Svein Ágústsson frá Ásum í Gnúpverjahreppi. Sveinn var um margt sérstæður. Hann var afburða vel gefinn, manna best mæltur á íslensku og fór hiklaust lítt troðnar slóðir þegar honum sýndist svo. Sveinn varð stúdent frá Mennta- skólanum á Akureyri 1949. Að námi loknu gekk hann að eiga unn- ustu sína, Þorbjörgu Ásbjörnsdóttur úr Reykjavík, og hófu þau búskap í Ásum og síðar á Móum í sömu sveit. Sonur þeirra, Ásbjörn, lést í frumbernsku en síðar eignuðust þau kjördóttur, Kristínu, sem býr í Nor- egi. Fyrir átti Sveinn dóttur, Ing- unni, sem er húsfreyja á Stóra- Núpi, og eftir að þau Þorbjörg slitu samvistir eignaðist Sveinn aðra dóttur, Sigrúnu, sem búsett er á Selfossi. Sveinn var stórtækur bóndi, kjarkmikill og framfarasinnaður. Otrauður reyndi hann hvers kyns nýjungar við búreksturinn og úr- ræðagóður var hann þegar á því harðasta stóð. Þannig er ti! dæmis mörgum í minni þegar Móabóndinn sótti þrásinnis heitt vatn alla leið niður á Skeið til að brynna naut- gripum sínum í vatnseklu og frost- hörkum. Eftir að Sveinn brá búi settist hann á skólabekk og brautskráðist frá Kennaraháskóla íslands 1971. Hann kenndi síðan í mörg ár, eink- um stærðfræði og sérgrein sína, íslensku. Sveinn hafði einstaka málkennd og það var hrein unun að heyra hann miðla af kunnáttu sinni og leikni í íslenskri tungu. Þar skeikaði engu orði. Það voru þó ekki aðeins snilldar- tök Sveins á íslensku máli sem hrifu heldur einnig réttlætiskennd hans, nærfærni og hlýja. Hann var góð- menni sem kunni að láta lítið kær- leiksverk varpa birtu á líf þeirra sem samneyttu honum — það get ég sjálfur borið um. Kannski áttu leiftrandi gáfur stærstan þátt í því hve lítt Sveinn undi við meðalmennsku og drunga hversdagslífsins. Hann leitaðist við að lyfta huga sínum til hátinda reisnar og tilþrifa, gjarnan með glettilegu ívafi. Alls kyns skyndiaf- rek voru honum nærtæk og aldrei skyidi hopa af hólmi. Af engum manni hef ég haft jafnmikla skemmtun og Sveini þegar hann var í essinu sínu. Þá var hann eins konar sambland af Agli Skalla- Grímssyni, Georgi Brandes og góða dátanum Sveik. Sólskinið er hlátur náttúrunnar. En því skærar sem sólin skín mynd- ar hún dýpri skugga og þannig var því farið um Svein. Jafnvel þegar hann lék. á als oddi var eins og sorg og tregi væru aldrei langt undan. Hann átti í linnulítilli bar- áttu við óvin sem fáir hafa sigrað, og eftir að hafa gengið óvarðaða stigu árum saman var vegmóðum vandratað á þjóðveginn aftur. Það hefur húmað að vini mínum og frænda en fyrir mér logar ljós hans enn skært og mun ekki slokkna. Ég treysti því að hann rati nú á þær slóðir sem hugur hans hefur alltaf þráð, til gæsku og fegurðar. Nánustu skyldmennum Sveins votta ég samúð mína og bið þeim Guðs blessunar. Jón Þorvaldsson Sveinn Ágústsson fæddist í Ás- um í Gnúpveijahreppi 10. október 1923, sonur hjónanna þar Ágústs Sveinssonar, fæddur í Syðra-Lang- holti, og Kristínar Stefánsdóttur frá Ásólfsstöðum. Við sem vorum svo lánsöm Reykjavíkurbörn að eiga kost á því að komast í sveit fyrir 30-40 árum eigum flest bjartar minningar frá þeim tímum. I endurminningunni var oftast gott veður. Ég var eitt þessara lánsömu barna, og mér fannst ég vera sérstaklega lánsam- ur þegar Sveinn og Þorbjörg Helga Ásbjörnsdóttir, Obba, buðu mér að koma til sín árið sem þau fluttu með búskapinn upp að Móum, á nýbýlið úr landi Ása. Móar voru réttnefni því landið, sem var brotið til ræktunar var eitt- hvað það þýfasta þurrlendi sem til er, en á milli holtanna voru sökkv- andi djúpar mýrar. Það var áreiðan- lega ekki björgulegt að byija bú- skap á slíku landi, en það sáum við krakkarnir ekki. Utsjónasemi bónd- ans var slík að við lærðum aðeins að ráða fram úr vandanum. Bygg- ingarnar voru úthugsaðar og hag- kvæmar og tækjakosturinn valinn til þess að ráða við verkefnin, sem framundan voru. Kæmi upp eitt- hvert vandamál, hvort sem skepna veiktist, vél bilaði eða traktor fest- ist, kunni Sveinn ráð við því öllu, og aðferðirnar voru þær auðveld- ustu og eðlilegustu. Þar réðist áreið- anlega framtíðarstarf fleiri barna en mitt. Við virtum húsbændur okkar og okkur fannst þeir líta á okkur sem jafningja. Aldrei minnist ég þess að nokkur krakki væri skammaður á Móum, en okkur var leiðbeint og sú leiðsögn var á þann veg að við sáum ekki ástæðu til annars en taka henni. Athugasemdirnar voru ekki heldur illkvittnar, en þeim gat fylgt kímið bros út í annað munn- vikið. Sveinn predikaði ekki, en það var tekið eftir því sem hann sagði því hann talaði til manns, og hánn naut sín ef til vill best á tveggja manna tali. Ég minnist þess þegar hann hlýddi mér yfir það sem ég kunni í íslandssögunni, eitthvert haustkvöldið þegar við vorum að mjólka kýrnar. Hann virtist kunna bókina spjaldanna á milli, og hann átti sér fyrirmyndir í fornköppun- um. Það var metnaður í búskapnum og um tíma var búið á Móum eitt afurðamesta kúabúið í eigu ein- staklings á Suðurlandi. Eg man hvernig Sveinn glotti þegar ég spurði hann hvernig búskapurinn gengi og hann svaraði: „Skattstjóri er farinn að leggja á mig skatta“. I lífinu skiptast á skin og skúrir og líf Sveins var stormasamt. Þau Þorbjörg slitu samvistir og það hall- aði undan fæti. Sveinn hætti búskap en fann sér annað lífsstarf, engu veigaminna. Hann var svo lánsamur að hafa tekið stúdentspróf og hann hafði námsgáfur ekki síður en aðrar gáfur. Hann settist á skólabekk til þess að fá réttindi til þess að gera það sem við vissum mörg af reynslu að var honum eðlislægt. Hann tók kennarapróf á þeim árum þegar það var ekki venjulegt að miðaldra fólk settist við hlið ungmenna við nám. Það var honum erfitt, ekki síst vegna þess að honum fannst sjálf- um að hann væri aldrei nógu vel undir prófin búinn. Hann vissi að hann átti mikið að þakka þeim vin- um utan skólans og innan sem trúðu á hann og hvöttu. Sveinn starfaði á nokkrum stöð- um og virtist geta tekið að sér að kenna hvað sem var, hvort sem var stærðfræði, tungumál eða tónlist. Lengst var hanri kennari á Litla- Hrauni. Þar kynntist hann því hve illa margir eru búnir undir Iífið og þar kynntist hann og lærði að meta ýmsa þá sem samfélagið hefur út- hýst. Vissulega þekkti hann af eig- in raun sum af þeim vandamálum sem nemendur hans á Litla-Hrauni áttu við að stríða, en Sveinn dæmdi engan mann, hann mat hvern ein- stakling að verðleikum. Það var hans styrkur í lífinu. Ég þakka Sveini á Móum samver- una í þessu lífi og bið Guð að blessa minningu hans. Dætrum hans, dætrabörnum og öllum sem þótti vænt um hann votta ég samúð mína. Þorsteinn Ólafsson Faðir minn, + GUÐJÓN PÉTUR TRYGGVASON, dvalarheimilinu Jaðri, Ólafsvík, verður jarðsunginn frá Ólafsvíkurkirkju laugardaginn 9. febrúar kl. 14.00. Jónina Guðjónsdóttir. t Eiginmaöur minn, faðir okkar, tengdafaöir, afi og langafi, MAGNÚS GUÐJÓN STEFÁNSSON, Klapparstíg 6, Sandgerði, lést á heimili sínu aðfaranótt 4. febrúar. Jarðarförin fer fram frá Útskálakirkju, Garði, 9. febrúar kl. 14.00. Svava Guðlaugsdóttir, synir, tengdadætur, barnabörn og barnabarnabörn. t Eiginmaður minn, VERNHARÐUR SVEINSSON fyrrverandi mjólkursamlagsstjóri, Laugargötu 2, Akureyri, verður jarðsunginn frá Akureyrarkirkju mánudaginn 11. febrúar kl.13.30. Blóm og kransar afbeðnir, en þeim, sem vildu minnast hins látna, er bent á liknarstofnanir. María Sveinlaugsdóttir. Mínir vinir fara Qöld, feigðin þessa heimtar köld, ég kem eftir, kannske í kvöld, með klofinn hjálm og rifinn skjöld, brynju slitna, sundrað sverð og syndagjöld. (H.J.) Sveinn Ágústsson, vinur minn til fjögurra áratuga, er látinn. Þessari helfregn sló yfir mig gjörsamlega óvaran. Ég hélt einmitt að Sveini yrði langra lífdaga auðið, sökum bjartsýni, lífskergju ogþess að njóta unaðar stundarinnar. Feigðin, dauðinn eins og það merkir hjá Bólu-Hjálmari, kom snögglega. Um síðara hluta erindisins læt ég ekk- ert sagt. Sveinn var alllangt geng- inn í sjötugt er hann lést en ég vísa til fyrri orða minna urn það að hug- myndir um háan aldur standast hvergi nærri. Það var gleðiefni að heyra hvernig Sveinn Ágústsson gaf upp öndina og hvar. Hann varð bráðkvaddur, dó þjáningarlitlum dauða er hann hné niður við bróður kné. Slíkt er fagurt að þola. Þegar ég hitti Svein síðast — eða hann kom heim til mín — var hann samur við sig. í máli hans var enga æðru að finna, hann var lífsglaður og naut starfs síns. Mörgum ung- mennum hafði hann miðlað visku, fræðslu og einstökum mannskiln- ingi. Þess fengu þau að njóta á nokkrum stöðum á Suður- og Vest- urlandi. Og það kæmi mér ekki á óvart að margur nemandinn hafi sárlega Sveins saknað þegar hann færði sig úr einum stað í annan. Sveinn var þeirrar náttúru og upplags að vilja og kunna að um- gangast fólk í dreifðum byggðum landsins þótt hann sæmdi sér álíka vel í konungshöllum. Hvarvetna beindist athyglin að Sveini þar sem hann kom. Það var sökum auðugs gáfnafars, samræðulistar, hrein- skilni og þess að leyfa viðmælanda að njóta sín. Ekki má gleyma list- rænum hæfileikum. Hann var af- bragðssöngmaður, hafði djúpa bassarödd sem undirstrikaði karl- mennskuna í sál, hjarta og líkama. Ég veit ekki hversu vinmargur Sveinn var, en hafi svo verið hefur hann haft ærnu að sinna því að jafntryggur og óhlutdeilinn maður var vart til. Ánægjulegt var að njóta sam- vista við Svein. Það var sökum þess sem þegar hefur verið upp talið. Þegar ég riíja upp fyrstu fundi okkar þá er óumflýjanlegt að minn- ast bekkjarbróður míns og sveit- unga Sveins, Haralds Bjarnasonar, * bónda í Stóru-Mástungu, í næsta nágrenni við Ása. Haraldi séu þakk- ir skildar fyrir að leiða okkur Svein saman. Og hið gnúpverska um- hverfi finnst mér óhugsanlegt án þeirra tveggja. Ólíku náttúrufari hafa þeir vanist Austfirðingar og Sunnlendingar, en í uppsveitum Árnessýslu fann Austfirðingurinn skyldleika við heimahaga og kannski er þar skýringin fundin á svipuðu þeli okkar Sveins til þjóð- mála og þjóðarsálar, viðhorfi til æskulýðsins og hvað mest mætti verða honum að gagni. Umhugsun- in um slíkt tók hug hans meira en hálfan. Ætterni Sveins ætla ég öðrum að rekja. En upplagið leyndi sér ekki: Hvorki mun ég á þessu níðast né öðru sem mér er til trúað. Ég þakka Sveini Ágústssyni kærlega kvaddar stundir. Þórhallur Guttormsson + Ástkær eiginmaður minn, faðir okkar, tengdafaðir og afi, SIGHVATUR BJARNASON málarameistari, Heiðargerði 110, verður jarðsunginn frá Dómkirkjunni föstudaginn 8. febrúar kl. 13.30. Þeim, sem vildu minnast hins látna, er bent á Krabbameinsfélag- ið og Hjartavernd. Jórunn Ármannsdóttir, Kristín Sighvatsdóttir, Pálmar Smári Gunnarsson, Sturla Sighvatsson, Helga Sighvatsdóttir, Guðlaug Jónsdóttir. + Þökkum auðsýnda samúð og vinarhug við fráfall móður okkar og ömmu, ÁSLAUGAR SIGURÐARDÓTTUR, Stangarholti 10, Reykjavík. Fyrir hönd vandamanna, Anna Björnsdóttir Johansen, íris Björnsdóttir, Áslaug Pétursdóttir, Jóhann Kiesel. + Hjartans þakkir öllum þeim, er sýndu okkur vinsemd og hlýhug við andlát og útför ARNBJARGAR SIGURÐARDÓTTUR, Skólagarði 10, Húsavík. Guð blessi ykkur öll. Gunnar Páll Jóhannesson, Sigurður Gunnarsson, Annelie Kálleqvist, Guðrún S. Gunnarsdóttir, Sigurður lllugason og barnabörn. + Innilegar þakkir fyrir auðsýndan hlýhug og samúð við andlát og útför föður okkar, tengdaföður og afa, SIGURÐAR ÓLAFSSONAR vélstjóra, Gunnarsbraut 38. Sérstakar þakkir til starfsfólks deildar 7-A á Borgarspítalanum. Ólafur Sigurðarson, Ellen Einarsdóttir, Bjarni Sigurðsson, Helga Rut Júlíusdóttir og barnabörn.

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.